Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 • • Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Irakar fá skrá yfir gögn sem eftirlits- menn leggja hald á Reuter. Georgía: ^ Sameinuðu þjóðunum, Bagdad, London, Wellington. Reuter. ORYGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að samþykkja þá kröfu Iraka að þeir fengju skrá yfir og afrit af þeim gögnum sem eftirlitsmenn SÞ tóku í vörslu sína á þriðjudag um kjarnorkuvopna- frainleiðslu þeirra. Er þessi ákvörðun talin ryðja brautina fyrir því að írakar sleppi eftirlitsmönnunum 44 sem í gær höfðu verið í haldi á bilastæði í Bagdad í þrjá sólarhringa. Robert Pickering, sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, lagði áherslu á að þessi ákvörðun hefði ekkert fordæmisgildi og gilti bara í þetta eina skipti. Tengiz Kitovani, forsprakki mótmælendanna, ræðir hér við sveitir sínar fyrir utan sjónvarpsbygginguna í Tbilisi í gær. írakar tóku eftirlitsmennina til fanga á þriðjudagsmorgun eftir að þeir voru reknir út úr skrifstofuhús- næði í miðborg Bagdad þar sem þeir höfðu lagt hald á verulegt magn gagna. Segja eftirlitsmenn- irnir þau veita mjög verðmætar upplýsingar um uppbyggingu kjarnorkuvopnaframleiðslu Iraka sem og nöfn á fyrirtækjum og lönd- um sem hefðu aðstoðað þá við hana. Irakar segja á hinn bóginn að Sveitir forsetans taka raf- niagn af sjónvarpshúsinu fyrst og fremst sé um að ræða upplýsingar um starfsmenn írösku kjarnorkustofnunarinnar og að þeir telji hættu á að þær lendi hjá ísra- elsku leyniþjónustunnar Mossad ef gögnin verða látin af hendi. David Kay sem fer fyrir eftirlits- mannahópnum sagði í símaviðtali við bresku Sky-sjónvarpsstöðina að ekkert benti til þess að írakarnir ætluðu brátt að sleppa þeim úr haldi. Hefðu 80 íraskir hermenn gráir fyrir járnum gætt þeirra í gær en 150 aðfaranótt fimmtudagsins. „Þetta er orðið eðlilegt óeðlilegt ástand,“ sagði Kay. Gögnin sem þeir hefðu lagt hald á væru örugg í innsiglaðri bifreið og þeir fengju nóg að bíta og brenna. Nigel Murray, einn þriggja nýsjá- lenskra lækna sem staddir eru hjá eftirlitsmönnunum sagði í viðtali við Radio New Zealand að hópnum liði ágætlega. „Okkur finnst við ekki vera í neinni beinni hættu. Okkur finnst við vera frekar öi-uggir,“ sagði Murray. Skotárás á heimili Gamsakhurdia Tbilisi. Reuter. SKOT á stangli kváðu við í gær í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, þar sem stuðningsmenn og andstæðingar Zviads Gamsakhurdia for- seta hafa eldað grátt silfur saman í nokkrar vikur. Sveitir sem eru hliðhollar forsetanum tóku rafmagnið af sjónvarpshúsinu þar sem mótmælendur hafa bækistöðvar sínar. í myrkrinu guilu svo við skipanir til mótmælendanna um að leggja niður vopnin. Hermenn stjórnarhersins sáust leggja upp frá víggirtu þinghúsinu og þá komst á kreik orðrómur um að stórárás væri í bígerð. Þúsund- ir mótmælenda forðuðu sér því hið snarasta frá sjónvarpshúsinu. Fyrir framan þinghúsið söfnuð- ust þúsundir stuðningsmanna for- setans saman og hrópuðu „Zviad, Zviad!“ Gamsakhurdia ávarpaði þjóð síria í sjónvarpi og skipaði andstæðingum sínum alvarlegur í bragði að leggja niður vopn. Frest- ur til að skila vopnum var fram- lengdur frá kl. 6 til kl. 8 til að fólki gæfist nægur tími til að verða við skipuninni, að sögn Georgi Buijanadze, talsmanns forsetans. Verðir Gamsakhurdia hrundu í gærmorgun skotárás sem gerð var á heimili hans í Tbilisi að sögn Jemals Kutateladze, háttsetts yfir- manns í hernum. Tengiz Kitovani, foringi mót- mælendanna, sagði í gær að a.m.k. þrír eða fjórir menn hefðu látið líf- ið í árás stjórnarhermanna á búðir þeirra í Shavnabada, nálægt höf- uðborginni Tbilisi. Að sögn Kito- vanis tóku um 100 hermenn þátt í árásinni. Hann sagði að allir sem féllu hefðu verið úr röðum and- stæðinganna. Talsmaður stjórnarinnar þvert- ók hins vegar fyrir það að til átaka hefði komið í Shavabada. Ný ráðgjafanefnd Gorbatsjovs: Níu um- bótasinn- ar valdir Sambandsherinn barðist með Serbum eftir að valdaránið í Moskvu mistókst - segir Janez Jansa, varnarmálaráðherra Slóveníu, í samtali við Morgunblaðið Zrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BRIJONI-samkomulagið sem Evrópubandalagið gerði í sumar við Slóveníu og Króatíu um seinkun sjálfstæðisaðgerða ríkjanna um þrjá mánuði rennur út í október. Dimitrij Rupel, varnarmálaráð- herra Slóveníu, sagði í samtali við Morgunblaðið, sem birtist í gær, að ekki kæmi til greina fyrir Slóveníu að framlengja samkom- ulagið. Hann sagði að það yrði í höndum þingsins að taka ákvarð- anir um framkvæmd sjálfstæðisins 7. október. Slóvenar hyggjast þá taka upp nýjan gjaldmiðil í stað júgóslavnesks dinars og sjá alhliða um sín mál sjálfir. Janez Jansa, varnarmálaráðherra Slóve- níu, segir að Slóvenar hafi tekið mjög hátíðlega það ákvæði Bri- jonisamkomulagsins að þeir veittu ekki Króötum hernaðarlega aðstoð. Vert væri að minnast þessa þegar þrýst væri á Slóvena að fresta gildistöku sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar. Júgóslavneski sambandsríkja- herinn er svo til farinn úr landi. Slóvenar hugðust gefa honum þijú ár til að hafa sig á brott þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði 25. júní, en innrás hans og átök í framhaldi af sjálfstæðisyfírlýs- ingu sambandslýðveldisins fyrr- verandi ollu því að hann varð að hypja sig mun fyrr en til stóð. Janez Jansa, vamarmálaráðherra Slóveníu, sagði að hættan sem stafaði af hernum væri þó ekki liðin hjá. „Við erum enn hluti af júgóslavneska vandanum og get- um ekki látið sem hann sé okkur óviðkomandi. En hemaðarástand- ið hér er ekki eins alvarlegt og það var.“ Jansa, sem var dæmdur af Serbum í 18 mánaða fangelsisvist árið 1988 fyrir að birta hernaðar- leyndarmál ásamt þremur öðmm Slóvenum, er 33 ára hermála- fræðingur. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið nú í vikunni að Slóvenía vonaðist til að verða hluti af sameiginlegu varnarkerfi Evr- ópuþjóða í framtíðinni. „Við höf- um engan áhuga á að byggja upp stóran og dýran her eri við þurfum á eigin her að halda. Við stefnum að því að hafa ávallt nokkrar sér- þjáífaðar sveitir, skipaðar at- vinnuhermönnum, til taks. Við höfum kynnt okkur varnarskipu- lag Sviss, Austurríkis, ísraels og Finnlands en Slóvenía er of lítil til að geta farið alveg að fordæmi annars ríkis." Jansa sagði að júgóslavneski sambandsríkjaherinn væri nú orð- inn að serbneskum her. „Leiðtog- ar hans höfðu eigin stefnu og ætluðu að halda Júgóslavíu saman í upphafi átakanna en þeir lögð- ust á sveif með Slobodan Mi- losevic, forseta Serbíu, eftir 'að valdaránið í Sovétríkjunum fór út um þúfur. Valdaránið var mjög mikilvægt fyrir okkur. Þá var hugmyndin um sósíaískan valkost endanlega borin til grafar. Herinn barðist opinberlega með tsétník- um [sveitum Serba] í Króatíu eft- ir það. Hann var þriðji aðilinn á átakasvæðunum fram að því og stillti oft til friðar en hann gekk til liðs við Serba eftir valdaránið. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, reyndi fyrst að starfa með hernum en Króatar réðust gegn honum eftir að hann barðist með tsétník- um. Króatar voru í mjög erfíðri að- stöðu. Þetta var f fyrsta sinn í sögunni þar sem her var árásar- her á sumum stöðum en varnar- her á öðrum. Almenningur skilur ekki slíka stöðu. Króatar urðu að ráðast gegn honum, líka þar sem hann hafði verið til friðs eins og í Zagreb. Króatískar hersveitir hafa staðið sig vel á svæðum þar sem Króatar eru í meirihluta, þær hafa hins vegar tapað á svæðum þar sem Serbar eru fjölmennir. Agreiningur um þessi landsvæði mun halda áfram lengi enn.“ Jansa taldi ekki að friðarsveitir Evrópuþjóða eða Sameinuðu þjóð- anna gætu gert mikið gagn. „Hvar ætti að staðsetja þær? Það þyrfti nokkra tugi þúsunda her- manna til að halda friðinn á þess- um dreifðu svæðum.“ Franjo Tudjman, forseti Kró- atíu, Milosevic og Veljko Ka- diljevic, varnarmálaráðherra Júgóslavíu, reyna nú í sameiningu að koma á friði í Króatíu en það dró mjög úr átökum eftir að Tudj- man og Kadiljevic sömdu um vopnahlé á sunnudag. Fréttir herma að glundroði ríki í sam- bandsríkjahemum, hermenn hafi ekki nóg að borða, þeir gerist lið- hlaupar og ungir menn sinni ekki kalli til herskyldu. Moskvu. Reuter. MÍKIIAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti hefur útnefnt níu umbóta- sinna í nýja ráðgjafanefnd sína. Þar á meðal er Edúard She- vardnadze, fyrrum utanríkis- ráðherra. í hópi þessara nýju ráðgjafa forsetans eru menn sem höfðu gagnrýnt Gorbatsjov opinberlega fyrir að halla sér um of að harðlínumönnum síð- ustu mánuðina fyrir valdaránið. Meðal þessara nýju ráðgjafa Gorbatsjovs eru, auk Shevardnad- zes: Jegor Jakovlev, nýráðinn yfir- maður ríkissjónvarpsins, hagfræð- ingurinn Gavríl Popov og lagapró- fessorinn Anatólíj Sobtsjak en þeir era borgarstjórar Moskvu og Pét- ursborgar. Vadím Bakatín, yfír- maður öryggislögreglunnar KGB, á einnig sæti í ráðgjafanefndinni sem og Nikolaj Petrakov hagfræð- ingur og Alexander Jakovlev hug- myndasmiður glasnost og perestrj- oku. Gorbatsjov útnefndi í gær auk þess Alexander Jakovlev sem sér- stakan ráðgjafa ríkisins. Ekki er ljóst hvort sá póstur er frábragðinn setu hans í ráðgjafanefndinni. Jakovlev, sem var náinn samstarfs- maður Gorbatsjovs og hans helsti ráðgjafi allt frá árinu 1985, sagði af sér fyrr á árinu. Hann sagði þá að það sjónarmið Gorbatsjovs að hægt væri að endurskipuleggja kommúnistaflokkinn stangaðist á við þá skoðun sína að algers að- skilnaðar væri þörf. Eftir valdarán- ið, í síðasta mánuði, snerist Jakovlev á sveif með Gorbatsjov á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.