Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 56

Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 56
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASÖLU 100 KR. Knattspyrna: Bikarinn fluttur með þyrlu? MÓTANEFND KSÍ hefur ákveðið að gera allt sem í hennar valdi stendur til að íslandsbikarinn í knattspyrnu verði afhentur strax eftir að fiautað verður til leiksloka í 1. deildarkeppninni á laugardag. Víkingur og Fram berjast um meistaratitilinn. Víkingar leika gegn Víði í Garði og Fram gegn ÍBV í Laugardal. „Úrslit ráðast kannski ekki fyrr en á lokasekúndunum. Við verðum að vera við öllu búnir og fljót- legast er að flytja bikarinn á áfanga- stað með þyrlu,“ sagði Snorri Finn- laugsson, formaður mótanefndar. Sjá nánar bls. 55 Vestmannaeyjar: Innflutt ballatorf á Hásteinsvöll Vestmannaeyj u m. ENDURBYGGING Hásteins- vallar í Eyjum stendur fyrir dyrum. Akveðið hefur verið að fara að tillögum ráðgjafa um að nota innflutt Sphagn- um, ballatorf, frá Finnlandi eða Rússlandi í efsta jarðvegs- lag undir torfið á vellinum. Þá er einnig lagt til að vatns- miðlunarkyrni, Waterworks- mjöli, verði blandað í þetta jarð- vegslag, en það hefur þann eig- inleika að það dregur í sig vatn sem nemur 500 sinnum þunga þess í vætu en miðlar vatninu síðan aftur hægt frá sér í þurrk- atíð. Ólafur Ölafsson, bæjar- tæknifræðingur í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið væri að sleppa Waterw- orks-mjölinu þar sem það væri ákaflega dýrt og héldi eiginleik- um sínum aðeins í fimm ár. Hins vegar væri kostnaður við balla- torfið óverulegur. . Grímur Morgunblaðið/Guðlaugur Sigurgeirsson Hitaskynjari lak í Ragnari GK: Hætta á leka í fjölda báta? NIÐURSTAÐA sjóprófa vegna lekans að Ragnari GK 233 fyrr í vikunni, var á þá leið, að lok á hitaskyryara hefði losnað og sjór þá flætt inn í bátinn. Kom- ið hefur í ljós, að lok á sams konar búnaði á öðrum bát frá Sandgerði var laust og telur eigandinn, Grétar Pálsson, að stutt hafi verið í að það losnaði með sama hætti og í Ragnari. Grétar segir að þegar hann hafi heyrt hver var talin orsök lek- ans í Ragnari hafi hann athugað búnaðinn á sínum bát og komið hafi í ljós, að lokið var laust og litið hafi út fyrir að stutt væri í að það losnaði. Grétar segir að ekki sé beinlíns hægt að kenna framleiðanda bát- anna um þennan ófullnægjandi frágang, heldur frekar framleið- anda mælanna. Hann segist telja, að búnaður af þessu tagi gæti verið í tugum báta, sem gerðir eru út hér við land. Sjá nánar frétt bls. 4. Víkingaskipin koma til Boston „Ferðin hefur gengið frábærlega vel,“ sagði Gunnar Eggertsson, stýrimaður á víkingaskipinu Gaiu, í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins er Gaia og tvö önnur langskip lögðust að bryggu í Boston í Banda- ríkjunum í gær. Skipin lögðu upp frá Noregi 17. maí til að minnast þess að þúsund ár eru liðin frá fundi Vínlands. Hér siglir Gaia framhjá Castle Island við Boston. Sjá frétt bls. 24. Reykjavíkurborg og Mosfellsbær: Rætt um byggmgu sameiginlegs fjölbrautaskóla í Grafarvogi Áhersla verði lögð á iðngreinar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka upp viðræður við mennta- málaráðuneytið og Mosfellsbæ um byggingu 1.000 nemenda fjöl- brautaskóla í Borgarholti í Graf- arvogi, með meiri áherslu á iðn- nám en í öðrum framhaldsskólum. Jafnframt hefur verið veitt tveggja milljóna króna aukafjár- veiting til áætlanagerðar. Að sögn Itjörleifs Kvaran, framkvæmda- stjóra lögfræði- og sljórnsýslu- deildar borgarinnar, eru uppi hugmyndir um að Reykjavíkur- borg og Mosfellsbær sameinist um byggingu skólans. Nú þegar eru allir framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu yfirfullir og segir Hjörleifur að nemendur, sem bú- settir eru í nágrannasveitarfélög- unum á Seltjarnarnesi og í Mos- fellsbæ, fylli einn skóla í Reykjavík. Nefnd, sem kannað hefur hús- næðisþörf Iðnskólans í Reykjavík, komst að þeirri niðurstöðu að erfitt Einkaleyfi á áburðarinnflutningi afnumið ef EES-samningar nást Aburðarverksmiðjan má ekki við að framleiðsla minnki, segir sljórnarformaður INNFLUTNINGUR á tilbúnum áburði gæti orðið frjáls í ársbyrjun 1995, verði samningur um evrópskt efnahagssvæði að veruleika. Áburð- arverksmiðjan í Gufunesi hefur nú einkarétt, bæði á framleiðslu og innflutningi á áburði, en islensk stjórnvöld yrðu að afnema iunflutnings- einkaréttinn verði af samningnum. Óvíst er hvort erlendur áburður yrði ódýrari en innlcndur en forsvarsmenn Áburðarverksmiðjunnar óttast að samkcppni dragi úr framleiðslu verksmiðjunnar, sem nú þeg- ar sé í lágmarki. í samningsdrögum um evrópskt efnahagssvæði er ákvæði um að samningsaðilar skuldbindi sig til þess —átð sjá svo um að ríkiseinokun á hvers konar verslun mismuni ekki sam: keppnisstöðu annarra aðildarlanda. í sérstöku viðaukaákvæði kemur síðan fram, að ísland hefur aðlögunartíma til 1. janúar 1995 varðandi tilbúinn áburð, en gert er ráð fyrir að EES- samningurinn taki gildi 1993. Að sögn Gunnars Snorra Gunnars- . sonar skrifstofustjóra í utanríkis- ráðuneytinu kemur þetta ekki í veg fyrir að Áburðarverksmiðjan haldi einkarétti sínum á innlendri áburðar- framleiðslu áfram, en hún myndi missa einkarétt sinn til að flytja inn áburð. Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði við Morgunblaðið, að lengi hefðu verið skiptar skoðanir um það hér á landi, hvort það væri landbúnaðinurn hagstætt að afnema einokun Áburðarverksmiðjunnar. Upplýsingar sem stéttarsambandið aflaði sér á árunum 1984-85 bentu til þess að áburðarverð sem bændur hér-á la'ndi og erlendis greiddu væri mjög svipað. „Okkur hefur reynst erfitt að fínna út hvað erlendur áburður myndi kosta, vegna þess að Áburðarverk- smiðjan er sjálf umboðsaðili fyrir marga helstu útflytjendur áburðar í Evrópu, sem vísa á Áburðarverk- smiðjuna þegar þeim eru sendar fyr- irspurnir," sagði Hákon. Stefán H. Sigfússon stjórnarfor- maður Áburðaiverksmiðjunnar sagði að eftir því sem menn þar á bæ kæmust næst væri ekki umtalsverður verðmunur á innlendum og erlendum áburði. „En ef farið yrði að flytja inn er- lendan áburð myndu sjálfsagt ein- hveijir kaupa hann fyrir forvitnis sakir. Og salan má ekki fara mikið niður hjá okkur svo ekki verði nauð- synlegt að hækka verðið. Við erum komnir það langt niður í framleiðsl- unni að við megum ekki við miklu," sagði Stefán. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra hefur viðrað hugmyndir um að gera verksmiðjuna að almennings- hlutafélagi, og hefur verið leitt að því getum, að ef af því yrði þyrfti að afnema öll einkaleyfi hennar. En Halldór Blöndal sagði við Morgun- blaðið, að það væri ekki fulljóst og staða verksmiðjunnar væri þannig að ekki mætti mikið draga úr við- skiptum hennar. Þegar hann var sjiurður hvort ekki yrði erfitt fyrir Áburðarverksmiðjuna sem hlutafé- lag, að mæta samkeppni sem hugs- anlega yrði ef áburðarinnflutningur yrði ftjáls í kjölfar EES-samninga, svaraði hann að það gæti vel verið, en hann teldi samt eðlilegt að verk- smiðjan byggi við sömu skilyrði og önnur fyrirtæki. væri að leysa þörf skólans á hús- næði fyrir verklega kennslu. Enn- fremur telur nefndin að endurskoða þyrfti allt húsnæði fyrir framhalds- nám og þá ekki síst aðstöðu til verk- legrar kennslu á höfuðborgarsvæð- inu. Var ákveðið að fram færi heild- arúttekt á námi í framhaldsskólum og áætlaðri húsnæðisþörf. Úttektin staðfesti nauðsyn þess að hefja bygg- ingu nýs framhaldskóla í Reykjavík nú þegar, er rúmi allt að 1.000 nem- endur í bók- og verknámi. Hlutfall verknáms er áætlað um 40% og hef- ur aðallega verið rætt um bygginga- og tréiðngreinar og málmiðngreinar. Hafa komið fram óskir frá aðilum í bílgreinaiðnaði um samvinnu við op- inbera aðila og að þeir fjármagni að hluta kostnað við aðstöðu til kennslu gegn samnýtingu við endurmenntun. Miðað við gefnar forsendur er gert ráð fyrir að skólinn verði 10.500 fermetrar að stærð. Þar af yrði verknámsrými um 3.900 fermetrar í þremur eða fjórum verkstæðisbygg- ingum. Áætlaður byggingarkostnað- ur er 928 milljónir, þar af greiðir ríkið 60% en borgin 40%. Að auki má gera ráð fyrir að opinberir aðilar leggi fram 50 milljónir vegna nauð- synlegra tækjakaupa. í skipulagi er gert ráð fyrir íþróttahúsi á nærliggj- andi lóð. í greinargerð til borgarráðs kemur fram að, „Mosfellsbær er í næsta nágrenni við væntanlegan fram- haldsskóla í Borgarholti en gert hef- ur veríð ráð fyrir sérstökum fram- haldsskóla í því sveitarfélagi. Ljóst er að hagræði er af því að byggja einn skóla er þjóni norðurbyggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ en fram- haldsskóli í Mosfellsbæ mun ekki geta boðið upp á jafn fjölbreytt náms- greinaval og fyrirhugaður skóli í Borgarholti."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.