Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 -----------------j---j--—nn-n—n—1— Kennaraskortur eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Kennaraskortur á landsbyggðinni hefur verið svartur blettur á íslensku skólastarfí undanfarin ár. Þrátt fyrir að mörg sveitarfélög bjóði kennurum ýmis hlunnindi hefur þeim ekki tek- ist að ráða bót á þeim vanda. Kenn- aramenntun er bundin höfuðborg- inni og fólk ílengist þar að námi loknu og telur að þar séu möguleik- amir fleiri. Önnur ástæða hefur heyrst en hún er sú að þar sem mikill meirihluti kennara eru konur fylgi þær eiginmönnum sínum og atvinna þeirra ráði búsetu. Þau undur og stórmerki gerðust í Reykjavík að ekki var búið að ráða í allar kennarastöður þegar skóla- starf átti að hefjast í haust. Þeir voru ófáir nemendurnir í Reykjavík sem í stað þess að hitta kennarann sinn fengu miða í hendur þar sem á stóð að kennara vantaði og þeir skyldu reyna aftur að viku liðinni! Þegar þessi grein er rituð um miðjan september hefur enn ekki tekist að fá kennara til starfa. Samkvæmt samtölum sem ég átti við skóla- stjórnendur þann 9. september sl. kom í ljós að við einn skóla vantaði kennara í sex stöður, þar af almenna bekkjarkennara í 2. bekk og 5. bekk og tvo í 6. bekk. Við annan skóla vantaði almenna kennara, eðlis- og líffræðikennara og tónmenntakenn- ara. Margir stjórnendanna tóku fram að þeir myndu ekki eftir jafn slæmu ástandi í lengri tíma. Nokkrir sögðu að þeim hefði tekist að „bjarga“ málunum rétt áður en skólastarf hófst. Enn er í sumum skólum verið að bjarga kennslu frá degi til dags með ýmsum ráðum og ekki séð fyr- ir hvernig veturinn verður. I haust voru það því ekki kennararnir sem bitust um stöðurnar í Reykjavík heldur toguðu skólastjóramir í þá fáu kennara- sem ekki höfðu þegar ráðið sig í kennslu. Við verðum að leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna skýringu á þessu óvænta og óskiljanlega ástandi. Er ekki lengur eftirsóknarvert að vera kennari í sjálfri höfuðborginni? Kennarastarf- ið ætti reyndar að vera óskastarf óháð hvar á landinu skólinn er, það er lifandi og gefandi starf og skemmtilegt að fá að starfa með bömum og unglingum. Hvað er þá að? Hvers vegna koma menntaðir kennarar ekki til starfa? Ástæðumar í borginni eru m.a. þær að of marg- ir nemendur eru í bekk í alltof fjöl- mennum skólum. Aðrar ástæður sem eiga við allt landið em of mikil kennsluskylda, sífellt fleiri þættir sem bætt er ofan á skólastarfíð án þess að kennslustundum nemenda fjölgi, auknar kröfur til kennarans án þess að komið sé til móts við hann í launum, vinnutíma eða vinnu- aðstöðu og síðast en ekki síst nýir og breyttir félagslegir erfiðleikar nemendanna sem nú eru að koma í ljós. Dregið saman em ástæðurnar fyrir kennaraskortinum ófullnægj- andi aðbúnaður og of lág laun. í laugardagspistli Elíasar Snæ- lands Jónssonar aðstoðarritstjóra í Dagblaðinu 21. september sl. telur hann launamál kennara blandast umræðunni um skólamál um of. Ég vildi líka gjamam að ekki þyrfti sí og æ að blanda saman kjaramálum og skólamálum. Staðreyndin er samt sú að meðan ekki fást kennarar til starfa er nauðsynlegt að taka á þess- um tveimur málum í einu. Og ég hvet alla þá er unna íslensku skóla- starfí til að vera ófeimna og óhrædda að nefna launamál kennara þegar rætt er um skólamálin! Böm eiga jú aðeins skilið það besta. Tími er kominn til að takast á við þann vanda sem skólarnir búa við. Er vandi skólanna í Reykjavík á ein- hvern hátt sérstæður? Á haustþingi Kennarafélags Reykjavíkur sem haldið verður í byijun október verður leitað svara við þeirri spurningu og kannaðar úrlausnir. Við biðjum um stefnu Reykjavíkurborgar og mennt- amálaráðuneytisins varðandi stóra, fjölmenna skóla og bekkjardeildir. Ymsir halda því fram að nemenda- fjöldi í bekk skipti ekki máli. Sem kennari og foreldri neita ég því. í skólastefnu Kennarasambands Is- lands er lögð áhersla á að ekki séu fleiri en 15 nemendur í fyrstu bekkj- um grunnskólans og ekki fleiri en 20 í þeim eldri. Kennarar hafa bent á að námið í Kennaraháskóla íslands þurfí að breytast m.a. vegan þess að skólar em afar misjafnir að gerð, auka þurfí nám vegna sérþarfa, leggja meiri áherslu á kennslufræði og auka stórlega þjálfun kennaranema á vettvangi. Kennarar hafa fundið hvar þá hefur skort þekkinu og þjálf- un. Kennaraháskólinn brást vel við og með breyttri námskrá átti að bjóða upp á fjögurra ára nám nú í „Lausnin felst í að koma til móts við þarfir nemenda og kennara, bjóða þeim starfsskil- yrði sem þeir sætta sig við og síðast en ekki síst þarf að hækka laun kennara.“ haust. Það var heldur engin furða þó yfir 300 umsóknir um skólavist hafí borist. Því miður hefur fjögurra ára kennaranámi verið frestað en við skulum vona að svo verði ekki Guðrún Ebba Ólafsdóttir 15 nema í ár. Lausnin við að fá kennara til starfa er ekki að fjölga nemendum í kennaranámi eða með því að fresta að hleypa af stokkunum nýju og breyttu kennaranámi eins og gert var ráð fyrir. Lausnin felst í að koma til móts við þarfir nemenda og kenn- ara, bjóða þeim starfsskilyrði sem þeir sætta sig við og síðast en ekki síst þarf að hækka laun kennara. Starfandi kennarar í ár þurfa annað- hvort að vera einhleypir og barnlaus- ir hugsjónamenn eða eiga maka sem halda þeim uppi. Með fullri virðingu fyrir hugsjónafólki og/eða „velgiftu“ fólki þá nægir það engan veginn til manna skólana. Þvert á móti er það einmitt virðing fyrir starfí með börn- um og unglingum sem þarf að auk- ast. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. LAGERÚTSALA HJÁ SÆVARI KARLIÁ MORGUN, 28. SEPT. Fyrstu tveir sem fá sér jakkaföt fá f ría skó með. Fyrstu tvær sem kaupa dragt fá f ría blússu með. Sœvar Karl Olason SÆVAR KARL & SYNIR P.s. Verslanir okkar eru annars troðfullar af nýjum haust- og vetrarvörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.