Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 19 Norræna húsið: Juni Dahr og „Konur Ibsens“ NORSKA leikkonan Juni Dahr flytur leikþátt sem hún hefur samið og nefnir „Konur Ibsens — lokið örn í búri“ í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 29. september kl. 21.00. Önnur sýning verður mánudaginn 30. september kl. 17.30. Aðgöngu- miðar eru seldir í bókasafni Norræna hússins. Þessi sýning er byggð á helstu kvenhlutverkum sem norska leik- ritaskáldið Henrik Ibsen skapaði og þekkt eru úr leikbókmenntun- um. Áhorfendur kynast Hildu úr „Sólnes byggingameistara", Heddu úr „Heddu Gabler“, Frú Alving úr „Afturgöngunum“, Nóru úr „Brúðuheimilinu“, Ellidu úr „Frúnni við hafið“ og Hjördísi úr „Hermönnunum á Hálogal- andi“. Juni Dahr hefur vakið athygli fyrir túlkun sína á kvenhlutverk- um í leikritum Henriks Ibsens. Gagnrýnendur í Noregi og í öðrum löndum hafa hlaðið hana lofsorð- um og eiga ekki nógu sterk lýsing- arorð til að hrósa leiknum. Hún hefur flutt þessa leikdag- skrá víða í Noregi og auk þess í New York, Washington, San Fran- cisco, Los Angeles, Róm, Glasgow, Bandaríkin-Sovétríkin: Þyrlubjörgunarsveit- ir á Norðurslóðum gætu bætt sambúðina - segir Marshall Brement, fyrrverandi sendiherra í GREIN sem Marshall Brement, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, ritaði nýlega í bandarískt tímarit um utanríkismál kemur fram að hann álítur að stofnun þyrlubjörg- unarsveita á Norðurslóðum, þar á meðal í Sovétríkjunum, geti gert sitt í því að bæta samskipti Sovétmanna og Banda- ríkjanna. Að sögn Brements fjallar greinin að stofni til um möguleg framtíðartengsl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og sagði Bre- ment að björgunarsveitirnar hefðu verið nefndar sem einn hugsanlegur möguleiki af mörg- um til þess að bæta samskipti og samstarf ríkjanna í framtíð- inni. „Ég nefndi það í greininni að reynslan af slíkum björgun- arsveitum hefði verið mjög já- kvæð á íslandi. Björgunarsveit- in, Jolly Green Giant, hefur bjargað lífi hátt á þriðja hundr- að Islendinga og það hefur skapað mikla velvild í okkar garð á íslandi og ætti að geta gert hið sama í öðrum löndum ef við mynduðum sams konar björgunarsveitir þar,“ segir Bre- ment. Fyrrnefnd grein Brements er raunar kafli úr bók sem hann vinnur nú að og áætlar að komi út í desember. Bókin ber heitið „Reaching out to Moscow“. Að sögn Brements er meginkenn- ing bókarinnar sú að Banda- ríkjamönnum beri að reyna að mynda tengsl við Sovétmenn á sem víðtækastan hátt og nýta sér þannig þær breytingar sem hafa átt sér stað í heiminum. „Það er ekki síst mikilvægt til þess að draga úr út- gjöldum Bandaríkja- manna til varn- armála og til að tryggja það að við þurfum ekki framar að óttast frekari ógn af hendi Sov- étmanna," segir Brement. Brement er iðinn við ritstörf þessa dagana því hann er með aðra bók í takinu sem fjallar um vandamálið að ná tökum á fjölg- un kjarnorkuvopna í þriðja heiminum sem og annars staðar og hvernig megi stöðva þessa þróun. Brement fæst einnig við ritun skáldsögu, sem hann sagð- ist þó vera kominn skammt á veg með en auk þess sinnir hann ráðgjafarstarfi, einkum varð- andi málefni Sovétríkjanna og atburði þeim tengda. Eiginkona hans, Pamela Bre- ment, fæst einnig við ritstörf en hún er þessa dagana að leggja síðustu hönd á skáldsögu sem gerist í Moskvu á áttunda áratugnum. Nefnd skipuð vegna mengunaróhappa á sjó UMHVERFISRÁÐHERRA hef- ur skipað sérstaka aðgerðar- nefnd vegna mengunaróphappa á sjó. í nefndinni eiga sæti: Dr. Jón Bragi Bjarnason prófessor, formaður, Davíð Egilsson verk- fræðingur, skv. tilnefningu Sigl- ingamálastofnunar, Jón Olafsson haffræðingur, skv. tilefningu Geislavarna ríkisins, og dr. Ævar Petersen fuglafræðingur, skv. tiln- efningu Náttúrufræðistofnunar. Hlutverk nefndarinnar er að koma saman þegar meiri háttar mengungaróhöpp verða eða þegar hætta er á slíku, meta mengunar- hættu, skipuleggja rannsóknir á lífríki, leiðbeina um viðbrögð og samræma aðgerðir einstakra stofnana. Ennfremur að meta árangur sem gripið er til vegna meiri háttar mengunaróhappa þegar aðgerðum er lokið og gera tillögur til umhverfisráðherra um úrbætur eftir því sem þörf krefur. Auk þess er nefndinni falið í upphafi starfs að gera viðbrags- áætlun um rannsóknir eða at- huganir vegna hugsanlegra meiri- háttar mengunaróphappa af völd- um olíu og geislavirkra efna hér við land eða á nærliggjandi haf- svæðum. Þá er nefndinni falið að fara yfír og meta viðbrögð við Seljakirkja: Fjáröflunartónleik- ar til kaupa á flygli Juni Dahr í einu hlutverka sinna. Stratford upon Avon, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og nú síðast í Eystrasaltslöndunum. Með Juni Dahr á sýningunni kemur fram flautuleikarinn Chris Poole sem flytur frumsamda tón- list. Chris Poole er fædd í Banda- ríkjunum en flutti 1975 til Dan- merkur. Hún er tónskáld og hefur samið tónlistina sem leikin er á sýningunni. KVENFÉLAG Seljakirkju stend- ur fyrir tónleikum í Seljakirkju dagana 6.-10. október. Tilgangur músikdaganna er að afla fjár vegna konsertflygils sem kvenfé- lagið keypti og gaf Seljakirkju í apríl síðastliðnum. Hljóðfærið verður formlega tekið í notkun mánudaginn 7. október kl. 20.30 með tónleikum Jónasar Ingi- mundarsonar, píanóleikara. Hinir eiginlegu tónleikar hefjast sunnudaginn 6. október kl. 17.00 með tónleikum Bubba Morthens, mánudaginn 7. október kl. 20.30 leikur Jónas Ingimundarson, þriðju- daginn 8. okt. kl. 20.30 syngur Karlakór Reykjavíkur, miðvikudag- inn 9. okt. kl. 20.30 verða Sigfús Halldórsson, Elín Sigurvinsdóttir og Friðbjörn Jónsson. Músikdögunum lýkur síðan fimmtudaginn 10. okt.kl. 20.30 með flutningi Operusmiðjunn- ar. Flygillinn stendur nú inni í kirkj- unni þar sem tónleikarnir munu fara fram, en í framtíðinni er fyrirhugað að setja flygilinn í safnaðarheimilið þegar það er fullbúið, en það er nú í byggingu. Kvenfélagið er með þessum tón- leikum eins og fyrr segir að afla fjár, en dijúglega gekk á sjóð kvenfélags- ins við kaupin á flyglinum, og einn- —.....«-------- Barðaströnd: Bændur vel heyjaðir Barðaströnd: - HÉR er senn að ljúka einu besta sumri sem komið hefur á þessari öld. Hér fór hitinn oft upp í 25 gráður í forsælu og móti sól í skjóli húss í 40 gráður. Heyskap er lokið fyrir nokkru. Spretta var með ólíkindum mikil. Nýttu bændur sér það og eru þar af leiðandi mjög vel heyjaðir. Nú er smalamennska fram und- an sem er orðin mjög erfíð vegna þess hvað fé bænda hefur fækkað af ýmsum ástæðum. - S.J.Þ. SUBARU LEGACY 1.8 GL, ló ventla skutbíll 4x4. Einn reyndasti og farsælasti fjórhjóladrifni bílinn. NISSAN SUNNY SLX 1.6, 16 ventla 4x4. Fróbær kostur ó einstöku ver&i og hlaðinn aukahlutum til þægindaauka. NISSAN OG SUBARU SÖLUFERB UM SHÆFELLSHES 0B VESTURLAND Sýnum nokkra af okkar glæsilegustu bflum! Sýnum á eftirtöldum stöðum: Föstudapinn 27. seotember Borgarnesi, Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 58. Laupardaainn 28. september Ólafsvík, bensínstöðinni kl. 10-12. Hellissandi, bensínstöðinni kl. 13-15. Grundarfir&i, bensínstöðinni kl. 16-19. Sunnudaaurinn 29. september Búðardal, bensínstöð Olís kl. 12 -13.30. Stykkishólmi, bensínstöðinni kl. 15-18. Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 sími 91-674000 NISSAN TERRANO 3.0 V6, fjögurra dyra glæsilegur jeppi. NISSAN SUNNY SLX 1.6, 16 ventla 4x4. Nýr og spennandi, rúmgóður og fallegur, enda byggður á langri reynslu. C.jD.}

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.