Morgunblaðið - 20.09.1991, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20: SEPTEMBER 1991
Myriam Bat-Y osef
_______Myndlist_____________
EiríkurÞorláksson
Islendingum kann að koma það
á óvart, en á sama hátt og ýmsir
íslenskir listamenn hafa tekið ást-
fóstri við lönd handan Atlantsála
og gert þau að öðru heimili sínu,
þá er einnig nokkuð um það að
erlendir listamenn hafi fengið slíka
ást á íslandi, og gert það að öðru
föðurlandi sínu. Þessir listamenn
hafa sest hér að tímabundið eða
komið hingað reglulega, haldið list-
sýningar og á annan hátt tekið
þátt í íslensku listalífi. Sem dæmi
um slíka listamenn í gegnum tíðina
má t.d. nefna Dieter Rot, sem hafði
mikil áhrif á heila kynslóð lista-
manna á sjöunda áratugnum, og
Leland Bell, sem hefur verið óþreyt-
andi að kynna íslenska myndlist
vestanhafs.
Ein úr þessum hópi er Myriam
Bat-Yosef (sem raunar gerðist ís-
Ienskur ríkisborgari fyrir margt
löngu, og ber þannig með réttu
nafnið María Jósefsdóttir), en hún
kom fyrst hingað til lands fyrir
meir en þrjátíu árum. Eftir að hafa
búið hér um tíma hefur hún komið
reglulega á nokkurra ára fresti og
m.a. haldið einkasýningar, og þann-
ig gefið landsmönnum tækifæri til
að fylgjast með því sem hún hefur
verið að vinna að í listinni, en hún
hefur búið og starfað í París.
Nú stendur yfir í FÍM-salnum við
Garðastræti sýning á yfir fimmtíu
verkum Myriam, sem eru unnin á
hina fjölbreytilegustu vegu. Þarna
getur að líta myndir sem eiu málað-
ar á striga, pappír, klósettsetu, silki,
litógrafíur, japanskan pappír,
myndaramma, slæður, púða og
hálsbindi, svo nokkuð sé nefnt; en
þó fletirnir séu ijölbreyttir að efni
og lögun, þá ganga svipuð efnistök
í gegnum flest verkin.
Tjáningarmáti listakonunnar nú
er svipaður og listunnendur hafa
séð áður; litríkur, næstum skraut-
Myriam Bat-Yosef við tvö verka sinna.
gjam, leikandi og fjörlegur, einkum
í þeim verkum, þar sem mynd og
umgjörð renna saman í eitt. Nokk-
ur tákn ganga í gegnum fjölda
mynda, einkum mannsaugað; það
stendur eitt sér í nokkmm myndum
(t.d. „Móðuraugað nr. 17), eða er
notað til að persónugera náttúra-
vættir („Auglit orkídeunnar nr. 6,
„Blómakonan nr. 20), sem eru óum-
deilanlegur hluti tilvera okkar.
Ymsar smámyndir á sýningunni
era grípandi, t.d. „Mánaskin (nr.
3), en þó era það einkum tvær
myndaseríur, sem augu gesta leita
til, þar sem þeim er dreift um sýn-
ingarrýmið. Hin fyrri er „Umhverf-
is mitt tóma skaut (nr. 21), en
þetta era þrjár myndir sem snúast
í kringum auðan miðflötinn, og ná
fram góðri myndbyggingu í jöðrun-
um. Það er hins vegar galli að þessi
verk era aðskilin í uppsetningu
sýningarinnar, þannig að þau ná
ekki að styrkja hvert annað eins
vel og þau gætu.
Svipað má segja um aðra mynda-
seríu á sýningunni, sem byggir á
gjömingi í bænaturni. Þarna er um
að ræða nokkuð fjölbreyttar mynd-
ir, ýmist unnar á hvítan pappír,
NOTAÐU GRÆNMETI
SEM HÆFIR TILEFNINU
Við hjá KJ vitum að sama grænmetistegundin hæfir ekki öllum mat.
Þess vegna hafa matreiðslumeistarar okkar
lagað grænmetisblöndur sem henta mismunandi réttum:
Þú átt valið.
Niðursoðið grænmeti er hollt og ljúffengt meðlæti.
AMERISK GRÆNMETISBLANDA
...með salatinu og svínakjötinu
FRONSK GRÆNMETISBLANDA
......með nautasteikinni
«—mbi
ITOLSK GRÆNMETISBLANDA
....með pastaréttunum
GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR
..........með lambakjötinu
auk þess bjóðum við að sjálfsögðu upp á
Grænar baunir, maískorn, rauðkál og rauðrófur
©
K.JONSSON&CO.
Sími: 96-21466 Akureyri
Orgelið í
Selfoss-
kirkju
Tónlist
Rágnar Björnsson
Hamingjuóskir skulu færðar Sel-
fyssingum og raunar okkur hinum
líka með hvernig til hefur tekist
með endumýjun orgelsins í kirkj-
unni. Orgelið, eins og það var fýrir
þessa umsmíð var að mörgu leyti
gott og hljómfagurt, hafði að geyma
margar góðar raddir, og hljómurinn
í kirkjunni bauð vissulega upp á
að stærra og meira orgel mætti
njóta sín. Sú viðbót sem nú er á
orðin harmonerar sannarlega við
það sem fyrir var og maður fær á
tilfinninguna að eftir þessu hafí
kirkjan beðið, nú sé verkinu lokið.
Ekki er ástæða að hér að telja upp
þá viðbót og þær breytingar sem
framkvæmdar vora, en gjarnan
hefði mátt koma fram í efnisskrá
hveijir unnu þessar breytingar, en
hljómburður kirkjunnar tók mjög
vel við „tutti“-hljóm orgelsins og
svo virðist sem kirkjan og hljóðfær-
ið þoli töluvert umfangsmikið efni-
sval. Kirkjan og hljóðfærið virtust
renna saman í eitt, þannig á það
að vera. Hvemig spilaði Bach sjálf-
ur sínar eigin tónsmíðar? Við þess-
ari spurningu fáum við víst fá svör.
Þó höfum við nokkra punkta frá
samtímamönnum hans um t.d.
hvemig hann sat við hljóðfærið,
hvemig hann bar til hendumar o.fl.
og þegar þessum punktum ber sam-
an getur maður nokkuð áætlað um
spilamáta hans. Við hraðan flutning
Dorísku tokkötunnar er hætt við
að tignarleikinn og virðu- hrynji
utan af henni og eftir standi spila-
borg sem lítil veður þolir. Miklar
skreytingar á útfærslu þemasins
era tónlistinni, í þessu tilfelli, tæp-
lega þóknanlegar, sem elfur þung
flýtur þessi tokkata frá byijun til
■ Á PÚLSTNUM verður Andrea
Gylfadóttir ásamt Blúsmönnum
sínum um helgina, föstudags- og
laugardagskvöld. Blúsmenn Andreu
skipa auk hennar Halldór Bragason,
Guðmundur Pétursson, Richard
Kom og Jóhann Hjörleifsson. Sam-
kvæmt venju er von á góðum gestum
upp á sviðið með • Blúsmönnum
Andreu. Óhætt er að fullyrða að blús-
kvöldin á Púlsinum svíki engan enda
hin besta skemmtun og sem slík hafa
þau unnið sér sérstakan sess í
skemmtanalífi Reykvíkinga, segir í
fréttatilkynningu frá Púlsinum.