Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 3 Uppsveitir Árnessýslu: Tilraunir með kom- rækt hafa gefist vel Syðra-Langholti. SJO bændur í uppsveitum Árnessýslu reyndu fyrir sér með korn- rækt og sáðu byggi í akra í vor. Þeir hafa að undanförnu verið að slá kornið og hefur uppskera verið mjög viðunandi og upp í það að vera ágæt eða um 40 tunnur af hektara. Fréttaritari brá sér að Birtingaholti fyrir nokkru en þar var þá unnið að upp- skerustörfum á akri Magnúsar Helga Sigurðssonar bónda. Þeir Agúst, bróðir Magnúsar, og sonur hans Sigurður eru einnig með kornrækt en þarna á bökkum Stóru-Laxár hefur verið árviss uppskera á kartöflum til margra ára. „Við erum sjö bændur hér í Hreppum og á Skeiðum sem erum að prófa okkur áfram með þetta,“ sagði Magnús. „Við sáðum í einn og hálfan til tvo hektara í vor. Uppskeran er bara góð, þar sem hún er best er hún þetta rúmar 40 tunnur á hektara en þetta virð- ist gefa besta raun hér á bökkum Stóru-Laxár. Hér eru sendnir grasbakkar og kartöflurækt hefur tekist vel hér um langt árabil. Við höfum verið með bæði tveggja raða og sex raða bygg en það síðarnefnda gefur heldur meiri uppskeru og er fyrr til að þrosk- ast. Hægt er að slá það í ágúst- lok. Við sáðum um 10. maí en yfírleitt er ekki hægt að taka land hér um slóðir til vinnslu fyrr en um það leyti. Við keyptum saman notaða kornskurðarvél af bænd- um í Vestur-Landeyjum, en þeir hafa ræktað korn um nokkurra ára skeið með ágætum árangri og voru nú að fá sér nýja vél.“ Það var skemmtileg sjón að sjá gullið kornið renna úr vélinni sem bæði slær og þreskir byggið í stóra sekki, nokkuð sem ekki hef- ur fyrr borið fyrir augu hér í Hreppunum. Að vísu var nokkur komrækt hér um slóðir á árunum kringum 1940 og sem barn að aldri minnist fréttaritari þess þeg- ar verið var að vinna við upp- skerustörf og þreskingu með fmmstæðum tækjum á þeim árum. „Við þurrkum kornið við jarð- hita,“ segir Magnús ennfremur, „notum heitt vatn til að hita upp loft og blásum því síðan undir rist sem kornið liggur á. Það er mjög ódýrt að þurrka kornið þar sem jarðhitinn er annars vegar og nægjanlegt heitt vatn. Byggið verður notað til fóðurs í kýr fyrst og fremst, eitthvað af korninu verður súrsað. Þá verður það vals- að sem notað er í fóðurblöndur, einnig verður það notað til útsæð- is og konurnar hafa rennt til þess hýru auga ef svo má segja en það hafa þegar verið bökuð brauð úr því hér. Hálmurinn gæti nýst til svepparæktar en mikil sveppa- rækt er á Flúðum,“ sagði Magnús bóndi í Birtingaholti að lokum. - Sig.Sigm. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kornsláttur í Birtingaholti. ......_______ ' 'W~ Magnús Sigurðsson og Sigurður Ágústsson bændur í Birtinga- holti á kornakrinum. Gullið kornið rennur í stóran sekk. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Menn hafa verið að fá 5-20 gæs- ir á góðum dögum víða um Vest- firði í haust. Vestfirðir: Gæsaveið- in gengnr ágætlega Bíldudal. GÆSAVEIÐIN stendur nú sem hæst. Fréttir víðs vegar af landinu herma að veiðin hafi verið ágæt það sem af er hausti. Gæsin er óðum að tínast niður á túnin, en bændur eru margir nýbúnir að hleypa fé á túnin fyrir veturinn. Á Vestfjörðum hefur veiðin gengið ágætlega. Menn hafa verið að fá 5-20 gæsir á dag þegar vel ber í veiði, annars er gæsin orðin mjög stygg og erfitt að eiga við hana. Góð beijaspretta hefur gert það að verk- um að gæsin hefur haldið sig lengur í beijunum en ella. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort fjölgun hefur átt sér stað á grágæs á þessu hausti, en flestir eru sam- mála að það er ekki minna af henni núna heldur en síðustu ár. Helsingjar og blesgæsir eru farnar að sjást víða, en þessar gæsategundir koma frá Grænlandi og eru á leið til Bretlands með viðkomu hér á landi. R. Schmidt. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds 1. júlí næstkomandi: Gjörbreyting verður á alda- gamalli skipan réttarkerfisins BREYTINGAR þær sem gera þarf vegna gildistöku laga um aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds í héraði 1. júlí á næsta ári kosta ríkis- sjóð um 250 milljónir króna. Með stofnun héraðsdóms Reykjavíkur fækkar dómurum úr 27 í 21, auk þess sem hluti verka dómara verð- ur fenginn sérstöku sýslumannsembætti, sem meðal annars annast mál er varða umgengnisrétt foreldra við börn og veitingu lögskilnað- arleyfa en slíkt hefur til þessa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Við héraðsdóm Reykjavíkur verða unnin öll þau dómarastörf sem unnin hafa verið til þessa hjá borgardómi, borgarfógeta, sakadómi og saka- dómi í ávana- og fíkniefnamálum. leysa úr ágreiningi um gerðir sýslu- manna í stað þess að sýslumenn kveði sjálfir upp úrskurði sem dóm- arar. Margs konar framkvæmdastörf varðandi gjaldþrota- og dánarbús- skipti verða falin sérstökum skipta- stjórum en úrskurðir um opinber skipti á dánarbúum, gjaldþrota- úrskurðir o.fl. færast til héraðsdóm- Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra kynnir breytingar sem verða við gildistöku nýrra laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds. Með honum á myndinni eru Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri og Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri. - Á blaðamannafundi, sem Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra hélt í gær í tilefni þess að lokaundir- búningur vegna þeirra breytinga sem gera þarf vegna gildistöku lag- anna er að hefjast, kom fram að þessar breytingar væru einhveijar þær umfangsmestu sem gerðar hefðu verið á réttarskipan í nokkru landi á síðari tímum en með þeim er bylt því fyrirkomulagi sem á rætur sínar að rekja til þess er all- ir þættir ríkisvaldsins sameinuðust í konungsvaldi. Gildandi skipan var ekki talin geta tryggt hlutleysi dómara í hér- aði þar sem sýslumaður eða bæjar- fógeti hafði afskipti af málum bæði sem lögreglustjóri og dómari og var það ekki talið samræmast ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um að menn skuli fá mál sín útkljáð fyrir óhlutdrægum dómstóli en mál vegna þessa, sem kennt var við Jón Kristinsson á Akureyri, var meðal annars rekið á þeim grundvelli. Jafnframt því að átta héraðsdóm- stólum verður komið á fót til að dæma í einkamálum og refsimálum í kjördæmum landsins, utan að hluti Reykjaneskjördæmis heyrir undir héraðsdóm Reykjavíkur, verður stærsti hluti stjórnsýslu ríkisins í héraði í höndum embættismanna með titilinn sýslumaður í 27 stjóm- sýsluumdæmum að Reykjavík með- talinni. Undir sýslumann Reykjavíkur færast Seltjarnames, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhrepp- ur. Sýslumenn munu sinna flestum þeim verkefnum, sem dómarar í fógeta-, uppboðs- og skiptarétti hafa með höndum, svo og þinglýs- ingum, en héraðsdómstólar munu stóla. Hugtökin fógeta- og uppboðs- réttur, skiptaráðandi og skiptarétt- ur leggjast af. Ýmis verkefni sem nú eru á hönd- um dómstóla færast til sýslumanna við aðskilnaðinn og má þar nefna skráningu ýmissa réttinda, leyfis- veitingar og borgaralegar hjóna- vígslur. Þá munu sýslumenn annast verkefni eins og lögskilnaðarleyfi, málefni sem varða umgengnisrétt og meðlagsgreiðslur með börnum en þau hafa áður heyrt undir dóms- málaráðuneytið. Með nýjum lögum um meðferð opinberra mála verða breytingar á ákæruvaldi í þá átt að lögreglustjór- um verður falið ákæruvald í málum sem varða brot á umferðarlögum og öðrum brotum þar sem ekki ligg- ur við þyngri refsing en sekt eða varðhald. Með breytingum á sömu lögum verður ákæranda gert skylt að vera viðstaddur málsmeðferð, réttar- staða sakbornings verður gerð skýrari og heimildir lögreglustjóra til að ljúka málum með sektar- greiðslum verða víðtækari en nú er í því skyni að létta álagi af dómstól- um. Á blaðamannafundinum kom meðal annars fram hjá Valtý Sig- urðssyni borgarfógeta að þess væri vænst að breytingarnar, auk víð- tækrar tölvuvæðingar sem fram undan er í dómskerfinu, geri kleift að hraða gangi mála fyrir dómstól- um. Á morgun hefst formleg kynning á fyrirhugaðri breytingu á málþingi Lögfræðingafélags íslands en að auki er fyrirhuguð víðtæk kynning- ar- og útgáfustarfsemi á vegum ráðuneytisins, sem bæði beinist að starfsmönnum embættanna sem hlut eiga að máli og almenningi. Það hveijir skipa munu hin ein- stöku embætti í breyttri réttarskip- an mun ráðast fyrir áramót en 10. október rennur út frestur sem sitj- andi dómurum hefur verið veittur til að tilkynna hvort þeir hyggist neyta réttar síns til forgangs að embættum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.