Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 53

Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR ntLioaoM ________ 12. SEPTEMBER 1991 53 KNATTSPYRNA UNGLINGA / ISLANDSMOT Grétar Már Sveinsson, fyrirliði UBK með bikarinn. Fram fagn- aði sigri í fimmta flokki < F ram varð íslandsmeistari í fimmta flokki á sunnudag með því að sigra ÍBK í úrslitaleikjum sem fram fóru á grasvelli ÍR í Mjódd. Keppt var með því fyrirkomulagi að sigur í úrslitaleiknum hjá b-lið- unum gaf tvö stig en þtjú sigur fengust fyrir sigur í leik a-liðanna. Fram vann Keflyíkinga 2:1 í leik b-liðanna. Ómar Öm Ölafsson og Baldur Knúdsson skoruðu mörk Fram en Hjörtur Fjeldsted skoraði eina mark IBK. Með sigri b-liðsins dugði Fram jafntefli í leik a-liðanna til þess að hljóta titilinn en lengi vel leit út fyrir sigur ÍBK. Keflvíkingar höfðu 3:1 forystu í leikhléi og sá munur hefði getað orðið mun stærri. í síðari hálfleiknum snerist leikurinn við. Leikmenn Fram voru mun hættulegri og jöfnuðu fljótlega 3:3, IBK náði aftur forystunni en þá tóku þeir bláklæddu öll völd á vellin- um og skoruðu þijú síðustu mörkin. Lokatölur voru því 6:4. Haukur Hauksson skoraði þijú af mörkum Fram, Björn Blöndal tvö og Finnur Bjarnason eitt. Guð- mundur Steinarsson skoraði tvíveg- is fyrir ÍBK og þeir Kristján Jó- hannsson og Ágúst Ingi Axelsson gerðu sitt markið hvor. „Þegar staðan var 3:1 í hálfleik var útlitið ekki bjart og við vonuð- umst eftir jafnteflinu. Það breyttist allt þegar við skoruðum fyrsta markið í síðari hálfieiknum og eftir það komu mörkin á færibandi,“ sagði Andrés Jónsson sem lék mjög vel í liði Fram og lagði upp tvö af mörkum liðsins. Framafar hafa verið sigursælir í þessum flokki og þeir eru núver- andi Reykjavíkurmeistarar innan- og utanhúss. „Við erum búnir að æfa mikið í vikunni fyrir þennan leik og það var leiðinlegt að missa forskotið niður. Leikur okkar datt niður eftir að við höfðum náð tveggja marka forystu," sagði Ágúst Ingi Axeisson leikmaður IBK. Félagi hans, Ingvi Þór Hákonarson sem lék með b-lið- inu mátti einnig sætta sig tap. „Eft- ir að þeir náðu 2:1 forystu hættum við að spila og fórum að rífast.“ Morgunblaðið/Frosti ÁGÚST Ingi Axelsson og Ingvi Þór Hákonarsson, ÍBK. Ágúst Ingi sagði að a-lið ÍBK hefði misst tök á leiknum eftir að hafa náð tveggja marka forystu, en Ingvi Þór sagði að b-liðið hefði hætt að spila, þegar það var 2:1 undir. Breiðablik varði tit ilinn i fiorða flokki Breiðablik ti-yggði sér íslands- meistaratitilinn í fjórða flokki annað árið í röð með því að sigra KR í úrslitaleik 2:1. Aðstæður voru mjög erfiðar eftir miklar rigningar og Valbjarnarvöll- urinn í Laugardalnum var mjög þungur. Þrátt fyrir það brá oft fyr- ir fallegu spili hjá báðum liðum. KR-ingar byrjuðu betur, Andri Sig- þórsson náði forystunni fyrir KR en Kópavogsstrákarnir tryggðu sér sigurinn með tveimur rhörkum í síðari hálfleiknum. Atli Kristjáns- son jafnaði leikinn og Kjartan Ás- mundsson skoraði sigurmarkið. Grétar Már Sveinsson fyrirliði UBK var ánægður með sigurinn. „Þetta var jafn leikur en við náðum upp góðri baráttu í síðari hálfleiknum." Þess má geta að UBK tapaði leikjum sínum á Islandsmótinu fyrir Val, Fram og KR. Liðið mætti Val og Fram á leið sinni í úrslitin og vann sigur á báðum liðunum. Morgunbla4iö/Frosti Eiðsson BREIÐABLIK - íslandsmeistari 4. flokks 1991. Fremsta röð frá vinstri: Snorri Viðarsson, Bjarni Jónsson, Magnús Blöndal, Grétar Már Sveinsson fyririiði, Freyr Biynjarsson, Hjalti Kristjánsson. Miðröð frá vinstri: Einar Sveinn Arna- son, Gunnar Jónsson, Jón Emil Sigurgeirsson, Bergur Sigfússon, Guðjón Gústafsson, Jón Steindór Sveinsson, Ingi Guð- laugsson, Sveinn Ingvason liðsstjóri. Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, Eyþór Sverrisson, Davíð Guð- jónsson, Kjartan Ásmundsson, Átli Kristjánsson, Sighvatur Blöndal liðstjóri, Jón Bjarni Bjarnason liðstjóri. Morgunblaðið/Frostí FRAM - íslandsmeistari í fimmta flokki. Fremri röð frá vinstri: Baldur Karlsson, Davíð Guðmundson, Bjarni Þór Pét- ursson, Baldur Knútsson, Haukur Hauksson, Eggert Stefánsson, Símon Símonarson, Ómar Ólafsson, Jón Vaisson, Birg- ir Guðmunðson, Andrés Jónsson, Daníel Bjarnason og Lárus Grétarsson, þjálfari. Aftari röð frá vinstri: Pétur Guð- laugsson liðsstjóri, Garðar Hannesson, Þorri Gunnarsson, Viðar Guðjónsson, Daníel Traustason, Björn Blöndal, Þórir Hall Stefánsson, Davíð Gunnarsson, Finnur Bjarnason, Vilhelm Sigurðsson, ívar Jónasson, Egill Skúlason, Sigurður Óli Sigurðsson, Pálmi Sigurðsson og Helga ívarsdóttir liðsstjóri. Freyr Karlsson var á NM í skák og því fjarverandi eins og liðsstjóramir Gunniaugur Þorgeirsson og Guðjón Hákonarson. FRJALSAR Evrópukeppni félagsliða: Fjórtán stúlkur til Parísar FRÍ hefur valið fjórtán stúlkur til að keppa í Evrópubikar- keppni félagsliða sem fram fer í París þann 14. september nk. ftirtaldar stúlkur skipa íslenska hópinn. Halla Heímisdóttir Ármanni, Kristín Alfreðsdóttir ÍR, Kristín Ingvarsdóttir FH, Laufey Stefáns- dóttir Fjölni, Maríanna Hansen UMSE, Sigrún Jóhannsdóttir ÍR, Snjólaug Vilhelmsdóttir, Sólveig Björnsdóttir KR, Sunna Gestsdóttir USAH, Sylvía Guðmundsdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir HSK, Þor- björg Jensdóttir ÍR, Þórhalla Magn- úsdóttir USÚ og Þuríður Ingvars- dóttir Selfossi. Geirlaug Geirlaugsdóttir og Kristján Harðarson eru þjálfarar hópsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.