Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 —:'1 : ■■íí‘u,:íT"1:"; . 1: n ■- 'mtv:.o n il, með litógrafíum, ljósmyndum, á japanskan pappír eða arche-pappír, þar sem danshreyfingar gjömings- ins eru bundnar í skrautleg mynst- ur myndanna, og umbreytingin verður full dulúðar. Þetta er mjög áhugaverð úrvinnsla á listrænum gjömingi, þar sem málaður líkami dansarans lék stærsta hlutverið (myndbönd af öðmm gjörningum listakonunnar em einnig til staðar á sýningunni), en vegna þess hve myndunum er dreift um sýningar- rýmið vill samhengið rofna um of, þannig að erfitt er að fá heildar- mynd af því hvemig listakonan hefur unnið úr þessu. Hinn mikli fjöldi verka á sýning- unni gerir það að verkum að öll uppsetning hennar virkar mjög þröng, og hvert verk fyrir sig hefur lítið rými til að skapa sér sérstöð.u; þetta bitnar einkum á þeim seríum, sem hér em nefndar. Stíll listakon- unnar er mjög fjölskrúðugur, og því þarf hvert verk ákveðið oln- bogaiými, til að gestir geti notið þess til fullnustu. Sýning Myriam Bat-Yosef í FÍM- salnum við Garðastræti stendur til þriðjudagsins 23. september. Bjöm Steinar Sólbergsson enda. Að spila „interesant" er ekki alltaf fömnautur sannleikans. Bjöm Steinar Sólbergsson er duglegur og metnaðarfullur organleikari og er það vel, en í þessa fyrrnefndu gryfju fannst mér hann falla í Bach-túlkun sinni. Sama var uppi í sálmforleik- unum „Wachet-auf“, „Ach bleib bei uns“ og „Kommst du nun“. Þeir vom yfírleitt of hraðir og örlítið órólegir. Miklu betur á leikur Björns heima í frönsku verkunum sem á eftir komu. Upp úr stóð þar flutn- ingur Bjöms á tveimur þáttum úr Uppstigningunni eftir Messiaen og þó sérstaklega síðari þátturinn (nr. 3) sem Björn spilaði með glæsibrag. Varast skal þó of bratta notkun á „svellinum“. Tónleikunum lauk með tveimur fantasíuþáttum eftir L. Vieme, Andantino og Carillion de Westminster, einkennandi fýrir franskan fléttustíl. Eftir prentaða efnisskrá var tónleikagestum boðið að koma upp á orgellóftið og horfa á hvemig orgelleikur fer fram og lék Björn þá d-moll tokkötu Bachs, sem hefði þurft að vera betur æfð. Vænst er mikils af Birni sem orgel- leikara og því þarf gagnrýnin að vera hörð frá báðum hliðum. Endur- teknar eru hamingjuóskir með org- elið. Hvað er AranaSlex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 * Ferðafélag Islands: Lokaáfangi göngu- ferðar um gosbeltið TÓI,FTI og síðasti áfangi raðgöngu Ferðafélagsins um gosbeltið suð- vestanlands frá Reykjanestá að Skjaldbreið verður farin laugardaginn 21. september. Gangan hófst í vor við Reykjanestá 14. aprfl í vor og hefur siðan verið farið nokkuð reglulega á hálfsmánaðarfresti. Á laugardaginn verður lagt upp kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin og verður ekið um Þing- velli inn á Kaldadalsveg. Ætlunin er að ganga frá Víðikeri á fjallið Skjald- breið og þaðan norður á Línuveginn. Þetta er ganga fyrir vant göngu- fólk, en einnig verður í boði auðveld- ari ganga á Skjaldbreið af Línuvegin- um og í þriðja lagi ferð án göngu. Að loknum göngunum verðu ekið að skála Ferðafélagsins á Hlöðuvöllum þar sem lokaáfanga gosbeltis- göngunnar verður fagnað. í boði verða kaffiveitingar í þjóðlegum stíl. Til að auðvelda undirbúning ferð- arinnar eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á skrifstofunni, Öldugötu 3. Sunnudaginn 22. sept. verður dag- ur fjallsins hjá Ferðafélaginu; kl. 9 er ganga á Stóra-Bjömsfell og kl. 13 er ganga á Þverfellshom Esjunn- ar. (Fréttatilkynning) ESAB RAFSUÐUVÉLAR vír og fylgihlutir = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER 9rtr.raBssxsat * 3 < VATRYGGING SEM BRÚAR BILIÐ Par sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við og tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið. V/ SJOVAljoALMENNAR KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 & \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.