Morgunblaðið - 13.09.1991, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
GOLFKLÚBBURINN
KEILIR
Opiú saímút
verður haldið nk. laugardag.
Ræst út frá kl. 9-14.
Fyrirkomulag 7/8 forgjöf.
Punktakeppni.
Skráning í dag í síma 53360.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ ALLIR ítalskir lyftingamenn
hafa verið settir í keppnisbann
heima og erlendis, þar til opinber
lyfjanefnd hefur komist að endan-
legri niðurstöðu varðandi þrjá karla
og þtjár konur, sem féllu á lyfja-
prófi um mánaðarprófin.
■ TVÆR stúlkur, sem féllu á
lyfjaprófi á stigamótinu í Róm í
júlí sl., voru dæmdar í tveggja ára
keppnisbann hja' Alþjóða fijáls-
íþróttasambandinu. Þetta eru há-
stökkvararnir Lelena Rodína frá
Sovétrílqunum og Biljana
Petrovic frá Búigaríu.
■ PAUL Lydersen, bakvörður
hjá Start og norska landsliðinu í
knattspymu, er á leiðinni til Arse-
nal. George Graham hefur sam-
þykkt aðjgreiða 500.000 pund (um
52 millj. ISK) fyrir Norðmanninn,
■ VÍKINGAR skipuleggja sæta-
ferðir á leikinn gegn Víði í Garði
á morgun. Farið verður frá Víkings-
heimilinu við Stjörnugróf klukkan
12.15.
^KENWOOD
Með Kenwood Chef
er allt klárt í
eldhúsinu
Aukabúnaður m.a.:
Grænmeíiskvörn — Hakkavél
Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa
22.200
H HEKIAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
■■ ■ -.
KARFA / EVROPUKEPPNI
KR-ingar nýttu
ekkifærin
Höfðu möguleika á að jafna en töp-
uðu með níu stiga mun íVín
KR mátti í gærkvöldi sætta sig
við níu stiga tap, 74:75, gegn
SPI í seinni leik liðanna ífyrstu
umferð Evrópukeppni bikar-
hafa íkörfuknattieik. Þegar
rúmar tvær mínútur voru til
leiksloka voru KR-ingarfjórum
stigum undir. Þeir fengu góð
tækifæri til að jafna, en nýttu
ekki færin og Austurríkismenn-
irnir notfærðu sér mistökin og
bættu við. KR er þar með úr
leik, tapaði fyrri leiknum 89:87,
en báðir leikirnir fóru f ram í
Vínarborg í Austurríki.
Meimamenn ætluðu greinilega
ekki að láta söguna frá því á
þriðjudagskvöld endurtaka sig og
mættu mun harðari og ákveðnari
til leiks. Þeir komust upp með miklu
meir hörku en í fyrri leiknum og
voru 15 stigum yfir í hálfleik, 45:30.
En KR-ingar létu ekki slá sig út
af laginu og létu hart mæta hörðu
eftir hlé, en heppnin var ekki með
þeim í lokin.
Birgir Guðbjörnsson, þjálfari KR,
var ánægður með allt nema úrslit-
in. „Ég er helst ánægður með hvað
strákarnir börðust allan tímann og
gáfust ekki upp, þrátt fyrir mótlæt-
ið í fyrri hálfleik. Þeir voru inni í
leiknum þar til síðustu tvær mínút-
urnar, en með smá heppni hefði
dæmið alveg getað gengið upp.“
Hermann Hauksson lék mjög vel
og var stigahæstur með 18 stig.
John Bear náði sér ekki eins vel á
strik og í fyrri leiknum enda tekinn
föstum tökum, en skoraði engu að
síður 15 stig. Guðni Guðnason skor-
aði 10, Axel Nikulásson, sem var
meiddur í fyrri leiknum, fann sig
vel og skoraði 9 stig, Páll Kolbeins-
son var sérstaklega góður í fyrri
hálfleik og gerði alls 8 stig og Lár-
us Árnason, sem átti frábæran
vamarleik, 5 stig.
Bandaríski bakvörðurinn Dukes
Lárus Árnason átti stórleik í vöm-
inni og tók besta mann Austurríkis-
manna úr umferð.
var stigahæstur hjá SPI með 21
stig, en hann mátti sín lítils gegn
Lárusi eftir hlé, sem tók hann þá
nánast úr umferð. Bandaríkjamað-
urinn Mayers skoraði 20 stig og
Matyas 10 stig.
Birgir sagði að KR-ingar hefðu
átt erfitt uppdráttar í sókninni gegn
ákveðinni vörn og misst einbeiting-
una í lokin, en liðið hefði fallið úr
keppni með sæmd. „Við þurfum
ekki að skammast okkur fyrir
frammistöðuna, því við vorum að
leika gegn lang besta liði Austurrík-
is. Mótheijarnir sigmðu fyrst og
fremst á meiri líkamlegum styrk,
en það háði okkur að héma á meg-
inlandinu er leyft miklu meira en
við emm vanir heima og því þarf
að hafa mun meira fyrir hlutunum.
En báðir leikirnir voru jafnir og við
erum reynslunni ríkari."
Skólamót
í knatf spyrnu
íslandsmót framhaldsskóla í knattspyrnu
verður haldið í október og nóvember nk.
Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi
kr. 5.000 sendist skrifstofu KSÍ, íþróttamið-
stöðinni í Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir
20. september. Heimilt er að senda eitt
karlalið og eitt kvennalið frá hverjum skóla.
Knattspyrnusamband íslands.
Boðsmiðar á Evrópukeppni félagsliða
Athygli íþróttaforystumanna, dómara og annarra hand-
hafa aðgönguskírteina (passa) er vakin á því, að breytt
hefur verið reglum um frímiða (boðsmiða) að landsleikj-
um, Evrópukeppnum félagsliða og Mjólkurbikarképpni
KSÍ. Aðgönguskírteini (passar) gilda ekki að framan-
greindum leikjum, en handhafar þeirra geta sótt miða
á leikina á skrifstofu KSÍ í Laugardal gegn framvísun
skírteina (passa). Miðar á leiki Vals, Fram og KR í
Evrópukeppni félagsliða, verða afgreiddir á skrifstofu
KSÍ 16.-18. sept. kl. 12-18.
Þá er rétt að benda handhöfum boðsmiða á, að eftirleið-
is er þeim ætlað að ganga inn um sérstakt hlið, merkt:
Boðsmiðar. Við hliðið verða skírteinishafar að sýna
skírteini sín ásamt boðsmiða.