Morgunblaðið - 20.09.1991, Page 42

Morgunblaðið - 20.09.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA EKingaleikur KR-INGAR náðu sér aldrei á strik gegn Tórínó ífyrri leik lið- anna í Evrópukeppni félagslið á Laugardalsvelli ígær. ítalska liðið þrufti ekki mikið að hafa fyrir 2:0 sigri og virtist gera aðeins það sem þurfti til að vinna, ekkert umfram það. ' Knattspyrnan var ekki í sam- ræmi við veðrið sem var eins og best gerist á þessum árstíma. Möguleikar KRá að komast í 2. umferð eru þar með úr sögunni. Leikurinn fór rólega af stað og þreifuðu liðin fyrir sér fyrsta stundarfjórðunginn. Lítið var um marktækifæri eða allt þar til Mussi kom Tórínó yfir eftir ValurB. afdrifarík varnar- Jónatansson mistök KR-inga. skrifar Þetta var reyndar eina færi ítalska liðsins í fyrri hálfleik. ^ Dauðafæri Heimir Guðjónsson fékk sann- kallað dauðafæri stuttu eftir mark- ið. Hann fékk góða sendingu frá Þorsteini Halldórssyni inn fyrir ítölsku vörnina, en máttlaust skot hans fór rétt framhjá markinu. Ragnar Margeirsson var nálægt því að stýra boltanum í netið eftir skalla frá Atla inní vítateiginn mínútu áður. Atli átti síðan lúmskt skot eftir aukaspyrnu Rúnars Krist- inssonar, en boltinn fór rétt fram- hjá. Síðari hálfleikur var dapur og nánast ekkert að gerast langtímum saman. Síðara mark Tórínó kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti um miðjan hálfleikinn. Eftir markið tóku Tónínómenn Iífinu með enn meiri ró en áður og greinilega sátt- ir við þessi tvö mörk. KR-ingar reyndu að komast inní sendingar, en uppskáru ekki árangur erfiðis síns. Eina skot KR-inga á mark Tórínó í síðari hálfleik átti Rúnar Kristinsson af 30 metra færi, sem Luca markvörður bjargaði vel. KR í hlutverki músarinnar Það verður að segjast eins og er —*ð KR-ingar voru í hlutverki músar- innar í þessum leik og máttu sín lítils gegn þessum þrautþjálfuðu atvinnumönnum og kannski ekki við öðru að búast. KR-ingar geta tanMMMmi Morgunblaðið/Einar Falur Ragnar Margeirsson reynir hér að stýra knettinum í mark Tórínó eftir kollspyrnu Atla Eðvaldssonar, en boltinn fór framhjá. verið þokkalega sáttir við fyrri hálf- leikinn. Þeir börðust vel og náðu að skapa sér færi, en í síðari hálf- leik var eins og allt púður væri úr liðinu og það játaði sig sigrað. Ragnar Margeirsson og Þor- steinn Halldórsson voru bestu leik- menn Iiðsins og_ eins komst hinn ungi Sigurður Omarsson vel frá leiknum. Atli var einnig traustur, en hefði sjálfsagt mátt leika fram- ar. Ekki reyndi mikið á Ólaf í mark- inu fyrir utan mörkin sem hann átti aldrei möguleika á að verjast. Sigurður Björgvinsson og Gunnar Skúlason sluppu þokkalega frá sínu. Rúnar Kristinsson sýndi ekki sitt besta og greinilegt að hann er ekki enn búinn að ná sér fullkom- lega eftir meiðslin. Heimir Guðjóns- son, Björn Rafnsson og Gunnar Oddsson voru slakir. ■ 4| Roberto Mussi ■ I skoraði eftir að hann fékk sendingu inníýrir vörn KR og skoraði örugglega í hornið fjær á 19. mín. Gunnar Oddsson átti alla möguleika á að komast fyrir sendinguna en hitti ekki boltann. 0:2, Tóríno fékk hom- ispyrnu og kom send- ing út fyrir vítateiginn og þar var Enrico Annoni sem skoraði með þrumuskoti af 20 metra færi með viðstöðulausu skoti. Leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað >- segir Ólafur Gottskálksson markvörður KR-inga etta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað. Það var ekk- ert að gera í markinu en samt gera þeir tvö mörk,“ sagði Ólafur Gott- skálksson markvörður KR. „Fyrra markið kom eftir óþarfa mistök í vörninni og í síðara markinu gleymdum við að dekka fyrir utan teiginn. Skotið var ágætt en ég hefði varið það ef boltinn hefði ekki lent í manni og breytt um stefnu. Staðan í leikhléi hefði allt eins getað verið 1:0 fyrir okkur eins og þá og trúlega - Jiefði jafntefli verið sanngjörnustu ursltitin," sagði Ólafur. Sáttur við fyrri hálfleikinn „Ég er ágætlega sáttur við fyrri hálfleikinn en í þeim síðari sýndu ítalirnir styrk sinn og héldu boltan- um vel þannig að við vorum bara að elta þá. Við misstum síðan þolin- -ínæðina og einbeitinguria eitt augna- blik þegar þeir fengu horn og gleymdum að dekka fyrir utan teig- inn og það kostaði okkur annað mark,“ sagði Guðni Kjartansson þjálfari KR. „Þeir eru með geyssterkt lið og hefðu örugglega skorað úr þeim færum sem við fengum. Þeir refsa okkur, eins og atvinnumanna er sið- ur, fyrir minnstu mistök en við ger- um ekki það sama þegar þeir gera mistök," sagði Guðni. „Við lékum ágætlega í fyrri hálf- leik og hefðum átt að skora þá, síðan lognaðist þetta útaf hjá okkur,“ sagði Atli Eðvaldsson fyrirliði KR. „Þeir eru sterkir og hafa reynslu sem okkar unga lið skortir. Það sást best þegar þeir skora síðara markið að það má aldrei slappa af gegn svona liði, þá er manni refsað," sagði Atli. Svekktur að skora ekki „Ég er ferlega svekktur yfir að skora ekki í færinu sem ég fékk. Þetta var gott færi en ég bjóst við að markvörðurinn kæmi út á móti mér. Það gerði hann ekki og ég hafði ekki tíma til að líta upp og sá því ekki að hann var kjurr á línunni, ef ég hefði haft tíma þá hefði þetta verið auðveldara," sagði Heimir Guðjónsson sem fékk beta færi KR-inga í leiknum. „Þetta var samt gaman og góð reynsla og ég hef aldrei leikið gegn svona sterku liði. Eftir að þeir kom- ust yfir héldu þeir boltanum oggerðu það mjög vel þannig að við náðum aldrei að gera neitt eftir það,“ sagði Heimir. „Við bárum of mikla virðingu fyr- ir þessum mönnum. Fyrri hálfleikur- inn var góður hjá okkur en síðan gáfum við of mikið eftir í þeim síðari og þeir héldu boltanum einstaklega vel. Þeir eru mjög snöggir, fara vel með boltann og eru auk þess eldfljót- ir og losa sig skemmtilega við bolt- ann. Þeir nýttu líka færin sem þeir fengu en það gerðum við hins vegar Morgunblaðið/Einar Falur Atli Eðvaldsson stekkur upp til að reyna að skalla knöttinn, en Luea markvörður sá við honum og kýldi boltann frá. ekki,“ sagði Sigurður Ómai’sson yngsti leikmaður vallarins, aðeins 18 ára síðan í janúar. KR-TórínóO:2 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni fé- lagsliða, fyrri leikur, fimmtudaginn 19. september 1991. Mörk Tórínó: Roberto Mussi (19.), Enrico Annoni (73.). Dómari: F'.ed McKnight frá N-írl- andi. Dæmdi vel. Ahorfendur: 1.623 greiddu aðgang. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sig- urður Björgvinsson, Þorsteinn Hall- dórsson, Sigurður Ómarsson, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, (Óskar Hrafn Þorvaldsson vm. 80.), Ragnar Margeirsson, Heimir Guð- jónsson, (Bjarki Pétursson vm. 80.), Björn Rafnsson. Lið Tórínó: Luca Marchegiani, Enrico Annoni, Roberto Policano, Roberto Mussi, (Sandro Cois vm. á 88.), Silvano Benedetti, Danilo Fusi, Gianluca Sordo, Giorgio Venturin, (Guiseppe Carillo vm. 75.),Giorgio Bresciani, Rafael Martin Vazquez, Walter Casagrande. Iþrmr FOLK ■ RÚNAR Kristinsson var besti maður leiksins að mati flestra ítölsku blaðamannanna sem sáu leikinn. Nokkrum þótti Ragnar Margeirsson líka sýna góða til- burði. Hins vegar voru þeir óánægð- ir með frammistöðu Tórínó-manna og fannst þeir vera að leika sér. Sem sagt ekki leika af þeirri al- vöru, sem atvinnumannalið á að sýna í Evrópukeppni. ■ ATLI Konráðsson, 16 ára markvörður 3. flokks KR, var vara- markvörður KR-inga í Evrópu- leiknum. ■ PÉTUR Pétursson sat á vara- mannabekk KR-inga í gærkvöldi með myndavélina sína og myndaði leikinn. Hann er kominn af hækjun- um og er nú í spelkum. ■ FRED McKnig-ht, dómari frá Norður-írlandi, dæmdi í gær í þriðja sinn á íslandi. Hann dæmdi Evrópuleik Fram og Rapid Vín 1985 og Evrópuleik íslands og Albaníu í fyrra. ■ 25 ÍTALSKIR fréttamenn fylgdu Tórínó til íslands. Þeirra á meðal voru fréttamenn frá ítalska ríkissjónvarpinu og ríkisútvarpinu, RAI. Stærstu blöðin, Corriere dello sport, Corriere della Sera og La Stampa, sendu tvo menn, meðan minni blöðin létu sér nægja að senda einn. Þegar tveir eða fleiri fréttamenn eru sendir frá sama blaðinu, skrifar einn þeirra alltaf almenna grein um land og þjóð, þar sem hann segir frá menningu og sögu landsins. ■ ÍTÖLSKU fréttamönnunum þótti breski dómarinn Fred McKnight sofa svolítið á verðinum. „Hann er eins og kaffikerling" heyrðist sagt \ blaðamannastú- kunni, þar sem ítalirnir sátu. Um landa sína í liðinu létu þeir mörg ófögur orð falla. „Kálhaus, skíthæll, aumingi og fífl“ var uppistaðan f orðalistanum sem þeir notuðu. ■ EMILIANO Mondoncino, þjálfari Tórínó, neitaði að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Hann hefur það fyrir reglu að tala aldrei við blaðamenn eftir leik sem liðið hefur unnið, eða ef honum finnst leik- mennirnir hafa staðið sig vel. Ital- skir blaðamenn eru vanir að hafa greiðan aðgang að leikmönnum og þjálfurum, og eru þeir því að vonum ósáttir við þessa framkomu þjálfar- ans. Flestum ber saman um að það sé allt annað en hvetjandi fyrir leik- mennina að þjálfarinn tali bara við blaðamenn þegar hann hefur undan einhveiju að kvarta. ■ ÞEIR ÍSLENSKU blaðamenn sem reyndu að ná tali af þjálfaran- um eftir leikinn voru furðu lostnir yfir þessari framkomu hans og ræddu um það við ítalska kollega sem skrifuðu síðan um það slæma orð sem Mondoncinio fengi á sig á erlendri grundu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.