Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 13
13 , M.ORGL/NBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27, StEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Sverrir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, tekur við fjögurra milljón króna gjöf frá hollensku Heineken verksmiðjunum í tilefni af því að selst hefur ein milljón lítra af Heineken bjór hérlendis. ÁTVR og Fríhöfnin stofna Fjallasjóð Áfengis- og Tóbaksverslun ríkisins og Fríhöfnin á Keflavíkurflug- velli hafa stofnað sérstakan landverndarsjóð sem ber heitið Fjalla- sjóður. Tilgangur sjóðsins er að efla áhuga á landvernd og útivist og að bæta aðstöðu ferðamanna í óbyggðum Islands. Samþykkt hef- ur verið að veita tvenns konar framlög úr sjóðnum. Rennur annað til útgáfu gróðurkorta yfir Snæfellsnes en hitt til viðhalds og endur- bóta á Gullfosssvæðinu. Á kynningarfundi þar sem Hösk- uldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, til- kynnti um stofnun sjóðsins kom fram að tekjur hans yrði vaxtatekj- ur og fijáls framlög erlendra við- skiptavina stofnenda sjóðsins. Sjóð- urinn lyti stjórn fjögurra manna ■ GUÐMUNDUR R. Ásmunds- son heldur námskeið í svokallaðri ofurminnistækni helgina 28. og 29. september. Námskeiðið verður haldið á Hótel Lind og er 16 klukkutíma langt. í fréttatilkynn- ingu segir: „Á námskeiðinu verða kenndar einfaldar en öruggar að- ferðir til að stýra hlutum beint í Iangtímaminnið. Það þýðir að hægt sé að læra með lítilli fyrirhöfn óend- anlega langa lista fyrir hvað sem er, öll nöfn, öll andlit, öll númer o.s.frv. Með þessum aðferðum þarf ekki að endurtaka það sem muna á aftur og aftur, rifja upp og endur- taka og endurtaka, heldur geta menn munað það sem á að muna strax í fyrstu atrennu. Þannig þurfa t.a.m. nemendur ekki lengur á upp- lestri að halda. Þeir muna það sem þeir vilja muna jafn vel fyrir próf eins og þegar þeir lesa námsefnið í fyrsta skipti. Guðmundur er bú- settur í Bandaríkjum Norður-Amer- íku. Þar hefur hann lagt stund á ofurminnisfræði í rúm 2 ár.“ sem tilnefndir væru af umhverfís- málaráðuneytinu, fjármálaráðu- neytinu, Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli og ÁTVR en fulltrúa ÁTVR yrði falin formennska. Hans Willems, fulltrúi Heineken verksmiðjanna í Hollandi, skýrði frá því að Heineken hefði ákveðið að færa sjóðnum framlag að jafngildi fjögurra milljóna króna. Framlagið er veitt í tilefni þess að í ágúst síð- astliðnum höfðu selst ein milljón lítra af Heineken bjór hér á landi ef miðað er við sölu frá þeim tíma sem Heineken var fáanlegur á öllum útsölustöðum ÁTVR og hjá Fríhöfn- inni í Keflavík. Eins og áður sagði hefur verið samþykkt að veita tvenns konar framlög úr sjóðnum. Fyrra framlag- ið rennur til útgáfu gróðurkorta yfír Snæfellsnes. Rala hefur unnið að þessu verkefni um nokkurt skeið en framlagið gerir fyrirtækinu kleift að ljúka verkefninu. Þakkaði Ingvi Þorsteinsson, fulltrúi RALA, framlag sjóðsins. Hitt framlagið rennur til viðhalds og endurbóta á Gullfosssvæðinu. Sagði Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs að framlagið kæmi sér einkar vel í ráðgerðum framkvæmdum við fossinn en áætl- að er að þangað komi um 200 þús- und ferðamenn árlega. Ingiberg Magnússon sýnir í Gunnarssal SÝNING á akrýlmálverkum og vatnslitamyndum eftir Ingi- berg Magnússon verður opnuð í Gunnarssal, Þernunesi 4 í Garðabæ, laugardaginn 28. september næstkomandi kl. 15. Á sýningunni verða 18 verk, sem flest eru unnin á þessu ári. Ingiberg Magnússon hefur haldið á annan tug einkasýninga hérlendis og erlendis. Hann hefur ennfremur tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði innanlands og utan, og verk hans er að finna í flestum opinberum söfnum hérlendis. Ingiberg var bæjarlistamaður Kópavogs 1988-1989. Sýningin í Gunnarssal verður opin á laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14 til 22, en henni lýk- ur 13. október. Ingiberg Magnússon Vetrarstarf í Áskirkju Sunnudaginn 29. september hefst vetrarstarfið í Áskirkju. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11.00 og síðan á sama tíma hvem sunnudag í vetur. Þar verða börn- unum kenndar bænir og vers, sagðar sögur og afhentar biblíu- myndir og afmælisbörn fá litla gjöf. Barnasálmar og hreyfisöngv- ar eru sungnir.' Bamastarfið ann- ast Guðrún M. Bimir ásamt sókn- arpresti. Eins og aðra sunnudaga vetrar- ins verður guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14.00. Þar mun Eiður Á. Gunn- arsson syngja einsöng og kirkjukór Áskirkju syngur. Organisti er Kristján Sigtryggsson. Á sunnudaginn mun Safnaðar- félag Ásprestakalls láta bifreið aka að dvalarheimilum og fjölmenn- ustu byggingum sóknarinnar og gefa íbúum þeirra kost á flutningi til kirkju og heim aftur síðar um daginn. Mun félagið bjóða þessa þjónustu tvisvar í mánuði í vetur líkt og undanfarin ár og verða ferð- irnar auglýstar nánar hveiju sinni. Eftir messu á sunnudaginn selur safnaðarfélagið kaffi í Safnaðar- heimili Áskirkju. Rennur ágóði af kaffísölunni til kirkjubyggingar- innar og stuðnings starfí félagsins í þágu eldri og yngri sóknarbama kirkjunnar. Eins og í fyrra verður jafnan boðið upp á kaffí í safnaðarheimil- inu eftir messu en þær samvem- Áskirkja stundir að spjalli hafa stuðlað að auknum kynnum. Félagsfundir safnaðarfélagsins ■ SKEMMTIDA GSKRÁ verður fmmsýnd á Moulin Rouge á Laugavegi 116 þann 27. septem- ber nk. Undanfama mánuði hefur Moulin Rouge staðið fyrir hinum ýmsu uppákomum m.a. fegurðar- samkeppninni Þokkadís íslands og kamivali. Margir kannast við kvik- myndina Cabaret sem Lisa Minelli lék í. í þessari nýju sýningu verða nokkur þekktustu lög þeirrar kvik- myndar túlkuð af „drag“-drottning- um. Umsjón með uppsetningu þess- arar sýningar hefur Veturliði Guðnason haft með höndum en verða mánaðarlega í vetur og dag- skrá fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. október kl. 20.30. M.a. verður starf með tíu ára börnum og eldri í Safnaðar- heimili Áskirkju. Þeim samvem- stundum stjórna guðfræðinemarn- ir Bryndís M. Elíasdóttir og Hildur M. Einarsdóttir. Bibfíulestrar og fræðsla verða í Safnaðarheimili Áskirkju á fímmtudagskvöldum kl. 20.30 í vetur, í fyrsta sinn 10. október. Þar verður efni Biblíunnar kynnt og samræður um einstök rit henn- ar og lýkur þeim samvemstundum með kvöldbænum í kirkjunni. Aðrir þættir safnaðarstarfs vetrarins, svo sem fræðslukvöld verða nánar auglýstir síðar. Ámi Bergur Sigurbjörns- son sóknarprestur. þátttakendur em alls 7. Sýnt verður föstudags- og laugardagskvöld næstu helgar. Húsið opnar kl. 23.30. (Úr fréttatiikynningu.) werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi. vatn. Ármúla29 • Reykjavík • sími 38640 FRÁBÆRT! Nýstásleg hönnun, gæði og nýjungar í innri búnaði eru sterkustu einkenni Ármannsfells innréttinganna. Leikur að litum og fjölbreytt efnisval auðveldar þér að finna nákvæmlega réttu innréttinguna fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.