Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 ... stundum rödd úr for- tíðinni. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffmu Lést þú kústinn hjá rúminu hennar mömmu? HOQNI IIKEKKVISI á-4 „þö ER.T NÆS-RJR... KÖNöULOlN EREKKl TH- mIn! ItílOíO L«»OW> Ul"f" HVER AISLAND? Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra. Nú vil ég láta þig vita hver eigi ísland? Svo segir í heilagri ritningu. „í upphafi skap- aði Guð himin og jörð.“ (1. Mós. 1,1.) „Jörðin er mín og allt sem á henni er.“ (Sálmur 50,12.) „Þinn er himinninn, þín er og jörðin.“ (Sálmur 89,12.) Eftir þessum sannleika erum við mennirnir aðeins ráðsmenn yfir eigum Guðs, og er það skylda íbúa sérhvers lands að vera trúir ráðsmenn. Hvorki Jón Baldvin né nokkur annar Islendingur hefur rétt til þess að koma íslandi undir erlend yfirráð með dómsvaldi æðra ís- lenskum lögum. Enginn hefur rétt til þess hvorki trúarlega né við- skiptalega. Slíkir menn myndu verða taldir landráðamenn og svik- arar í ráðsmennsku yfir eigum Drottins. Dómstóll Evrópubandalagsins sem gæti sett Iög og dæmd ógild lög þjóðanna yrði hrein eftirmynd rannsóknarréttarins á miðöldum er Páfavaldið setti á stofn til þess að svipta menn frelsi í sannleika Drottins Jesú, ogtil að dæmaþjóð- ir og þegna til hlýðni, fjársekta, Heimsókn páfa til Norðurlanda full- LITILÞÆGNI í leiðara Morgunblaðsins föstu- daginn 30. ágúst var ijallað um stöðuna í efnahagsmálum og kom- andi kjarasanminga. Talað var um hófsaman tón í flestum nema for- ystu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Ég er með sextíu þúsund krónur á mánuði og þegar forysta minna samtaka beitir sér fyrir því að bæta kjör mín þá finnst mér það rúmast innan skynsemis- marka og_ bera jafnframt vott um hófsemi. Ég hef grun um að Morg- unblaðið sé í raun að auglýsa eft- ir sömu lítilþægni og mér finnst því miður einkenna yfirlýsingar sumra verkalýðsforingja. Forysta BSRB hefur sýnt og sannað að hún er í senn raunsæ og gerir réttlátar kröfur. Lovísa Guðmundsdóttir pyntinga og dauða, til að nægja mannlegri lagasmíð. Nú er það augljóst hver er þarna á bakvið Evrópubandalagið og Evrópskt efnahagssvæði. Þó að höfðingjar annarra þjóða séu ef til vill hallir undir Páfann og fylgj- andi Rómarsáttmálanum og sam- þykki lög æðri sínum lögum, þá trúi ég því ekki enn að nokkur íslendingur geri slíkt og trúlofist þannig ofui-valdi, sem gæti svipt menn frelsi til orðs og verka. Svo segir heilög ritning: „Og þjóðimar reiddust og reiði þín kom og sá tími er dauðir skulu dæmd- ir, og tíminn til að gefa laun þjón- um þínum, spámönnum og hinum heilögu og þeim sem óttast nafn þitt, smáum og stórum, og til að eyða þeim, sem jörðina eyða.“ (Opinber. 11,18.) Von mín er sú að íslendingar verði trúir ráðsmenn og lofi og þakki Guði fyrir gott land. Drottinn Guð á Island, Jón Bald- vin. Óðinn Pálsson, Stóru-Völlum. Yíkveqi skrifar Ifrétt hér í Morgunblaðinu nýlega var greint frá því að meira en fjórðung árekstra í höfuðborginni í ágúst mætti rekja til þess að öku- menn þekktu ekki regluna, sem einu sinni var grundvallarregla í umferð- inni, og hljóðar svo að víkja skuli fyrir umferð sem kemur frá hægri, nema ekið sé um aðalbraut, það er að segja götu þar sem bið- eða stöðvunarskyldumerki eru við allar hliðargötur. Nú er undantekningin orðin að reglunni því eins og þeir sem aka reglulega um borgina hljóta að hafa tekið eftir hefur ný „grundvallar-. regla“ rutt sér til rúms: Sá sem ekur eftir breiðari götunni á rétt- inn, af því að það er örugglega bið- skyldumerki eða stöðvunarskyldu- merki á gatnamótunum. Sem betur fer er enn til stór hópur ökumanna sem kýs fremur að fylgja annarri gamalli „grund- vallarreglu", sem hljóðar svo: Sá vægir sem vitið hefur meira. Á hveijum degi kemur fylgispekt við þessa gömlu reglu í veg fyrir fjöl- marga árekstra við fylgismenn nútíma aksturshátta. Víkveiji telur að þessar áreksturstölur lögregl- unnar séu enn einn áfellisdómurinn yfir hinu slaka ökukennslukerfi. Sem betur fer er nú í alvöru verið að ræða um að færa ökukennsluna inn í framhaldsskólana. mönnum sem kunna ekki að keyra og umferðarmerki sett upp við flest gatnamót en síðan er reynt að draga úr afleiðingunum með því að sletta niður hraðahindrunum hér og þar. xxx x Asíðustu árum hafa borgaryfir- völd í Reykjavík keppst við að koma upp svokölluðum hraða- hindrunum á götum þar sem borið hefur á hraðakstri. Erlendis, þar sem almenningur undirgengst um- ferðarreglur yfirleitt eins og hveija aðra mannasiði, hafa hraðahindran- ir af þessu tagi verið óþarfar í íbúðahverfum því að hægri réttur- inn hefur gegnt hlutverki þeirra með sóma. Menn vita að þeir gætu þurft að víkja við næstu gatnamót og draga úr hraðanum í samræmi við það. Hér hefur á hinn bóginn verið gefist upp fyrir þeim öku- Ekki er vitað til að lögregla hafi gengið hart fram í því að sekta ökuníðinga sem ekki virða almennan umferðarrétt og hefur lögreglunni-að sumu Ieyti verið vor- kunn í því efni fram að þessu en ekki lengur. Nú eru þeir búnir að fá myndbandstæki til að nota til að afla sönnunargagna fyrir um- ferðarlagabrotum og Víkveiji dags- ins skorar á yfirmenn umferðarlög- reglunnar að nota það tæki til að sanna brot upp á þá sem virða ekki þennan almenna umferðarrétt ekki síður en til að að styðja fullyrðingar lögreglumanna um að ökumenn hafi ekki virt stöðvunarskyldu eða ekið yfir á rauðu ljósi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.