Morgunblaðið - 13.09.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
Hópurinn fyrir utan salthús ísfélagsins.
Y estmannaeyjar:
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Myndskreytingar á salthúsi ísfélagsins
Vestmannaeyjuin.
KRAKKAR úr 9. bekk barna-
skólans í Eyjum unnu við það
í vikunni að lagfæra og fríska
upp myndskreytingar á salt-
húsi ísfélagsins. Myndirnar,
sem voru málaðar af börnum
úr barnaskólanum fyrir mörg-
um árum, voru orðnar skemmd-
ar og máðar.
Sigurfinnur Sigurfinnsson
teiknikennari sá um verkið og
aðstoðaði bömin við myndskreyt-
inguna. Hann sagðist vera í góðri
æfíngu að veggskreyta nú því í
sumar hefði hann unnið við að
myndskreyta 240 fermetra vegg
á fískverkunarhúsi á Fáskrúðs-
firði og nú ynnni hann að mynd-
skreytingu fyrir Kaupfélagið á
Fáskrúðsfírði. Þær myndir sagðist
hann mála á sex fleka sem væru
tæpir 12 fermetrar á stærð hver.
Flekarnir yrðu síðan fluttir austur
þar sem þeir yrðu settir upp.
Myndirnar sem krakkarnir í
Eyjum unnu við að mála á vegg-
inn hjá ísfélaginu sýna feril físk-
verkunar frá því fiskurinn kemur
í hús og þar til honum er skipað út.
Það var létt yfir krökkunum í
málningarvinnunni og þau höfðu
greinilega gaman af því sem þau
voru að gera enda miðaði verkinu
vel.
Grímur
Formaður Alþýðufiokksins:
Þingflokkuriim hefur samþykkt
heimild til að taka skólagjöld
Ágreiningur um hvort nemendasjóðsgjöld séu innifalin
Suðureyri:
Elín Þor-
bjarnardótt-
ir innsigluð
SÝSLUMAÐURINN á ísafirði lét
á miðvikudag innsigla togarann
á Suðureyri, Elínu Þorbjarnar-
dóttur, vegna vanskila á virðis-
aukaskatti og staðgreiðslu.
Að sögn Oðins Gestssonar, út-
gerðarstjóra Hlaðsvíkur, sem gerir
Elínu Þorbjarnardóttur út, hefur
skipið verið í höfn frá 28. ágúst.
Hann segir að til hafí staðið að það
færi til veiða í dag, en nú væri
ekki víst hvort af því yrði.
Engar form-
legar við-
ræður um
sameiningu
- segir Guðmundur
Agnarsson, Isafirði
GUÐMUNDUR Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Rækjustöðvarinnar
hf. á ísafirði, segir að engar form-
legar viðræður eigi sér stað um
sameiningu fyrirtækisins við aðr-
ar rækjuverksmiðjur í bænum
heldur einbeiti forsvarsmenn fyr-
irtækisins sér að því að bæta eig-
infjárstöðu þess. Menn reyni að
halda eigin fyrirtæki gangandi
enda hafi enga þýðingu að sam-
eina tvö til þijú illa stæð fyrir-
tæki. Hins vegar sé sameiningar-
möguleikanum haldið opnum og
menn hafí rætt hann á óformleg-
um nótum en þá að því gefnu að
áður takist að bæta eiginfjárstöð-
una, til dæmis með hlutafjáraukn-
ingu, sölu eigna eða eftirgjöf á
hluta skulda.
Gunnar Þórðarson framkvæmda-
stjóri rækjuverksmiðjunnar ísvers
hefur greint Morgunblaðinu frá því
að Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra hafi sagt að hugsanlegt væri
að ríkissjóður keypti hús ísvers und-
ir verkmenntaskóla á ísafírði ef það
mætti verða til að tryggja samein-
ingu rækjuverksmiðja á staðnum.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er þó talið ólíklegt að sala húss-
ins ein og sér geti tryggt sameiningu
fyrirtækjanna, þar sem meira þurfi
til þess að eiginfjárstaða ísvers telj-
ist viðunandi. Guðmundur Agnarsson
sagði ljóst að það hvort sameining
kæmi til alvarlegrar skoðunar gæti
ráðist af því að tækist að selja hús
ísvers.
„Ég held að ríkið mundi skoða það
hvort þijú fyrirtæki, sameinuð í eitt,
eða ef hin tvö, Rækjustöðin og Nið-
ursuðuverksmiðjan, væru búin að
koma sínum málum í það gott horf
að það væru rekstrarvænleg fyrir-
tæki,“ sagði Guðmundur. „Það er
stefna manna, ekki síst stjómvalda,
að reyna að fækka þessum fyrirtækj-
um og það er vissulega ágætis kost-
ur. Þau eru of mörg.“
una.
Morgunblaðið náði í gær sambandi
við Svein R. Valgeirsson, bæjarfull-
trúa og stýrimann á Bergey, en hann
var kominn á miðin suður af Eyjum.
Hann sagði að vissulega væru uppi
misjafnar skoðanir á fískveiðistjórn-
uninni og hvemig haga bæri þeim
málum. „Mln persónulega skoðun á
ÓLAFUR Arnarson, aðstoðarmað-
ur menntamálaráðherra, segir að
einhveijir þingmenn Alþýðu-
flokksins telji fyrir misskilning að
nemendasjóðsgjöld séu innifalin í
þeirri hámarksupphæð skóla-
gjalda sem ríkisstjórnin hefur
samþykkt. Þrátt fyrir bréf sem
ráðherra hafi borist frá Ossuri
Skarphéðinssyni þingflokksform-
anni Alþýðufíokksins, þar sem
andstöðu fjögurra þingmanna
flokksins er lýst, breyti það ekki
þessu er sú við verðum að staldra
við og hugsa okkar gang og skoða
staðreyndir. Við getum varla verið á
réttri leið og af því hef ég áhyggjur.
Við höfum verið með stjóm á físk-
veiðum frá árinu 1983 en samt sem
áður er árviss niðurskurður á afla-
heimildum þar sem þorskstofninn
að báðir stjórnarfíokkarnir hafi
samþykkt skólagjöldin með
ákveðnum fyrirvara þriggja þing-
manna Alþýðuflokks um að heim-
ild sé fyrir gjaldtökunni i gildandi
lögum. Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, segir
að samþykkt ríkisstjórnarinnar
feli í sér að skólum sé ætlað að
brúa bil áætlaðra rekstrarútgjalda
og ríkisframlaga, m.a. með heim-
ild til gjaldtöku, allt að 250 millj.
kr. sem sé lækkun á þeirri gjald-
minnkar alltaf. Nú bætist svo við
stórfelldur niðurskurður á afláheim-
ildum á ufsa og ýsu. Niðurskurðurinn
nú kemur vissulega við allt landið
en við förum mjög illa út úr honum
hér í Eyjum og stafar það af afnámi
sóknarmarksins. Stór hluti Eyjaflot-
ans var á sóknarmarki og veiddi því
mikið af ýsu, ufsa, karfa og öðru.
Nú er kominn kvóti á þetta yfir
línuna og því verður skerðingin svo
mikil hjá okkur. Þetta á eftir að
hafa mikil áhrif á atvinnulífíð í Eyj-
um og því er ég áhyggjufullur yfír,“
sagði Sveinn.
Grímur
töku sem viðgengist hafi.
Segir Jón Baldvin að þingflokkur
Alþýðuflokksins hafí samþykkt
gjaldahlið fjárlaga, þ.m.t. mennta-
málaráðuneytis, og skuldbundið sig
til að styðja fjárlagafrumvarpið á
þeim forsendum sem samþykkt ríkis-
stjórnarinnar feli í sér.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði í gær að samþykkt ríkis-
stjómarinnar um skólagjöld stæði og
yrði ekki breytt í fjárlagafrumvarps-
drögunum nema ríkisstjórnin tæki -
um það ákvörðun.
Andstaða fjögurra þingmanna Al-
þýðuflokksins hefur valdið óvissu um
hvort stjórnarmeirihluti sé með
skólagjöldum. Ólafur Amarson segir
að bréf það sem barst frá Össuri sé
illskiljanlegt en verði þó ekki túlkað
öðmvísi en sem árétting á fyrirvara
um lögmæti gjaldtökuheimildarinn-
ar. „Það er óvefengjanlegt að heim-
ildin er fyrir hendi í lögum, þó það
kunni að vera túlkunaratriði hve
víðtæk hún er,“ sagði hann.
Ólafur sagði alveg Ijóst að
menntamálaráðuneytið skipti sér
ekki af því hvað skólamir innheimtu
fyrir nemendafélög og því væru nem-
endasjóðsgjöld ekki innifalin í þeirri
upphæð sem samþykkt hefur verið.
Þá sagði hann að ef í ljós kæmi að
ekki væri meirihluti fyrir tillögunni
meðal stjórnarliða myndi mennta-
málaráðherra ekki Ieggja hana fyrir
þingið.
Jón Baldvin sendi frá sér fréttatil-
kynningu vegna þessa máls í gær
þar sem segir m.a. að á ríkisstjórnar-
fundi 3. sept. hefðu útgjaldarammar
menntamálaráðuneytis verið hækk-
aðir um 50 millj. Skólum sé því ætl-
að að brúa bil rekstrarútgjalda og
ríkisframlaga með spamaði eða
gjaldtöku. „Upplýst var að gjaldtaka
af nemendum í umræddum skólum
hefði á sl. skólaári verið á bilinu
300-350 millj. kr. Hér er því um að
ræða lækkun á þeirri gjaldtöku, sem
viðgengist hefur,“ segir m.a. I til-
kynningu Jóns Baldvins. Ólafur G.
Einarsson men'ntamálaráðherra hef-
ur sagt að sú tala sé ekki frá sér
komin en meirihluti þeirrar upphæð-
ar eru nemendasjóðsgjöld.
Jón Baldvin segir ríkisstjómina
hafa ákveðið að skipa nefnd til að
samræma fyrirkomulag um eigin
tekjuöflun skóla, svo sem innritunar-
og efnisgjöld, sem lög heimili og lengi
hafí viðgengist og eigi að.skila niður-
stöðum um lagaheimildir til ráðstöf-
unar á innheimtufé til reksturs skóla,
fyrir lok fjárlagaafgreiðslu. Fyrr
verði því ekki svarað, að hve miklú
leyti heimilt sé . að ráðstafa inn-
heimtufé til reksturs skóla.
Vísar hann einnig í bókun 3ja
þingmanna Alþýðuflokksins, þeirra
Rannveigar Guðmundsdóttur, Sig-
björns Gunnarssonar og Össurar
Skarphéðinssonar, við afgreiðslu
málsins þar sem þau fallast á út-
gjaldaramma menntamálaráðuneytis
en áskilji sér rétt til að hlutast til
um breytingar í lögum um fram-
haldsskóla til að tryggja að í framtíð-
inni verði námsgjöld ekki látin standa
undir rekstri skóla í meiri mæli en
nú tíðkist.
Áhyggjur í Eyjum vegna
minnkandi aflaheimilda
Vestmannaeyj um.
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti samhljóða á fundi sínum
á miðvikudagskvöld tillögu þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna minnk-
andi aflaheimilda Eyjaflotans. Sveinn Rúnar Valgeirsson, Sjálfstæðis-
fíokki, flutti tillöguna sem undirrituð var af öllum bæjarfulltrúum.
Fylgdi hann tillögunni úr hlaði með nokkrum orðum þar sem hann
lýsti yfir áhyggjum sinum með þann geysilega aflasamdrátt sem Eyja-
fíotinn yrði fyrir miðað við nýútgefnar aflaheimildir fyrir næsta fisk-
veiðiár. Aðrir bæjarfulltrúar tóku í sama streng í umræðum um tillög-