Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991
Frá fundi sambandssfjórnarinnar.
Fulltrúar í sambandsstjórn Alþýðusambands íslands um nýja kjarasamninga:
Áhersla á stöðugleika
og hækkun lágra launa
SAMBANDSSTJÓRN Alþýðusambands Íslands fundaði á dögunum
en sambandsstjórnin fer með æðstu völd í málefnum Alþýðusam-
bandsins á milli þinga þess. Megin umfjöllunarefni fundarins voru
kjaramál, lífeyrismál, og samningur um evrópskt efnahagssvæði og
lýst var yfir stuðningi við baráttu ófaglærðs fólks í mjólkuriðnaði
sem á nú í verkfallsátökum vegna greiðslu námskeiðsálags. Engin
ályktun var gerð um kjaramál, en samþykkt að ganga til viðræðna
við stjórnvöld um efnahagsumhverfi nýrra kjarasamninga, þar sem
samningar eru nú Iausir. Morgunblaðið ræddi við fimm fulltrúa í
sambandsstjórninni um stöðuna í kjaramálum.
Vinnuveitendur haldnir
svartsýni
tregir til þess
að ganga til
samninga. „Þeir
Hansína Á. Stefáns-
dóttir
virðast haldnir
svartsýni á allt og alla og eru ekki
tilbúnir til að láta af henni og líta
bjartari augum á tilveruna, þannig
að mér virðist að viðræður geti
dregist á langinn. Nú, hvað snertir
aðgerðir ríkisstjómar og það sem
felst í fjárlagafrumvarpinu þá eru
þar mörg atriði sem koma til með
að tefja samninga. Ef við lítum
bara á þessa félagslegu hlið eins
og til dæmis hvað varðar heil-
brigðiskerfið þá bitna breytingarnar
mjög á launafólki og sérstaklega
þeim sem minna mega sín. Mér
finnst að slfk atriði hljóti að spila
mjög inn í kjarasamningana. Það
var samþykkt hér að ganga til við-
ræðna við ríkisstjóm um forsendur
kjarasamninga. Ég held að það
hljóti að verða fyrsta skrefið. Hvað
út úr því kemur veit hins vegar
enginn, en við skulum vona að það
verði til þess að liðka eitthvað til
og að minnsta kosti að það fáist
niðurstaða um það sem við eigum
von á.”
Aðspurð segist hún auðvitað
binda vonir við að það sé hægt að
klára kjarasamninga sem fyrst, en
sér sýnist allt benda til þess að við-
ræður geti enn dregist. Landsam-
böndin séu enn í sérkjaraviðræðum
og þær gangi mjög hægt. Aðspurð
hvert eigi að vera meginmarkmið
þeirra samninga sem nú verði gerð-
ir segir hún: „Það er alveg ljóst að
með samningunum í febrúar 1990
batt launafólk miklar vonir við að
að loknu þessu tímabili stöðugleika
yrði hægt að sækja kjarabætur.
Verkafólk lagði verulega á sig á
þjóðarsáttartímanum á sama tíma
og dunið hafa yfir hækkanir.
Tryggingafélögin hafa til dæmis
lagt fram sína rekstrarreikninga og
sagt það sé tap og þau verði að fá
hækkun. Þetta gæti launafólk líka
gert. Það gæti lagt fram búreikn-
inga sína og sagt: „Það er buliandi
tap á heimilinu, ég verð að fá hækk-
un.” Auðvitað verðum við að binda
vonir við að einhver leiðrétting ná-
ist og þá ekki síst fyrir lægstlaun-
aða fólkið, taxtafólkið, því það
stendur mjög illa. Hins vegar held
ég að stöðugleikinn skipti verulega
miklu máli og kannski skiptir það
launafólk mestu máli að ekki fari
allt úr böndunum. Það er kannski
fleira sem snertir kjörin en bara
kaupið.”
Hún sagði að á Suðurlandi væri
fólk mikið til eingöngu á taxta-
kaupi, að minnsta kosti á helstu
þéttbýlisstöðunum, þar sem mikið
væri um fólk í þjónustugreinum.
Þar væri ekki um að ræða bónus
eða miklar sveiflur í yfirvinnu. Það
fólk hefði dálítið setið eftir. Ástand-
ið væri ekkert mjög bjart hvað varð-
aði sjávarsíðuna. Búið væri að segja
upp starfsfólki í stærsta atvinnufyr-
irtækinu á Eyrarbakka og ekki ljóst
hvert framhaldið yrði. Hins vegar
hefði flutningur Sláturfélags Suð-
urlands á Hellu bætt ástandið í at-
vinnumálum.
Verðum að taka sameiginlega
á vandanum
Karítas Pálsdóttir, gjaldkeri í
verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði
og ritari í framkvæmdastjórn Verk-
amannasambands íslands, sagði að
staðan í kjaramálum væri ekki
glæsileg miðað við ástandið í at-
vinnumálum. Það þýddi hins vegar
ekkert annað en vera bjartsýnn og
horfa fram á veginn. Það yrði að
vinna sig út úr þessum vanda og
ef allir Iegðust á eitt t'ækist það.
Hættulegast væri ef menn ætluðu
. ekki að standa við það að lægstu
launin ættu að
hækka. Sér
heyrðist að
allir vildu fá
allt, þó alltaf
hafi verið klif-
að á þvi í
gegnum árin
að lægstu
launin væru of
lág og þyrftu
að hækka. Karítas Pálsdóttir
Þegar hins vegar kæmi að því að
hækka þau kæmi í ljós að meining
fylgdi ekki orðunum, ekki þegar
kæmi að því fólki sjálfu sem væri
betur sett. „Það er meinið innanfrá,
sem er ekki búið að finna lausn á,
fyrir utan meinið utan frá. Ég kem
frá atvinnusvæði þar sem allt bygg-
ist á sjávarfangi og það er ekkert
launungarmál að það eru víða erfið-
leikar á Vestfjörðum. Við getum
ekkert lokað augunum fyrir því.
Við verðum að taka sameiginlega
á þessum vanda og ég trúi því ekki
að þessi helstefna í kvótamálunum
verði látin ganga eftir,” sagði Karít-
as.
Hún sagði að það væru öfug-
mæli að á sama tíma og sagt væri
að fiskvinnslan ætti meginhluta
kvótans sem búið væri að úthluta
væri flutt út gífurlegt magn af fiski,
þó það hafi aðeins dregið úr því frá
Isafjarðarsvæðinu, beint í sam-
keppni við íslenskar sjávarvörur.
Auk þess væri búið að íjárfesta í
landi í fiskvinnslufyrirtækjum og
þrátt fyrir það væri vinnslan í aukn-
um mæli flutt út á sjó. Þessi fjár-
festing væri þar með umframfjár-
festing og kæmi ekki að þeim not-
um sem hún ætti að gera. Þessi
þróun væri um allt land. Annað
hvort væri að staldra við og íhuga
hvort við ætluðum að flytja fisk-
vinnsluna út á sjó eða nýta þá fjár-
festingu sem fyrir er í öllum byggð-
um landsins. „Ég hef enga
„patent”-Iausn á hvernig hægt er
að leysa þetta, en ég kvíði því mjög
mikið ef fleiri og fleiri fara út í fljót-
andi frystihúsarekstur. Það veikir
auðvitað stöðu þeirra atvinnufyrir-
tækja í landi sem hafa byggt á afla
þessara skipa. Það er orðin bullandi
samkeppni um þennan skerta afla.”
Karítas sagði að tíminn yrði að
leiða í ljós hve langan tíma tæki
að semja nú. Það væri ekki annað
en blekking að halda því fram í
þeirri stöðu sem nú væri að það
væri hægt að auka kaupmáttinn
að einhveiju marki. Hins vegar
þyrftu þeir sem væru á lægstu töxt-
unum að fá mest. Auk þess væri
ýmis atriði hægt að lagfæra. Það
væri til dæmis lífsspursmál allra í
þjóðfélaginu, hvort sem um launa-
mann eða fyrirtæki væri að ræða
að vextir lækkuðu. Hráefni frysti-
húsanna væri líka alltof dýrt og þar
kæmi hún auðvitað beint í bakið á
vinum sínum og samheijum, sjó-
mönnum. Hráefniskostnaðurinn
væri orðinn alltof stórt hlutfall af
því sem fengist fyrir vöruna. Það
þyrfti að ganga til kjarasamninga
með fullri festu og einurð, en ýms-
ar áætlanir ríkisstjórnarinnar hefðu
gert að verkum að málin væru
meira á reiki en ella. Til dæmis
hefði ekki verið tekið á ríkissjóðs-
hallanum eða peningamálum. „Það
eru ýmsir lausir endar ennþá, en
auðvitað á ég þá ósk heitasta að
það verði áframhaldandi stöðug-
leiki. Kollsteypur hafa ekki fært
okkur neitt í gegnum tíðina. Við
eigum að hugsa um framtíðina en
ekki stundarhagsmuni,” sagði Kar-
ítas.
Launakostnaður fisk-
vinnslunnar 3-4% lægri
en fyrir 3-4 árum
Hafþór
Rósmundsson,
formaður
verkalýðsfé-
lagsins Vöku á
Siglufirði,
segir að við-
ræður um nýja
kjarasamn-
inga séu afar
skammt á veg
komnar, þrátt Hafþór Rósmundsson
fyrir að miðstjórn ASÍ hafi beint
því til landsambandanna og ein-
stakra félaga að óska eftir viðræð-
um um sérkröfur strax í vor. Það
hafi verið andsvar við því að sér-
mál hafí ekki fengist rædd í undan-
gengnum samningum, t.a.m. þjóð-
arsáttarsamningunum. Þó reynt
hafi verið að knýja á um viðræður
hafí ekkert komið út úr þeim, því
vinnuveitendur hafí í raun ekkert
viljað gera. Það sé kannski helst
núna þegar hafin sé viðræða um
sérmál fiskvinnslufólks á vettvangi
VMSÍ að eitthvað sé að gerast.
Enda hafí sambandsstjórnin ákveð-
ið að fara fram á viðræður við ríkis-
stjórnina um stóru málin, fjárlög,
skattamál og fleira. „Útkoman úr
þeim viðræðum hlýtur að verða
stefnumarkandi fyrir kjarasamn-
inginn sem á eftir kemur. Hann
markast af því hver niðurstaða við-
ræðnanna verður. Menn ei-u að
hugsa um að gera eitthvert stöðug-
leikasamkomulag aftur í anda þjóð-
. arsáttar. Mér sýnist að það sé meiri-
hlutavilji fyrir því og ekki síður hjá
almennu verkafólki heldur en hjá
forystunni. Þó svo fólk kvarti yfir
lágum launum sem eðlilegt er þá
held ég í öllu falli að þjóðarsáttin
hafi sýnt því að það er fleira laun
en krónurnar í umslaginu. Laun eru
ekkert síður það sem þú getur feng-
ið fyrir krónurnar. Ég held það vilji
enginn svipað tímabil og varð eftir
1987. Ég held það hafí endanlega |
opnað augu mjög margra fyrir því
að einhverra tuga prósentu hækk-
anir í krónutölu eru einskis virði
ef ekki er gengið tryggilega frá því
að það sé ekki hægt að taka þær
til baka nieð stjórnvaldsaðgerðum
fáum dögum eftir að sarnningar
hafa verið gerðir,” sagði Hafþór.
Hann sagði að grunnhugmyndin
væri sú að verðbólga yrði hér mjög
lág, helst lægri heldur en í helstu
viðskiptalöndum okkar. Aðspurður
hvort það þýddi þá ekki að halda
yrði genginu föstu og að fiskvinnsl-
an gæti þar af leiðandi ekki tekið
á sig kostnaðarhækkanir, sagðist
hann ekki vilja trúa því, alla vega i
að svo komnu. Sú tæknivæðing sem ■
hefði orðið í fiskvinnslunni síðustu
3-4 árin, einkum í frystingu vegna i
flæðilínunnar en einnig í mörgum *
saltfiskverkunum vegna sjálfvirkni
sem þar hefði verið tekin upp, hefði ■
aukið framleiðnina enda hefði það ■
verið meiningin. Hann teldi að
verkafólk hefði ekki fengið fullan
hlut út úr þeirri framleiðniaukn-
ingu. Hlutfall launakostnaðar hjá
fiskvinnslunni væri örugglega að
jafnaði 3-4% lægra en það var fyr-
ir 3-4 árum. Ekkert óalgengt hefði
verið að það væri 23% og hefði
farið allt upp í 26% á tímabili eftir
samningana 1987. Nú gæti hann
fullyrt að þetta hlutfall væri undir
20% og allt niður í 19% jafnvel.
Og þó fiskverð væri hærra nú en
áður þá kæmi þar á móti að afurða-
verðið hefði hækkað á sama tíma.
Auk þarf kaupmátt ■
lægstu launa
Guðmundur
Þ. Jónsson,
formaður Iðju,
landssam-
bands iðn-
verkafólks,
sagði viðræð-'
ur um nýja
kjarasamn-
inga hafa farið
afar hægt af
stað og lítið
gerst enn sem komið væri. Félög
og sambönd hefðu verið að leggja
fram sérkröfur og engin svör feng-
ið. Það sama gilti um Iðju. Sameig-
inleg umræða hefði ekki farið fram
um þetta fyrr en nú á sambands-
stjórnarfundinum. „Nú vonast ég
til þess að það fari að rofa til og
viðræðurnar fari af stað. Ákveðið
hefur verið hér að leita eftir viðræð-
um við stjómvöld um ákveðna þætti
fjárlaganna og réttindamál. Af
ýmsu er að taka og þar sem við
höfum nýlega lokið við að ræða líf-
eyrismál hér á fundinum er það
mál sem við verðum að fá lausn
á. Staða ýmissa lífeyrissjóða er
slæm og með afnámi laga um um-
sjónarnefnd eftirlauna eykst lífeyr-
isbyrði eiristakra sjóða mikið. Sem
dæmi má nefna að hún eykst um
10% hjá lífeyrissjóði verksmiðju-
fólks ef ekkert verður að gert og
það er kannski stærri skammtur
en svo að einn sjóður standi undir
því. Það er margt annað sem þarf
að ræða við stjórnvöld og í viðræð-
um við atvinnurekendur um launa-
og verðtryggingarmál. Mín trú er
sú að þessi mál þurfi að leysa í
heild sinni jafnframt þessum sér-
kröfum sem þurfa svo sannarlega
að fá umræðu og afgreiðslu. Við
náum ekki endanlegri niðurstöðu
nema við séum að tala um málið í
heild sinni,” sagði Guðmundur.
Hann sagði að það mætti ekki
gerast að sérmálin yrðu útundan
nú, það gengi ekki. Aðspurður hvort
hann telji hættu á að samningar
dragist segir hann ekkert útiloka
að hægt sé að semja á skikkanleg-
um tíma ef gengið sé til verksins,
Verkfallsátök séu í mjðlkurbúunum