Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991
23
Fiðlu fyrir
Sigrúnu Eð-
valdsdóttur
eftir Arna Tómas
Ragnarsson
Sigrún Eðvaldsdóttir
Nafn Sigrúnar Eðvaldsdóttur var
á hvers manns vörum eftir að hún
kom fram í sjónvarpsþætti Her-
manns Gunnarssonar nú á dög-
unum. Óhætt er að fullyrða að með
framkomu sinni og leik hafi Sigrún
unnið hug og hjörtu landsmanna, —
á einni kvöldstund hafi þjóðin gert
sér grein fyrir því að í Sigrúnu
ætti hún mikla gersemi; í senn hríf-
andi persónuleika og mikla lista-
konu.
Athygli vakti einnig sú stað-
reynd, að þrátt fyrir mikla vel-
gengni á listasviðinu, þarf Sigrún
enn að notast við gömlu skólafiðl-
una sína. Hún hefur ekki látið það
á sig fá, heldur þvert á móti unnið
til verðlauna í margri tónlistar-
keppni, nú síðast í hinni virtu Sibel-
iusarkeppni á síðasta ári. Þá hefur
leikur hennar hvarvetna snert við-
kvæmustu strengi í bijósti áheyr-
enda og hún hefur hlotið mikið lof
gagnrýnenda.
Sú var tíðin hér á íslandi fyrir
ekki svo löngu, að hæfileikar
margra gáfumanna og snillinga
fóru í súginn af því að það skorti
peninga eða aðstöðu til að gefa
þeim tækifæri til þess að njóta
þeirra. Nú á dögum er þetta sem
betur fer heldur sjaldgæfara, flestir
fá að stunda það nám sem hugur
þeirra stendur til og fá síðan at-
vinnu við sitt hæfí.
Listakonan Sigrún Eðvaldsdóttir,
sem við öll eigum hlutdeild í, hefur
enn ekki fengið hljóðfæri við sitt
hæfi. Astæðan er einföld - fiðlur
við hæfí þess, sem svo langt hefur
náð á listabrautinni, eru mjög dýr-
ar, miklu dýrari en 24 ára stúlka
hefur efni á að fá sér. Gera má ráð
fyrir því að slík fiðla gæti kostað
allt að 10 milljónum króna, en allra
dýrustu fiðlur kosta þó miklu meira.
Eftir fyrrnefndan sjónvarpsþátt
hafa margir aðilar komið að máli
við mig og spurt hvort ekki væri
hægt að hefja almenna söfnun í því
skyni að útvega Sigrúnu betri fiðlu.
Hermann Gunnarsson fékk strax
peningasendingu frá konu sem heit-
ir Ásta og bað hún um að fénu
yrði varið til að stofna slíkan sjóð.
Sjóðurinn hefur nú verið stofn-
aður. Miklir tónlistarhæfileikar,
einbeitni og vinnusemi hafa fleytt
Sigrúnu Eðvaldsdóttur þangað sem
hún nú stendur í fremstu röð ís-
lenskra hljóðfæraleikara fyrr og
síðar. Hún á vafalítið eftir að vinna
marga nýja sigra á listabrautinni,
en góð fíðla gæti gert henni enn
auðveldara um vik að gleðja okkur
með leik sínum. Við sem viljum
stuðla að því að Sigrún fái nýja og
betri fíðlu skulum nefnilega hafa
það í huga, að fiðlan sú á ekki síð-
ur eftir að gleðja hjarta okkar en
Sigrúnar sjálfrar. Þeir sem vilja
leggja málefninu lið - einstakling-
ar, félög eða fyrirtæki - geta lagt
framlög sín inn á tékkareikning
númer 2400 í Búnaðarbanka ís-
lands, aðalbanka, merkt „Fiðla fyr-
ir Sigrúnu".
Höfundur er læknir og einn af
forsvarsmönnum Islensku óper-
unnar.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar:
Aætlun stóðst að mestu en eldri
vanáætlanir valda skekkju
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að áætlun ríkisstjórn-
arinnar frá í vor um að minnka fjárþörf ríkisins um 6 milljarða
króna hafi náð fram að ganga í langflestum atriðum öðrum en hvað
varðar húsnæðiskerfið. Hins vegar hafi ný útgjöld komið í ljós sem
rakin verði til þess að meiri vanáætlanir hafi reynst vera í kerfinu
frá tímum fyrri ríkisstjórnar en ríkisstjórnin hafi gert sér grein
fyrir, til dæmis hvað varðar útflutningsbætur en þó einkum Lána-
sjóð íslenskra námsmanna.
Ráðherra sagði að um 2 miiljarða
vantaði á að markmið um sparnað
í húsnæðiskerfinu með samdrætti í
útgáfu húsbréfa og miijni endurlán-
um til byggingasjóðs ríkisins, hafi
náðst. „Það sem hefur gerst í þessum
málum er að húsbréfakerfíð hefur
vaxið mun meira en við gerðum ráð
fyrir. Þrátt fyrir mikil afföll og háa
ávöxtunarkröfu hefur það farið
verulega fram úr þeim áætlum sem
við settum fram fyrir þetta ár,” sagði
Friðrik Sophusson. Þá hefði ekki
tekist að draga úr lánsfjárþörf lands-
virkjunar upp á 400 milljónir króna
eins og til hefði staðið. Hann nefndi
einnig Lánasjóð íslenskra náms-
manna þar sem náðst hefði 300
milljón króna sparnaður með 16%
skerðingu námslána en sífellt væru
að koma fram nýjar tölur um raun-
verulega fjárþörf vegna þess sjóðs.
Fyrir kosningar hefði fyrri ríkis-
stjórn talið hana 300 milljónir, við
stjórnarskiptin hefði sjóðsstjórnin
talið vandann nema 700 milljónum
en nú væri talið að vandamál ársins
kosti um 1 milljarð króna. Ljóst
væri að á lánsfjárlögum þyrfti að
veita 400 milljónum til sjóðsins.
Þarna væri um að ræða
vandi sem ekki varð fyrrirséður við
stjórnarskiptin heldur kom í ljós síð-
ar.
„Ef við hins vegar lítum á aðra
þætti í áætlunum ríkisstjórnarinnar
þá hafa þeir að mestu gengið eftir.
í vegamálum náðum við niður 300
milljónum, í lyfjakostnaði 500 millj-
ónum, í hafnaframkvæmdum, Land-
helgisgæslu og tjónabótum 300
milljónum, ríkisstofnanir náðu að
skera niður rekstrarkostnað um 300
milljónir. Bættar innheimtuaðgerðir
skila 4 - 500 milljónum, 200 milljón-
ir spöruðust þegar hætt var við að
endurlána 200 milljónir til loðnu-
verksmiðja, endurlán til Bygginga-
sjóðs ríkisins voru lækkuð um 500
milljónir og lántökuheimildir Byggð-
astofnunar voru lækkaðar um 300
milljónir króna.
Það má því segja að við höfum
náð árangri upp á rúma þtjá millj-
arða af þessum sex sem við einsett-
um okkur en síðan hafa bæst við
önnur og ný mál sem hafa gert gott
betur en að eyðileggja þennan
árangur,” sagði ráðherra. „Þar er
langsamlega stærstu hlutin í hús-
næðismálunum, en einnig er um að
ræða mál Lánasjóðsins, aukin og
ófyrirséð rekstrarútgjöld í dóms- og
skólakerfinu og auknar útflutnings-
bætur.
Um síðasttalda atriðið sagði Frið-
rik Sophusson að um væri að ræða
tilflutning á útgjöldum milli ára.
Kjöt hefði verið flutt út til Mexíkó
í haust og það hefði leitt til þess að
þessar greiðslur kæmu fram núna
en ekki á næsta ári.
Friðrik sagði að sem vísbendingu
um þann árangur sem ríkisstjórnin
hefði náð mætti nefna að í áætlunum
fyrri ríkisstjórnar um innlendan
sparnað hefði verið gert ráð fyrir
36 milljarða innlendum sparnaði á
árinu. Um mitt ár hefði Seðlabanki
endurskoðað þetta mat og talið að
innlendur sparnaður yrði 24 milljarð-
ar í ár en nú stefni í að sparnað-
urinn verði 30 milljarðar króna. Frið-
rik sagði að það að lánsfjárhallinn
stefndi í 10,4 milljarða í stað 4,1
milljarð hefði ekki áhrif á forsendur
fjárlagafrumvarpsins eða væntan-
lega niðurstöðu þess. Áhrifin kæmu
fyrst og fremst fram á yfirstandandi
ári með frumvörpum sem nú séu til
meðferðar á alþingi.
------»♦ 4------
Safnaðar-
kvöld í
Laugar-
neskirkju
SAFNAÐARKVÖLD verður í
safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju mánudaginn 25. nóvember
kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona og mun
hún fjalla m.a. um handleiðslu
Guðs. Einnig verður boðið upp á
tónlist. Kaffiveitingar verða bornar
fram og kvöldinu lýkur með helgi-
stund í kirkjunni. Safnaðarkvöldið
er opið öllum.
(Frcttatilkynning)
Hjálparstofnun
kirkjunnar:
2,5 milljónir
kr. í neyð-
arhjálp
til Kúrda
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar
sendi nýlega 700 þúsund krónur
vegna neyðarhjálpar fyrir Kúrda
í Norður-írak. Féð verður notað
til að byggja vetrarskýli fyrir
Kúrda sem írakar hafa hrakið
úr landi sínu. Starfsmenn
hjálparstofnunar dönsku kirkj-
unnar sjá um framkvæmd þess-
arar aðstoðar.
Alls hefur Hjálparstofnun því
sent 2,5 mlljónir króna til hjálpar
Kúrda í írak. Svo sem fram hefur
komið í fréttum búa Kúrdar enn
við erfið skilyrði í Norður-Irak.
Hafa Irakar hrakið þá frá heim-
kynnum sínum, eyðilagt hús þeirra
og lagt jarðsprengjur í akrana.
Fólkinu hefur verið safnað í sér-
stakar búðir og nú þegar í vetur fer
í hönd þarf að útvega því betri skýli,
rennandi vatn, rafmagn, læknis-
hjálp og fleira. Gera má ráð fyrir
að enn um sinn verði þörf hjálpar
til handa flóttamönnum í írak.
Hjálparstofnun dönsku kirkjunn-
ar hefur haft forystu fyrir Norður-
löndunum í að útvega fjármagn til
hjálparstarfs í Irak, bæði fyrir
Kúrda og aðra. Strax og stríðsátök-
um lauk voru send hjálpargögn frá
Norðurlöndum sem flutt voru gegn-
um Amman í Jórdaníu og lagði
Hjálparstofnun kirkjunnar þá fram
sinn skerf.
Pálmaolía y
í staú smjörs
eöa smjörlíkis
Sími/tax 612295.
Myndvarpi sem stækkar mynd
allt að 120”/3 m í lit
með hágæða myndskerpu
Nettur myndvarpi, sem skilar stórbrotnum 120”/3 m litmynd-
um, sem breytir stofunni þinni í risastórt bíó og skapar lífleg-
ar myndír, bæði fyrir kennslu, viðskiptafundi og alla þá staði
sem venjulegt sjónvarp dugar ekki til.
Sýning i dag laugardag kl. 10-16
55S Heimilistækí hf