Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 21 Reuter Kohl styður EB-aðild Finna Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, átti í gær laginu. Finnar myndu hins vegar ekki taka ákvörðun fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. A blað- um það fyrr en í fyrsta lagi í byijun næsta árs amannafundi að loknum fundi þeirra sagði Aho Þjóð- hvort þeir sæktu um aðild eða ekki. Á myndinni veija vera fylgjandi aðild Finnlands að Evrópubanda- má sjá þá Kohl og Aho kanna heiðursvörð í Bonn. EES-samningarnir: Haldnir verða samhliða ráðherrafundir í október Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) hefur ákveðið að leggja til við ráðherraráðið að haldnir verði samhliða fundir ráð- , herra EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um miðjan októb- er í Lúxemborg til að ganga frá samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Samkomulag hefur orðið um það milli EB og EFTA að lögð skuli áhersla að ljúka samningunum um EES á þeim tíma. Utanríkisráðherr- ar EB munu ræða samningana á fundi í Brussel á mánudag og búist er við að framkvæmdastjórnin leggi þar fram tillögur til lausnar þeim samningatriðum sem enn eru óútkljáð. Takmarkaðar líkur eru taldar á að utanríkisráðherrarnir geti gengið frá mögulegri lausn þar sem hún byggist að miklu leyti á heildaijafnvægi í samningnum. Samkvæmt heimildum í Brussel hyggst framkvæmdastjórnin leggja til samhliða ráðherrafundi EB og EFTA vegna þess að ekkert hefur þokast í samkomulagsátt undan- farna daga en framkvæmdastjórnin hefur annars verið andvíg slíkum fundi. Vísað er til þess að þegar hafi verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að finna sameiginlega pólitíska iausn á ágreiningsmálunum en þær hafi ekki orðið til annars en að gera stöðuna erfíðari. E1 Salvador; Ríkisstjórn og og* skæruliðar ná samkomulagi Sameinuðu þjóðunuin. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skýrði á miðvikudag frá því að fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar í E1 Salvador og skæruliða- hreyfingarinnar FMLN hefðu undirritað samkomulag um hvernig laga mætti menn úr i FMLN að þjóðfélaginu á ný. De Cuellar sagði að innan skamms myndu friðarviðræður rík- isstjórnarinnar og FMLN hefjast að nýju með það að markmiði að ná samkomulagi um vopnahlé og ýmis önnur atriði. Fram tii þessa hafa 75 þúsund manns látið lífið í borgarastyijöid- inni í E1 Salvador. Af hálfu framkvæmdastjórnar EB liggur fyrir tiliaga um áherslur í viðræðunum um sjávarútveg. Lagt er til að rætt verði um samkeppnis- reglur, þ.e. fyrirkomulag ríkis- styrkja, markaðsaðgang, veiðiheim- ildir og frelsi til fjárfestinga og reynt að finna viðunandi lausn sem byggði á skikkanlegu jafnvægi þessara þátta. Nú þegar hafa átt sér stað viðræður við Norðmenn, Finna og Svía um fyrirkomulag rík- isstyrkja við sjávarútveg í þessum löndum í samanburði við fyrirkomu- lag EB. Engar viðræður hafa farið fram við íslendinga um þetta efni. Krafa EB um frelsi til ijárfestinga í sjávarútvegi hefur legið fyrir frá upphafi samninganna an af hálfu íslendinga hefur varanleg undan- tekning frá þeirri kröfu verið skil- yrði fyrir samningi. Talið er að Norðmenn séu hins vegar tilbúnir til að ræða fjárfestingar í fisk- vinnslu en vilji undanskilja veiðarn- ar. í Brussel er talið að samningarn- ir muni á næstu vikum ráðast af vilja bandalaganna til að finna við- unandi málamiðlunar í sjávarút- vegi, Alpaumferð og þróunarsjóði. TILBOÐ A FJOLSKYLDUPOKKUM í heilan mánuð bjóðum við nú 20% afslátt af fjölskyldupökkum sem innihalda kjúklingá, franskar, sósu og salat. Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð áöur 2520 kr. Verð nú 2000 kr. Athugid. Aðeins 400 kr. á mann. Fjölskyldupakkí fyrir 3. 6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat, Verð áður 1640 kr. Verð nú 1300 kr. Pakki fyrir 1. 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð áður 610 kr. Verð nú 490 kr. Sími 16480 Þú getur bæði tekið matinn með þér heim eða borðað hann á staðnum. Óeirðir og gripdeildir í Zaire: Hungiirsneyð blasir við milljónum manna Kinshasa. Reuter. HERMENN í Afríkuríkinu Zaire beittu í gær skotvopnum til að dreifa mótmælendum í Kinshasa, höfuðborg landsins. Hundruð útlendinga hafa flúið borgina vegna óeirða og gripdeilda undan- farna daga og þeir segja að ástandið í miðborginni sé hræðilegt. „Matvælum hefur verið rænt þannig að ekkert er eftir og búast má við að hungur herji bráðlega á nokkrar milljónir manna í Kinshasa og ástandið versni til muna,“ sagði vestrænn stjórnarer- indreki, sem flúði borgina. Embættismenn í Kinshasa sögðu í gær að nokkrir hefðu særst þegar hermennirnir skutu á hóp mótmælenda sem hrópaði víg- orð gegn stjórn Mobutu Sese Seko forseta, en hann hefur verið ein- ráður í landinu í 26 ár. Oeirðir geisuðu í Kinshasa á mánudag og þriðjudag og þær kostuðu meira en hundrað manns lífið, auk þess sem 1.500 særðust. Frönsk og belgísk stjórnvöld hafa sent um 1.700 hermenn til lands- ins til að aðstoða þúsundir útlend- inga við að komast úr landinu. Zaire var áður belgísk nýlenda. íbúar Kinshasa eru um þijár milljónir og miðborgin lítur út eins og vígvöllur eftir óeirðirnar. Því sem næst hver einasta verslun er tóm vegna gripdeilda og öllu laus- legu hefur einnig verið stolið úr mörgum íbúðarhúsum. „Þetta var hræðilegt. Þeir hafa lagt allt í rúst, brennt allt til kaldra kola,“ sagði einn af mörgum sem hafa flúið borgina. Fólk lét ennfremur greipar sópa um helsta vopnabúr hersins í mið- borginni og náði huiidruðum skot- vopna. Helstu ástæður óeirðanna eru matarskortur og um 1.000% verð- bólga. Almenningur er einnig óánægður með að forsetinn skuli ekki hafa staðið við loforð sín um hraðar lýðræðisumbætur. NQAXUN Slátur 5 stk. í kassa kr. 2.698 3 stk. í kassa kr. 1.618 (aukavambir fáanlegar) Rúgmjöl, haframjöl, 46«*® heilhveiti, grófsalt, j rúsínur. ^ j j Ð u Lumhukjöt 1/2 skrokkar... 349 pr. kg. Lambasaltkjöt... Ný lifur........ Hangilæri 1/i... Hangiframpartur Okkarverð Venjulegt Kr. kg. verð 399 -63T 439 JMr 699 Mrt 499 jm 369 jm 'h lambaf ramp...... LambalHur, <ÖI lambahjörta, fjf 9 /ambanyru fyrra árs i' Sl NÓATÚN17 ®17261 LAUGAVEG1116 ■Sf 23456 ROFABÆ 39 ®671200 ÞVERHOLTI6, MOS ■S 666656 HAMRABORG, KÓP St 43888 FURUGRUND3, KÓP. ■S 42062

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.