Morgunblaðið - 20.09.1991, Side 31

Morgunblaðið - 20.09.1991, Side 31
 MQRGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 20. SEETEMBER 1S91 31 Veðurathuganir á Þingvöllum eftir Sigurð Þór Guðjónsson Veðurathuganir hófust á Þing- völlum í lok júnímánaðar árið 1934. Guðmundur Davíðsson um- sjónarmaður annaðist þær í fyrstu. En síðan Thor J. Brand, umsjónar- maður 1940—53, séra Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður 1953—59 og séra Eiríkur Eiríks- son þjóðgarðsvörður 1960—82. Þá gerði núverandi þjóðgarðsvörður athuganir um hríð en hætti þeim 30. september 1983. Varþáveður- stöðin flutt að Heiðabæ II í Þing- vallasveit þar sem áður voru gerð- ar úrkomumælingar. Á Þingvöll- um var athugað klukkan 9, 12 og 18 og veðurskeyti send veðurstof- unni. Voru þau lesin í útvarp með öðrum veðurlýsingum kl. 10.10 og kl. 18.45. Einnig var gerð athugun kl. 21 þó skeyti væri ekki sent. Var það gert til að auðvelda út- reikning mánaðarmeðalhita. Varla þarf að taka það fram að veðurstöðin á Heiðabæ er önn- ur veðurstöð en Þingvallastöðin. Veðurathuganir í þjóðgarði íslend- inga féllu sem sagt niður árið 1983 eftir 49 ára samfelldar mæl- ingar. Það er auðvitað afar mikilvægt að veðurathugunum sé haldið áfram sem lengst á sama stað. Annars verður samanburður milli ára mjög erfiður en hann hefur mikla þýðingu til að átta sig á veðurfarssveiflum. Ágætt dæmi um þetta var í sumar, þó í litlu væri, er hitametum var ógnað á mörgum veðurstöðvum. Var þá eðlilega aðeins hægt að taka mark á stöðvum er áttu nokkra áratuga samfellda eða því sem næst sam- fellda mælingasögu. Og hæsti hiti er mælst hefur á öllu Suðvestur- landi var reyndar á Þingvöllum í júlí 1944, 26,5. En nú hafði stöðin dottið út. Heiðabær er einfaldlega önnur veðurstöð með einungis átta ára mælingasögu. Þjóðgarðsvörður skrifaði í Morgunblaðið 15. ágúst 1985: „Þess getur hvergi í lögum og reglugerðum um þjóðgarinn og starfsmenn hans, að þjóðgarðs- verði beri að annast veðurathug- anir þar á staðnum." Ekki töldu Jóhann og Eiríkur það þó eftir sér. Þeir skildu að það gengur ekki að hlaupa frá áratuga athugunum þó þær séu ekki lög- skipaðar. Og líklega hafa þeir haft gaman af þeim. Auk þess er vörðurinn opinber starfsmaður og laun hans greidd af almannafé. Prívat sérhlífni hans á því engan rétt á sér. En því verður með engu móti neitað að núverandi þjóð- Grænmeti í matinn Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er ekki ofsögum sagt af ánægjunni við matargerð þegar völ er á nýrri uppskeru grænmetis. Því miður er grænmeti alltof dýr matur hérlendis, eins og oftsinnis hefur verið minnist á hér í Heimilis- horni. Það er tómt mál að tala um og hvetja til aukinnar grænmetis- neyslu þegar slík matvæli eru verð- lögð eins og um „lúxus“mat væri að ræða. Það er þó freistandi að nýta sér nýja uppskeru þegar hún gefst og þeir eru vel settir sem eiga grænmeti í garðinum sínum. I þeim uppskriftum, sem hér fylgja með, er margskonar grænmeti notað og hægt að breyta um teg- und ef þurfa þykir. Uppskeru-„gratin“ 2 púrrur 2 gulrætur 200 g sellerírót 300 g rófur 1 dl. léttmjólk 3 egg 1 tsk. salt múskat 50 g rifinn ostur Grænmetið er þvegið, hýðið tek- ið af því sem þarf, skorið í litla bita og sett í' smurt ofnfast fat. Mjólk, eggjum, salti og múskati hrært saman og hellt yfir græn- metið, ostinum stráð yfir. Bakað í ofni þar til kominn er gullinn litur á ostinn. Hægt er að stytta þann tíma með því að snöggsjóða græn- metið í mjög litlu vatni. Grænmetis-„gratin“ með beikoni 1 kg af grænmeti eftir eigin vali, helst 3-4 tegundir, t.d. kál, gulrætur, sellerí, bólmkál eða púrra. Grænmetið er skorið í litla bita og soðið örstutt í léttsöltuðu vatni, soðið látið síga vel af. 200 g beikon í bitum 1 laukur smjör og smjörlíki 4 egg 2'h dl mjólk Bók eftir dr. Gísla Páls- son komin út í Englandi BÓK um fiskveiðisamfélög í Ijósi félagsvísinda eftir dr. Gísla Pálsson, dósent í mannfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Is- lands, er nýlega komin út hjá forlagi Manchesterháskóla í Englandi. Titill bókarinnar er Coastal Economics, Cultural Accounts: Human Ecology and Icelandic Discourse. Verkið er að hluta til mannfræðileg um- fjöllun um fiskveiðar og sjávar- útveg hér á landi, en um leið er það framlag til alþjóðlegra rannsókna á orðræðu um samfé- lag, náttúrulegt umhverfi og nýtingu auðlinda. í bókinni er rætt um kenningar um þátttöku einstaklinga, athafnir og þjóðfélagsbreytingar. Þá er mannfræðilegur skilningur á fram- leiðslu og sjávarútvegi tekinn til meðferðar, og fjallað er um físk- veiðar bæði hér á landi og víða erlendis, og hvemig skilningur fólks á veruleika sínum endur- speglast í goðsögnum þess, lík- ingamáli og orðræðu. Sérstaklega er íjallað um breytingar á hug- myndaheimi Islendinga, annars vegar þær breytingar sem urðu með hnignun sjálfsþurftarbúskap- ar um og upp úr síðustu aldamót- um, og hins vegar breytingar síð- ustu ára í kjölfar þorskastríða, kvótakerfis í fiskveiðum og vax- andi opinberrar stjórnunar á sjáv- arútvegi. Bókin er fáanleg í Bók- sölu stúdenta. Uppskeru-„gratin“ salt, pipar rifinn ostur Lauk í sneiðum og beikoni í bit- um er brugðið í smjör á pönnu. Sett í smurt ofanfast fat, til skipt- is í lög, eggin þeytt með mjólk- inni, salti og pipar, hellt yfir græn- metið, rifnum osti stráð þar yfir. Bakað í ofni við 225°C í 35 mín. eða þar til eggjahræran hefur þykknað. Grænmetis-baka Deigið: 4 dl hveiti 150 g mjúkt smjörlíki 2 msk. kalt vatn Fylling: 3-4 þunnir sellerístilkar 1 púrra 1 rauð paprika 1 græn paprika 2-3 tómatar salt múskat örlítill cayennepipar 4 egg 1 dl ijómi 2 dl mjólk 4 dl rifinn ostur Bakan er útbúin á venjulegan hátt, hnoðuð og flött út. Grænmet- ið skorið smátt og brugðið í smör á pönnu og kryddað. Sett á óbak- aða skelina. Eggjum og mjólk hrært saman og hellt yfír græn- metið, rifnum osti stráð yfír. Bakað neðst í ofni við 200°C í ca. 35 mín. werzalitr iglugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandl. vatn. SENDUM f PÓSTKRÖFU SgÞ.ÞQRGRIMSSON&CO Ármúla 29 • Reykjavík • sími 38640 V MADEIN JAPAN HQ myndbandstæki 28 daga, 8 stöðva upptökuminni, þráðlaus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart“ samtengi, sjálfvirk- ur stöðvaleitari, klukka + telj- ari, íslenskur leiðarvísir. Sumartilboð 26.950 /" stgr. Afborgunarskilmálar VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 garðsvörður brást algerlega hvað þetta atriði snertir, þó hann hafí að öðru leyti margt sér til ágætis. Lög eru nauðsyn í ljósi þeirrar staðreyndar er það furðuleg skammsýni að löggjafmn skuli ekki setja lög um veðurat- huganir í þjóðgörðunum. Það eru meiri háttar vandræði þegar veð- urathugunarmenn deyja eða jarðir þeirra fara í eyði. Þá. er oft úti um langtíma veðurathuganir. En það segir sig sjálft að í þjóðgarði þar sem er fastur vörður má at- huga lengur en nokkur maður lifír. Og nú hafa þau gleðitíðindi spurst að þjóðgarðsvörður taki við starfi útvarpsstjóra í haust. Nýr þjóðgarðsvörður verður ráðinn 1. október. Þá er lag. Veðurstofan ætti að gera allt sem í hennar valdi stendur til að fá veðurstöðina aftur á Þingvelli. Hér er um mikla almannahags- ‘muni að ræða. Um þjóðgarðinn, sem er sameign okkar allra, fara tugþúsundir manna á ári hveiju, íslenzka þjóðin meira og minna, og margir liggja þar úti í tjöldum. Maður skyldi því ætla að sé ein- hvers staðar þörf á veðurfréttum fyrir almenning, sé það einmitt þaðan. Veðurfar á völlunum er auk þess á ýmsan hátt sérstætt. Þar verður oft heitt á daginn en ótrú- lega kalt á nóttunum þó um há- sumar sé. Og staðurinn virðist ein- staklega viðkvæmur fyrir veður- breytingum. Vonandi sýnir nýr þjóðgarðs- vörður þessu skilning. En fyrst og fremst er þetta áminning til löggjafans að setja lög um veðurathuganir í þjóðgarð- inum á Þingvöllum. Það er enn Sigurður Þór Guðjónsson „Veðurstofan ætti að gera allt sem í hennar valdi stendur til að fá veðurstöðina aftur á Þingvelli.“ unnt að bæta fyrir þessa átta ára útlegð. En það verður of seint eft- ir svo sem áratug til viðbótar. Verði veðurstöðin á Þingvöllum hins vegar aflögð um aldur og ævi, ég tala nú ekki um ef þjóð- garðsverðir vísa til fyrirrennara síns um veðurathuganir, yrði það sígilt dæmi um það hvernig skiln- ingsleysi eins embættismanns, er ríkir í fá ár, gefur fordæmi um það að leggja endanlega í rúst áratuga vísindarannsóknir. Það gæti vissulega ekki íslensk- ara verið. Höfundur er rithöfundur. Sparisjóður vélstjóra opnar nýtt útibú w 1 Árbænum 1 Þaö er rífandi gangur á Sparisjóöi vélstjóra sem nú hefur opnaö nýtt útibú í Rofabæ 39. Nýja útibúinu er ætlaö aö þjónusta Árbæinga og íbúa Seláshverfis svo og atvinnu- fyrirtæki í nágrenninu. I nýja útibúinu verður ríkjandi hin rómaöa sparisjóösþjónusta og í tilefni opnunarinnar gerum viö okkur ýmislegt til hátíöabrigöa. Útibúiö er opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9.15 -16 og föstudaga er opiö til kl. 18. Síminn er 677788 eða 28577. Vertu velkomin(n) I sparisjóðinn. Sparisjóöur vélstjóra - þú þekkir hann á þjónustunni. SPARISJODUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, Síöumúla 1, Rofabæ 39.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.