Morgunblaðið - 20.09.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.09.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Sýn stefnir að útsend- ingum í lok nóvember segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 FULLTRÚAR Ríkisútvarpsins, Sýnar hf. og Stððvar 2 ásamt fulltrúum Pósts og síma undirrit- Byggingarvísitalan: 0,3% hækk- un í sept. VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3% frá ágústmán- uði og reyndist vera 187 stig eða 598 stig samkvæmt eldri grunni. Þessi vísitala gildir fyrir október. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 8,4% en und- anfama þrjá mánuði um 0,6% sem jafngildir um 2,4% hækkun á heiiu ári. uðu í gær þríhliða samning um framkvæmdir við uppsetningu senda fyrir útsendingar RÚV á svokallaðri UHF-rás til að rýma fyrir útsendingum Sýnar á rás 6 en Sýn hyggst hefja sjónvarpsút- sendingar i lok nóvember, að sögn Páls Magnússonar sjón- varpsstjóra á Stöð 2. íslenska útvarpsfélagið sem stendur að baki Stöð 2 á 70% hlutafjár í Sýn hf. Sýn fékk úthlutað sjónvarps- leyfi til útsendinga á rás 6 í sum- ar og sagði Páll að í upphafi myndu útsendingar Sýnar ná til Faxaflóasvæðisins og um Suður- nesin. Páll sagði að undirbúningur fyrir sjónvarpsútsendingu Sýnar gengi vel. Ýmsir valkostir væru til skoð- unar en eftir væri að ganga frá skipulagi sjónvarpsstöðvarinnar og dagskrár, sem hann sagði að yrði talsvert frábrugðin dagskrá Stöðv- ar 2. Sýn þurfti að kaupa nýja UHF senda fyrir ríkisútvarpið en tekur í stað þess yfir senda RÚV á VHF rásinni. Páll sagði að það tæki senn- ilega tvo mánuði fyrir Póst og síma að koma sendunum upp. Skipta þyrfti um endurvarpa í Mosfells- sveit, Sandgerði og Mýrum og sett- ur yrði upp aðalsendir á Vatn- senda. Þá þarf Sýn að setja upp UHF loftnet fyrir útsendingar RUV í Sandgerði og Mosfellsbæ. Stöð 2 og Sýn eiga eftir að ganga frá samningum sín á milli um sam- eiginleg afnot af myndlyklunum en Páll sagði að um 80% þeirra mynd- lykla sem nú eru í notkun væru fjölrásamyndlyklar. VEÐURHORFUR íDAG, 20. SEPTEMBER YFIRLIT: Skammt suðaustur af ian Mayen er 975 mb lægð sem hreyfist norður, en um 800 km suðvestur af Reykjanesi er heldur vaxandí 980 mb lægð á hreyfingu norðaustur og verður hún yfir landinu vestanverðu um miðjan dag á morgun. SPÁ Allhvass austan og rigning og síðan sunnan stinningskaldi og skúrir suðvestanlands en vaxandi suðaustan- og austanátt og fer einnig að rigna norðaustanlands. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARUDAG:Horfur á laugardag. Norðaustan strekk- ingur og rigning á Vestfjörðum en hægari suð- og suðaustanátt í öðrum landshlutum. Víða skúrir en þó líklega þurrt norðanlands. Hiti 6-12 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi norðaustan átt um allt land og kólnandi veður norðantil. Rigning eða súld á norðanverðu landinu en sunnanlands léttir smám saman til. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hítl veður Akureyri S skýjað Reykjavik 8 léttskýjað Bergen 10 skúr Helsinki 8 rigning Kaupmannahöfn 17 skýjað Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 2 alskýjað Ostó 16 skýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 33 léttskýjað Amsterdam 17 skýjað Barcelona 26 mistur Beriín 17 þokumóða Chicago 4 léttskýjað Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 22 skýjað Glasgow 12 rigning Hamborg 16 skýjað London 18 skýjað LosAngeles 16 þoka Lúxemborg 18 skýjað Madríd 30 heiðskírt Malaga 27 heiðskirt Mallorca 27 léttskýjað Montreal 13 skúr NewYork 26 skýjað Orlando 24 skýjað París 18 skýjað Madeira vantar Róm vantar Vín 21 skýjað Washington 2S skýjað Winnipeg 3 skýjað Morgunblaðið/Júlíus Auða lóðin við Mjóstræti 5, milli Mjóstrætis 3 og Gijótagötu 6, þang- að sem fyrirhugað er að flytja hluta hússins sem nú stendur við Fischersund 1. Fischersund 1 verður flutt að Mjóstræti 5 Eldurinn talinn óviljaverk útigangsmanns FYRIR borgarráði liggur tillaga um að hluti hússins við Fischersund 1, sem kviknaði í aðfaranótt fimmtudags, verði fluttur á lóð milli ðflóstrætis 3 og Gijótagötu 6 og verði þá við Mjóstræti 5. Jafnframt verður lóðamörkum lóðanna við Mjóstræti 3 og Aðalstræti 6 breytt. Útigangsmenn hafa um tima leitað skjóls í húsinu og er talið að einn þeirra hafi í ógáti orðið þess valdandi að eldur kviknaði í húsinu. Að sögn rannsóknarlögreglu er talið víst að um óviljaverk hafi verið að ræða. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjóm- sýsludeildar, var upphaflega ráðgert að rífa Fischersund 1. í tillögu sem Iiggur fyrir borgarráði er gert ráð fyrir að húsið verði sagað í sundur og elsti hlutinn fluttur á lóðina við Mjóstræti 5. Sagði Hjörleifur að Húsafriðunamefnd ríkisins hefði lagt til að húsið yrði ekki rifið og að verið væri að kanna möguleika á að koma því fyrir á lóðinni. Fjar- Iægðin í næstu hús yrði í tæpara lagi og verður að sækja sérstakleg um leyfí fyrir húsið á þessari lóð og kanna um leið undanþágur sem gilda um fjarlægð milli húsa. Áætlaður kostnaður við að flytja þann hluta hússins sem á að varð- veita, steypa sökkla og tengja við veitukerfi borgarinnar, er talinn vera um 3,6 milljónir króna. Að sögn Hjörleifs, er gert ráð fyrir að húsið verði selt í því ástandi. Málverkauppboð í Kaupmannahöfn: Tvö af fimm íslensk- um verkum seldust Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, Kaupmannahöfn. TVÖ af fimm íslenskum málverkum sem boðin voru til sölu á upp- boði á nútimalist í Kunst Hallen í Kaupmannahöfn í gær seldust. Fjögur íslensku verkanna voru eftir Svavar Guðnason og eitt eftir 50.000 þús. en seldist á 41.000 danskar krónur. Annað verk frá 1945 var metið á 40.000 en fór á 45.000 danskar krónur. Stórt óár- sett verk metið á 60.000 seldist ekki og heldur ekki lítil mynd eftir hann sem metin var á 8.000 þús. danskar krónur. Málverk eftir Þor- vald Skúlason var metið á 40.000 danskar krónur en seldist ekki. Þorvald Skúlason. Yfírleitt var salan dræm og mörg verkanna voru dregin til baka m.a. stór og dýr verk eftir þekkta mál- ara. Heildarmatið var 6,4 milljónir danskra króna en söluverðið varð 2,5 milljónir danskra króna. Það virðist hreint engin eftirspum vera eftir þessum verkum. Olíumálverk á pappa eftir Svavar Guðnason frá 1943 var metið á Leland Bell listmál- ari látinn LELAND Bell listmálari er lát- inn, 69 ára að aldri. Hann fædd- ist 17. september árið 1922 í Cambridge í Maryland í Banda- ríkjunum en ólst upp í New York. Leland Bell var sjálfmenntaður í list sinni og hreifst ungur af verkum listmálarans Knaths, sem hann kynntist persónulega og var læri- meistari hans. í New York kynntist hann ungu listafólki, sem þar stund- aði nám og á sama hátt síðar er hann dvaldi um tíma í Paris fyrst árið 1946 síðan árið 1951 og loks veturinn 1962 til 1963, ásamt konu sinni Louisu Matthíasdóttur listmál- ara. Þau hjónin dvöldu oft hér á landi og unnu að list sinni en bjuggu í New York, þar sem Leland kenndi fram til síðustu stundar við lista- skóla, fyrst New School for Social Leland Bell Research, sem seinna varð Parson School of Design, og New York Studio School auk annarra skóla í Bandaríkjunum. Þá flutti hann fyrirlesta um myndlist víða í Banda- ríkjunum og Evrópu. Dóttir Lelands og Louisu er Temma og er hennar maður Ingi- mundur Kjarval leírlistamaður. Þau eiga fjórar dætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.