Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 18
18___________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 _
Athugasemdir við skrif
um Stein Steinarr
eftir Jón Óskar
Það er ekkert nýtt, að íslenskir
bókmenntafræðingar hafi í frammi
vafasamar kúnstir í blöðum og út-
varpi, þegar þeir vilja sýna kunn-
áttu sína, og fá þeir venjulega að
gera það óáreittir. í Lesbók Morg-
unblaðsins er einn á ferðinni 2.
nóvember og kemst ég ekki hjá því
að gera nokkrar athugasemdir við
orð hans, þar sem hann bendlar
mig við skoðanir sem ég hef aldrei
haft, en setur auk þess ýmsa kunn-
ingja mína undir sama hatt.
Bókmenntafræðingurinn Ingi
Bogi Bogason er að fjalla um Stein
Steinarr og kallar ritsmíð sína
„Uppruni hugmynda í ljóðum Steins
Steinars”. Þar segir meðal annars.
„Sumir fullyrða að vitsmunaleg
yfirborðsmennska hafi einkennt
Stein og skáldskap hans. I þessu
viðhorfí felst að Steinn hafi þóst
hafa lesið og vitað meira en raunin
var. Samkvæmt þessu hlýtur skáld-
skapur Steins að þykja léttvægur,
í versta falli samsafn af klisjum.”
Greinarhöfundur segir síðan frá
atviki sem hann hefur eftir einhveij-
um ónefndum manni, þar sem
Steinn á að hafa verið að karpa um
eitthvað við kunningja sína á kaffí-
húsi og farið heldur halloka í þeim
kappræðum. Hafi hann þá vikið sér
frá, farið inn í bókabúð, blaðað þar
um stund í bók um efnið sem þeir
höfðu verið að karpa um, farið síð-
an aftur inn í kaffihúsið, haldið
áfram að rökræða um efnið við
kunningja sína eða þá sem við borð-
ið sátu og nú haft betur. Síðan seg-
ir greinarhöfundur:
„Slík tilvik kunna að hafa leitt
kunningja hans og aðra sem stóðu
honum nærri, til að draga öfga-
kenndar og jafnvel rangar ályktan-
ir um skáldahæfileika hans. Jón
Óskar lætur t.d. oft í veðri vaka í
endurminningabókum sínum að
Steinn hafi verið yfirborðskenndur
— hann hafi gripið hvert tækifæri
[sic] til að sýna meiri þekkingu en
hann bjó yfír.”
Af framangreindum tilvitnunum
í grein Inga Boga Bogasonar má
augljóst vera, að gefíð er í skyn og
jafnvel fullyrt, að ég hafí dregið
skáldskaparhæfíleika Steins í efa
og talið, að „vitsmunaleg yfírborðs-
mennska” hafí einkennt ljóð hans.
Slíkar ályktanir bókmenntafræð-
ingsins koma mér til að halda að
hann hafí ekki lesið þær bækur
mínar (um líf skálda og listamanna
í Reykjavík) sem hann vitnar til,
því orð hans eru annað tveggja
eftir Stefaníu
Eyjólfsdóttur
Lífríki veraldarinnar er stefnt í
voða á meðan framtíð Palestínu-
manna er enn óleyst. Ég hef samúð
með ísraelum í landi frelsarans en
samúð mín er líka með Palestínu-
mönnum sem telja sig vera í sínu
föðurlandi. Engin þjóð er sjálfstæð
án landsvæðis, lifibrauðs og tungu-
máls. Það er ekki hægt að hrekja
landnema eftir margra alda búsetu
úr landi feðra sinna. Þá væri alveg
eins hægt að gera hvíta manninn
burtrækan frá Ameríku og Afríku.
Eftir Reykjavíkurfund Reagans
og Gorbatsjovs bað Arafat um fund
á Islandi til að ræða framtíð araba
frá Palestínu og frið fyrir botni
misskilningur á þeim bókum eða
fölsun. Ég kannast ekki heldur við
það, að aðrir vinir og kunningjar
Steins hafí efast um hæfileika hans,
eins og bókmenntafræðingurinn
leyfir sér að gefa í skyn.
Ég leyfi mér að taka nokkrar
glefsur upp úr bókum mínum um
líf skálda og listamanna í Reykjavík
til að kveða þennan misskilnings-
draug niður í eitt skipti fyrir öll,
því nógar eru falsanirnar í íslenskri
bókmenntasögu, þó þetta bætist
ekki við og flytjist til útlanda.
Mælirinn er fullur, þegar reynt er
að gera lítið úr vinum og kunningj-
um Steins, sem best kunnu að meta
hann meðan hann lifði.
í bók minni Hernámsáraskáld
segir frá því, að ég fór með Ólafi
Jóhanni Sigurðssyni á stríðsárunum
austur að Torfastöðum í Grafningi
og við lásum þar í nýútkomnu hefti
af Tímariti Máls og menningar, en
Steinn (sem Ólafur þekkti þá vel,
en ég dálítið) átti þar tvö kvæði.
Ég tilfæri orðrétt upp úr bók minni:
„Og Ólafur sagði við mig: Ég
held að Steinn sé orðinn snillingur.
Það var á þeim tíma sem Steinn
var lítils metið skáld nema í okkar
hóp, og hann hafði ekki enn ort
sitt fræga skopkvæði til að þakka
fyrir fenginn skáldastyrk, þegar
þjóðin hafði launað honum ljóðin
„eins og laglega hagorðum fram-
sóknarbónda í sveit”. I tímaritsheft-
inu sem við vorum að lesa átti
Steinn þetta smágerða meistarverk:
Ég leita þín, þú leitar annars
manns...” (Hemámsáraskáld, bls.
52.)
Það er óþarfi að tilgreina meira
um lestur okkar Ólafs Jóhanns í
Tímariti Máls og menningar austur
í Grafningi á stríðsárunum til að
sýna hvert álit okkar félaganna var
á Steini um það leyti. Þá voru ekki
margir sem hefðu samsinnt okkur.
Á öðmm stað í sömu bók segi
ég frá því, þegar við Páll ísólfsson
tónskáld áttum tal saman (þegar
ég var nemandi í Tónlistarskólan-
um) og Páll spurði mig hvern ég
teldi m'esta ljóðskáld sem uppi væri
á íslandi, og nú tilfæri ég orðrétt:
„... svaraði ég umsvifalaust
Steinn Steinarr. Páll vildi ekki sam-
þykkja það, en Steinn Steinarr var
þá skáldið okkar ungu mannanna
sem sóttum Hressingarskálann,
þótt hann væri lítið skáld í augum
almennings og úthlutunamefndar
listamannalauna.” (Hemamsára-
skáld, bls. 146.)
í Kynslóð kalda stríðsins lýsi ég
meðal annars nýrri kynslóð sem
ekki þekkti Stein, Iýsi því hvernig
Miðjarðarhafs. Það hefur sýnt sig
að Islendingar njóta virðingar sem
á sér „sögu”. Islendingar vom fyrst-
ir til að viðurkenna sjálfstæði Éyst-
rasaltsríkjanna. Styðjum einnig
þessa bræður okkar og sönnum
fyrir alþjóð að hér ríkja engir kyn-
þáttafordómar. Á rödd okkar er
hlustað, látum hana hljóma. Utrými
ísraelar Palestínumönnum er það
þjóðarmorð, sambærilegt við út-
rýmingarstefnu nasista gegn gyð-
ingum og öðmm þjóðum og þjóðar-
brotum.
Stuðlum að friðsamlegri lausn
sem hægt er að una við bæði í
Palestínu og Júgóslavíu. Þetta mál
varðar allt mannkyn.
Höfundur er útivinnandi
húsmóðir.
staða hans var breytt nokkru eftir
1950 (sumir farnir að taka mark á
honum, aðrir honum andsnúnir
meira en nokkm sinni fyrr, einkum
eftir fundinn fræga gegn okkur
atómskáldunum). Eg tilfæri orðrétt
úr Kynslóð kalda stríðsins:
„Steinn Steinarr var ekki of borg-
aralegt skáld fyrir þá sem komu á
Laugaveg 11, en staða hans var
einkennileg, hann var að vísu eins-
konar spámaður í ríki andans á síð-
ustu árum sínum, en upp úr 1952
eða 1953 var hann einnig „óvinur-
inn”, höfuðpaur atómskáldanna.
Ungmennin í rökkrinu við plast-
borðin höfðu ekki skilyrði til að
botna neitt í stöðu hans, en sumir
héldu það heilaga speki þegar
Steinn var að slá um sig og leika
á broddborgarana með kátlegum
athugasemdum og tilsvörum.”
(Kynslóð kalda stríðsins, bls. 257.)
Þessi orð um það hvernig Steinn
lék á broddborgarana eða smáborg-
arana eiga auðvitað ekkert skylt
við yfirborðsmennsku, hvorki varð-
andi skáldskap né annað, þau eru
aðeins vitnisburður um snjallar að-
ferðir Steins við að láta broddborg-
arann og smáborgarann ekki hánka
sig;
I Borg drauma minna er þessi
lýsing á Steini:
„Hann gat rætt um hvað sem
var, að heita mátti, við hvern sem
var, eins og hann hefði langa skóla-
göngu að baki. Hann hafði það sem
í þá daga var kallað lexíkonþekk-
ing, en svo var nefnd kjaftaþekking
þeirra manna, sem höfðu verið iðn-
ir að fletta upp í alfræðiritum eða
fara á hlaupum yfír fræðibækur og
skáldverk. Slíkir menn koma fljótt
upp um takmarkanir sínar, en
Steinn hafði gott vit á að nota þekk-
ingu sína þannig að ekki bæri á
því að hann hafði aldrei gengið í
skóla umfram það að læra lestur
og skrift og reikning í barnaskóla
vestur í Dölum, en síðan einn vetur
í alþýðuskólanum að Núpi í Dýra-
firði.”
Vera má að þessi orð hafí leitt
greinarhöfund til að halda því fram
að ég léti „oft í veðri vaka” í þess-
um bókum mínum, að Steinn hefði
verið yfirborðskenndur og notað
hvert tækifæri til að sýna meiri
þekkingu en hann bjó yfír. Ef svo
er, hefur bókmenntafræðingurinn
ekki skilið það sem hann las. Ég
er að lýsa vöm Steins í kappi við
menntamenn sem hann að sjálf-
sögðu vissi að notuðu samskonar
lexíkonþekkingu til að klekkja á
óskólagengnum manni, en vissu ef
til vill minna en hann, þótt þeir
Stefanía Eyjólfsdóttir
Jón Óskar
„Ljóst má vera að það
sem reist er á f ölskum
forsendum hlýtur að
ónýtast. Ég vona að
þessi orð mín nægi til
að bókmenntafræðing-
urinn fái áhuga á að
lesa umræddar bækur
mínar í samhengi. Ég
er sannfærður um að
þá muni hann skilja
betur.”
reyndu að setja sig á háan hest.
En ég ætla að tilfæra fleira úr sama
kafla þessarar bókar. Eftir fyrr-
greinda lýsingu á aðferð Steins við
að standast lærða menn segi ég
sögu sem mér hafði verið sögð um
Stein, þegar hann eitt sinn á
kreppuárunum réð sig í vinnu, en
verkstjórinn sá að mjög dró af hon-
um eftir því sem á daginn leið og
fékk það loks upp úr honum, að
hann væri með visinn annan hand-
legginn, og þegar verkstjórinn
spurði hvers vegna Steinn (sem þá
hefur væntanlega verið nefndur
Aðalsteinn) hefði ekki sagt sér frá
þessu, svaraði hann: Af því að þá
hefðirðu aldrei ráðið mig. Síðan
segir orðrétt í bók minni:
„Hvort sem þessi saga er upp-
spuni eða sönn að hálfu eða öllu
leyti, þá lýsir hún vel aðstöðu þessa
lágvaxna manns á liðnum tímum
fárra tækifæra. Ljóðagerðin varð
uppreisn hans og sigur yfir örbirgð-
inni. Enginn annar en sá sem hafði
hlotið afburðagáfur í vöggugjöf
hefði getað náð slíku valdi á Ijóðinu
við þau skilyrði fötlunar og kreppu
sem hann bjó. Þess vegna sætti
hann sig undir niðri illa við þá lítils-
virðingu sem hann hlaut í stað við-
urkenningar á meðan hann lifði, og
þess vegna var honum nokkurs virði
að hljóta viðurkenningu ungra
skálda sem töldu sér heiður að vin-
áttu hans.” (Borg drauma minna,
bls. 10.)
Ég held að þessi orð þurfí ekki
frekari skýringa við. En ég ætla
að tilfæra enn fleira úr lýsingu
minni á Steini í sama kafla og í
framhaldi af því sem þegar hefur
verið tilfært. Þar stendur:
„Steinn Steinarr var enginn
tungumálamaður. Hann gat að vísu
eitthvað lesið ensku, en ekki varð
ég þess var að hann skildi hana
talaða né væri fær um að gera sig
skiljanlegan á því máli. Hann virtist
aldrei hafa lagt það á sig að til-
einka sér neitt erlent mál sérstak-
lega. Dönsku, norsku og sænsku
býst ég hins vegar við að hann
hafi getað lesið sér að góðu gagni,
auk þess að geta talað skandinav-
ísku. En hann hafði lag á því að
gera sig dularfullan framan í mönn-
um og láta þá halda að hann vissi
meira en hann vissi. Það gera raun-
ar allir, sjálfrátt eða ósjálfrátt, en
hjá Steini varð þetta að sérstakri
list sem ‘ekki var á hvers manns
færi að leika eftir, enda þurfti hann
á því að halda, þar sem hann var
óskólagenginn að brjóta sér braut
innan um lærðu mennina í höfuð-
staðnum, og hafði ekkert nema ljóð
sín. Hann sagði: „Og ég var aðeins
til í mínu ljóði.”” (Sama bók, bls.
18.)
Þessi orð ættu ekki heidur að
þurfa skýringa við fyrir þá sem
skilja það sem þeir lesa. Það er frek-
ari útlistun á því sem á undan er
komið, lýsing á því hvernig Steinn
kunni að nota gáfur sínar.
Síðasta bók mín í ritröðinni um
menningarlífíð í Reykjavík heitir
Týndir snillingar. Þar segir enn
frá stöðu Steins gagvart mennta-
mönnum, þegar henn kom fyrst
fram á kreppuárunum, örsnauður
og óskólagenginn. Ég skýrði meðal
annars frá ritdómi Kristins E. Andr-
éssonar um fyrstu ljóðbók hans, en
í honum sagði Kristinn, eftir að
hafa hælt Steini fyrir kvæðin (þeir
voru þá báðir skoðanabræður í póli-
tík);
„Og annars staðar en með verka-
lýðnum þarf Steinn ekki að hugsa
til að geta notið skáldgáfu sinnar.”
í framhaldi af þessari tilvitnun í
ritdóm Kristins segir í bók minni
(ég sleppi nokkrum inngangi):
„Steinn, þessi skarpskyggni
maður, jafn viðkvæmur og hann var
fyrir skáldgáfu sinni og illa væddur
til samkeppni á sviði andans innan
um langskólagengna menn höfuð-
staðarins, hlaut hann ekki að lesa
meira út úr orðum ritdómarans sem
verið hafði í háskóla erlendis, en
stofnað róttæka tímaritið Rauða
penna, þegar hann var kominn
heim? Var menntamaðurinn ekki
að gefa honum í skyn, að staða
hans í þjóðfélaginu, fátæktin og
menntunarleysið, skipaði honum
þar á bekk (þ.e. með verkalýðnum)
hvort sem honum líkaði betur eða
verr? Gat Steinn komist hjá því að
spyija? Svo mikið er víst, að þegar
fram liðu stundir tamdi hann sér
beinlínis að þykjast vita meira en
hann vissi og hafði lesið meira en
hann hafði lesið. Langskólagengnir
menn gera það að vísu líka og hver
okkar sem er, en Steinn gerði meira
af því en nokkur, sem ég hef þekkt
fyrr eða síðar, fyrir utan menn sem
eru honum ekki sambærilegir að
gáfum.” (Týndir snillingar, bls.
131.)
Augljóst má vera, að þarna er
ég enn að lýsa afstöðu Steins og
útskýra hvers vegna hann beitti
þeim vopnum sem hann beitti í
þeirri viðleitni að hljóta einhveija
viðurkenningu málsmetandi manna
höfuðborgarinnar, því til þess
nægðu ljóð hans ekki. Kunningjar
Steins vissu vel um þessar baráttu-
aðferðir hans og þær breyttu engu
um hrifningu þeirra á ljóðum hans.
Kaflinn sem hér hefur við vitnað
til í Týndir snillingar heitir „Þjóð-
sagan um Sovét-ísland” og í honum
andmælti ég meðal annars kenning-
unni um tómhyggju Steins og til-
færði að lokum þetta erindi úr einu
kvæða hans:
Og þó, sú böðulshönd sem höggið greiðir,
hún hæfir aldrei það sem mest er vert,
því hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiðir,
hve lengi og mjög sem á þess hlut er gert.
Síðan segir í lok kaflans:
„Orðin má raunar heimfæra upp
á Stein sjálfan sem var smáður og
fyrirlitinn, kallaður ræfill og þótti
ekki þess verður að hljóta mikla
umbun af almannafé fyrir snilld
sína, og þó trúði hann því að hann
mundi leiða líf sitt til sigurs. Og
samkvæmt því lifði hann.”
Um annað í grein Inga Boga
Bogasonar ætla ég mér ekki að
fjalla, en ljóst má vera að það sem
reist er á fölskum forsendum hlýtur
að ónýtast. Ég vona að þessi orð
mín nægi til að bókmenntafræðing-
urinn fái áhuga á að lesa umrædd-
ar bækur mínar í samhengi. Ég er
sannfærður um að þá muni hann
skilja betur.
Höfundur er skáld.
Þjóðirnar fyrir botni Miðjarð-
arhafs silja á púðurtunnu
I
1
1
I
I
I
I
>
[
k
>
\