Morgunblaðið - 20.09.1991, Side 10

Morgunblaðið - 20.09.1991, Side 10
MORGUNHI.ADIÐ FðSTUDAGL’R 20Í SÉPTBMBÉR 1991 10 Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld: Leikrit um okkur öll - segir Halldór E. Laxness leikstjóri DÚFNAVEISLAN, „skemtunar- leikur“ Halldórs Laxness, verð- ur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld, en það er í annað sinn sem leikritið er sýnt á vegiim Leikfélags Reykjavíkur. Hall- dór samdi verkið á árunum 1965 og 1966, það var frumsýnt í Iðnó þá um vorið og þrátt fyrir að sumt kæmi áhorfendum furðulega fyrir sjónir, þá naut það talsverðrar hylli. Og víst er Dúfnaveislan sérkennilegt verk: Undir yfirborði fyndinnar og snjallrar orðræðu búa átök, höfundurinn spyr spurninga og bregður upp myndum af samfé- lagi á leið frá nauðþurftabúskap til velferðar. Halldór Einarsson Laxness, sonarsonur skáldsins, setur Dúfnaveisluna á svið, Sig- urjón Jóhannsson hannar leik- mynd, Ingvar Björnsson annast lýsingu og Jóhann G. Jóhanns- son er höfundur tónlistar. Þor- steinn Gunnarsson og Valgerð- ur Dan leika pressarahjónin, og með önnur helstu hlutverk fara Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Harald G. Haralds og Björn Ingi Hilmarsson. Halldór E. Laxness leikstjóri segir að upphaf leikritsins eigi sér stað árið 1953. „Sögusviðið er ein- hverstaðar í bæ, þar sem pressari nokkur pressar buxur. Það eru uppgangstímar, nóg að gera og peningar flæða um allt. Pressarinn hefur lítinn áhuga á peningum, hann er ekki alinn upp við að hugsa um slíkt, og á fullt í fangi með að halda velli í straumum nýrra hugmynda, hugsjóna og peninga. Verkið var skrifað 1966 oggekk þá mjög vel, en var þó langt á undan sinni samtíð. Það kemur þannig líklega betur út í dag en þá. Stórkostlegir kraftar stóðu að fyrri uppfærslunni, og má þar nefna Þorstein Ö. Stephensen sem lék pressarann, en við lifum á öðrum tíma og erum annað fólk, og þar af leiðir að skilningur okk- ar á manneskjunum í verkinu er öðruvísi. Fjarlægðin á sögutímann Morgunblaðið/Einar Falur Tveir viðskiptavinir (Jón Hjartarson og Karl Guðmundsson) hjá pressarahjónunum (Þorsteini Gunnars- syni og Valgerði Dan). Anda og Rögnvaldur Reykill (Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson). er meiri, svo að hluta til getur verkið sýnt sögu íslendinga frá annesjabyggð og flutningi þeirra inn í nútímann.“ - Ef gagnrýni um fyrri upp- setninguna er skoðuð, þá er að sjá sem menn hafí ekki alveg skilið hvað höfundurinn var að fara. „Ég held að íslendingar séu í dag miklu nær því braskaraþjóðfé- lagi sem verið er að sýna í verk- inu. í dag er miklu meira af alls- konar framapoti og valdabaráttu en var á þeim tíma, og þar af leið- andi fínnst mér að verkið höfði miklu betur til áhorfenda núna. Þó að fólk skemmti sér geysilega vel á sínum tíma, þá held ég að vissir hlutir hafi ekki skilað sér því það var of nálægt sögutíman- um.“ - Leikritið er framsækið á ýms- an hátt; raunsætt á köflum en farsakennt um leið. „Verkið fjallar um samslátt margra heima og hugsjóna, og þar af leiðandi eru stílbrotin nauðsyn- leg. í uppfærslunni legg ég mikla áherslu á yfírgang stíla og stefna. Bæði keyrir hljómlist yfír eldri hljómlist og einnig keyra nýir hug- sjónamenn gamlar hugsjónir í kaf. Við gerum okkur oft ekki grein fyrir þeim áhrifum sem vissir hlut- ir valda í lífí okkar, en þegar það er komið á leiksvið þá tökum við betur eftir því. Þá er nafn leikritsins, Dúfna- veislan, mjög áríðandi. Þetta er geysileg veisla, ekki veislan sjálf í eiginlegri merkingu, heldur lífið. Þar höfum við allsyns fugla, raun- verulega og óraunverulega. Þetta er mikill grímudansleikur og því er framhliðin ekki alveg sönn. Fólk notar sér hús, fatnað, tónlist og hugsjónir sem grímur. Úr því skapast aðstæður sem að margra mati kynnu að teljast farsakennd- ar. Og ekki að ástæðulausu því í verkinu er hin fræga fímm þátta uppbygging, og höfundurinn kall- ar það skemmtileik.“ - Afhveiju er þetta dúfna- veisla? „Dúfur hafa mjög skemmtilega merkingu. Þær geta verið tákn fyrir heilagan anda og eins og gamli maðurinn sagði einhvemt- íman, þá geta þær einnig verið tákn fyrir rottur himinsins. Dúf- urnar eru áríðandi hér, þótt ekki sé mikið af þeim. Þær flögra um, leita að fæði, eða reyna að bjarga hver annarri eða mannkyninu. Þarna er fólk sem sýnir fram á það hvernig dúfan getur hagað sér. Hún getur bæði verið heilög skepna og nagdýr. í verkinu eru margskonar nagdýr: Þar er fólk sem berst við að halda sínu, berst við að verða ekki keyrt í kaf af nýjungum og yfírgangi. Síðan era aftur á móti hinir, sem era á fullu við að naga allt og alla; stela hver af öðram. Þetta skírskotar til okk- Halldór E. Laxness leikstjóri. ar tíma, hér hafa allskonar mál komið upp undanfarin ár og við fylgst með: Það eru Hafskipsmál, bankar og flugfélög að fara á hausinn, sem og allskonar hug- sjónamenn. Falsspámenn ganga lausir og þjóðfélagið borgar fyrir það. Leikritið tekur það heldur betur fyrir.“ - En hvernig er að leikstýra verki eftir afa sinn? Sumir leik- stjórar vilja sem minnst tengsl hafa við höfundinn, meðan aðrir vilja bera allt undir hann og vita hvað hann er að hugsa. „Ég held það sé áríðandi að reyna að ná sem bestum tengslum við höfundinn. Ég hef kannski ekki verið í stanslausu sambandi við Laxness meðan ég hef unnið að uppsetningunni, en ég held að gegnum líf mitt hafi ég fundið fyrir honum, og því geri ég mér kannski grein fyrir því hvaðan hans hlutir koma, og hvert hann er að stefna.“ - Heldurðu að fólk geri kannski meiri kröfur til þín sem leikstjóra en ella? „Jú jú, það kann að vera, en leikhúsið er margslunginn vinnu- staður og margir sem standa að sýningunni. Þótt verk leikstjórans sé að halda utan um sýninguna, þá skipta allir hlekkir máli; leikar- ar, Ijós, leikmunir, hljómlist, og við listamennirnir gerum ekkert meira en við getum. Á meðan við vinnum á heiðarlegan hátt, og beram virðingu fyrir áhorfendum, þá held ég að hluturinn eigi að skila sér og okkar markmið koma í gegn. Við getum eingöngu gert okkar besta. Rödd Laxness er geysilega sterk í verkinu, en við eram vita- skuld að setja Dúfnaveisluna á svið en ekki líf höfundarins, og þar af leiðandi hefur mikil vinna farið í að gera manneskjurnar trú- verðugar. Ég reyni að bijóta upp þá „Laxness-hefð“ sem hefíir skapast. Ég held að hann hafí verið að skrifa um venjulegt fólk, ekki einhverja engla eða helga menn. Dúfnaveislan fjallar þannig um okkur öll og lífíð hér á ís- landi, og ætti því að ganga upp sem skemmtileikur." - efi 53 Schottes FRÁBÆR FRÖNSK HEIMILISTÆKI TH 290 Helluborð ,,Moon“ keramik yfirborð, tvær hellur, þar af ein halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. GR300 iGriíl Ítafmagnsgrill með iraunsteinum, tálrammi, stállok. FR 300 Djúpsteikingarpottur Stálrammi, stállok. TS 300 Helluborð ,,Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, tvær hellur, þar af ein halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Q TL 300 Gashellur Keramik yfirborð, tvær hellur, rafmagns kveiking og endurkveiking. mmm Funahöfða 19 sími685680

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.