Morgunblaðið - 13.09.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.09.1991, Qupperneq 27
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 h fclk í fréttum BRÚARHLAUP SELFOSS Góð stemmning hjá 637 þátttakendum Selfossi. Mikil þátttaka var í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fór á laug- ardag. Alls tók 637 þátt í hlaupinu þar sem boðið var upp á 5,7 km skemmtiskokk, 10 km og 21 km hálfmaraþon. Einnig fengu hjólreið- amenn að spreyta sig á 10 kílómetr- um. Það var góð stemmning í hlaup- inu og greinilegt að grundvöllur er fyrir íþróttaviðburðum af þessu tagi. Hlaupið var liður í hátíðahöld- um vegna 100 ára afmælis Ölfusárbrúar. Þeir sem tóku þátt í skemmti- skokki voru 480 talsins. Þar sigruðu Þórólfur Þórlindsson og Þuríður Ingvarsdóttir. í 10 km hlaupi voru 38 hlauparar. Þar sigruðu Jóhannes Guðjónsson og Guðrún Erla Gísla- dóttir. Þeir sem hlupu hálfmaraþon voru 24 og sigurvegari þar var Jó- hann Heiðar Jóhannsson. Hjólreiða- menn voru 210 á öllum aldri eins og reyndar í skemmtiskokkinu. Þar kom fyrstur í mark Kristinn Mort- hens í karlaflokki og Ragnheiður Gló Gylfadóttir í kvennaflokki. Þegar hlauparamir voru ræstir fylltist ölfusárbrú af hlaupandi fólki sem geislaði af ánægju yfir þeirri samverutilfinningu sem þátttakan gaf. Þetta er í fyrsta sinn sem íþrótta- viðburður af þessu tagi fer fram á Selfossi. Víst má telja að hlaupið verði árlegur viðburður. Eftir hlaup- ið bauð Höfn hf. til grillveislu á planinu beint á móti brúnni og var þar glatt á hjalla. Sig. Jóns. Reiðhjólamenn á fullri ferð yfir brúna. Jóhann Heiðar Jóhannsson sigr- aði í hálfmaraþoni. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Hér eru þau Smári Guðjónsson þjálfari stúlknanna, Gísli Gíslason bæjarstjóri, Jónína Víglundsdóttir fyrirliði bikarmeistaranna og Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnufélagsins ÍA með hinn glæsilega verðlaunagrip sem keppt var um í fyrsta skipti í bikar- keppninni að þessu sinni. AKRANES Bikarmeistarar fengu góðar móttökur Akranesi. Bikarmeistarar kvenna í knatt- spyrnu fengu góðar móttökur við komuna til Akraness eftir að þær höfðu sigrað stúlkurnar frá Keflavík með yfirburðum í úrslita- leik bikarkeppninnar í Mosféllssveit á dögunum. Bæjarstjórn Akraness bauð stúlkunum og forystumönnum í knattspyrnulífinu á staðnum til hefðbundinnar móttöku að kvöldi leikdagsins. Farandgripurinn sem stúlkurnar komu með heim er gefinn af Davíð Oddssyni forsætisráðherra. í mót- töku hjá honum sem borgarstjóra á síðasta ári, þar sem Reykjavíkur- liðið Valur vann bikarinn bæði í karla- og kvennaflokki, lét hann þess getið hve lítið honum fyndist koma til bikarsins í kvennaflokki á móti þeim glæsilega bikar sem keppt er um í karlaflokki. Hann lofaði að bót skyldi verða gerð á því og stóð við það. Nýr glæsilegur gripur var gefinn bg eins og sjá má gefur hann sjálfum mjólkurbik- arnum ekkert eftir nema síður sé. - J.G. SAMDRÁTTUR Seymore sést með nýjum karli Hlaupið yfir Ölfusárbrú. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson söngvari bandarísku popphljóm- sveitarinnar Chicago. Reyndar hafa þeir félagar komið saman nýverið og var Ceterea þá á sínum stað við hljóðnemann, en annars hefur hann haldið úti sólóferli síðustu árin með þokkalegum árangri. Bæði Seymore og Cetera eru lítið fyrir yfirlýsingar um samband þeirra, staðfesta þó að þau séu „góðir vinir“. yy ■ ¥ ' ormti 10245 Simar 13303 Komið og njótið góðra veitinga í þægilegu og afslappandi umhverfi. ^ Munið sérstöðu okkar til að taka ^ ó móti litlum hópum til hvers ^ konar fundarhalda. ^ Verið velkomin. Starfslólk Torfunnar. J Eftir því hefur verið tekið í sjón- varps- og kvikmyndaheimin- um fyrir vestan haf, að leikkonan Jane Seymore sést æ oftar í fylgd með nýjum karli, en skilnaður henn- ar fyrir nokkrum mánuðum vakti mikla athygli þar eð allt undir það síðasta var talið að hjónaband henn- ar væri fyrirmynd annarra. Nýi maðurinn í lífí Jane er söngv- ari að nafni Peter Cetera, fyrrum Seymore og Cetera. DÆMI UM VERÐ OG VORUURVAL STEINAR • Myndböndfrá..............kr.300,- 0 Geisladiskar frá......kr. 200, - 0 Kassetturfrá..........kr. 100,- 0 Hljómplöturfrá............kr.100,- 0 Fullorðins úlpur frá...kr. 3.900, - 0 Gallabuxurfrá..........kr. 1.990,- 0 Barnaúlpur frá.........kr. 3.500, - 0 Barnabuxurfrá..........kr. 1.490,- 0 Blússur, bolir, peysur... kr. 1.000,- 0 Gallajakkar............kr. 1.000,- 0 Úlpur.................kr. 3.900,- 0 Gallabuxur.............kr. 1.990,- 0 Allarúlpur.............kr. 2.900, - 0 Hermannajakkar.........kr. 1.900,- 0 Buxurfrá.................kr.500,- 0 Vinnuskyrtur frá.........kr. 500,- PARTY STÓRUTSÖLU MARKAÐURINN vESTURLANDSVEGUR STRAUMUR 0 Bolirfrá kr. 590,- 0 Ullarjakkarfrá ...kr. 4.900,- 0 Kjólarfrá ...kr. 4.900,- 0 Hljómsveitabolirfrá.... kr. 890,- BOMBEY 0 Kuldabuxurfrá kr. 500,- 0 Gallabuxurfrá ...kr. 2.500,- 0 Jólakjólarfrá ...kr. 1.500,- 0 Jakkarfrá ...kr. 2.000.- STRIKIÐ 0 Iþróttaskór barna m/frönskum rennilás frá kr. 700,- 0 Dömuskórfrá ...kr.2.000,- • Kuldaskórfrá ...kr. 1.500,- 0 Herraskórfrá ,...kr. 3.500,- KOKO/KJ ALLARINN 0 Herrajakkarfrá ....kr. 2.000,- 0 Bolirfrá kr. 500,- 0 Pilsfrá kr. 800,- 0 Dömujakkarfrá ....kr. 2.900,- SAUMALIST 0 Vindgallaefni frá.kr. 390, - pr. m. 0 Vattefnifrá....kr.990,-pr.m. 0 Gluggatjaldaefnif...kr.230,-pr. m. msLmmm 0 Gallabuxurfrá..kr. 1.900,- 0 Peysurfrá..............kr. 2.000,- 0 Bolirfrá..........kr.590,- 0 Úlpurfrá...............kr. 2.900,- ARBLIK 0 Coral bómullarp. frá....kr. 2.200,- BLOMALIST 0 Kubbakertifrá.............kr.70,- 0 Járnkransarfrá.......kr. 1.200,- 0 Grófirleirpottarfrá......kr.500,- 0 Nærfötfrá................kr. 190,- ,0 Náttserkirfrá........kr. 1.490,- 0 Slopparfrá...........kr. 1.980,- 0 Barnaslopparfrá......kr. 1.290,- STUDIO MADAM 0 0 0 0 Sundfatnaðurfrá......kr. 1.000,- Náttfatnaðurfrá.............kr. 500,- Nærfatnaðurfrá........kr. 100,- Bolir, pils, buxurfrá.kr. 500,- 0 Gallabuxurfrá....kr. 1.500,- 0 Bolirfrá.............kr. 500,- 0 Gallajakkar frá.kr. 2.900, - 0 Skyrturfrá.........'.....kr. 1.500,- Fjöldi fyrírtækja - gífuríegt vöruúrva! Með/águ verði, mik/u vöruúrvaH og þátttöku fjö/da fyrírtækja hefurstór- útsöiumarkarðurínn svo sannaríega s/egið ígegn ogstendurundirnafni. Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19. Laugardaga kl. 10-16. AOra daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.