Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Löggiltar skoðanir - en ekki sjálfstætt mat eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur Nýverið hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu eftir Björn Bjarna- son, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um nýstofnuð samtök — Samstöðu um óháð ísland. í anda þeirra sam- særiskenninga sem honum eru sam- grónar, reynir hann að gera samtök- in tortryggileg. Pólitískt litaraft samstöðu Fyrri greinin birtist 11. júlí eða meðan stofnun samtakanna var enn á undirbúningsstigi. Þar segir hann engu að síður: „Hinn 3. júlí sl. voru stofnuð Samtök gegn samningi um evrópskt efnahagssvæði. Þar eru framsóknarmenn einkum í forsvari." Þingmaðurinn er greinilega svo ör- geðja að hann fer fram úr öðrum í tíma, en svo er líka að sjá sem hann hafi farið fram úr sjálfum sér í pólit- ískri litgreiningu því í grein 4. sept- ember er hann enn að velta fyrir sér pólitísku litarafti samtakanna og kemst að annarri niðurstöðu. Þar segir hann að af nöfnum stjómar- manna samtakanna megi ráða „að hér er um pólitísk samtök, jafnvel flokkspólitísk, að ræða. Kristín Ein- arsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er formaður þeirra og Auður Sveins- dóttir, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, er ritari stjórnar samtakanna. Þarf enginn að fara í grafgötur um flokkspólitískar skoð- anir þeirra.“ (Feitletranir mínar — ISG.) Þegar betur er að gáð leiða skil- greiningar Bjöms þó ekki annað í ljós en það að málstaður Samstöðu um óháð ísland nýtur stuðnings í Framsóknarflokki, Kvennalista og Alþýðubandalagi. Hann þarf svo ekki annað en að lesa biöðin til að sjá að hann nýtur líka fylgis meðal Sjálf- stæðismanna, og nægir í því sam- bandi að vísa til fjölmargra greina í DV eftir Sigurð Helgason, hæstarétt- arlögmann. Það kann að vera að fáir kratar styðji þennan máistað opinberlega en það er þá bara þeirra vandamál að þeir skuli telja sér skylt að fylgja Ieiðtoga sínum í blindni. Með öðrum orðum: Pólitík samtak- anna nær inn í flesta ef ekki alla flokka og í þeim skilningi má kannski segja að þau séu flokkspóiitísk. Mér segir þó svo hugur að þetta sé ekki niðurstaðan sem Björn Bjarnason ætlast til að dregin sé af skrifum hans. Röksemdimar vantar í greininni frá 4. september leggur Björn áherslu á mikilvægi þess að þjóðir skiiji sinn vitjunartíma. Það hafi íslendingar m.a. gert 1944 þeg- ar þeir tóku sér sjálfstæði, og lýð- veldi Sovétríkjanna þegar þau losuðu sig undan ráðstjórninni. Og svo bæt- „Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn sem eru fylgjandi aðild að EES gera þjóðinni bet- ur grein fyrir afstöðu sinni og komi til dyr- anna eins og þeir eru klæddir.“ ir hann við: „Nú er tækifæri til að tengjast efnahagssamstarfi Evrópu- ríkja.“ Þetta er vissulega rétt — tækifærið er til staðar — en hvers vegna á að nýta það? Er þetta eina tækifærið sem gefst, og er sjálfgefið að þetta sé gott tækifæri? Munu aldr- ei gefast önnur tækifæri? í skák tefla menn bæði upp á tímann og stöð- una. Vondur leikur getur hæglega leitt til ósigurs þó að tíminn sé næg- ur. Slíkur leikur verður hins vegar ekki aftur tekinn. Það sama á við um aðlögun íslands að Efnahags- bandalaginu (EB) með aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu (EES). Hún getur hæglega haft margvísleg óæskileg áhrif á íslenskt samfélag sem ekki verða aftur tekin. En Björn vill nýta tækifærið og það er ekki ástæða tjl að ætla annað en að fyrir því hafi hann góð og gild rök. En þau rök vantar einfaldlega! Á þessu ári hefur Bjöm Bjarnason skrifað allnokkrar greinar í Morgun- blaðið um samningana um EES, en áEES hvergi í þessum greinum kem ég auga á sjálfstætt mat hans á nauð- syn þess að gera slíkan samning, né heldur á kostum og göllum þeirra samningsdraga, sem lengi hafa legið fyrir. Þar með er ég ekki að segja að greinarnar séu ekki upplýsandi — öðru nær. Þar er gjarnan sagt frá því sem stjórnvöid eru að bardúsa í þessu máli og óspart vitnað í skýrsl- ur utanríkisráðuneytisins því til stað- festingar, en hið sjálfstæða mat vant- ar. Þó að rrienn séu því vanastir að hafa valdið og „sannleikann“ sín megin, þá dugir þeim ekki að rökstyðja mál sitt með því að segja „Af því bara!“ En það er því miður lenska að leyfa mönnum gagnrýnis- laust að fylgja þeim sem valdið hafa, en kreíja hina um reikningsskil sem leggja lag sitt við andóf af einhveiju tagi. Hvað sem þessari tilhneigingu líður þá hlýtur að vakna sú spurning hvemig á því standi að einn helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum leggi jafn lítið til umræðunnar um EES og raun ber vitni. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður eins og t.d. sú að ennþá er samning- urinn um EES ófrágenginn, og með- an svo er treysti Björn sér ekki til að tjá sig um hann. Það er þó heldur ólíklegt að það hefti hann, enda hef- ur hann lagt áherslu á það í sínum málflutningi að fyrrverandi ríkis- stjórn hafi gengið frá helstu þáttum samningsins og núverandi ríkisstjóm hafi komið að málinu á lokastigi. Honum ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Nú er tækifæri— en til hvers? Önnur skýring og líklegri finnst mér vera sú að Björn Bjamason hafi ákveðnar efasemdir um ágæti EES, en leggist ekki gegn samningnum vegna þess að hann veit að hann er í raun skref inn í Efnahags- bandalagið. Með öðrum orðum: Björn Bjamason líti á aðild að EB sem raunhæfan kost fyrir íslendinga. Þann 26. mars sl. íjallaði Björn um eina af skýrslum utanríkisráð- herra og sagði m.a.: „Við lestur þess- arar nýjustu skýrslu utanríkisráð- herra vaknar sú spurning, hvort stjómarfarslegu flækjumar sem þama er lýst séu í raun skynsamleg- asti kosturinn fyrir okkur Islendinga. Enginn veit hvernig stjómarháttum á evrópska efnahagssvæðinu verður háttað. Réttarstaða okkar gagnvart því sé óljósari en gagnvart Evrópubandalaginu sjálfu. Auðvelt er að færa fýrir því rök, að meiri hætta steðji að fullveldi þjóða þegar óvissa er um réttarreglur í samskipt- um en þegar þær eru skýrar." Samt telur hann að íslendingar eigi að grípa tækifærið. I grein frá 16. apríl lagði Björn réttilega út af því að fyrrverandi ríkisstjórn hefði í raun opnað EB-leiðina þó að þeir reyndu að sveija það af sér í orrahríð kosninganna. Og í þeirri grein segir Björn: „Þeir sem hafa kynnt sér Ingibjörg Sólrún Gísladóttir umræðurnar um EES og þær vonir sem bundnar eru við samningaviðræður EFTA og EB í ríkisstjórnum EFTA-landanna (utan íslands) vita, að þar líta menn á EES sem fyrsta og annað skrefið inn í Evrópubandalagið." Og áfram heldur hann. „EES-samningsgerðin er skipulegasta átak sem gert hefur verið til að opna íslandi og öðrum EFTA-ríkjum leið inn í Evrópu- bandalagið." Samt telur hann að íslendingar eigi að grípa tækifærið. Pólitísk hreingerning Ég get fyllilega tekið undir orð Björns Bjarnasonar um þá réttar- óvissu og þær stjórnarfarslegu flækj- ur sem fylgja EES, og eins og hann er ég þeirrar skoðunar að EES sé anddyrið að EB. Og það hyggur eng- inn á langtímadvöl í slíkum húsa- kynnum, þó að ekki kæmi annað tii en allt þetta, þá hafna ég aðild ís- lands að EES. En Björn vill grípa tækifærið, og það er varla hægt að draga aðra ályktun af hans eigin orðum en þá að hann sé í raun fylgj- andi aðild íslands að EB, og telji það jafnvel betri kost en EES. EES þjóni aftur á móti því hlutverki að vera áfangi á ieið okkar inn í EB. Þessa skoðun hefur Björn þó aldr- ei sett fram með skýrum og óyggj- andi hætti en það hafa líka afskap- lega fáir aðrir gert. Verður ekki bet- ur séð en að menn telji þessa skoðun of erfiða á opinberum vettvangi með- al annars vegna sjávarútvegshags- muna íslendinga. Menn hafa því ein- faldlega lýst því yfir að þeir vilji að ísland verði hluti af EES — tengist efnahagssamstarfi Evrópuríkja — og látið þar við sitja. Framtíðarsýn þeirra er annað hvort falin eða í al- gerri móðu. Þeir hafa til dæmis aldr- ei útskýrt fyrir þjóðinni hvernig þeir sjái fyrir sér stöðu íslands í þessu efnahagssamstarfí þegar tvö stærstu EFTA-ríkin — og jafnvel fieiri — ganga inn í EB. Það er löngu tíma- bært að stjómmálamenn sem eru fylgjandi aðild að EES gera þjóðinni betur grein fyrir afstöðu sinni og komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. Allt annað er póiitískt kjark- leysi og svik við eigin sannfæringu — ef hún er þá einhver. Höfundur er þingmadur Samtaka um kvennalista. Bod d íhlutir og i ugtir Nýkomin stór sending af boddíhiutum og lugtum í flestar gerðir bifreiða, til dæmis: Mercedes Benz árg. ’75 Ford Escort árg. ’86-’90 BMW 300 árg. ’83-’90 BMW 500 árg. ’82-’87 o.fl. tegundir. VERÐLÆKKUN ÞAB ER BARA BÆJARLEIÐ I BORGARNES Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala -'Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLIUFELAGIÐ HF. . L b i > b i l >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.