Morgunblaðið - 03.11.1991, Side 30

Morgunblaðið - 03.11.1991, Side 30
30 O MOItólíNWAtilÐ SAMSAFNÍPMllMi?: növkmbkií iWí ÆSKUMYNDIN — ER AF BIRNIE YSTEINSSYNIFYRIRLIÐA ÍSLENSKA BRIDSLANDSLIÐSINS Strauk úr „sveitasælunni” Hann trúir því að það sé hverjum manni hollt að fá að alast upp við sjávarsíðuna enda segir hann að það hafi verið yndislegt að alast upp í Hafnarfirði. Bryggjulífið átti vel við hann í æsku, en sjómennskan heillaði hann samt ekki sem at- vinnugrein þó hann hafi á sínum yngri árum unnið töluvert við sjávarfang. Þrettán ára gam- all hleypti hann fyrst heimdraganum og hélt norður á Raufarhöfn og var þar í þijú sumur við síldarbræðslu og síldarsöltun og síðar í fimm sumur í Hvalstöðinni. , Eg fékk mína fyrstu eldskím á Raufarhöfn, en mér er ennþá minnisstæður sá tími þegar ég kom heim aftur með allan minn „fjársjóð”. Eg hélt þá að ég ætti heimsins mesta auð og gæti veitt mér allt sem hugurinn gimtist,” segir Bjöm. Björn er fæddur 9. desember 1948 á Landspítalan- um, en hefur verið búsettur í Hafnarfirði alla sína tíð. Bjöm er næstelstur fimm systkina. Faðir hans er Eysteinn Einarsson bókbindari og móðir Þórunn Bjömsdóttir, fyrmm hárgreiðslukona, sem nú er lát- in. Þegar að skóla kom fór hann í Lækjarskólann, síðan í Flensborg og loks í Verslunarskóla íslands þaðan sem hann lauk stúdentsprófí vorið 1970. Hann var skrifstofustjóri hjá Berki hf. í Hafnarfirði í ein þrettán ár, réð sig svo sem framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Stokkseyrar í tæpt ár og árið 1978 var hann ráðinn útibússtjóri Útvegsbankans í Hafnar- firði og er nú útibússtjóri íslandsbanka í Garðabæ. Hann var í handbolta og fótbolta til skiptis á sín- um yngri árum. Dorgveiðar áttu jafnframt upp á pallborðið hjá honum og óleyfilegar smásiglingar um höfnina sem allt í Iagi er að viðurkenna nú á fullorð- insámm. Þegar hann hóf nám í Flensborg fóra brids og íþróttir að togast á svo á endanum fór það þann- ig að Björn lagði skóna á hilluna og brids tók við. Eitt sinn var Björn sendur í sveit sumarlangt norð- ur að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Bróðir hans, Úlfar kokkur Eysteinsson, hafði dvalið þar um hríð og hafði lýst þessum stað fyrir bróður sínum allfjálglega sem yndislegasta stað á jarðríki. En í millitíðinni gerist það að bóndakonan á bænum breyt- ir bóndabýlinu í barnaheimili þannig að Björn fékk það hlutverk að eltast við börn liðlangan daginn í staðinn fyrir rollur og kýr og það þótti honum vera hin mestu vinnusvik. Eftir ítrekaðar tilraunir til þess að fá sig lausan úr vistinni lagði hann á ráðin með það að skrifa heim og segjast leggja af stað fótgang- andi þann 1. ágúst ef enginn kæmi að sækja hann. Þannig fékk piltur sínu framgengt. „Við áttum góða samleið í æsku, en eini gallinn við hann Björn er sá að hann er FH-ingur, en ekki Haukari. í fyrsta skipti sem við komumst í kast við lögin var þegar við bræður óðum út á ís sem hafði lagt í höfnina. Þetta athæfi okkar fór náttúrlega fyrir bijóstið á konum, sem þarna voru á gangi og kölluðu þær samstundis á lögreglUna. Fyrr en varði komu rauðblikkandi ljós á fullu. Við sáum þann kost- inn vænstan að stökkva út í sjó og láta lítið á okkur kræla á meðan írafárið stóð yfir,” segir Úlfar og bætir við að ýmislegt hafi verið brallað í gamla daga. M.a. var merku leynifélagi komið á laggirnar sem hlaut nafnið Bí-Ba-Bú og hafði alls kyns njósnastarf- semi á stefnuskránni svo og að reykja svokallaða „spansara”, sem hér verður ekki farið nánar út í. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Úr heimi listanna Islenskt menningarlíf væri fátæk- ara ef Ragnars Jónssonar í Smára hefði ekki notið við á þeim tíma þegar mest reið á. Það er því óhætt að taka undir orð Nóbel- skáldsins að „Ragnari hafi verið í blóð borin virðing fyrir menn- ingarhlutverki lista og hann hafi ósjálfrátt borið vinarhug til þeirra manna sem fundu sig kallaða til slíkra hluta og hafí sýnt það í verki meira en flestir menn. Smjörlíkisverk- smiðja hans mjólkaði peningum í kassann um leið og viðbiti handa landanum sem þá var illa kominn af feitmetisleysi. Hagnaðurinn af þessari magarínstasjón fór í að gefa út bækur, kaupa málverk og styrkja tónlistarlíf landsins,” sagði Halldór Laxness. Myndasafnið að þessu sinni minnir okkur á tengsl Ragn- ars við lista- og menningarlíf ís- lendinga og sýnir okkur hann í fé- lagsskag listamanna sem hann mat mikils. Á einni myndinni er hann á götu í Reykjavík með meistara Kjarval, en hinar tvær tengjast komu ljóðasöngvarans Dietrich Fischer Dieskau, sem hélt hér tón- leika á vegum Tónlistarfélagsins, sem Ragnar var einn af stofnendum að. Sagan segir að Ragn- ar hafí gleymt söngv- aranum í jeppa sínum í hálfan dag, en hann hafði sótt hann eld- snemma út á flugvöll, brugðið sér síðan í prentsmiðju og þaðan í banka og síðan í hádegisverð á Borginni þegar einhver borðfélag- anna innti hann eftir því hvort Di- etrich hefði ekki komið. „Fjandinn sjálfur,” hrópaði Ragnar þá og stökk upp. „Eg var alveg búinn að steingleyma honum.” í boði heima hjá Ragnari um kvöldið var söngv- arinn spurður út í þetta og svaraði þá: „Það eru ár og dagar síðan ég hef hvílst svona vel. Mér kom ekk- ert við, hafði engar skyldur: bara sat og horfði á mannlífið. Þetta var dásamlegur morgunn.” Með Kjarval á götu í Reykjavík árið 1959. SVEITINMÍNER. . . HELGAFELLSSVEIT ÞANNIG . . . SAFNAR Bragi Guð- laugsson málverkum „Þetta er nú eina óreglan mín,” segir Bragi Guðlaugsson, vegg- fóðrarameistari, sem ver nær öllum frítíma sínum í söfnun málverka. Bragi á orðið einhver hundruð verka en hann segir að þar af séu aðeins hálft hundr- að sem hafi raunverulegt söfn- unargildi. Bragi hefur safnað málverkum í rúm 10 ár og segist hafa byijað á öfugum enda. „Maður kaupir gömlu meistarana en fikrar sig svo niður eftir stiganum, endar á ungu og efnilegu myndlistar- mönnunum. Fyrsta myndin sem ég keypti var Ítalíumynd eftir Kjarval, vatnslitamynd. Núorðið sækist ég einna helst eftir verkum frá seinni hluta stríðsáranna og fram yfír 1950, t.d. verk septemb- erhópsins. Eg nefni Svavar Guðna- son, Þorvald Skúlason og Kari Kvaran.” Verkunum segist Bragi reyna ■að koma upp á vegg hjá sér, þar hanga allajafna nokkur klassísk verk en nýrri verkunum segist Bragi við nýjasta verkið í safninu son frá árinu 1950. Bragi skipta ört út. „Svo lána ég eitthvað, hluti af verkunum er í geymslu og svo grisja ég eina og eina mynd úr safninu, t.d. í skipt- um fyrir aðra.” Bragi segist vilja hafa frum- kvæðið að málverkakaupum, sér séu oft boðin verk til kaups en þau kaupi hann sjaldnast. „Ég vil held- ur kaupa verkin hjá myndlistar- mönnunum sjálfum, það er gaman að kynnast þeim og fá að róta í verkunum. Svo fer ég auðvitað á Hinrik Jóhannsson með kirkjuna á Helgafelli í baksýn. „Sveitin mín er Helgafellssveit,” segir Hinrik Jóhannsson sem verið hefur bóndi á Helgafelli sl. 50 ár, en bærinn sá stendur hjá sam- nefndu fjalli. ”Landnámsmaðurinn Þórólfur Mostrarskegg, sem bjó á Hofstöðum, kallaði Þórsnes milli Hofsvogs og Vigrafjarðar. Á því nesi stendur fjall sem hann lagði svo mikinn trúnað á að þangað mátti enginn maður óþveginn líta. Engu mátti tortíma í fjallinu, h vorki fé né mönnum. Hann kallaði Heljpfell og trúði að hann mýndi þangað fara þá hann dæi. og allír á Nesinu hans frændur,” segir í Eyrbyggju. Um tíma bjó Snorri goði að Helgafelli, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur, sem heygð er að Helgafelli. Enn er svo mikil trú manna á Helgafell að fólk gengur unnvörpum á fellið til þess að óskasér. E.f_fyjgt er settmji_Kgl-. um við uppgönguna eiga menn að geta fengið þijár óskir uppfylltar. I Helgafellssveit er og Bjamar- höfn, frægur staður þar sem hinn læknisfróði og forvitri Þorleifur var og Thor Jensen rak stórbú um tíma og hið þekkta Drápuhlíðarfjall, þar sem mikið er af sérkennilegu gijóti. Helgafellssveit er upp og suður af Stykkishólmi og þykir hin feg- ursta sveit. Nú er þar 17 bæi í -byggð-með. uru.80 JMa.II------------- málverkauppboð en þar fær maður sjaldnast það sem maður ætlar sér að kaupa.” Málverkasöfnun er tímafrek og Bragi segist hafa lagt önnur áhugamál á hillnna eftir að hann hóf söfnunina, m.a'. veiðiskap. „Ég er alltaf með hugann við þetta en verð þó að viðurkenna að ég er frekar hirðulaus um* málverkin, álíka hirðulaus og málararnir sjálf- ir. Þeir eru reyndar oft bestu myndlistarmennirnir, þessir hirðu- lausu.” Morgunblaðið/Ámi Sæberg , olíumynd eftir Kjartan Guðjóns-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.