Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 44
 A * Minning Samúel J. Olafsson, viðskiptafræðingur Fæddur 21. júlí 1944 Dáinn 2. september 1991 Lát vinar míns Samúels Ólafs- sonar bar að með óvæntum hætti í fjarlægu landi. Það er mér nú nokkur léttir að fá að minnast hans með fáeinum orðum. Við Samúel kynntumst fyrst á unglingsárum, þegar við vorum við verkamannavinnu við lagnir símakapla í Reykjavík. Árin liðu og fregnir bárust af honum við hjálpar- störf í Súdan og Eþíópíu. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við síðan kynni okkar er kona mín átti frumkvæði að því að bjóða þeim Ingibjörgu og Samúel heim. Það kom okkur skemmtilega á óvart að nú áttum við mörg sameig- inleg áhugamál. Það voru vandamál þriðja heimsins og hjálparstarf og kristniboð því tengd, kristin trú, tölvumál og einkaflugið. Með okkur tókst fljótlega góð vinátta. Ásamt Ingibjörgu, Samúel og fjórum öðr- um hjónum mynduðum við hóp, sem hist hefur reglulega síðustu þrjú árin til að lesa Guðs orð í Bibl- íunni, ræða málin og eiga sameigin- lega bænastund. Þessar kvöld- stundir, sem styrktu okkur i dag- lega lífinu eiga eftir að vera dýr- mætar í minningum okkar allra. Flugið heillaði okkur báða og um tíma áttum við saman hlut í lítilli flugvél. Samúel notaði stafina SÓL og ævinlega gladdist ég að sjá staf- ina hans í bókinni þar sem við félag- arnir skráðum áætlanir okkar um flugtíma. Samúel leit á flugið af ábyrgð og alvöru. Samræðurnar við hann voru fræðandi, því hann hafði aflað sér góðrar þekkingar á því er tengdist fluginu. Oft ræddum við um flugslysin og áhættuþættina. Dauðinn er ábyrgum flugmanni raunveruleiki og ég veit að Samúel gerði sér einnig grein fyrir þeim áhættuþáttum, sem fylgja þróunar- starfi í miðri Afríku en festa og ró voru meðal persónueinkenna hans. Hann var ljúfur í samskiptum en þó fastur fyrir. Jafnvel þótt við værum fjölskyldumenn á fimmtugs- aldri þá létum við okkur stundum dreyma um flugmálin, um heima- smíðaðar flugvélar og flug í Afríku og spennandi var að leggjast yfir nákvæm flugkort af Austur-Afríku, sem Samúel átti. Nú hefur Samúel verið tekinn frá okkur og hugsunin um hverfulleik lífsins verður áleitin. Eg, sem varla hef reynt það að missa náinn ást- vin, þarf ekki að kvarta, en innilega samúð votta ég Ingibjörgu eigin- konu hans, börnum þeirra og öðrum ástvinum. Að lokum langar mig til að vísa til játninga Ágústínusar kirkjuföð- ur. Hann var.á þrítugsaldri, þegar nánasti vinur hans veiktist og dó. Hann segir: Af þessum harmi varð mér myrkt fyrir hjarta og ailt, sem ég augum leit bar dauða- svip. Gráturinn einn veitti mér svðlun. - Mér fannst hann (Dauðinn) myndi geta hremmt alla menn á augabragði, úr því að hann hafði hremmt vin minn. Ágústínus spyr Guð margra spurninga um vináttuna, sorgina og lífið sjálft. Við gleymum oft hversu dýrmætt það er að eiga ást- vini og eyðum dögunum eins og þeir eða við munum aldrei deyja. Að lokum finnur Ágústínus friðinn í Guði skapara sínum og skrifar: Sá einn missir engan ástvin, sem öllum ann í honum (Guði), sem aldrei er unnt að missa. Þig missir enginn nema sá, sem frá þér fer. Gísli H. Friðgeirsson Samúel Jón Ólafsson var fæddur í Reykjavík 21. júlí 1944. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Samúels- dóttir og Ólafur Helgi Guðmunds- son húsgagnasmíðameistari. Samú- el lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1964. Hann stundaði nám í viðskiptadeild Háskóla íslands og lauk prófi þaðan árið 1972. Samúel var um skeið sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði og síðan í Neshreppi utan Ennis. Hann var einnig um hríð skrifstofustjóri í Lyfjaverslun ríkisins. Hinn 23. júlí 1966 gekk Samúel að eiga Ingibjörgu Helgu Júlíus- dóttur hjúkrunarfræðing. Þau voru mjög samhent, og sambúð þeirra einkenndist af ást og gagnkvæmri virðingu. Börn þeirra eru: Ólafur Helgi Samúelsson læknanemi, sam- býliskona Elín Ragnhildur Jónsdótt- ir, nemi í efnaverkfræði. Þóra Guð- rún Samúelsdóttir bankagjaldkeri, maki Stefán Jónsson tækniskóla- nemi. Kolbrún Gyða Samúelsdóttir nemi. Samúel Jón Samúelsson nemi. Þau Samúel og Ingibjörg störf- uðu í tæp fimm ár við þróunar- og hjálparstörf í Súdan og í Eþíópíu, og kom þar að góðum notum traust og fjölbrejrtileg menntun og reynsla þeirra beggja og einnig brennandi áhugi á þróunarmálum: Margt má segja gott um íslenskt samfélag, en einnig margt miður gott. Eitt hið versta er, hve sorg- lega lítið við leggjum hlutfallslega af mörkum til vanþróaðra þjóða. Nokkrir ágætir íslendingar, konur og karlar, hafa þó lagt sitt af mörk- um í þessum efnum og ríflega það, og það á svo sannarlega við um þau Samúel og Ingibjörgu. Fyrir rúmum mánuði hóf Samúel störf í Úganda hjá dönsku þróunarstofnuninni Danida. Hann var á gangi á götu í Kampala ásamt konu sinni og Samúel syni sínum, þegar ódæðis- menn réðust á hann. Þeir særðu hann til ólífis, að viðstaddri eigin- konu og syni. Samúel Ólafsson lést skömmu síðar í.sjúkrahúsi. Ég kynntist Samúel Ólafssyni fyrir mörgum árum, er ég tengdist fjölskyldu hans, en Ingvi Samúels- son vélvirki, tengdafaðir minn, er móðurbróðir hans. Ég hitti Samúel alloft í ýmsum fjölskylduboðum, en þau Ingibjörg áttu alloft frumkvæði að því, að fjölskyldan kæmi saman. Ilann var mjög hlýlegur, hógvær og alúðlegur í viðmóti og ánægju- legt að ræða við hann um margvís- leg málefni. Hann hafði yndi af því að ræða um málefni Afríku og sýndi stundum vinum og vandamönpum myndir og muni þaðan. Var mjög fróðlegt að ræða við hann um þessi málefni, er hann þekkti harla vel af eigin reynslu. Hann þráði að láta gott af sér leiða í þágu þessa fólks í fjarlægri heimsálfu. Það var hon- um bæði hugsjón og mikið áhuga- mál. Samúel var snjall myndasmiður. Hann hafði næmt auga fyrir góðu myndefni. Samúel var athafnamað- ur, og hann tók myndir af því frænd- og venslafólki, sem til náð- ist, á þriðja í jólum 1987. Mynda- takan fór fram í stofunni heima hjá okkur Dóru á Lynghaganum. Samúel skrifaði sjálfur þá í gesta- bók: „Með þökk fyrir skemmtilega dagstund. ... Sjáumst heil.“ Dóttir mín og sonur Samúels voru fermd með stuttu millibili sl. vor. Þetta voru einkar góðar og ánægjulegar veislur, og margt skemmtilegt bar á góma. Ég tók í fyrri veislunni mynd af þeim hjón- um og Samúel yngra. Þetta er mynd af fallegu fólki, og fjölskyldu- faðirinn átti margt óunnið, en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Að kvöldi dags 2. september sl. hringdi Guðrún Samúelsdóttir til mín og tilkynnti mér hin dapurlegu tíðindi. Ég skildi þetta ekki þá og skil það raunar vart enn. Hvernig gat svo hræðilegur atburður orðið með svo átakanlegum hætti? Hvernig mátti það vera að hann, svo mikilhæfur hugsjónamaður, væri hrifinn brott með svo grimmi- legum og óskiljanlegum hætti, hann sem átti svo margt ógert? Þegar menn eins og Samúel Ól- afsson deyja skynjar maður ýmis- legt betur en ella, m.a. hverfulleika mannlífsins, svo og hið göfuga starf hins hógværa hugsjónamanns. Það er mikill heiður að hafa kynnst Samúel Ólafssyni og tengst fjöl- skyldu hans. Við Dóra og dætur sendum konu hans, börnum, móð- ur, systur, tengdamóður og öðrum vandamönnum hugheilar samúðar- kveðjur. Minningin um einstakan mann lifir. Guð blessi minningu Samúels Jóns Ólafssonar og veiti fólkinu hans styrk á erfiðum tímum. Ólafur Oddsson Kveðja frá systur í dag kveð ég í hinsta sinn elsku- legan bróður minn Samúel Jón Ól- afsson. Það er svo stutt síðan við hérna heima kvöddum hann svo hamingjusaman ásamt eiginkonu hans og tveimur af börnum þeirra. Þá var hann að halda til starfa til þess heimshluta sem var honum mjög kær. Þar kom þekking hans og kunnátta sér vel. Hann var sá sem alltaf var svo gott að leita til, þegar á leiðsögn og stuðningi þurfti að halda. Ég þakka bróður mínum allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Algóður Guð varðveiti hann og styrki okkur öll sem söknum hans svo sárt. Ingibjörg Anna Við ólumst upp í sama húsi við ströndina vestur í Skjólum. Fjaran og ósnortnir móar voru leikvöllur okkar og einnig var knattspyrnu- völlurinn vinsæll í þá daga eins og nú. KR var að sjálfsögðu eina félag- ið, enda við gegnheilir vesturbæing- ar. Feður okkar voru uppeldisbræður og þess vegna fannst okkur við vera frændur, enda var Samúel eða Sonni, eins og hann var kallaður í vesturbænum, mér meiri frændi en margir, sem meira voru skyldir. Þar sem dálítill aldursmunur var á okkur skildu leiðir lítillega þegar skólaganga hófst og svo þegar báð- ir fluttu, Samúel- í austurbæinn en ég enn vestar í vesturbæinn, varð samgangurinn skiljanlega enn minni. Við vissum þó alltaf mjög vel af hvor öðrum og hittumst all oft. Samúel varð stúdent og Iauk síðan prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands. Hann starfaði lengi hjá Bifreiðum og landbúnað- arvélum, en varð seinna sveitar- stjóri bæði á Fáskrúðsfirði og í Neshreppi utan Ennis. Síðan lá leið- in til Afríku þar sem hann starfaði að ýmsum þróunai’verkefnum. Fyrir nokkrum árum kom Samú- el aftur heim og tók þá við starfi skrifstofustjóra hjá Lýfjaverslun ríkisins. En alltaf blundaði löngunin til Afríku í honum og á miðju sumri, sem nú er að Iíða, tók hann við þróunarstarfi í Úganda, sem aðstoðarmaður ráðherra þar. Samúel var einstaklega prúður maður, hægur, en þó gamansamur og hafði óvenju næmt auga fyrir hinu skoplega í tilverunni. Ávallt var gi-unnt á kímninni, sem þó var græskulaus og hlý. Samúel átti ekki langt að sækja þessa eiginleika því faðir hans hafði einnig til að bera þessa hárfínu næmni fyrir skoplegum hliðum tilverunnar. Foreldrar Samúels eru sæmdar- hjónin Ólafur H. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari og Guðrún Samúelsdóttir, kjólameistari. Fór mikið orð af fagmennsku þeirra. Guðrún var ákaflega eftirsótt saumakona og smíðisgripir Ólafs þóttu bera af. Verkstæði hans við Vatnsstíginn var vinsæll staður hjá okkur strákunum og alltaf fengum við að reyna okkur við smíðarnar þegar við vildum. Ólafur er látinn en Guðrún lifir son sinn, annað barnið sem hún missir yfir móðuna miklu. Samúel kvæntist Ingibjörgu Júl- íusdóttur, hjúkrunarfræðingi, og var hjónaband þeirra ástríkt og gott. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg börn og fyrsta barnabarnið er líka fætt og ber það nafn afa síns. Ingibjörg og Samúel voru afar samhent hjón og það var ekki síst í Afríku, sem venjulegt fólk þekkir fyrst og fremst af hörmungarfrétt- um, að mannkostir þeirra og mennt- un nýttist, þar gátu þau saman starfað að þeim málefnum sem þeim voru kærust. Dauðinn er öllum mönnum óumf- lýjanlegur. Stundum er hann líkn en stundum er hann erfiður og hvað erfiðastur er hann þegar maðurinn er hrifinn burtu úr blóma lífsins, þegar lífsorkan og væntingarnar eru hvað mestar. Svo mikið er enn- þá ógert og verkefnin bíða alls stað- ar. Samúel átti sér þann draum að geta látið gott af sér leiða. Hann vissi af reynslu sinni, að í þriðja heiminum er þörfin fyrir menntun og þekkingu mest og þar taldi hann kröftum sínum best varið. En eng- inn má sköpum renna. Jóhannes Helgason Það er með trega í hjarta að ég sest niður til að skrifa nokkur minn- ingarorð um vin minn og félaga, Samúel Jón Ólafsson. Mánudags- morguninn 2. september hafði hug- urinn reikað til vina okkar í Kamp- ala, en ég átti von á bréfi frá Samú- el. Hafði beðið hann um faglegt álit á smáplaggi er ég hafði skrif- að. Það var því sem reiðarslag er hringt var um kvöldið og tilkynnt að hann hefðý fallið fyrir hendi ódæðismanna. Ég og fjölskylda mín vorum harmi slegin. Fyrir tæpum tveimur mánuðum höfðum við kvatt vini okkar og þá skein sól í heiði. Þau voru að fara til starfa'á meðal fólks er átti hug þeirra og hjarta. Samúel Jón Ólafsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1944 og sleit barnsskónum þar. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Guðmundsson, húsgagnameistari, fæddur 7. janú- ar 1913, dáinn 11. desember 1976, og Guðrún Samúelsdóttir, sauma- kona, fædd 12. ágúst 1924. Samúel átti eina systur, Ingibjörgu Önnu, fædda 16. júní 1956. 23. júlí 1966 steig Samúel mikið gæfuspor er hann giftist æskuvin- konu sinni, Ingibjörgu Helgu Júlíus- dóttur, hjúkrunarfræðingi. Ingi- björg, sem er alveg sérstök ágætis kona, bjó manni sínum og börnum gott heimili þar sem hlýja og um- hyggja réði. Samúel og Ingibjörgu varð fjög- urra barna auðið: Olafur Helgi, læknanemi, fæddur 4. apríl 1966. Unnusta hans er Elín Jónsdóttir er stundar nám í efnaverkfræði í Svíþjóð; Þóra Guðrún, bankastarfs- maður og húsmóðir, fædd 27. ágúst 1967. Hún er gift Stefáni Jónssyni er nemur iðnaðartæknifræði; Kol- brún Gyða, menntaskólanemi, fædd 22. janúar 1973, og Samúel Jón, nemi, fæddur 7. janúar 1977. Samúel og Ingibjörg eiga eitt barnabarn, Samúel Inga Stefáns- son, fæddan 19. júní 1985. Samúel útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Reykjavík 1964 og lagði síðan stund á viðskiptafræði við Háskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hann 1972. Samúel starfaði um tíma hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum og Kristni Guðnasyni en 1974 réðst hann sem sveitarstjóri til Fáskrúðsfjarðar. Árin 1976 til 1980 gegndi hann sama starfi á Hellissandi og frá 1980 til 1982 rak hann bókhaldsfyrirtæki í Ólafsvík. Félags- og sveitarstjórnarmál lét hann til sín taka og var t.d. í for- stöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Hellissandi um tíma. Samúel átti sér mörg áhugamál og má t.d. nefna flug en hann tók einkaflugpróf í Kenýa 1985. Er við Samúel ræddum um flug nefndi hann oft hversu gaman það væri að eiga góða flugvél og geta notað hana við hjálparstörf í Afríku. Er Samúel lést var hann rétt búinn að fá leyfi til að fljúga í Úganda en það leyfi er ekki veitt hverjum sem er. Ljósmyndun, siglingar og um- hverfismál voru Samúel einnig hug- leikin. En það sem átti hug hans allan var þó kristniboðið og þróun- arhjálp. Þeim málum vildi hann leggja lið og þá var ekki spurt um kostnaðinn. Samúel var persónu- lega kristinn maður og vildi lifa samkvæmt trúarsannfæringu sinni. Þess vegna lá leiðin til Afríku og þess vegna var kristniboð hans hjartans mál. Leiðir okkar Samúels lágu fyrst saman fyrir ellefu árum, en þá var ég á Rifi á Snæfellsnesi að sýna myndir frá kristniboðs- og hjálpar- starfinu sem Kristniboðssambandið rekur í Eþíópíu. Ekki var fjölmenni á þeirri samkomu en þangað komu þessi elskulegu hjón, Ingibjörg og Samúel. Við tókum tal saman og þau sögðu mér að bráðlega væru þau á förum til Súdan á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hjálparstofnunin starfaði þar að miklum þróunarverkefnum í sam- starfi við Hjálparstofnun kirkjunnar í Noregi. Það var strax auðséð að þarna voru ekki neinir ævintýra- menn á ferð, heldur yfirvegað og traust fólk er vildi leggja lóð sitt á vogarskálina til að rétta hag þeirra verst settu á meðal okkar jafnvel þótt þeir væru í fjarlægum löndum. Árið 1982 hélt fjölskyldan til Súdan að undanskildum elsta synin- um, sem var þá við nám í Mennta- skólanum í Reykjavík. Á sama tím'a hélt ég og fjölskylda mín á ný til Eþíópíu. Brátt bárust okkur fréttir frá Súdan, en þar starfaði Samúel með gamalreyndum kristniboðum frá Eþíópíu og vinum okkar. Þessir vinir okkar áttu ekki orð til að lýsa ágæti þessara íslendinga er störf- uðu með þeim þar. Það var ekki aðeins að Samúel og Ingibjörg ynnu störfin er þeim voru falin með þeim ágætum að orð fór af, heldur lögðu þau einnig á sig aukavinnu og erf- iði til að létta undir og hjálpa inn- lendum vinum sínum. Hjúkrunar- menntun Ingibjargar kom sér vel og alltaf var hún boðin og búin að rétta þarlendum sem öðrum hjálp- arhönd. Samúel náði sérstaklega góðu sambandi við Súdanina sem hann vann með og varð þeirra góði vinur í blíðu og stríðu. Hann lét sér ekki aðeins annt um líkamlegar þarfir þeirra. Á sunnudagsmorgn- um eldsnemma fór hann út í nær- liggjandi þorp til að taka þátt í guðsþjónustum og lesa fyrir vini sína úr Biblíunni. Vegna ótryggs ástands í Suður- Súdan varð fjölskyldan að yfirgefa landið árið 1985 og halda fyrst til Kenýu. Það var ekki létt fyrir þau að yfirgefa þannig vini sína þegar erfiðleikar og hörmungar dundu yfír. Oft leitaði hugur þeirra til baka á heimaslóðirnar í Torit í Súd- an og vini sína þar báru þau á bænarörmum. Sumarið 1985 lá svo leiðin til Eþíópíu og þar hófust kynni okkar fyrir alvöru og fjölskyldurnar tengdust _ brátt sterkum vináttu- böndum. í Eþíópíu starfaði Samúel fyrir Hjálparstofnun norsku kirkj- unnar og hafði um tíma yfirumsjón með öllu starfi hennar í landinu. Eins og í Súdan varð þessi yndis- lega fjölskylda landi sínu til sóma. Frábærir hæfileikar Samúels til að takast á við ný og flókin verkefni og að starfa með fólki af ólíkum uppruna komu vel í ljós. Hann varð þar, sem í Súdan, vel liðinn af öllum og eignaðist marga góða vini. Með- al þeirra var presturinn Shamebó er mörg ár hafði starfað með íslend- ingum. Samúel var um tíma einn í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.