Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Viðbrögð á Spáni og víðarvegna sigurs Islendinga gegn Spánverjum: OCHOTCKEn’a Lspaiia ha de/ado eltrendelaEÚ’r^opaW siquiera raorbo quecuaVr V '' ' Espaóa ,ue : ,horro (liario gráfico depo íiercas ísfandesa. Real Madrld En Islandia, los seniors, peor aún ijgffrorsmré; la tsnlea!, e propondrá ; ESI m DESAS1R0SA p.I aumentn í i ' .. V; L. . iógicamente, el triunfo islerío Triste despedida aw . 1 'fcft W! '"VI Nokkrar fyrirsagnir í spænsku dagblöðunum í gær. Mesta niðuriæging í spænskri knattspymu Kaldar kveðjur BLÖÐIN á Spáni sendu lands- liði Spánverja heldur betur kaldar kveðjur í gær og mátti sjá orð eins og: Spánverjar urðu að viðundri, athlægi, svört messa, niðurlæging, myrkasta kvöld í sögu Spánar og hneyksli. Sagt var að tapið fyr- ir íslendingum væri mesti ósig- ur Spánverja í 22 ár, eða síðan þeir töpuðu, 0:2, fyrir Finnum í forkeppni HM í Mexíkó 1970. „íslensku leikmennirnir leyfðu sér nautabanaósvífni," sagði eitt blaðið og átti við að íslend- ingar hefðu gert grín að lands- liðsmönnum Spánar. Annað blað segir að „skoðunar- ferð“ Spánverja til íslands hafi kostað knattspyrnusamband Spánar yfir 20 millj. peseta (10 millj. ísl. kr.). „Það er ótrúlegt að íslendingar, þjóð með um 250 þús. íbúa, hafi lagt lið stórstjörnumanna Spánveija. Baráttugleði og leikgleði íslendinga vó meira en leikur Spán- verja með alla sína tækni og fjár- magn.“ Vicente Miera, þjálfari Spán- verja, sagðist vera niðurbrotinn. „Þessi ósigur er háðung. íslending- ar gáfu mínum mönnum aldrei ráð- rúm til að hugsa eða leika.“ Stjörnu- leikmaðurinn og fyrirliðinn Butragueno varð að játa sig sigrað- an með orðunum: „Islendingar eru engin lömb að leika sér við.“ Goic- oechea, leikmaður Barcelona, sagði: „Ég skammast mín ekki. Sigur ís- lendinga var réttlátur. Þeir eru með geysilega baráttuglatt lið.“ Sigur íslendinga hefur vakið mikla athygli um Evrópu og var sagt sérstaklega frá sigrinum í miðri útsendingu á leik í bikar- keppninni þýsku. Danska sjónvarp- ið sagði frá sigri íslands í Reykjavík á sama tíma og leikmenn danska liðsins fengu óskemmtilegar kveðj- ur, en þeir léku gegn Færeyingum og unnu, 4:0, í afspyrnulélegum leik. BT sagði frá hinum óvænta sigri íslendinga með tilvísun á for- slðu og í grein í blaðinu var sagt að Danir hefðu kannski mátt hrósa happi að hafa sloppið með jafntefli, 0:0, gegn íslendingum í Reykjavík á dögunum. Spænsku fjölmiðlarnir eru allt annað en hressir með úrslitin í landsleiknum á milli íslands og Spánar í fyrrakvöld. Fyrirsagnir eins og iHORROR- Frá OSO og ESPANIA, KjartaniL. DESASTROSA, Tsoáni Seg)a SÍtt °g Þurfa ekki skýrmga við. Blöðin eru sammála um að íslenska liðið hafi verið mun betra en það spænska og tölurnar 2:0 segi ekki alla söguna. Þrjú til fjög- ur núll hefði verið nær sanni. íslensku leikmönnunum er hrós- að fyrir dugnað og áhuga og vilja til að sigra. Sama verði ekki sagt um herramennina, sem hafi skipað spænska liðið. Varalið 21 árs liðsins hefði gert betur. Bent er á að sumir í liðinu hafi yfir 300 millj. peseta í tekjur á ári . . . og þeir hefðu fengið þijár millj. peseta í aukagreiðslu ef þeir hefðu sigrað í þessum leik og þeim næsta sem er við Frakkland . . . fyrir utan fastagreiðslur fyrir að leika með landsliðinu. Það væri víst ekki nógu vel borgað — ekki hefðu þeir sýnt áhuga á að ná sér í þessa peseta í leiknum gegn áhugamönn- um frá 250 þúsund manna þjóð norður í íshafi. „ísland sópaði Spáni endanlega úr Evrópukeppninni“ og „ísland lítillækkaði Spán“ eru setningar, sem sjá má í blöðunum. Sjónvarpið sagði að þetta væri mesta niðurlæg- ing í spænskri knattspyrnu síðan 1982. Þá komust Spánverjar ekkert áfram í Heimsmeistarakeppninni, sem haldin var í heimalandi þeirra, og er sá árangur ekki létt þurrkað- uí' út úr huga Spánveija (rétt eins og íslendingar gleyma aldrei 14:2 tapinu gegn Dönum). Smá hjáróma tón er að fínna í sumum blöðum, svo og í útvarpinu, um að annað mark íslendinga hafi verið skorað með hendi, og á einum stað var dómarinn talinn hafa verið á bandi íslendinga, en þeir hafi ekkert þurft á honum að halda enda verið mikið betri en Spánveijarnir. I stigagjöf Marka, frægasta íþróttablaði Spánar, fær aðeins einn Spánveiji eitt stig, en hinir ekkert. Línuverðirnir og dómarinn fá 2 stig og allir íslendingarnir eitt eða tvö stig (þeir sem fá tvö stig eru Pétur Ormslev, Hörður Magnússon, Sig- urður Jónsson, Þorvaldur Örlygs- son, Eyjólfur Sverrisson og Sigurð- ur Grétarsson). Leikmenn og þjálfari segja fátt, tala lítið og kenna hvorki kuldanum, lélegum velli né dómaranum um,- segja bara að þeir hafi verið lélegir og að þeir íslensku hafí einfaldlega verið betri. íslendingarnir spiii öðruvísi knattspyrnu en þeir eigi að venjast, en það sé samt engin afsökun. Hinn venjulegi Spánveiji hristir bara höfuðið yfir þessum úrslitum og segir það helst að nú eigi bara að leggja landslið Spánar niður! :Jl9d irios fiioí or;d„ .nruaaurtmj) Opið bréf til íþróttadeildar Morgunblaðsins Hver er með buxurnar á hælunum? að er ekki á hveijum degi sem 200 knattspyrnumenn, eða allir leikmenn 1. deildar, eru sett- ir undir sama hatt og rakkaðir niður í svaðið. Sigmundur Örn Steinarsson (SOS) íþróttafrétta- maður á Morgunblaðinu tók sig til í vikunni og skrifaði í útbreidd- asta dagblað landsins að leikmenn í 1. deild væru öfundsjúkir, sam- viskuiausir, óheiðarlegir, óþroskaðir, heimskir og með enga dómgreind. Þetta eru stór orð frá íþróttafréttamanni sem nýtur takmarkaðrar virðingar meðal íþróttamanna þjóðarinnar enda segja svona yfirlýsingar allt sem segja þarf um þann sem stýr- ir gennanum. Ástæða þessara stóru orða frá SOS er sú að uppáhaldsleikmaður hans, Pétur Örmslev, var ekki kjörinn leikmaður ársins í 1. deild. SOS segir að Guðmundur Steins- son sé vel að kjörinu kominn en hann skilur samt ekkert í því af hveiju Pétur skyldi ekki vera kjör- inn. Þvílíkur tvískinnungsháttur. Hann segir að Guðmundur Steins- son hafi alls ekki búist við að verða kjörinn leikmaður ársins af því að hann hefði sagst vera orð- laus þegar kjörinu var lýst. Hvað eiga leikmenn sem hljóta svona viðurkenningu að segja? Heldur SOS virkilega að Pétur Ormslev hefði hoppað upp úr sæti sínu og hrópað: „Eg vissi það! Ég er best- ur!“ ef nafnið Hans hefði verið lesið upp í lokahófi leikmanna í 1. deild. Enginn leikmaður í 1. deild ef- ast um knattspyrnuhæfileika Pét- urs Ormslev því hann er frábær knattspyrnumaður, átti glimrandi gott sumar og er án efa einn virt- asti knattspyrnumaður landsins. Enginn öfundast út í Pétur vegna þessa. En það er hins vegar svo að þegar tveir góðir leikmenn koma til greina sem leikmaður ársins þá hljóta menn að meta stöðuna í samhengi við gengi lið- anna. Pétur Ormslev lék frábær- lega með Fram þegar hann var færður í vömina en staðreyndirn- ar tala samt sínu máli — Fram vann enga titla. Guðmundur skor- aði jafnt og þétt fyrir Víking í sumar, lék vel og varð marka- kóngur og íslandsmeistari. Það er líka staðreynd að án Guðmund- ar hefði Víkingur ekki orðið meist- ari. Þetta hljóta leikmenn að hafa haft til hliðsjónar. Hvað er mikil- vægara í íslenskri knattspyrnu en að leiða lið sitt til sigurs á Islands- móti með frábærri frammistöðu? Það að íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu skuli komast upp með það að lýsa knattspyrnumenn í 1. deild vanhæfa, án þess að biðjast afsökunar, er blaðinu til vansæmdar. Þeir, sem hafa eitthvert vit í kollinum, átta sig á því hjá hveij- um öfundin liggur. Er það ekki hjá SOS sem er yfirlýstur Fram- ari og blár í gegn? Er hann ekki að öfundast út í önnur lið því hans lið hlaut engan titil í ár? Er hann kannski svekktur út í Guð- mund Steinsson af því hann skipti um félag? Hvað varð um hlutleysi íþróttafréttamannsins? Það væri gaman að vita hveijir þessir orðlausu knattspyrnuá- hugamenn eru sem skilja ekkert í því af hveiju Guðmundur Steins- son hlaut titilinn. Eru það kannski áhugamenn úr Safamýrinni? Ekki hlaupa knattspyrnumenn upp til handa og fóta og kvarta við íþróttafréttamenn Morgunblaðs- ins þegar þeir gefa mönnum ein- kunnir miðað við frammistöðu þeirra í leikjum — þótt þeir séu þeim yfirleitt ósammála. M-ein- kunnagjöfin er leikmönnum óvið- komandi og þeir telja sig ekki þurfa samþykki SOS þegar þeir velja leikmann ársins úr sínum röðum. Það er enginn annar en SOS sem er með buxurnar á hælunum eftir þessa grein sem lýsir honum kannski best. Það er ekki hlegið að knattspyrnumönnum þessa dagana heldur honum sjálfum. Samtök leikmanna í 1. deild. Þorgrímur Þráinsson, Pétur Pétursson, Lárus Guðmundsson, Steinar D. Adolfsson. •‘.ituirt i;6ö'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.