Morgunblaðið - 20.09.1991, Page 19

Morgunblaðið - 20.09.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 19 Eftirlitsmaður kærður fyrir ólöglegar hreindýraveiðar Eftirlitsmaður með hreindýra- veiðum á Reyðarfirði hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta sex hreindýr utan um- dæmis síns skömmu fyrir myrkur síðastliðinn laugardag, sem var síðasti dagur veiðitímabilsins. Maðurinn hafði ásmt tveimur öðrum elt hjörð úr eigin umdæmi yfir í umdæmi eftirlitsmannsins á Eskifirði en sá lagði fram kær- una, þar sem hann hafði ekki veitt leyfi fyrir því að dýrin yrðu felld. Hins vegar mun forseti bæjar- stjórnar á Eskifirði hafa veitt vil- yrði fyrir sitt leyti fyrir því að dýr- in yrðu skotin, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Eskifirði, hafði Reyðfirðingurinn árangurs- laust reynt að ná tali af hreindýra- eftirlitsmanni umdæmisins. Lögum samkvæmt er það sam- eiginlegt verkefni sveitarstjóma og hreindýraeftirlitsmanna, sem eru starfsmenn veiðistjóra, sem heyrir undir umhverfisráðuneyti, að hafa umsjón með og veita leyfi til hrein- dýraveiða. Maðurinn sem kærður hefur ver- ið, var við veiðar skömmu fyrir myrkur á síðasta degi veiðitímabils- ins er hann kom auga á hjörðina í eigin umdæmi. Hins vegar mun hann ekki hafa náð færi á dýrunum áður en þau komust inn í Öskju- botna, sem eru í umdæmi eftirlits- mannsins á Eskifirði. Þar voru þau felld eftir samráð við forseta bæjar- stjórnarinnar. Er eftirlitsmaðurinn á Eskifirði, varð áskynja um veiðarnar kærði hann veiðarnar til lögreglu, sem er í þann veg að ljúka rannsókn sinni en að því loknu verður málið sent ríkissaksóknara. Rúna Gísla- dóttir sýn- ir í Lindinni UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning á myndverkum Rúnu Gísladóttur í veitingasal Hótels Lindar, Lindinni. Rúna sýnir collage, akrýl og olíumálverk og mun sýningin standa yfir næstu vikur. Rúna Gísladóttir ‘er fædd í Kaup- mannahöfn 3. sept. 1940. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík -1953-57 og Kennara- skóla Islands 1959-62. Málunar- og vefnaðarnám í Noregi 1974-76, námskeið við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1976-77 og nám í málaradeild MHÍ 1978-82. Hún hefur stundað kennslu við grunn- skóla 1962-73 og sérkennslu 1977-78, myndlistarkennslu frá 1983, m.a. við Tómstundaskólann, og myndlistarkennslu á eigin vinnustofu á Selbraut 11, Seltjarn- arnesi, frá 1985. leita opinna tilboða að ljúka ætti verkinu fyrir áramót. „Um er að ræða einagrun, pípu- lögn og múrverk á öllu húsinu — innréttingar og lokafrágangur á efstu hæð með bráðabirgðalokun á milli hæða og fullnaðarfrágangi á vegg að bókasafni á 2. hæð. Verkáfanginn var ekki boðinn út, skv. ákvörðun nefndarinnar, en núverandi verktaka boðið að gera tilboð í verkið eftir verklýsingu frá arkitekt og Tækniþjónustunni á Húsavík. Tilboð Fjalars hf. hljóðaði upp á kr. 16.158.128,-. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 17.749.591,-. Tilboðið nam 91% af kostnaðaráætl- un. Nefndin samþykkti að ganga að tilboði Fjalars hf. Við verksamning leggur verktaki fram tryggingu, 17 ARA piltur hefur verið úr- skurðaður í gærluvarðhadls til 30. þessa mánaðar, grunaður um að flytja hassefni til landsins í iðrum sínum. Pilturinn var ásamt 25 ára göml- um manni hantekinn á Keflavíkur- flugvelli við komu til landsins frá Amsterdam. Við röntgenskoðun, sem mönnunum var gert að undir- gangast, kom í ljós að þeir höfðu báðir gleypt smokka með fíkniefn- um. Fljótlega skilaði efnið, hass og maríúana, sér úr líkama eldri mannsins og hefur hann verið látinn laus en sá yngri, er enn í haldi á grundvelli gæsluvarðhaldsúrskurð- ar. Báðir mennirnir hafa áður kom- ið við sögu fíkniefnamála. Gleyptu hass og reyndu að smygla því Geisladiskur með söng Sigurlaugar Rósinkrans gefinn út í Hollywood SIGURLAUG Rósinkrans óper- usöngkona hefur nú um árabil búið í Los Angeles, nánar tiltek- ið í Beverly Hills í kvikmynda- borginni Hollywood. Þar hefur hún haldið áfram söngferli sín- um og nefnir sig Sally Rosinkr- anz, því íslenska nafnið Sigur- laug er óþjált í framburði fyrir flesta útlendinga. Nú er út kom- inn geisladiskur og hljóðsnælda með söng Sigurlaugar á vegum United Stars Productions í Be- verly Hills og ber yfirskriftina: Sally Rosinkranz - My Song to Your Heart. A geisladiskinum eru 9 íslensk einsöngslög og þar að auki syngur hún La Regata Veneziana eftir Rossini og Seligkeit eftir Schu- bert. Islensku einsöngslögin eru Gígjan, Draumlandið, Sofnar lóa, Augun blá og Vögguljóð, öll eftir Sigfús Einarsson, Þú eina hjart- ans yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns, Lifnað hefur lítil rós, eftir Atla Heimi Sveinsson, í fjar- lægð, eftir Karl 0. Runólfsson og Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórar- insson. Upptökurnar fóru raunar fram hjá Ríkisútvarpinu hér á ís- landi og undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. I stuttu símaviðtali við Sigur- laugu sagði hún að geisladiskur- inn væri bráðlega væntanlegur á markað á íslandi. Hún sagði að íslensku einsöngslögunum hefði verið mjög vel tekið vestra og stærsta útvarpsstöð Kaliforníu, sem nær til tugmilljóna manna, hefur útvarpað öllu sem á honum er ásamt upplýsingum um söng- Sigurlaug Rósinkrans konuna. Ákveðið er að stór út- varpsstöð í Chicago útvarpi af honum einnig svo og útvarpsstöð í Kanada, sem Siguriaug kvaðst vona, að gleddi Vestur-íslendinga sérstaklega. Hún sagði að hingað til hefði verið álitið að íslensk ein- söngslög ættu ekki greiðan að- gang að útlendingum því sum þeirra væru dálítið dapurleg, en þessi reynsla sýndi allt annað. Framundan er útgáfa á öðrum geisladisk með söng Sigurlaugar. Á honum verða einsöngslög eftir Hallgn'm Helgason tónskáld, sem hefur óskað eftir samvinnu við söngkonuna, og væntanlega lög eftir sænska tónskáldið Vikland- er. Hann samdi lögin sérstaklega fyrir þennan flutning Sigurlaugar. Rúna Gísladóttir við eitt verka sinna. Húsavík: Fjalar hf. bygg- ir grunnskólann Húsavík. VERKTAKAR á Húsavík hafa lýst óánægju sinni yfir afgreiðslu annars áfanga bygginganefndar Grunnskóla Húsavíkur. Nefndin afgreiddi málið með eftir- greindri fundarsamþykkt þar spm hún tnldi pkki tíma til að 10% af upphæð. Verklok eru 20. desember 1991.“ Bæjarstjórn samþykkti síðan þessa afgreiðslu á fundi sl. þriðju- dag. - Fréttaritari SKÓLfl í KÍLÓPAKKNINGUM MEÐ15% AF5LÆTTI 0(5 PU 5PAPAR VAR: 757.- KR./KG VERÐUR: 667.- KR./KG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.