Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 50
50 MORGÚNBLÁÐIÐ FÍMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 HÖGNI HREKKVlSI „Gópaw Dag(oómas. Hveewis hffui? þÚ CxS ALUR BÓFARNIR ?" Hundar - börn Ég sá grein í Velvakanda laugardaginn 7. september undir titlinum: „Dýravernd — Barna- vernd.“ Sú manneskja sem þar skrifar, er ekki „dýravinur" og ætti ekki að kalla sig það. Ég bý í Hafnarfirði og hef séð hvernig sumir krakkar grýta steinum og drullu í hunda sem hafa verið á sinni eigin lóð. Þessum „dýravini" myndi nú ekki þykja það þægilegt ef hann væri í sporum hunds sem lenti í þessu. Og það sem hundur- inn gerir sér til varnar er að urra og sýna tennur. Þá kemur auðvitað: „Hundur er ekki barn.“ Nei, það er satt, en hann getur fundið til. Það er til fjöldi fólks, sem getur ekki átt börn en á hund. Hvernig stendur á því? Ætlast þessi „dýravinur" til þess að lögreglan banki upp á hjá fólki, taki hundanna, stilli þeim upp við yegg og skjóti? Saga „dýravinsins“ um hjónin, sem vildu fá hund, er mjög góð. Það er gott fyrir krakkana að eiga hund, því öll börn hafa gott af að alast upp með dýrum. Þau börn sem það gera, læra að umgangast dýr. Kæri „dýravinur“! Ég á bæði börn og dýr, og tei mig mjög ríka. Heimavinnandi húsmóðir. Lög og regla: Þrælavinna „Reglusamur" skrifar í Velvak- anda 7. september sl. um „Ölvun á almannafæri," þessa óheppnu menn sem kallaðir eru útigangsmenn. Já, það er ekki fögur sjón að sjá þá Uppspretta endurholdg- unarkenningarinnar - Erfðir minninganna Mikið hefur borið á bæði greina- skrifum og umræðu um endur- holdgun í kringum fólk sem kennir sig við nýöld. Uppi eru menn, sem segjast hafa lifað oft áður, í Persíu, Fom- Egyptalandi, Rómaríki, og svo mætti lengi telja. Því er jafnvel haldið fram, að í dásvefni megi fara með fólk aftur fyrir fæðingu þess, þar sem það upplifir fyrri æviskeið. Margir eru þeir, sem ráðist hafa í það verkefni að rannsaka þessi fræði, enda áhuginn mikill meðal almennings. An þess að §alla um endurholdg- un á trúarlegum grundvelli langar mig til að opna umfjöllun um þessi fyrirbæri á vísindalegum grunni. Hugsanlegt er að þar sé hinn týnda hlekk að finna, sem dregur ef til vill fyrirbærið út úr dilk trúmála. Mikil er dulspekin og leyndar- dómurinn sem loðir við málefnið en kannski á eftir að verða hröð breyt- ing þar á. Vísindin komust að því að í mannslíkamanum eru til staðar erfðaefni, svokölluð gen, sem eru sérstök forskrift frá fyrri tíðar for- feðrum. Við erfum viss meðfædd einkenni foreldra okkar og ætt- ingja. Hver kannast ekki við það, að hafa heyrt að barnið sé með nefið hennar mömmu og augun hans pabba. Við erfum einnig vissa hæfileika, sönghæfileika ömmu og hagleikinn hans afa. Auk þess er vel þekkt að sjúkdómar erfist í gegnum marga ættliði. En það er meira sem erfíst. Og þar komum við að kenningunni um endurholdg- un, sem er svo sveipuð hulu dulúðar. Eg tel að ekki sé ósennilegt að við erfum minningar og hugsanlega heilu lífin forfeðra okkar, og í vissu hugarástandi sé hægt að kalla fram þessar minningar ú huganum, heil- anum eða öðrum geymslustöðum minningargenanna. Þarna tel ég að uppspretta endurholdgunarkenn- ingarinnar sé að finna, erfðir minn- inga löngu liðinna kynslóða. A þennan hátt lifa forfeðurnir í okkur og við í afkomendum okkar og skyldfólki. Svo tengd erum við hvert öðru að við erum sem einn maður. Einar Ingvi Magnússon drulluskítuga í kringum útlendinga og Islendinga og vera að biðja um peninga. Málið er bara það að lög- reglan hirðir þessa menn upp, setur í fangelsi í nokkra tíma. Þeir fá enga næringu eru síðan settir út götuna þar sem þeir betla og verða öðrum til óþæginda. Þetta á líka við um síafbrotamenn. Því miður eru öll hæli fyrir út- gangsmenn yfirfull, en hinsvegar er það engin lausn að senda þá út í Viðey eins og „Reglusamur" legg- ur til. Hins vegar er lausn á máli síafbrotamanna. Það er að láta þá reisa upp alvöruvinnubúðir í þræla- vinnu frá morgni til kvölds, láta þá bæta það tjón sem þeir valda en ekki klappa þeim á bakið þegar búið er að ná þeim og þeir játa. Það á ekki að bíða í árafjölda með að setja þá inn í, — öflugar vinnu- búðir og það sem fyrst. En ég er sammála því að það vantar lögregluna mikið meira á göturnar og einnig strangara um- ferðareftirlit, lögreglan þarf að vera ákveðnari. Málið er það líka að lög- reglan þarf að fá allar greiddar sektir í sjóð til að auka hjá sér mannafla og efla tækjabúnað sem er í lágmarki. Dómsmálaráðherra! Það má virkja lögregluna mikið meira og endurskoða störf dómara sem eru því miður alltof stirð. Hleypið ekki afbrotamönnum út á götuna eftir að þeir hafa framið brot. Sendið þá tafarlaust í vinnubúðir. Þeir eiga að borga tjónið. Það skulu þeir gera. Það er enginn spurning. Helgi Víkverji skrifar Kunningi Víkveija pantaði sér á dögunum lítið nótnahefti frá bandarísku útgáfufyrirtæki. Verðið var aðeins 17,95 dollarar eða 1.108 krónur og pöntunin afgreidd með greiðslukorti gegnum síma. Minn- ugur skrifa Víkveija um sigur í baráttu hans fyrir afnámi skatta af innfluttum einstökum bókum bjóst hann ekki við neinum eftir- köstum þegar bókin kæmi til lands- ins en það var öðru nær. Tilkynning barst frá Tollgæslunni í vikunni um komu bókarinnar og að hennar mætti vitja á pósthúsinu í Strand- götu í Hafnarfirði. En jafnframt að greiða þyrfti 451 krónu, eða 41% skatt, til þess að fá hana afhenta. Fyrirspurn um þessa gjaldtöku sögðust póstverðir ekki geta svarað og buðu kunningja Víkveija að hringja í Tollgæsluna. Ekki stóð á svörum þar á bæ og mótmælti toll- vörður harðlega að felld hefðu verið niður gjöld af bókum af þessu tagi á undanförnum misserum og blaða- fregnir í þá veru stæðust einfald- lega ekki. Ekkert múður dugði, hinn opinberi embættismaður var viss í sinni sök og vel það. Fylgdu sögur um meintan blekkingarleik fyrrver- andi fjármálaráðherra sem ætlað var að slá ryki í augu námsmanna. Og við bætt að núverandi ráðherra hefði hert alla skattheimtu á inn- fluttu prentuðu máli ef eitthvað væri, m.a. mælt fyrir um ný gjöld á tímaritum með bundnum kili. Tollflokkurinn á nótnakverinu væri 4901-9909, jöfnunargjald væri 44 krónur, virðisaukaskattur 282 og meðferðargjald 125 krónur, samtals 451 króna skattur. Með í reikning- inn væri tekið 2,52 dollara burðar- gjald og enginn afsláttur veittur þótt innifalin í 17,95 dollara kaup- verðinu út úr bandarískri búð væru þarlend gjöld. Þar sem kunningi Víkvetja var þegar búinn að greiða söluverð bókarinnar með greiðslu- korti tók hann frekar þann kostinn að borga skattinn og fá bókina í stað þess að láta endursenda hana því ekki vildi hann gera sig að ómerkingi gagnvart bandaríska fyr- irtækinu. XXX Fjölmiðlar sinna nú í vaxandi mæli áhugamálum fólks og tómstundagamni. Víkveiji dagsins hefur áhuga á -hestamennsku. Lengi vel var Morg- unblaðið eina dagblaðið, sem sinnti þessu máli að einhveiju marki. Síð- an bættist DV í hópinn og hefur þetta efni fengið aukið pláss í þess- um blöðum, en er ennþá undantekn- ing en ekki regla í hinum dagblöð- unum. Hestamennskan átti lengi vel ekki upp á pallborðið hjá út- varps- eða sjónvarpsstöðvunum. Nú hefur þetta hins vegar breytzt til batnaðar með fréttaflutningi af hestamannamótum og sérstökum þáttum um hestamennsku. Á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í hestaíþróttum í Svíþjóð urðu þau tímamót að ríkisútvarpið/sjónvarp- ið sendu fréttamann á mótið og fluttu þaðan fréttir meðan mótið stóð og síðan sýndi sjónvarpið tvo þætti um mótið. Víkveiji dagsins fylgdist auðvit- að með þessu efni. Hann fylgdist líka nokkuð með beinum útsending- um sjónvarpsins frá heimsmeistara- mótinu í fijálsum íþróttum sem fram fór í Japan. Og þá sá Víkveiji í anda sjálfan sig fylgjast með beinni útsendingu sjónvarpsins frá heimsmeistaramóti hestamanna. Ef fer sem horfir, verður það næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.