Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNgLAÐffi FÖSTUDAGUfl l3. SEPTIpMBER, 1991
11
Vísvitandi mis-
túlkun Davíðs
eftirÓttar
Guðjónsson
Eitt af því versta sem gerst get-
ur í lýðræðislegum samtökum er
þegar lýðræðislega kjörnir forsvars-
menn samtakanna fara að predika
eigin skoðanir í nafni samtakanna,
þó þær stangist nánast á við sam-
þykktir félagsins. Verra er þó ef
þeir meðvitað mistúlka svo skoðan-
ir félagsmanna að þær skoðanir sem
þeir predika eru í andstöðu við vilja
félagsmanna. Hér á ég við það
hvemig formaður SUS hefur mis-
túlkað ályktun þings SUS um sjáv-
arútvegsmál. í ályktuninni stendur:
„Telur Samband ungra sjálfstæðis-
manna eðlilegt, að innheimt verði
hlunnindagjald, sem látið verði
standa straum af kostnaði við þá
þjónustu, sem sjávarútvegur notar,
s.s. rekstri Hafrannsóknastofnun-
ar.“ Síðan segir Davíð Stefánsson
í viðtali við Morgunblaðið: „Því er
haldið nokkuð opnu hvemig menn
túlka hugtakið hlunnindagjald.
Hægt er að nota þetta orð eða tala
um veiðileyf: en það, sem átt er við
í báðum tilvikum, er hlunnindagjald
fyrir veiðiheimiid eða nýtingarrétt-
inn.“ Þetta er alrangt og trúi ég
því ekki að Davíð skilji ekki muninn
á því að sjávarútvegurinn greiði
fyrir þá þjónustu sem hann notar
annarsvegar og að tekin verði upp
veiðileyfaleiga af hálfu ríkisins
hinsvegar. Hvergi annars staðar í
Ottar Guðjónsson
ályktun þingsins er neitt sem má
mistúlka sem vilja til að tekin verði
upp veiðileyfaleiga af hálfu ríkisins.
Mér fínnst líka sorglegt að Morguii-
blaðið skuli í leiðara sínum, 25.
ágúst, nota þessa mistúlkun Davíðs
sem rökstuðning fyrir þeirri þjóð-
nýtingu fiskistofnanna sem veiði-
leyfaleiga er.
Höfundur ernemandi íhagfræði
við Háskóla Islands.
Sýna í Listasafni Gauta-
borgar í fyrsta sinn
SÝNING á verkum sex íslenskra myndlistarmanna verður opnuð í
Listasafni Gautaborgar í dag, 14. september. Á sýningunni verða
um 35 listaverk, sem öll fjalla um manneskjuna í umhverfi sínu.
Markús Orn Antonsson, borgarstjóri, mun opna sýninguna og verður
hún opin fram til 20. október nk.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru Brynhildur Þor-
geirsdóttir, Helgi Þorgils Friðjóns-
son, Hulda Hákon, Jón Óskar,
Kjartan Ólason og Svala Sigurleifs-
dóttir.
Sýningin er samstarfsverkefni
Kjarvalsstaða og Gautaborgar og
er þetta í fyrsta skipti sem íslensk-
ir listamenn halda sýningu í Lista-
safni Gautaborgar. Fyrirhugað er
að sýning frá Gautaborg verði hald-
in á Kjarvalsstöðum að tveimur
árum liðnum.
___________Brids______________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Vetrar-Mitcell BSÍ
Vetrar-Mitcell Bridssambands ís-
lands hefst í kvöld, föstudagskvöldið
13. september. Spilamennska hefst
kl. 19.00 í Sigtúni 9 og húsið verður
opið frá kl. 18.30. Áætlað er að hafa
eins kvölds Mitcell á hveiju föstudags-
kvöldi í vetur og verður það opið fyrir
alla. Þetta er tilvalið fyrir alla sem
vilja ekki binda sig í löngum alvarleg-
um keppnum og öllum er frjálst að
mæta, einu sinni eða alltaf. Bridssam-
bandið lítur á þennan þátt starfsem-
innar sem þjónustu við spilára þar sem
ekkert félag er starfrækt á föstudags-
kvöldum hér á stór-Reykjavíkursvæð-
inu og eins kvölds tvímenningar eru
of einhæfir til að byggja félag utan
um. Einnig er möguleiki fyrir lands-
byggðarmenn sem staddir eru hér á
föstudagskvöldi að vera með. Enginn
ætti að hika við að mæta einn á svæð-
ið því næstum alltaf er hægt asð finna
makker á staðnum.
Bikarkeppnin 1991
Nú fer að líða að lokum þriðju
umferðar í íslandsbankabikarkeppn-
inni. í þeirri umferð hefur aðeins farið
fram einn leikur, en það var leikur
Eiríks Hjaltasonar og Sigmundar Stef-
ánssonar sem lauk með sigri þess fyrr-
nefnda. Leikur Roche, Rvík, og
Ásgríms Sigurbjömssonar, Siglufirði,
fer fram á Siglufirði fóstudaginn 13.
september og leikir Tryggingamið-
stöðvarinnar, Rvík, og Myndbanda-
lagsins, Mosfellsbæ, og Landsbréfa,
Rvík, og Lúsifers, Rvík, fara fram
sunnudaginn 15. september í Sigtúni
9. 15. september er síðasti dagur sem
spila má þriðju umferð og að loknum
þeim leilq'um, sem spilaðir verða í Sig-
túni 9, verður dregið í undanúrslit
bikarkeppninnar, sem síðan verða spil-
uð ásamt úrslitum helgina 21,—22.
september í aðalstöðvum íslands-
banka, Kringlunni 5.
Fagmenn biðja um
(5 DEITERMANN
flísalímið, því það er
ÖRUGGT og þjált í notkun.
Fúgusement í litum.
AiKABORG f
BYGGINGAMARKAÐUR
KNARRARVOGI 4 - SÍMI 686755
Nú er veiði lokið í mörgum ám
og þótt en sé veitt í öðrum eru
skipan tveggja efstu sætana Ijós.
Þverá er efst með tæpa 2.000
laxa og Laxá í Kjós er önnur
með rétt rúma 1600 laxa. Þótt
stangir séu lagðar á hilluna ger-
ist margt á bak við tjöldin, því
stangir verða dregnar fram að
nýju að ári. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hefur þannig ný-
verið gengið frá samningi um
veiðina í Norðurá á næsta sumri
og einnig hefur verið gerður
samningur til sjö ára um veiði í
Soginu fyrir landi Ásgarðs.
Fleiri leigumál eru í deiglunni
og þreifingar eru í gangi um
framhald á netaleysi í Hvítá í
Borgarfirði. Sérfræðingar eru
sammála um að netaupptakan
hafi skilað miklu viðbótarmagni
af laxi í bergvatnsárnar í Borg-
arfirði þótt slæm skilyrði hafi
komið í veg fyrir að veiðiaukn-
ingin gæti orðið í réttu hlutfalli.
En litum á nokkrar nýlegar veið-
itölur.
Góð aflahrota hefur komið í Stóru
Laxá í Hreppum og má heita að
það séu fastir liðir eins og venju-
lega, en veiði fer sjaldnast að
glæðast að viti í þeirri á fyrr en
veiðitíminn er að renna út. Að sögn
Stefáns Halldórssonar, veiðimanns
sem var á efsta svæðinu fyrir fáum
dögum, urðu menn varir við tals-
verða fiskferð víða á svæðinu, sér-
staklega neðst, nærri veiðimörkum
við miðsvæðið og svo í Hólmahyl
og nágrenni hans. Stefán og félagi
hans fengu 8 laxa á einum degi,
meðalþunginn var 14,2 pund, eng-
inn lax minni en 10 pund og þeir
stærstu þrír 16 punda! Þeir fréttu
af öðrum veiðimanni sem var með
þijá eftir daginn, 5, 11 og 14
punda. Þetta voru ýmist nýrunnir
fiskar eða legnir og flestir hrygn-
ur. Allir tóku spón, en vatn var
mikið í ánni eftir rigningardembur.
Stefán sagði þá félaga hafa kastað
bæði flugu og maðki, en laxinn
hefði bara hlammað sér á spóninn.
Morgunblaðið hefur einnig haft
spumir af ágætri veiði á neðstu
svæðunum í ánni, veiðin hefur
glæðst þar í september eins og
vant er.
Elliðaárnar gáfu um 1170 laxa í
sumar og er það nokkuð góð út-
koma miðað við hversu bág skilyrð-
in til veiða voru stóran hluta veiði-
tímans. Þar veiddist stærstur 15
punda lax, en yfirleitt var laxinn í
sumar í smærra lagi, mikið af 3
og 4 punda fiski.
Sumarið verður í góðu meðallagi
í Soginu, 3. september voru komn-
ir 304 laxar af svæðum SVFR og
ef til vill eitthvað nærri 20 fískar
samanlagt af öðrum svæðum,
Þrastarlundi og Torfastöðum. Al-
viðran hafði gefíð 119 laxa, Ás-
garðurinn 73 laxa, Syðri Brúin 62
laxa og Bíldsfellið 49 laxa. Silunga-
svæðið einn lax. Öll svæðin að
Syðri Brú undanskilinni hafa auk
þess gefíð góða bleikjuveiði í bland.
Syðri Brú er með hlutfallslega lang
bestu veiðina, því þar er aðeins
veitt á eina stöng, en á þijár á
hveiju hinna svæðanna.
Einar Lúðvíksson var réttur maður á réttum stað á réttum tíma
fyrir fáum dögum er hann renndi í veiðihylji neðst í Fiská, rétt
ofan við þar sem hún fellur út í Eystri Rangá. Hann fékk þessa
sex laxa á tveimur klukkustundum, þeir stærstu 11 og 8 punda.
Þarna hafa veiðst um 70 laxar i sumar og veiði verið nokkuð
lífleg allra síðustu daga.
ÓDÝRIR OG
GÓÐIR
LEIKFIMI- OG
KR. 1.795-
Stæróir 33-46
HAGKAUP
Reykjavík • Njarðvík • Akureyri
Póstverslun sími 91-3 09 80