Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Sprengt 1 Sundahöfn: Skjálfti við Kleifar- vatn 5 mínútum síðar JARÐSKJÁLFTAR, 1,5 stig á Richter-kvarða, mældust á sjálfvirku jarðskjálftamælakcrfi Veðurstofunnar á Suðurlandi í allt að 100 km fjarlægð frá Sundahöfn í Reykjavík í fyrrakvöld, en þar var sprengd klöpp neðansjávar með 2 tonnum af dinamíti. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur segir að fimm mínútum eftir sprenginguna hafi jarð- skjálfti við Kleifarvatn mælst 1,5 stig á Richter-kvarða og ekki væri hægt að útiloka að sprengingin hefði hrundið jarðhræringunum af stað. Mikill viðbúnaður var hafður fyrir sprenginguna í Sundahöfn, að sögn Aðalsteins Hallgrímssonar, verk- fræðings hjá Hagvirki, en fyrirtækið vinnur að niðursetningu stálþils Menntamáiaráðherra: Einkemiilegt að sjá ókunn- ugt stafróf „MÉR þykir þetta afar óvið- eigandi og einkennilegt að sjá ókunnugt stafróf á skjánum. Ég mun athuga það í dag og á næstu dögum hvort og þá með hvaða hætti ráðuneytið grípur inn í útsendingar textavarpsins", sagði Ólafur G. Einarsson þegar álits hans var leitað á textavarpi Sjón- varps. Þorbjöm Broddason formaður útvarpsréttamefndar segir það forkastanlegt að upplýsingar í textavarpinu séu í raun ekki á íslensku. Ríkisútvarpið heyri ekki undir nefndina. Það geri einkastöðvamar hins vegar. vegna hafnargerðar fyrir Reykjavík- urhöfn. Lögregla og slökkvilið var á staðnum og eftirlitsmenn frá Vinnu- eftirliti ríkisins. Jens Andrésson vinnueftirlitsmaður sagði að íbúar í nærliggjandi húsum hefðu verið var- aðir við sprengingunnni með það í huga að þeir gættu að viðkvæmum tækjum áður en sprengt yrði. Þá höfðu menn frá Verkfræðistofnun Háskóla sett upp sjö mæla við Sunda- höfn til að mæla áhrifin. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði að hreyfingar frá sprengingunni hefðu mælst á öllum jarðskjálftastöðvum á Suðurlands- undirlendinu. „Slíkar sprengingar gætu leyst úr læðingi aðrar jarðhrær- ingar en þá þyrftu þær að vera á svæði sem jarðskjálftaspenna er að hlaðast upp. Á slíku svæði gætu sprengingar hleypt eitthverju af stað. Það var þó ekki um það að ræða í Sundahöfn. Hins vegar varð jarð- skjálfti við Kleifarvatn fimm mínút- um seinna. Það er frekar langsótt að segja að það séu tengsl þar á milli en það er ekki hægt að útiloka það. Sprungusaumar sem liggja um Reykjanesskagann koma nokkuð nálægt Reykjavík og það væri hægt að ímynda sér einhverja keðjuverkun sem hefði leitt þetta af sér,“ sagði Ragnar. Sakadómur Reykjavíkur: Fyrrum eigandi Arkar ákærður fyrir fjárdrátt I SAKADÓMI Reykjavíkur er nú til meðferðar opinbert mál sem ríkis- saksóknari hefur höfðað gegn stofnanda og fyrrum eiganda Hótels Arkar í Hveragerði fyrir að hafa ekki staðið skil á 8,5 milljóna króna söluskatti á árunum 1986 og 1987. Einnig er maðurinn ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á um 840 þúsund króna gjöldum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga, sem haldið hafði verið eftir við útborgun launa til starfsmanna. í ákæru er maðurinn talinn hafa haldið eftir frá júlí 1986 til desember 1987, í hveijum mánuði upphæðum á bilinu um 150 þúsund til 1,1 mill- jón króna sem hann hefði átt að standa ótilkvaddur skil á við ríkis- sjóð. Þá hafi hann ekki staðið skil á um 143 þúsund króna iðgjöldum til Líf- eyrissjóðs matreiðslumanna, um 232 þúsund krónum til Lífeyrissjóðs verslunarmannafélags Reykjavíkur, um 450 þúsund króna iðgjöldum til Láfeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Suð- urlandi og um 16 þúsund króna fé- lagsgjöldum til Félags matreiðslu- manna, þrátt fyrir að hafa dregið þessar upphæðir af launum starfs- fólks við útborgun. Frá fundi borgar- sljórnar í gær- kveldi. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, borgarfulltrúarnir Ólína Þorvarðar- dóttir, Sigurjón Pétursson og Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar bera saman bækur sínar. Á innfelldu myndinni er Mark- ús Orn Antonsson, borgarsljóri. Samþykkt að opna Aust- urstræti fyrir bílaumferð BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi tillögu um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð með níu atkvæðum gegn sex. Samkvæmt tillögunni verður Austurstræti opnað fyrir bilaum- ferð í sex mánuði í tilraunaskyni og Vallarstræti við Austurvöll sam- hliða lokað fyrir umferð. í upphafi fundarins afhenti fulltrúi Samtaka vistvænna borgara, 1.300 undirskriftir gegn opnun Austurstrætis. Fyrir fundi borgarstjórnar lá til- laga frá skipulagsnefnd auk breyt- ingartillögu frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs og Framsóknarflokks. Breytingartillagan gerði ráð fyrir að samhliða opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð yrði Vallarstræti lokað fyrir umferð ökutækja. Jafnframt að borgarstjórn óskaði eftir því að at- hugun yrði gerð á því hvort unnt væri að breyta deiliskipulagi þannig að meginhluta Thorvaldsenstrætis yrði lokað fyrir bílaumferð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður skipulagsnefndar fylgdi til- lögu nefndarinnar úr hlaði. Hann sagði að ýmsar ástæður mæltu með því að tilraun með opnun götunnar yrði gerð. Velheppnaðar breytingar á Laugavegi hefðu sýnt að hæg bíla- umferð og gangandi vegfarendur ættu góða samleið, með opnun göt- unnar fengist mun betra aðgengi að miðbænum auk þess sem það væri eindregin ósk hagsmunaaðila á svæðinu að þessi tilraun yrði gerð. Magnús L. Sveinsson forseti borg- arstjómar lagðist gegn tillögunni og lýsti áhyggjum sínum yfir því að í ljósi samstöðu hluta fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og nokkurra fulltrúa minnihlutans væri myndaður nýr meirihluti í borgarstjóm. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokks lýsti sig fylgj- andi tillögunni og sagði meðal ann- ars að það væri henni ókleift að standa gegn óskum þess fólks sem starfaði við götuna um opnun hennar fyrir umferð. Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs gerði grein fyrir því að það væri skilyrði Nýs vettvangs fyrir opnun Austur- strætis að Vallarstræti yrði samhliða gert að göngugötu. Markús Om Antonsson borgar- stjóri lýsti yfír stuðningi við tillögu skipulagsnefndar en lagði áherslu á að málið yrði tekið upp og árangur metinn að sex mánaða reynslutíma liðnum. Kæmi í ljós að árangur væri ekki sem skildi yrði gatan aftur gerð að göngugötu. Breytingartillaga Nýs vettvangs og Framsóknarflokks var samþykkt með níu atkvæðum gegn fjórum. Svo breytt var tillaga skipulagsnefndar samþykkt með atkvæðum eftirtal- inna níu borgarfulltrúa, Ólínu Þor- varðardóttur, Kristínar Á. Ólafsdótt- ur, Sigrúnar Magnúsdóttur, Jónu Gróu Sigurðardóttur, Katrínar Gunn- arsdóttur, Áma Sigfússonar, Önnu K. Jónsdóttur, Sveins Andra Sveins- sonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar. Atkvæði gegn tillögunni greiddu sex borgarfulltrúar, Siguijón Péturs- son, Elín G. Ólafsdóttir, Guðrún Zoéga, Katrín Fjeldsted, Magnús L. Sveinsson og Páll Gíslason. > > i \ Krefjast fjögurra mílna „fisk- veiðilögsögu“ kringum Eyjar Undirskriftalisti hefur gengið meðal íbúa í Vestmannaeyjum und- anfarna daga þar sem farið er fram á það við sjávarútvegsráð- herra að fjögurra sjómílna „fiskveiðilögsögu" verði komið á í kring- um eyjamar. Listinn verður lagður fyrir Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra á fundi sem hann á með sjómönnum og útgerðarmönn- um í Vestmannaeyjum í kvöld. Þorsteinn sagði að þetta væri eitt af þeim verkefnum sem þyrfti að skoða. Á haus undirskriftalistans stend- ur: „Við undirrituð, áhugafólk um vemdun fískistofna og hafsvæða í kring um Vestmannaeyjar, gerum kröfu til þess að nú þegar verði komið á fjögurra mílna fiskveiði- lögsögu, þar sem bannaðar verði allar veiðar með önnur veiðarfæri en net, línu og handfæri. „Ég vil láta skoða allar hug- myndir af þessu tagi. Ég tel að við séum í svo alvarlegri stöðu að það sé útilokað annað en að ganga kerfisbundið í það með útvegs- mönnum, sjómönnum og Hafrann- sóknastofnun að meta þessa hluti upp á nýtt og sjá hvaða leiðir eru líklegastir í þessu efni,“ sagði Þor- steinn. Það hefur verið ályktað um land- helgismálið í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hefur fram- kvæmd málsins strandað á því að ekki hefur náðst samstaða um hvernig beri að útfæra málið. Ástæða þess að tillagan kemur nú frá Vestmanneyingum eru veiðar báta uppi í fjöruborðinu við Heima- ey, en þess er skemmst að minnast að í haust voru bátar og togarar að veiðum milli Bjamareyjar og Heimaeyjar. Sjávarútvegsráðherra kallaði á sinn fund síðastliðinn þriðjudag forystumenn útvegsmanna og sjó- manna til þess að ræða viðbrögð við niðurstöðum seiðarannsókna Hafrannsóknastofnunar í ágúst, sem benda til þess að þorskárgang- urinn 1991 verði hinn sjötti í röð lélegra árganga. „Ég nefndi þá að óhjákvæmilegt væri að skoða þessi mál, svæðatakmarkanir, svæðalok- anir og veiðarfæragerð, alveg frá grunni. Þeir tóku vel í að eiga slíkt samstarf eins og þegar hefur kom- ið fram hjá Kristjáni Ragnarssyni. Eg nefndi það að við þyrftum að skoða lokanir á öllum fiskislóðum hringinn í kringum landið, notkun á veiðarfærum og meta allt þetta frá grunni í ljósi nýrra aðstæðna. Það eru auðvitað víða skiptar skoð- anir með notkun dragnótar,“ sagði Þorsteinn. „Hugmyndir um svæðalokanir tengjast því að takmarka veiði smáfisks þannig að það eru ýmsar leiðir í þessu sem menn þurfa að ræða. I fyrsta lagi verða menn að átta sig á umfangi málsins, öll umræðan hefur meira byggst á sögusögnum og ákvarðanir verða ekki teknar nema staðreyndimar liggi fyrir. Það eru ýmis ráð til þess að stöðva veiði smáfisks með samstarfi þessara aðila. Við erum náttúrulega með veiðieftirlit og það má gera það virkara á ýmsa lund, en það leysir ekki allan vandann," sagði Þorsteinn. Þeir sjómenn sem Morgunblaðið hafði samband við voru allir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að grípa til einhverra friðunaraðgerða á hrygningarstöðvum þorsks. Atli Sigurðssonar, skipstjóri á Styrmi VE, sagði að reynandi væri að loka grunnslóð fyrir veiðum, t.d. þqár mílur frá landi, og banna allar veið- ar með snurvoð. Guðjón A. Kristjánsson, skip- stjóri á Páli Pálssyni ÍS og formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sagði að það hlyti að vera eðlilegt að álykta sem svo, AUSTUR- LANDEYJAR Hér eru sýndar 4 sjómílur umhverfis Heimaey, og um- hverfis Vestmanna- eyjar skv. athugum Morgunblaðsins l’rídrangar ^ að seiðafjöldinn færi nokkuð eftir því hve mikil hrygningin væri. „Málið er nefnilega, að við tökum líklega vel yfir 100.000 tonn úr hrygningarstofninum á hverri ver- tíð,“ sagði Guðjón. „í vetur og sumar hefur ástand- ið verið gott, sjórinn hlýr og nægt æti, og því mátti ætla, að vel tæk- ist til með hrygninguna. Ef það er talið nauðsynlegt að vemda hrygn- inguna á að gera það og ég vil, að hvalur og selur verði skotnir í stórum stíl,“ sagði Þorsteinn Vil- helmsson skipstjóri á Akurey AK.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.