Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Þorsteinn Kristjáns- son - Afmæliskveðja Þorsteinn Kristjánsson er fædd- ur 27. september 1901, sonur hjón- anna Rannveigar Þórðardóttur og Kristjáns Magnússonar, bónda á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Þorsteinn Kristjánsson hóf ung- ur að árum að æfa íslensku glí- muna og fékk fljótt mikinn áhuga á glímunni, sem haldist hefur alla tíð. Þorsteinn Kristjánsson er mér sérstaklega minnisstæður þeirra glímumanna sem ég hefi komist í kynni við fyrir framúrskarandi glæsileik og kunnáttu í glímu. Þorsteinn stundaði glímu frá ungl- ingsárum, fyrst sem þátttakandi í kappglímum og sýningarglímum, síðan sem glímukennari, bæði í Reykjavík og víða um land. Hann var landsþjálfari í glímu hjá Glímu- sambandi íslands. Þorsteinn var þátttakandi í mörgum utanlandsferðum sýning- arflokka glímumanna og m.a. þjálfaði hann ágætan glímuflokk frá Knattspyrnufélagi Reykjavík- ur, sem fór glímusýningarferð til Færeyja 1951 undir hans stjórn. Þorsteinn var kunnáttumaður og snillingur bæði í sókn og vörn í glímunni. Hann var mjög fjölhæf- ur glímumaður og undirbjó oft lok- asóknina í glímunni af mikilli kunnáttu. Þorsteinn kunni öll glímubrögð íslensku glímunnar af frábærri þekkingu og forðaðist að bolast eða níða í glímunni. Glímu- stígandinn var með rólegri yfii-veg- un, allt þetta setti sinn svip á glímu Þorsteins sem ég hef verið að lýsa. Helstu úrslitaglímubrögð Þorsteins tel ég að hafi verið; mjaðmahnykk- ur, klofbragð með hægra fæti og sniðglíma á lofti með vinstra fæti. Þorsteinn hlaut oft verðlaun fyr- ir glímu sína, m.a. vann hann í fjölmennri flokkaglímu í þyngsta flokki, sem haldin var í Reykjavík 1929. Annar að vinningum í þeim flokki var Lárus Salómonsson. Þorsteinn Kristjánsson varð glí- musnillingur íslands í Íslandsglí- munni á Þingvöllum 1930 og vann Stefnuhornið — verðlaunagrip fyrir glímuhæfni. Þá fékk hann enn- fremur mjög vandaðan silfurbikar frá íþróttasambandi íslands. Sem glímukennari var Þorsteinn Kristjánsson framúrskarandi góð- ur kennari. Hann hafði ríkan skiln- ing á íslensku glímunni og skildi sérstöðu hennar sem fangbragða- íþróttar. Nemendur hans forðuðust allt bol og níð og tömdu sér að standa beinipog glíma af mjúkleik, jafnvægi og kunnáttu í glímunni. Fyrir hveija glímuæfingu tók Þorsteinn sérstakan tíma til undir- búnings glímukennslu sinnar, glímubragða og varna, svo kunn- átta næðist í drengilegri og góðri íslenskri glímu og að forðast alla slysahættu í glímunni. Þorsteinn er vel meðalmaður á hæð og þéttvaxinn, mjúkur í öllum hreyfingum og afburða vel á sig kominn að öllu atgervi. Glímur Þorsteins voru oft hreinasta snilld. Mýkt, lipurð og jafnvægi og kraft- ur líkamans samþætt góðri þjálfun var allt fléttað saman svo sem best getur orðið. Þorsteinn Kristjánsson er góð- um gáfum búinn, sem var einn þáttur í glímukunnáttu hans og hæfileikum í glímunni og til að ná þeim ágæta árangri í glímukennslu sem hann náði. Þorsteinn var líka ágætur félagsmálamaður og stendur íslenska glíman í þakkar- * skuld við hann og þeir menn sem með honum unnu að málefnum glímunnar. Á efri árum hefur Þorsteinn haft mikinn áhuga fyrir skógrækt og er ánægjulegt að sjá umhverfi sumarbústaðar hans, sem er um- vafinn fögrum skógi. Að atvinnu var Þorsteinn Krist- 'jánsson bílstjóri. Hann var fyrsti maður sem keyrði alla leið frá Reykjavík til Akureyrar 1928 og með flokk glímumanna úr Ármanni fór hann á vörubíl 1929. Kona Þorsteins Kristjánssonar var Emma Guðjónsdóttir frá Borð- eyri. Þau áttu þijú börn. Ég óska Þorsteini Kristjánssyni innilega til hamingju á 90 ára af- mælinu. Ég þakka ánægjulegt samstarf liðinna ára. Kjartan Bergmann Guðjóns- son Afmæliskveðja frá Glímufélaginu Armanni Tíðum sést á leið milli Sund- lauga Reykjavíkur og heimilis við Laugarnesveg háleitur maður með hvelfda bringu, léttstígur sem læð- ist hann á tábergi, berandi undir handlegg sundskýlu í samanvöfðu handklæði. Um átta tugi ára hefur Þorstéinn Kristjánsson sótt „sund- laugarnar“. Náði snemma að verða syndur af sjálfsdáðum en komst þó í sundrólu Páls sundkennara. Hann minnist margs frá laugar- ferðum. Man er klefagólfin í væg- um frostum voru lögð svellbunk- um, þróarveggir ásamt botni þétt- vaxið grænþörungum fram til upp- hitaðra flísagólfa kristalstærra lauga nútímans. Það er aðdáunar- vert að verða þess áskynja hvað hinar fornu „Laugarnesslaugar“ hafa veitt fjöldanum aukna veliíð- an, bætt líkamsfar og félagsskap. Þessu ber Þorsteinn vitni, er hann kemst á tíræðis aldur. Þorsteinn er okkur Reykvíkingum fyrst og fremst kunnur af glímusnilld og affærasælum akstri vörubifreiða. í lok síðustu aldar settu saman bú á Korpúlfsstöðum í Mosfells- sveit Rannveig Sveinsína Þórðar- dóttir og Kristján Magnússon. Þórður faðir Rannveigar var Sveinbjöi-nsson prests Svein- björnssonar á Staðarhrauni, Mýra- sýslu. Þórður var sagður: „Greind- ur maður, hraustmenni og fjör- menni, vel látinn“, bóndi í Hrúts- holti, Hnappadalssýslu, og Tungu í Staðarsveit, Snæfellssýslu. Starf- aði að sveitarstjórn og barna- kennslu. Rannveig bar nafn ömmu sinnar Vigfúsdóttur sýslumanns Þórarinssonar á Hlíðarenda, Rangáivallasýslu, systur Bjarna amtmanns og skálds Thorarensen. Þar frá skyldleiki með þeim Sig- urði Grímssyni Thorarensen, glímukappa íslands um árabil, og Þorsteini. Kristján faðir Þorsteins var frá Hofstöðum í Garðahreppi, Gullbringusýslu, sonur Magnúsar bónda þar Þorleifssonar. Systir Þorsteins var Vigdís listvefnaðar- kdna. Móðir þeirra dó er Þorsteinn var fimm ára. Vigís var tekin í fóstur af móðursystur þeirra, Sig- ríði, sem hafði mjólkui-sölu á Laugavegi 46, Reykjavík. Þorsteinn var um skeið á ýms- um bæjum í Mosfellssveit eða það lengi, að hann gekk í skóla í Grafarholti. Þar naut hann kennslu Guðrúnar Björnsdóttur og segist hann hjá þeirri ágætu konu hafa lært það sem honum auðnað- ist að læra í skóla. Eftir að hann kom til föður síns í Reykjavík var hann við nám í Miðbæjarskólan- um. Þar iðkaði hann leikfimi hjá Steindóri Björnssyni frá Gröf. í Mosfellssveitinni komst Þorsteinn í kynni við buxnatök. Árið 1919 var eftir 5 ára hlé aftur keppt um Grettisbeltið. Voru keppendur fimm. Meðal keppenda var Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum, sem hreif áhorfendur og þar á meðal Þorstein. Framganga Þorg- ilsar og nokkurra annarra glímu- manna af 15 í- Íslandsglímunni 1920 vakti áhuga Þorsteins á glímu, svo að hann gekk um haust- ið í Glímufélagið Armann og hóf að æfa glímu ásamt grísk.-rómv. fangi. Veturinn 1920-21 naut hann kennslu Guðmundar Kr. Guðmundssonar, sem Þorsteinn kvaðst hafa lært mikið af, t.d. mýktina og leiknina, en kraftbeit- inguna aðeins á skömmu augna- bliki en því rétta. Þessari megin- reglu hefur Þorsteinn fylgt á glímuferli sínum. Á æfingar sóttu tíðum utanbæjarmenn. Glímulag höfðu þeir misjafnt. Þingeyingar lyftu viðfangsmönnum af fótum og beittu bragði á lofti. Sunnlend- ingar þyngdu andstæðing niður og lögðu brögð lægra eða niðri. Sumir reyndu að ná hraðri stíg- andi, aðrir stigu aftur og leituðust við að láta keppinautinn elta sig. Þá voru þeir sem vart vildu bif- ast, þyngdu sig niður og beittu tregðu. Þorsteinn var fljótur að nema glímulag manna og ná að beita þá viðeigandi aðför í sókn og mjúkri undanlátssemi í vörn. Hann fór bil beggja við beitingu bragða, ýmist hátt með fettu eða lágt með bolbeygju. Han átti til að stiga í stigandinni náið að viðfangs- manni, en svo allt í einu víkja undan til þess að fá rými til beit- ingar mjaðmavinda. Á þessum fyrstu árum Þorsteins við æfingu á glímu naut hann glímufélaga eins og Ágústs Jóhannessonar, Eggerts Kristjánssonar, Her- manns Jónassonar, Magnúsar Sig- urðssonar, Varmadalsbræðra Þor- geirs, Ágústs, Björgvins og Jóns. Fyrstu kappglímuna lagði hann í 1923, sem er Skjaldarglíma Ár- manns, en var svo óheppinn að fara úr liði á handlegg. Næst lagði hann i glímukeppni 1925. Beðið hafði verið með Islandsglímuna þar til glímumenn þeir kæmu frá Noregi, sem þar höfðu verið á sýningarferð á vegum UMFÍ undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Aðeins Noregsfararnir kepptu. Sigurður Greipsson var í þeim flokki og skyldi nú veija Grettisbeltið í þriðja sinni og þá fyrir 5 félögum sínum úr glímuflokknum. Meðal þeirra var Þorsteinn Kristjánsson. Þeir Sigurður höfðu oft átt saman snarpar glímur í ferðinni. Sigurður sagði við mig, er á góma bar ferð- in og Íslandsglíman 1925: „Maður gat átt von á mörgu frá Steina Kristjáns. Hann var séður og bjó yfir mikilli færni í glímu. Ég lenti líka í erfiðleikum með hann. Af snöggum mjaðmahnykk var ég á leið í gólfið. Rak niður þumalfing- ui' og gat rétt mig við á honum.“ Næsta opinbera kappglíma Þor- steins var flokkaglíma Reykjavík- ur 1928. í þyngsta flokki vann hann alla. Síðasta og fjórða kapp- mót sem Þorsteinn sótti var Is- landsglíman á Alþingishátíðinni 1930. Til veglegustu verðlauna, sem veitt höfðu verið til að keppa um hérlendis, var að vinna. Áuk þeirra Stefnishornið fyrir fagra glímu og bikar úr hendi Kristjáns konungs tíunda. Keppendur voru 16. Þeirra á meðal Þorsteinn ásamt öðrum snjöllustu glímu- mönnum þjóðarinnar. Sigurður Grímsson Thorarensen lagði alla 15 viðfangsmenn sína, Jörgen Þorbergsson og Lárus Salomons- son 13 hvor og Þorsteinn Kristj- ánsson 12. Fegurðardómnefndin treysti sér ekki að kveða upp á Þingvöllum hver skyldi hljóta Stefnishomið. Varð nokkur bið á að úrskurður félli en er hann var birtur dæmdist glímusnillingstign- in Þorsteini ásamt Stefnishorninu og bikar ÍSÍ. Þegar konungur tók í hönd glímumanni að loknum við- ureignum tóku menn eftir að hon- um dvaldist framan af við Þor- stein og spurðist að hann hafí átt að segja „De var den bedste“. Glímuferðar til Noregs 1925 á vegum UMFÍ hefur verið getið. Veikindi ög meiðsli ásóttu glimu- mennina, svo að t.d. í Moss voru aðeins 5 sýningarfærir af 9 og stjórnandinn, Jón Þorsteinsson, veikur. Sigurður tók að sér stjórn en Þorsteinn margar viðureignir. Til Danmerkur hélt Jón Þor- steinsson árið eftir og þá á vegum Glímufélagsins Ármanns. Skipu- leggjandi ferðarinnar var Niels Bukh skólastjóri íþróttalýðháskól- ans í Ollerup og nemendafélag skólans. Ferðin tók 2 mánuði og urðu sýningar 40. Þorsteinn Kristjánsson var einn glímumann- anna. Niels Bukh ferðaðist stund- um með flokknum og naut þess að láta Þorstein aka, því að hann naut þess er hratt og öruggt væri ekið. I þriðja sinn var Þorsteinn á faraldsfæti með Jóni Þorsteinssyni og glimu- og leikfimiflokki Ár- manns 1929 til Þýskalands. Ferðin tók 2 mánuði og sýningar urðu í 29 borgum. Sá er þetta skrifar var einn ferðafélaga Þorsteins og fékk að njóta snarpra og snjallra viður- eigna sem hann átti við félaga sína, þó sérstaklega Jörgen Þor- bergsson. Það þurfti áhuga og þegnskap fjölskyldumanns til þess að taka þátt í 3 slíkum tímafrekum og útgjaldasömum ferðum. Eftir 1930 hóf Þorsteinn að kenna glímu. Fyrst hjá Glímufé- laginu Ármanni og þá í 5 ár hjá KR. Árið 1950 efndi KR til glímu- farartil Færeyja. Þjálfari flokksins og stjórnandi var Þorsteinn Kristj- ánsson. Um 10 ára skeið var Þor- steinn umferðakennari hjá ÍSÍ og fræðslumálaskrifstofunni milli fé- laga og skóla. Þorsteinn var ein- lægur nemendum sínum og íþrótt. Ég kynntist honúm sem kennara, er hann var aðstoðarmaður minn við þjálfun, æfingu og stjóm flokks glímumanna sem komu fram á heimssýningunni í Monre- al, Kanada, 1967. Flokkurinn þáði boð félags Vestur-íslendinga í Torento að sýna þar. Við þessa heimsókn kynntist ég hve ljúf- mannleg framkoma Þorsteins féll gestgjöfum okkar vel í geð. Glímu- mönnunum var hann góður félagi, án þess að glata aga. Við ofláta gat hann verið meinyrtur eða hæðinn. Ungur komst Þorsteinn í kynni við bifreiðir. Innan tvítugs réðst hann til Lárusar fjeldsteds sem bjó á Sunnuhvoli við Rauðarárstíg stóru kúabúi. Hann lét afla búinu heyja í Olfusi og starfrækti vöru- bíl til heyflutninga. Þorsteinn var aðstoðarmaður bílstjórans. Öku- skírteini fékk hann 1922 og aflaði sé 'h tonns vömbifreiðar. Upp frá því varð atvinna hans akstur vöru- bifreiða. Hann hefur átt 5 vöru- bíla. Stéttvís hefur Þorsteinn ávallt verið og tekið þátt í félagsskap starfsfélaga sinna. Fram að 1931 að Vörubifreiðastöðin Þróttur var stofnuð, dreifðust bílstjórarnir milli fjögurra stöðva. Sameiningin var erfitt félagslegt átak. Eins og fram kemur hér að framan taldi Niels Bukh Þorstein heimsins besta bílstjóra. Sannleikskorn hef- ur verið í þessu áliti skólastjórans, því að tvívegis var hann fenginn til þess að aka bifreiðum fyrir 1930 fram og aftur leiðina Reykja- vík-Akureyri. Sigurður Jónsson frá Laug fékk Þorstein til að stjórna fólksbifreið 1928 þessa leið en 1929 fékk Jón Þorsteinsson Þorstein til þess að búa vörubíl sinn „boddíi“, svo var kallaður við- arkassi með trébekkjum sem fest- ur var á pall vörubíls, og aka væntanlegum Þýskalandsförum Ármanns frá Reykjavík um Akur- eyri til Húsavíkur og til baka. Hann var fyrstur til að aka bifreið þessa leið fram og aftur. Nokkrar ræsisbiýr brotnuðu í síðari ferð- inni og hlutust af sektir, því að í sumum sýslum voru ekki komnir þjóðvegir. Ýmsar aðrar leiðir ók Þorsteinn okkur félögum sínum til sýninga, t.d. upp að Geysi um fúamýrar og eftir lækjarfarvegum. Þorsteinn kvæntist 1925 Emmu Guðjónsdóttur sem var frá Borð- eyri. Skildu. Þau áttu þijú börn: Rannveigu, Óla og Erlu. Fyrir hjénaband eignaðist Þorsteinn son, sem Iést fullorðinn, Einar að nafni. Auk þessara fjögurra barna eru afkomendur orðnir 24. Síðari kopa Þorsteins var Hall- dóra Þorsteinsdóttir. Þau skildu. Hjónabandið var barnlaust. Þorsteinn laut þeim örlögum að eiga víða heimili frá því móðir hans dó 1905. Um nokkurt skeið hefur hann átt íbúð við Laugarnes- veg. Mér fannst Þorsteinn ætíð vera borgarbarn sem vart mætti sjá af Reykjavík, því kom mér á óvart, er hann fyrir fáum dögum sýndi mér mynd af húsi sem hann á austur við Álftavatn í Gríms- nesi, nær hulið vöxtulegum tijám. Þangað hefur hann í 50 ár leitað næðis og ánægju við ræktun. Vig- dís systir Þorsteins var listamaður og verk hennar talin til hámenn- ingar hjá þeim, sem telja sig færa að draga verk manna í menningar- dilka. Iþróttir eru menning. Eina iðkaði Þorsteinn Kristjánsson og gerði að íþrótt sinni og náði á henni slíkum tökum sem sannur listamaður. Stjórn Glímufélagsins Ármanns óskar hinum níræða glímusnillingi heilla, þakkar honum virkt íþrótta- starf og vonar að margir félagar gleðji hann með heimsóknum í Hótel Lind við Rauðarárstíg milli kl. 17 og 19 í dag. Þorsteinn Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.