Morgunblaðið - 13.09.1991, Qupperneq 25
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
missir er sá allra mesti og marg-
falt meiri en' okkar hinna. En það
sem huggar og sefar sorg okkar
er minning um yndislega konu og
þakklæti fyrir að hafa átt hana að.
Minning hennar mun lýsa okkur
um ókomin ár.
Að lokum langar mig til að nota
ljóð sem ég las um daginn sem loka-
■orðin mín til hennar ömmu, sem
ég alltaf leit á sem mömmu mína
líka:
Ó, hve einmana ég er á vorin
þegar sólin strýkur blöðum tijánna
líkt og þú straukst vanga minn forðum
og þegar ég sé allt lifna og grænka
minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit,
og þegar ég sé sólina speglast i vatninu,
speglast minningin um þig í hjarta mínu
og laufgast á ný.
(Björg Finnbogadóttir)
Sigrún Aðalheiður
Mig langar að minnast hennar
ömmu í fáum orðum og segja frá
henni eins og ég minnist hennar,
sem gefandi og lífsglaðri konu sem
alla tíð var bæði þægilegt og gott
að vera nálægt.
Þegar ég kom á Háaleitisbraut-
ina var alltaf tekið á móti mér með
mikilli ánægju og góðu meðlæti.
Sjaldan yfirgaf ég ömmu og afa,
hjón sem alltaf voru eins og nýtrú-
lofuð, án þess að við amma spiluð-
um hvort fyrir annað á píanóið þar
sem Litla flugan hans Fúsa flaug
yfirleitt með.
Rétt fyrir ári, á 80 ára afmæli
þeirra hjóna, stigum við amma
dansinn og þá var ekki að sjá á
henni að hún myndi kveðja okkur
svo stuttu síðar.
En þótt amma, þessi mikli gleði-
gjafi, sé dáin, eigum við öll sem
þekktum hana fjölda góðra minn-
inga um hana sem á eftir að halda
minningunni um hana lifandi á
meðal okkar í framtíðinni.
Um leið og ég vil þakka ömmu
fyrir samfylgdina í gegnum árin
votta ég afa mínum og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Þórður V. Oddsson
Elsku amma okkar er dáin. Hún
lést í Landspítalanum að kvöldi 1.
september sl. eftir erfið veikindi.
Við eigum svo bágt með að trúa
því að hún, sem alltaf var svo kát
og hress, sé farin frá okkur fyrir
fullt og allt. En við lifum í þeirri
trú að við hittumst aftur, en hvern-
ig og hvar vitum við ekki frekar
en aðrir.
Amma okkar var yndisleg kona,
svo blíð og svo góð, enda sóttum
við barnabörnin mikið til hennar
og afa. Þangað var alltaf jafn
skemmtilegt að koma. Fyrstu minn-
ingar okkar um afa og ömmu tengj-
ast Borgarnesi, en þar var afí lækn-
ir. Þangað voru farnar ófáar ferð-
imar með pabba og mömmu, ferðir
mikillar tilhlökkunar. Þegar til afa
og ömmu var komið var allt gert
til þess að við skemmtum okkur vel
og liði sem best. Sama tilhlökkun
fylgdi komu'þeirra í bæinn. Oftar
en ekki biðum við systkinin úti í
glugga á Háaleitisbraut 49 og síðar
í Hörðalandinu eftir að bíllinn þeirra
afa og ömmu kæmi í hlaðið. Þegar
hann birtist var hlaupið út og mik-
ið faðmast og kysst.
Árið 1969 fluttustþau úrBorgar-
nesi út á Akranes og munum við
þá enn betur eftir okkur. Helst
hefðum við alltaf viljað vera hjá
þeim á þessum árum og fórum
stundum ein til þeirra með Akra-
borginni. Hún amma hafði enda-
lausa þolinmæði. Ósjaldan var eld-
húsið hennar undirlagt fyrir búðar-
leiki og þess háttar. Litakeppnir
voru oft á dagskrá og amma var
iðulega dómari í þeim keppnum.
En alltaf voru myndirnar jafn fal-
legar hjá okkur og allir fengu verð-
laun því ekki vildi amma gera upp
á milli okkar.
Árið 1975 komu amma og afí
aftur til Reykavíkur, þar sem þau
áttu heima á sínum yngri árum.
Fannst okkur ofsalega gaman að
fá þau svona nálægt okkur. Nú
gætum við farið til þeirra hvenær
sem við vildum. Fljótlega fórum við
nú samt að sakna þess að geta
ekki farið upp á Akranes eins og
áður og verið hjá þeim lengri tíma
í einu.
Hver jól kom öll fjölskyldan sam-
an heima hjá afa og ömmu eftir
að jólapakkarnir höfðu verið upp
teknir. Þar var setið og spjallað
saman, gengið í kringum jólatréð
og amma sá um að jólasveinn kæmi
í heimsókn. Síðla kvölds brást svo
ekki drekkhlaðið kaffíborð og
íjúpnapotturinn hennar ömmu stóð
öllum opinn í eldhúsinu. Þessari
sérstöku og ómissandi stemmningu
á jólunum gleymum við aldrei. En
þetta var ekki bara svona á jólun-
um. Amma og afi voru einstakir
gestgjafar. Enginn mátti líta inn
öðruvísi en búið væri að bera á
borð kökur og annað góðgæti. Allt
var fyrir mann gert og minningarn-
ar óteljandi.
Elsku afi okkar. Missir þinn er
mikill en megi minningin um hana
elsku ömmu okkar ylja þér og okk-
ur öllum um hjartarætur.
Sofu mín Sigrún
og sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt!
(Jón Thoroddsen)
Rúna og Þórður Ólabörn.
Nú er hún amma okkar farin og
við eigum bágt með að trúa því að
hún komi ekki aftur. Margar af
okkar bestu minningum tengjast
henni og afa. Alltaf tóku þau okkur
opnum örmum og buðu inn í eld-
hús, þar sem kökur voru ævinlega
á boðstólum. Og oftast áður en við
fórum teygði amma sig í „nammi-
dósina" og gaf okkur sælgæti, síðan
fóru allir ánægðir heim. Svona voru
heimsóknirnar til ömmu og afa á
Háó eins og við kölluðum þau allt-
af. Þegar við svo urðum eldri var
að vísu hætt að teygja sig í nammi-
dósina en kökurnar voru enn til
staðar.
' Okkar kærustu minningar erú
án nokkurs efa tengdar jólunum
hjá ömmu og afa. Þegar jólasveinn-
inn mætti með fullan poka af
nammi og fékk alla viðstadda til
að dansa í kringum jólatréð. Þegar
rjúpurnar voru bornar fram settust
allir að snæðingi. Við kunnum þó
ekki að meta þær fyrr en í seinni
tíð. En nákvæmlega þessa stemmn-
ingu eigum við ekki eftir að upplifa
aftur, því hún elsku amma er farin.
Við vonum þó að við fáum áfram
að njóta gleðistunda og ánægju-
legra jóla með afa okkar. En svona
munum við ömmu okkar og svona
munum við ávallt minnast hennar.
Við barnabörnin viljum nú að
lokum þakka þá umhyggju og elsk-
usemi sem hún alla tíð auðsýndi
okkur.
Elsku afi, megi minningin um
hana ömmu okkar varðveitast í
huga okkar allra um ókomna tíð.
Blessuð sé minning hennar.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurkæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
i hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín,
ég trúi og huggast læt.
(Tárið eftir Kristján Jónsson)
Ásta Dís, Steingrímur,
Þórdís, Soffía og Thelma
Lummubakstur í Habæ.
■ ÞAR SEM sláturtíðin er fram-
undan verður dagskrá Árbæjar-
safns sunnudaginn 15. september
tengd matargerð áður fyrr. Hall-
gerður Gísladóttir þjóðháttafræð-
ingur á Þjóðminjasafninu segir frá
geymslu og matreiðslu á kjöti og
innmat í eldri tíð. Spjall hennar
hefst kl. 15.00 í Dillonhúsi. í Ár-
Til ritstjóra Morgunblaðsins:
Með tilvísan til greinar Birnu
Bjarnleifsdóttur, sem birtist 28.8,
þar sem gagnrýnt er að leiðsögu-
menn frá Þýskalandi fylgi ferða-
mannahópum þaðan, vil ég taka
fram að ekki einungis á Islandi
heldur einnig í mörgum öðrum lönd-
um, þar sem Þjóðveijar eru á ferð,
bænum verður sýning á gömlum
mataráhöldum og algengur matur
frá síðstu öld verður á borðum.
Bakaðar verða lummur, búin til
kæfa og í Hábæ verður kaffi brennt
og malað. Krambúðin og Dillonshús
verða opin sem endranær. Allir vel-
komnir.
fylgja þeim innlendir leiðsögumenn.
Þýskar ferðaskrifstofur, þ. á m.
Studiosus og Kneissl Touristik ættu
að virða þessa grundvallarreglu.
Með vinsamlegri kveðju,
Dr. Gottfried Pagenstert,
sendiherra Þýskalands á ís-
landi
t
Eiginmaður minn,
INGÓLFUR EIDE EYJÓLFSSON,
Garðbraut 74,
Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 14. september
kl. 14.00.
Erla Magnúsdóttir.
t
CHRISTIAN ZIMSEN
fyrrverandi apótekari,
lést á heimili sínu 7. september sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Laxdal,
Else Zimsen,
Kristinn Zimsen,
Nils H. Zimsen,
Jón Zimsen.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EGILL JÓNSSON
glerslípunar- og speglagerðarmeistari,
Reykjavíkurvegi 16,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspftalanum þann 12. september.
Birna Guðbjörnsdóttir,
Guðbjörn Egilsson, Sigurjón Egilsson,
Rúnar Þór Egilsson, Svanhildur M. Bergsdóttir,
Egill Fannar, Bergdís Mjöll,
Heiðrún Birna.
t
DANÍEL ÞÓRHALLSSON,
Hátúni 10,
Reykjavík,
fyrrv. útgerðarmaðurfrá Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. september
nk. kl. 15.00.
Dagmar Fanndal,
Þórhallur Danfelsson,
Sigurður Gunnar Daníelsson, Elínborg Sigurgeirsdóttir,
Sofffa Svava Danfelsdóttir, Birgir Guðjónsson,
Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Valdimarsson
og barnaborn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON,
Sólvallagötu 36 (Höfn),
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju laugardaginn 14. septem-
ber kl. 11.00.
Magnús Þórðarson, Bára Björnsdóttir,
Emil Þórðarson,
Auður Þórðardóttir,
Guðmundur Kr. Þórðarson, Lára Axelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall okkar ástkæra sonar, bróður
og föðurbróður,
VALSRAFNS ÚLFARSSONAR,
Asparvfk,
Álftanesi.
Úlfar Ármannsson, Bryndís Ásgeirsdóttir,
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, Stefán Rafn Sigurbjörnsson,
Ármann Rafn Úlfarsson, Hrefna Sif Ármannsdóttir.
t
Við þökkum af heilum hug auðsýnda
samúð og vináttu við andlát og útför
SVERRIS ELENTÍNUSSONAR
bifreiðastjóra.
Ingveldur Eyjólfsdóttir,
Eyjólfur Sverrisson, Helga Kristfn Guðmundsdóttir,
Sverrir Sverrisson, Auður Svanborg Óskarsdóttir,
Elentínus Sverrisson, Helga Sigrún Harðardóttir,
Sævar Sverrisson, Gréta Grétarsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
LOKAÐ
verður í dag, föstudaginn 13. september, frá
kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar
GUNNGEIRS PÉTURSSONAR, skrifstofustjóra
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík.
Islensk leiðsögn