Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYGGING .E...IA. % w Y tkc ^ Al. LYKILLINIM \ll GÓOU KVÖLDI j®| lormmluaíuíi wMm sjóvá!®almennar ■ iiroi FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Bílþjófnaður í Hafnarfirði: Grindavík: v Heilbrigðis- fulltrúi læt- ur innsigla „sláturhús“ Grindavík. Fjáreigendur í Grindavík eru heitir eftir aðgerðir heilbrigðis- fulltrúa í gær en hann lét innsigla húsnæði scm þeir hafa leigt til þess að slátra fé sínu. Þeir telja sig vera í fullum rétti að slátra fé sem er til einkaneyslu, en heil- H brigðisfulltrúi bendir á reglugerð sem bannar slátrun fjár i þéttbýli auk þess sem grunur leikur á að hluta kjötsins hafi átt að selja. Lögreglan innsiglaði húsnæðið síðdegis í gær, en þá var búið að slátra um 120 lömbum. Einnig var búið að gera ráðstafanir til að flytja kjötið burt til förgunar en sú aðgerð var stöðvuð af fógeta. Akveðið verð- ur í dag hvað eigi að gera við kjötið. Fjáreigendur héldu fund í gær- kvöldi og kveðast ætla að bíða að- gerða fógeta áður en þeir taka ákvorðun um viðbrögð af sinni hálfu. Þeir segjast reiðubúnir að mæta því af fullri hörku ef til þess kemur að kjötinu verði fargað. FÓ Stórkaupmenn láta í Ijós áhuga á að kaupa Ríkisskip FYRIRTÆKI innan Félags íslenzkra stórkaupmanna vilja skoða möguleika á að kaupa Skipaútgerð ríkisins, að sögn Stefáns S. Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Stórkaupmenn hafa sent Halldóri Blöndal samgönguráðherra bréf, þar sem þeir fara fram á að fá breytingar á rekstri Ríkisskipa til umsagnar. Eimskipafélagið og Samskip segjast geta annað þeim flutningum, sem Ríkisskip hafa séð um. „Félagið hefur á undanförnum árum látið til sín taka fannflutninga til og frá landinu, enda eru félags- menn í FÍS á meðal stærstu neyt- enda að þessari þjónustu," segir i bréfi stórkaupmanna. „Samkeppni í flutningastarfseminni hefur á síðustu árum minnkað verulega, og er nú svo komið að einn aðili hefur slíkt tak á allri atvinnustarfsemi í landinu að annað eins hefur ekki þekkzt frá því að Noregskonungar ríktu hér á landi í krafti Gamla sáttmála.“ Stórkaupmenn eiga þarna við Eimskipafélagið. Stefán Guðjóns- son sagði í samtali við Morgunblað- ið að Eimskipafélagið hefði nú um 60% af flutningum á sjó á sínum snærum og sá hlutur færi í 70% ef strandsiglingarnar bættust við. „Við viljum alls ekki óbreyttan rekstur Ríkisskipa. Félag íslenzkra stórkaupmanna er hlynnt áformum ríkisstjórnarinnar um einkavæð- ingu, en það verður að staldra við og spyija til hvers einkavæðingin sé. Ef ekki á að auka samkeppni í siglingum og innleiða markaðsbú- skap á öllum sviðum þessarar at- vinnugreinar, höfum við ýmislegt Raunávöxtun 45 daga við- skiptavíxla nálgast 30% NAFNÁVÖXTUN viðskiptavixla gagnvart seljanda er nú 36,3% til ‘17,4% miðað við 45 daga víxil en 33,9% til 34,8% miðað við 60 daga ‘víxil. Er þá ekki tekið tillit til 0,25% stimpilgjalds af höfuðstól. „Þetta þýðir að raunávöxtun 45 daga viðskiptavíxla er um 30% gagn- vart seljanda á ársgrundvelli," segir Yngvi Harðarson hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda. „Þetta skýrist auðvitað af því hversu mikill kostnaður er samfara þessu lánaformi. Auk þess sem vaxta- stig er almennt hátt um þessar mundir. Við höfum ráðlagt þeim sem til okkar hafa leitað að skipta yfir í önnur lánaform eða geyma víxlana." í fréttabréfi Félags íslenskra iðn- rekenda, „Á döfinni", kemur fram að búist sé við að árshraði verð- bólgu verði 6-7% næstu tvo mánuði miðað við framfærsluvísitölu. Þar er jafnframt gerður samanburður á kjörum einstakra banka og spari- sjóðanna og kemur í ljós að kostnað- ur af viðskiptavíxlum er lægstur hjá Búnaðarbanka en hæstur hjá íslandsbanka. Tryggvi Pálsson bankastjóri ís- landsbanka segir að vextir af óverð- tryggðum lánum sveiflist eftir verð- bólgu hveiju sinni en vissulega séu þeir háir nú. „Þessu var öfugt farið á fyrrihluta ársins. Þá voru vextir af óverðtryggðum lánum lágir mið- að við verðtryggðu kjörin,“ segir Tryggvi. Á fyrrihluta ársins lögðu bank- arnir það til grundvallar að verð- bólgustigið yrði 7,5% en það varð 12%. Fram til 1. ágúst voru því vextir af óverðtryggðum lánum, að mati bankanna, of lágir. í máli Tryggva kemur fram að ef öllum lántökugjöldum sé sleppt úr fyrrgreindum prósentum komi fram raunávöxtun sem sé á bilinu 20-25%. Fyrir utan stimpilgjöld, er hér átt við lántökugjöld og aðrar þóknanir bankanna. Sjá einnig fréttir um vaxtamál á bls. 18. við það að athuga,“ sagði Stefán. Hann sagði að það væri óraunhæft að ætla að Samskip gætu veitt Eim- skipafélaginu þá samkeppni, sem nauðsynleg væri, félagið ætti til- veni sína undir Eimskip. Hann sagði að með bréfi sínu væru stórkaupmenn að fara fram á viðræður við ráðherra um breytt- an rekstur Ríkisskipa. „Starfsmenn skipafélagsins hafa iátið í ljós áhuga á að stofna hlutafélag um reksturinn og talað um að þeir þurfi samstarfsaðila til liðs við sig. Við erum tilbúnir að ræða til dæmis þátttöku í slíku hlutafélagi," sagði hann. Aðspurður hvort nýtt skipafé- lag myndi verða í millilandasigling- um, jafnframt strandsiglingum, sagði Stefán það koma mjög vel til greina, og til dæmis væru siglingar til Færeyja vísir að aukinni sam- keppni í millilandasiglingunum. Stefán sagði að stórkaupmenn sæju flöt á að reka skipafélagið með hagnaði, en Ríkisskip hafa tapað miklu fé á undanförnum árum og verið á framfæri ríkissjóðs að hluta. „Siglingarnar skipta okkur miklu máli. Fragtin er einn stærsti útgjaldaliður fyrirtækja okkar og vegur þungt í verðmyndun vöru hér innanlands. Þessi fáu skipafélög geta haft ótrúlegt tak á atvinnulíf- inu í landinu. Þau ráða því nánast hvaða greinar blómstra og hveijar deyja, vegna þess hvað fragtin veg- ur þungt í verðinu," sagði Stefán. Ekki náðist í Halldór Blöndal samgönguráðherra í gær til að fá að vita viðbrögð hans við bréfi stór- kaupmanna. Morgunblaðið/Ingvar Eldur var laus í dýnu í hjónarúmi þegar slökkviliðið fóru inn í íbúðina. Rúm barnsins sem var eitt heima þegar eldurinn kom upp er í sama herbergi. Á innfelldu myndinni slökkva brunaverðir í dýnunni utan dyra. Bjargaði bami úr eldsvoða KARLMAÐUR á Kárastíg 4 bjargaði tveggja ára gömlu barni úr brennandi íbúð í kjall- ara hússins í gærkvöldi. Eldur var laus í svefnherbergi íbúðar- innar og hún að fyllast af reyk. Karlmaðurinn, sem býr á mið- hæð hússins, hafði forðað sér úr sinni íbúð er hann heyrði barnsgrát í kjallaranum. Braut hann upp útidyrahurðina og náði barninu út. Það var eitt síns liðs í íbúðinni. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn rétt eftir kl. 21 í gær- kvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs- ins var kallað út þar sem um timb- urhús er að ræða. Er slökkviliðið kom á staðinn lagði mikinn reyk úr íbúðinni í kjallara hússins. Þrír reykkafarar voru sendir inn í hana og reyndist eldur laus í dýnu í hjónarúmi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Barnið var flutt á slysadeild með reykeitrun en er ekki í lífshættu. Reykskemmdir eru töluverðar í kjallaraíbúðinni en annað í húsinu slapp. Eldsupptök eru ókunn. _ Stálu lykli af kippu í klæðaskáp ELDRI kona, sem er starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að bíl hennar var stolið af stæðinu fyrir utan liúsið. Svo virðist sem þjófurinn, eða þjófarnir, hafi farið inn í fataherbergi starfsfólksins og stolið þaðan bíllykli konunnar úr klæðaskáp hennar. Að sögn lögreglu varð einn kokk- urinn á Hrafnistu var við ferðir grun- --- samlegra náunga á göngum staðar- ins. Voru þar að sniglast tveir strák- ar, annar 17-18 ára en hinn um tvítugt. Leist kokkinum ekki meir en svo á þá að hann stökk til og læsti sínum klæðaskáp í fataherberg- inu. Kokkurinn man ekki glöggiega eftir strákunum utan að sá yngri þeirra var í skinnjakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.