Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 13

Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 13
MORÓUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991 C 13 postulans í Efesusbréfi eru því þörf áminning til okkar um að vaxa og þroskast í trúnni: „Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hveijum kenningarvindi...” Kirkjan er kölluð til að lifa sam- kvæmt fyrirheitum Guðs. Vonin á að verða að veruleika. I safnaðar- uppbyggigngu er lögð á það áhersla að söfnuðir líti í eigin barm og skoði starfið í Ijósi Guðs orðs þar sem fyrirheitin eru skráð. Þessi saman- burður á að leiða til róttæks endur- mats, að söfnuðir gangi í sjálfa sig og horfist í augu við það hvað það er að vera kirkja í anda og sann- leika. Og hvernig hefur nú sr. Erni Bárði gengið að koma þessu starfi í gang? -Það hefur í raun gengið ótrúlega vel og ég hef alls staðar mætt já- kvæðu viðmóti. Auðvitað gætir tregðu hjá sumum sem taka átaki sem þessu með fyrirvara en mér hefur fundist það sammerkt bæði meðal presta og leikmanna sem ég hef kynnt átakið fyrir og fengið til að taka að sér ákveðin verkefni í tengslum við það að allir séu reiðu- búnir að leggja á sig heilmikið starf í þessu sambandi. Hver eru fyrstu skrefin í þessu átaki? -Þegar ég var ráðinn til að sinna þessu verkefni í fullu starfí á síð- asta ári hóf ég fyrst ýmsa gagna- söfnun og undirbúningsvinnu og setti fram ásamt nefndinni sem ég starfa með áætlun um verkefni starfshópa fyrir safnaðaruppbygg- ingu. Hópunum eru falin ákveðin verkefni og þeir eru í raun að vinna hið eiginlega undirbúningsstarf fyr- ir sjálfa safnaðaruppbygginguna. Starfi þeirra lýkur á því að setja fram áætlun um hvernig söfnuður- inn á að hefjast handa. Ég hef síð- ustu vikur og mánuði verið að kynna þessa starfsáætlun á fundum í prófastsdæmunum þar sem hún er til skoðunar. í sumum prófasts- dæmum eru hópamir þegar byijað- ir störf eins og til dæmis í Reykja- vik, hópar í Eyjafjarðarprófasts- dæmi hefjast handa síðar í haust og ég vona að hópar á Austurlandi og á Snæfellsnesi fari einnig í gang á næstunni. Skoðun - óætlun - framkvæmd Om Bárður segir að um sé að ræða 10 til 12 manna hópa skipuð- um bæði leikum og lærðum, starfs- mönnum kirkjunnar sem öðrum áhugamönnum um eflingu safnað- Safnaðar uppbygging arstarfsins. -í hópunum eru yfírleitt sóknarpresturinn, organisti, fulltrú- ar sóknarnefndar, kórs og bama- og æskulýðsstarfsins og aðrir sem áhuga hafa. Starf hópanna á að standa í allt að 12 mánuði og þeir vinna allir eftir sömu áætlun sem skiptist í fjóra þætti: 1. Trúarlífskönnun Guðfræði- stofnunar er lesin og ræddar niður- stöður hennar um trúarlíf íslend- inga og afstöðuna til kirkju og kristni. 2. Hópurinn les og kynnir sér greinar og bækur um safnaðarupp- byggingu og situr námskeið með verkefnisstjóra. 3. Hópurinn greinir aðstæður í sókn sinni, m.a. lýðfræðilegar upp- lýsingar um aldursskiptingu íbúa og fleira, svo og um stofnanir og starf sem þjónar sóknarbörnun á vegum annarra aðila. 4. Sett fram áætlun um hveiju skai breyta í safnaðarstarfinu, hvað verði óbreytt, hvaða nýtt starf skuli hefja og hver þörf sé fyrir fjármagn og starfsfólk til að þetta allt geti orðið. Þegar þessu öllu er lokið má segja að hin eiginlega safnaðarupp- bygging geti hafist og ári eftir að áætluninni hefur verið hrundið í framkvæmd er árangurinn veginn og metinn. Hvernig gæti sú áætlun litið út? -Söfnuðir eru jafn ólíkir og þeir eru margir og það er ekkert sjálf- gefíð að miklar breytingar verði í starfinu. En þegar menn hafa skoð- að og skilgreint starfsvettvanginn sést kannski betur hvort leggja þurfí íukna áherslu á starf fyrir aldraða, eða draga úr því og snúa sér frekar að bömum eða ungling- um, kannski þarf að taka upp sérs- takt starf fyrir foreldra unglinga og þannig mætti lengi telja. Aðal- atriðið er að staldra við og kanna hvort starfíð er á réttri braut. Vaxandi samkeppni Nú má segja að þetta hljómi allt eins og viðskiptafræði. Er þetta bara góður „bisness” og snýst þetta bara um markaðssetningu á þessum ytri ramma um starfsemi kirkjunn- ar? -Já og nei. Kirkjan er hér að nota aðrar fræðigreinar til að skipu- leggja starf sitt betur og gera boð- un sína markvissari. Markmið kirkj- unnar er eftir sem áður að boða fagnaðarerindið og bjóða það sam- félag sem hún hefur alltaf boðið með guðsþjónustum, biblíuleshóp- um, bænahópum og alls kyns öðru starfí. Þetta markmið kirkjunnar breytist ekki þótt við grípum til nútímalegri aðferða við skipulagn- ingu og stjórnun starfsins. Þess má til dæmis geta að unnið er nú að gerð myndbands um starfsemi safnaða innan Þjóðkirkjunnar og er það gert að frumkvæði Myndbæj- ar hf., sem leitað hefur ráða hjá okkur og mun ég hafa hönd í bagga með efnisvali. Safnaðaruppbygging er eitt brýnasta verkefni kirkjunnar. Það er sérstakt átaksverkefni þennan áratuginn og kirkjan hefur betri aðstæður til þess nú en oft áður að efla tengsl sín við þjóðina en um leið á hún í vaxandi samkepppni. Þess vegna þarfnast hún fúsra handa, endurbættra veiðarfæra og nýrra leiða í safnaðarstarfinu. jt KIRKJA rrrilli VONAR °g VERULEIKA TRÚ SKÍRN ÁN EFTIRFYLGDAR SAMFÉLAG TRÚIN ER EINKAMÁL NÁÐARGJAFIR SAFNAÐAR PRESTURINN ER ALLT í ÖLLU ÞJÓNUSTA VK> NÁUNGANN FÓLK HUGSAR UM EIGIN HAG Á þessari teikningu má sjá hvernig sett hefur verið upp samband vonar og veruleika í kirkjunni. Morgunblaðið/KGA Starfshópurinn sem ræðir um safnaðaruppbyggingu í Seltjarnarnessókn. frá vinstri: Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Thorarensen, Haukur Björnsson, Rúna Gísladóttir, Unnur Ágústsdóttir, Þorvaldur Halldórsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Elísabet Eiríksdóttir. Á myndina vantar Jón Sigurðsson, sem einnig er í starfshópnum. Skemmtilegur hópur og umræður opnar Þetta er sérlega skemmtilegur hópur og umræðurnar eru mjög opnar og einlægar og menn tóku strax mjög vel í að taka að sér þetta verkefni, segja þær sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknar- prestur og Þorbjörg Guðmundsdóttir ritari sóknarnefndar Seltjarn- arnessóknar um umræðuhópinn um safnaðaruppbyggingu sem þar hefur tekið til starfa. Ásamt þeim sitja í hópnum fulltrúar frá æsku- lýðsstarfi safnaðarins, kirkjukórnum og fleiri, alls 9 manns. Með safnaðaruppbyggingu erum við að reyna að stækka þann kjarna sem sækir kirkju og tekur þátt í safnaðarstarfinu. Starfshópurinn hittist hálfsmán- aðarlega í Seltjamarneskirkju og er Þorbjörg Guðmundsdóttir fund- arstjóri. — Það er ékki vandamál að stýra þessum hópi eða fá fólk til að tjá sig, segir Þorbjörg, því við förum eftir nokkuð nákvæmri dagskrá og menn hafa haldið sig mjög vel við efnið. Hver em helstu umræðuefnin? — Fyrstu fundirnir fara í að ræða trúarlífskönnunina, siðan kynnum við okkur greinar og rit um safnaðamppbyggingu, eftir það eigum við að safna upplýsingum og greina hvemig söfnuðurinn er saman settur og að lokum setja fram tillögur um aðgerðir varðandi safnaðaruppbyggingu, segja þær stöllur, — Okkur fínnst mjög gagn- legt að fara í gegnum trúarlífs- könnunina, hún er í raun algjör fjársjóður af upplýsingum um hvernig við íslendingar lítum á trú, kirkju og kristni og út frá þeim athugunum má fá ýmsar hugmynd- ir um nýjar áherslur í safnaðar- starfinu. Hvað gæti greining og athugun á samsetningu sóknarinnar haft í för með sér í safnaðarstarfmu? — Við vitum auðvitað hvemig aldursskiptingin er en við munum reyna að greina hvemig söfnuður- inn er að öðm leyti saman settur, hlutfall háskólamanna, heimavinn- andi fólks, einstæðra foreldra eða eitthvað í þá áttina. Safnaðarstarf- ið gæti síðan tekið breytingum út frá þeim atriðum sem við kunnum að rekast á og gæti gefíð hugmynd- ir um hveiju má eðá þarf að breyta. Spumingin er alltaf hvernig kirkjan á að mæta sóknarbörnum sínum og hún gæti þurft að gera það með annars konar áherslum á Seltjam- arnesi heldur en kunna að verða uppi í næstu sókn. Við munum sjálfsagt reyna í til- lögum okkar að fínna út hvernig kirkjan getur tengst betur því fólki sem hingað til hefur ekki vanið komur sínar í kirkjuna. Kannski er þetta að miklu leyti spurningin um það að fá fólk til að taka trú sína alvarlega. I sem einföldustu máli má segja að við séum hér að leita að leiðum. Við viljum ekki starfa í föstum skorðum heldur vera opin og vak- andi fýrir því að hugsanlega þurfí að taka upp nýja þætti. Við vekjum hins vegar athygli á því að ávöxtur þessa starfs kemur ekki í ljós í vetur, heldur endum við starfið á að móta tillögur sem skoðaðar verða í vor og kannski starfað að einhvetju leyti eftir á næsta vetri. Skilgreining á „heil- brigði” safnaðanna Safnaðaruppbygging er fræðigrein sem fæst við að rannsaka eðli, hlutverk, og „heilbrigði” kristinna safnaða með tilliti til þess hvern- ig þeim gengur að framfylgja kristniboðsskipuninni um að „gjöra allar þjóðir að lærisveinum.” Þannig skilgreinir lútherski guðfræð- ingurinn Kent R. Hunter safnaðaruppbyggingu. Hann segir einnig að safnaðar- uppbygging sé ferli sem byiji smátt en stefni að því að gegnsýra allt safnaðarstarfið. „Safnaðarupp- bygging er ekki „átak" eða „pró- gramm” sem kemur í tísku og menn bíða af sér ef þeim líkar það ekki. Safnaðaruppbygging er ferli sem vinnur líkt súrdeiginu sem hægt en markvisst endurnýjar allar greinar kirkjulegs starfs.” En safnaðaruppbygging er líka meira en ferli. Hún felur í sér sér- staka afstöðu til Jesú Krists og fyrirheita hans sem ieiða af sér bjartsýni, hagsýni, ábyrgð og knýj- andi viðhorf til umhverfísins. Þannig hefur margt verið ritað • um safnaðaruppbyggingu og hefur sr. Örn Bárður Jónsson verkefnis- stjóri viðað að sér ýmsu efni sem nota má í þessu verkefni. Oft er þetta sett fram á einfaldan og myndrænan hátt til að menn geti betur gert sér grein fyrir hvernig skal standa að mál- um. Hér eru tvær slíkar teikningar. Turninn. Að byggja upp. Hér er minnt á orð frá Lúkasarguð- spjalli: „Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnað- inn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?” Grunnur turnsins, verksins, er Bibl- ía, bæn og tilbeiðsla. Starfshópur- inn tekur síðan til við verkefnin eitt af öðru og þegar hugmyndum hefur verið hrint í framkvæmd og þær prófaðar fer fram endurmat Essin þijú. Víða er nú lögð áhersla á myndun hópa í söfnuðum. Fólk kemur saman til að biðja, lesa í Biblíunni, veita umhyggju og ástunda fyrirbæn í smáhópum. Þá tilheyra sumir félagi í sókninni svo sem kvenfélaginu eða kirkjukóm- um svo dæmi séu tekin. Stærsti hópurinn er svo guðsþjónustu- samfélagið sem tengir allt saman. Þetta er útskýrt með myndinni um essin þijú: Smáhópinn, samfélagið og söfnuðinn. AÐ BYGGJA UPP LÚKAS 14.28 SMAHOPUR 3-12 MANNS. HLU7VERK: AÐ VEITA FÓLKIANDLEGT NÆRSAMFÉLAG A / 0 0 ð 0 n SAMFELAG 25-175 MANNS. HLUTVERK: AD FULLNÆGJA FÉLAGS- OG SKÖPUNARÞÖRF í STÆRRI HÓPUM S.S. KÓR, SAFNAÐARFÉLAGI. ÆSKULÝOSFÉLAGI O.S.FRV. SOFNUÐUR 175 + PVÍ STÆRRI HÓPUR. ÞEIM MUN BETRA. HLUTVERK: AÐ SAFNA FÓLKI SAMAN ITILBEIÐSLU, TIL HÁTÍOAR KRINGUM ORÐOGBORÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.