Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 52

Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 Tandoori-kjúkl- ingur á grillið Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON ið síðan örlítið með eldhúspappír. Grillið bitana síðan í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Sósan 5 dl vatn kjúklingabein, hamur og innyfli, ef þau eru með 5 piparkorn 1 lárviðarlauf Vi tsk. salt 2 tsk. gott milt karrý 2 meðalstórar gulrætur Nokkrar ferskar belg- strengjabaunir 1 vorlaukur eða nokkur strá gras- laukur hveitihristingur 2 tsk. hreinn ijómaostur egar þetta er skrifað 5. september, er komið logn og blíða aftur og sjálfsagt að vekja upp minningar sumarsins og griila Tandoori-kjúkling. Þar með er þessari griilvertíð minni lokið. Nú orðið þekkja margir íslend- ingar Tandoori-kjúkling. Tandoor er nafn á háum, sívölum leirofni, sem notaður er í Norður-Indlandi og Pakistan. Ofninn er hitaður mjög vel með viðarkolum og við þetta háa hita- stig lokast safinn inn í vöðvanum og kjötið verður mjög bragðgott. En við getum sem hægast notað gott útigrill við þessa steikingu. Eg hefi notað gasgrill með góðum árangri. Indveijar hamfletta kjúklinginn áður en hann er steiktur, þeir nota oft smáa kjúkl- inga, sem á ensku heita „pouss- in“. Mér vitanlega fást þeir ekki hér. Þessir kjúklingar eru allt nið- ur í 450 g að þyngd. Ég skipti venjulegum kjúkling í hluta og er hálfur kjúklingur eða ein kjúkl- ingabringa ætluð á mann. Hent- ugt er að taka kjúklinginn í sund- ur og steikja bitana frekar litla og þeir eru ekki nema örfáar mínútur að stekjast í gegn. Einn- ig er hægt að steikja kjúklinginn heilan eða hálfan. Áður en kjúklingurinn er steikt- ur er hann lagður í jógúrtlög sem í er bætt lauk, hvítlauk og engifer- rót og svo Tandoori-karrý, sem er rautt á litinn. Indveijar búa til sína eigin Tandoori-kryddblöndu, en mér finnst þægilegast að kaupa Tand- oori-karrý tilbúið. Það fæst víða, en ég hefi keypt það í Heilsuhús- inu á Skólavörðustíg. Kjúklinga- beinin er best að sjóða í vatni og nota soðið í sósu með kjúklingn- um. Sú sósa getur verið margvís- leg, en gott er að búa til græna karrýsósu og setja grænmeti út í hana. Og svo er gott að nota hrísgijón og annað hvort Chap- atti- eða Naan-brauð með. Eg hefi áður verið með Chapatti- brauð í þessum þætti og hefí því Naan-brauð með núna. í þennan rétt er best að nota kjúklinga- bringur eingöngu, og er hæfilegt að áætla eina bringu á mann. Þótt auðvelt sé að taka haminn af kjúklingum, er það leiðinlegt verk auk þess erfitt að ná hamn- um af leggjum og taka beinin úr þeim, en það er hægt. Mun auð- veldara er að hamfletta bringurn- ar. Beinin, haminn og innyflin (ef einhver eru með) sjóðum við síðan og notum soðið í sósuna. Lærin getum við svo notað í annað. Hægt er að klippa þá af kjúklingn- um frosnum og stinga aftur í fry- stikistuna. Þessi réttur er svolítið fyrirhafnarsamur, og raunar hreinn spariréttur. Tandoori-kjúklingur 4 meðalstórar kjúklingabringur 1 '/2 tsk. salt nýmalaður pipar safi úr 1 stórri sítrónu 1 dós hrein jógúrt 2 tsk. maltedik eða annað edik 2 hvítlauksgeirar 1 stór laukur 2-4 sm biti ferskur engifer (Hann er misþykkur, og er erfitt að segja til um magnið) 1 msk Tandoori-karrý 1. Hamflettið bringurnar, sker- ið í 2-3 sm breiðar ræmur og legg- ið í skál. Kreistið safann úr sítrón- unni og hellið jafnt yfir kjúklinga- bitana. Stráið salti og pipar yfir þá og látið standa á eldhúsborðinu í 1 klst. 2. Setjið jógúrt í skál. Afhýðið lauk, hvítlauk og engiferrót, saxið mjög fínt og setjið saman við jóg- úrtina. Setjið Tandoori-karrý út í. 3. Hellið kiúklinsrabitunum á sigti. Dýfið kjúklingabitunum í jógúrtmaukið og raðið þeim á fat. Hyljið bitann alveg með jógúrt- mauki. Látið standa í kæliskáp í 6-12 klst. 6. Hitið grillið, smyijið grindina með matarolíu. 7. Strjúkið jógúrtmaukið laus- lega af kjúklingabitunum og þerr- 1. Setjið vatn í pott ásamt pip- arkornum, lárviðarlaufi og salti. Sjóðið við vægan hita í 30-40 mínútur. Síið þá soðið. 2. Setjið soðið í pott ásamt þunnt skornum gulrótarsneiðum, belg- eða strengjabaunum og vor- lauk skornum í bita. Setjið karrý út í. Sjóðið við hægan hita í 8 mínútur. 3. Búið til hveitihristing og jafnið sósu. Hrærið síðan ijómaost vel út í. Athugið saltmagnið í sós- unni. Naan-brauð 500 g hveiti Vi msk. fínt þurrger 1 tsk. sykur IV2 tsk. salt 'A dl matarolía 1 lítil dós hrein jógúrt + snarp- heitt vatn svo að blandan verði 2Vi dl 50 g smjör Vi dl matarolía 1. Setjið hveiti, þurrger, sykur og salt í skál. 2. Blandið saman jógurt og heitu vatni, blandan á að vera fingurvolg. Setjið saman við mjöl- blönduna ásamt matarolíu og eggi. Hrærið saman. Setjið stykki yfir skálina og látið þetta lyfta sér á volgum stað í 40 mínútur eða lengur. 3. Takið deigið úr skálinni, skiptið í 10-12 hluta. Mótið kúlu úr hveijum hluta, togið síðan örlít- ið í annan enda kúlunnar svo að hún verði mjórri í annan endann. 4. Fletjið út um Vi sm á þykkt. Þetta á að vera eins og pera í laginu. 5. Leggið brauðin á álpappír og bakið á grindinni á grillinu. Þetta má líka baka beint á grind- inni. 6. Bræðið smjörið, setjið saman við olíuna. 7. Smyijið brauðið með olíu/smjörblöndunni um leið og þið takið það af grillinu. Stingið brauðinu síðan strax í plastpoka. ■ GRÆNMETISMARKAÐUR verður haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg (gegnt Lang- holtsskóla) næstkomandi laugar- dag. Markaðurinn verður opnaður kl. 14 og rennur ágóðinn til kristni- boðsstarfs Islendinga í Eþíópíu og Kenýu. Það eru nokkrar konur í hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðinum. Þarna verður seldur ýmiss konar jarðargróður, ailt eftir því hvað konunum tekst að útvega á söluborðin, en þær eru háðar því hversu kristniboðsvinif og aðrir velunnarar vilja gefa af nægtum sínum eftir gott sumar. Nær allt sem sprettur úr mold og má leggja sér til munns er vel þeg- ir, kál, kartöflur, ber, ávextir o.s.fiv. Þeir sem vilja leggja eitt- hvað fram ættu að koma með það í KFUM-húsið föstudaginn 14. sept- ember, en þar verður tekið við þvr til kl. 19 síðdegis. Nýlega fóru íslensk hjón til Áfríku til kristni- boðsstarfa þriðja starfstímabil sitt meðal pókotmanna í Vestur-Kenýu. Börn þeirra ganga í norskan skóla í Nairóbí en þar er íslensk kennslu: kona á vegum kristniboðsins. í Eþíópíu eru ein íslensk lijón að störfum og eru þau að byggja upp kristniboðsstöð meðal tsemai- rnanna, frumstæðs þjóðflokks í suð- vesturhluta landsins. Allir kristni- boðarnir eru önnum kafnir. Fólkið tekur þeim vel. Neyðin er mikil en þúsundir manna hafa notið hjálpar, bæði í andlegum og tímalegum efn- um, fyrir tilstilli íslendinga. Enn vantar nokkrar milljónir króna til að nóg fé hafi safnast til starfsins á þessu ári. Á markaðnum verður reynt að fylla upp í eyðurnar. ■ DANSARAR frá Argentínu, Daniela Arcuri og Armaiido Orzuza sýna tangó á Hótel íslandi um næstu helgi. Sýninguna kalla þau Buenos Aires Tango. Undan- farna daga hafa þau kennt í Kram- húsinu. A Hótel íslandi er boðið upp á fatafelluna og eldgleypirinn Tinu Nielsen, en hún er hér á vegum Scan Sound Agency í Kaupmanna- höfn. Á laugardagskvöldið er skemmtidagskráin I Hjartastað — Lové me tender. Tvær sýningar eru eftir, 14. og 28. september næstkomandi. Eyjólfur Kristjáns- son söngvari hefur nú bæst í hóp listamannanna auk þess sem Sig- rún Eva Ármannsdóttir söngkona verður með í þehn fáu sýningum sem eftir eru. ER UM FL UTT Á LA UGA VEG 8 7 VEITUM10% AFSLÁTT AFNÝJUM VÖRUM FRAM AÐ HELGI V____________________________________________________________________________________________J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.