Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1,2, SEPTEMBER 1991, 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Hver saknar afmælisgjafar? Arvökull borgari hringdi og greindi frá fundi sínum. Á þriðju- dagsmorgun fann hann lítinn pakka á Langholtsvegi út við. Suðurlandsbraut. Utan um pakk- ann er hvítur pappír_ og bundið um með blárri slaufu. í pakkanum eru hringir, hálsmen o.fl. og virð- ist vera um afmælisgjöf barns eða eitthvað þess háttar að ræða. Ef einhver saknar pakkans má fá nánari upplýsingar í síma 32348 eftir kl. 4 á daginn. Af mönnum og dýrum Kona í miðbænum hringdi. Hún vildi gera að umtalsefni kvartanir borgaranna vegna hundaskíts í skrúðgörðum og á götum og stétt- um borgarinnar. En hún vildi benda á að það væri ekki við dýr- in að sakast, þótt þau þyrftu að losna við sitt. Það væru eigendur þessara dýra sem væru sóðar. Þeir ættu að hirða úrganginn í poka og losa í ruslið. Þá kröfu mætti gera til mannanna. En kon- unni þótti sem dýrin kunna betri mannasiði en t.a.m. draugfullt fólk sem gerði sín stykki inn í görðum og húsasundum og karl- menn sem mígu utan í öskutunnur og ljósastaura. Það þyrfti frekar að áminna fólkið en málleysingj- ana um þrifnað. Konan hafði margoft mátt horfa uppá það að menn hræktu á göturnar, sótt- kveikjur og „geðslegheit“ bærust svo með skótaui inn í híbýli fólks. Konan vildi einnig benda á að það væru ekki allir borgarar í miðbæn- um svo vel stæðir að þeir gætu keypt jafn oft nýja skó eins og þessi lýður brennivínsflöskurnar sem hann tæmdi og bryti svo fyr- ir hunda og manna fótum. En þó skótjónið væri skaði, væri hitt harmleikur að horfa og heyra í blessuðum dýrunum sem stigu á þessi glerbrot. Konunni þótti mál- notkun og umburðarlyndi almenn- ings skrítið, „dýrslegt athæfi“ væri talið „bara mannlegt". Dökkjarpur hestur í umsjón vörslumanns Hafnar- fjarða'rbæjar hefur síðan 20. ág- úst verið dökkjarpur hestur í óskil- um. Hesturinn er u.þ.b. 7-8 vetra, járnaður, ómarkaður en með stallmúl. Upplýsingar í síma 651872. undist hefur í gömlu dóti, stór silfurkross, merktur: Jón Páls- son, 23. júní 1973. Nánari upp- lýsingar í síma 618080. Sæunn. Lyklar við Valhöll Kona hringdi og vildi láta vita af því að hún hefði fundið tvo húslykla sunnudagsmorguninn 8. september við Háaleitisbraut nærri Valhöll. Sá sem kannast við að hafa tapað lyklum á þessum slóðum um þetta leyti getur hringt í síma 31214. Týndur eyrnalokkur Gulleyrnalokkur, fisklaga, týndist við/eða í veitingahúsinu „Tuttugu og tveir“ laugardags- kvöldið 31. ágúst. Finnandi er beðinn um að hringja í Bogeyju í síma 77732 eftir kl. 18. Fundar- laun. FORELDRA OC BARIUA Nú eru að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað urn hvað foreldrar geta gert til að: • Aðstoða börn sín við þeirra vandamál. • Leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. • Byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632 Hugo Þórisson sálfrœðingur Wilhelm Norðfjörð sálfrœðingur saMskipti VERKSMIÐJU ÚTSALA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir af sport- og vinnufatnaði. REGNFATNAÐUR barna, kvenna, karla SJÓFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, karla VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar VINNUVETTLINGAR STIGVEL SJÓKLÆÐAGERÐIN HF • SKÚLAGÖTU 51 Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.