Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Islandsdeild Evrópusambands píanókennara: Neyðarkall frá Króatíu STJÓRN íslandsdcildar Evrópu- sambands píanóleikara, EPTA, barst nýlega bréf frá sambands- deildinni í Króatíu og er um að ræða eins konar neyðarkall og ákafa ósk um hjálp __ vegna ástandsins í landinu. Er íslands- deildin beðin að koma bréfinu áfram til stjórnvalda í þeirri von, að það ýti á, að Króatía Kosningar í Belgíu: Frönskumælandi sósíalistum spáð sigri Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RUMLEGA sjö milljónir Belga ganga að kjörborðinu á morgun, sunnu- dag, til að velja fulltrúa í báðar deildir þingsins. Reiknað er með því að frönskumælandi sósíalistar verði að loknum kosningunum stærsti þingflokkurinn en fram að þessu hefur flokkur forsætisráðherrans, Wilfreds Martens, flæmskumælandi kristilegir demókratar, verið stærstur. Tæpast er búist við því að frönsku- mælandi sósíalistar geti haft forystu um myndun ríkisstjórnar þar sem enginn forystumanna flokksins talar frambærilega flæmsku sem er skil- yrði fyrir setu í embættum sem fjalla um málefni beggja málsamfélaga Belgíu. Andúð á’innflytjendum hefur ein- kennt kosningabaráttuna en sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var í síðustu viku eru kjósendur áhuga- litlir um þau efni. í Belgíu er bannað að birta skoðanakannanir síðustu 30 dagana fyrir kosningar en það kemmur ekki í veg fyrir að dagblöð og tímarit geri slíkt og samkvæmt könnun sem birt var um síðustu helgi munu frönskumælandi sósíaiistar verða stærsti þingflokkurinn. Hins vegar nýtur Martens yfirgnæfandi stuðnings sem forsætisráðherraefni. Það er því gert ráð fyrir því að tí- unda ríkisstjórn Martens sjái dagsins ljós að loknum kosningunum. Meðalaldur ríkisstjórna í Belgíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur verið rúmlega tvö ár en áttunda ríkisstjórn Wilfreds Martens sat nærri fjögur ár, sú níunda er milli- þingastjórnin sem er við völd um þessar mundir.' verði viðurkennd sem sjálfstætt ríki. í bréfinu, sem er frá stjómar- formanni króatísku EPTA-deildar- innar, Borut Vidosevic prófessor, segir, að tilraunir Evrópubanda- lagsins til að binda enda á átökin hafi engan árangur borið og jafn- vel stundum gert illt verra. Virðist sem margar Evrópuþjóðir hafí ekki áttað sig á, að stríðið í Króatíu er ekki aðeins átök milli þjóðarbrota, heldur einkennist það af tvennu: Annars vegar séu handhafar hins kommúníska alræðiskerfis í hern- aði gegn lýðræðinu og hins vegar vilji Serbar leggja undir sig land, sem aldrei hafí tilheyrt þeim. í bréfinu er minnt á hörmung- arnar í Vukovar og Dubrovnik, þessum tveimur borgum, sem hafi verið eins konar fulltrúar króatí- skrar menningar og mennta í 1000 ár. Það sé engin tilviljun, að Ser- bar vilji leggja þær í rúst og vakin er athygli á, að í loftárásum Serba á aðra bæi og borgir, sem sumar eru langt inni í Króatíu, hafi sprengjuregninu verið sérstaklega beint að kirkjum, minnismerkjum, leikhúsum og skólum. Bréfinu lýkur Vidosevic með því að biðja starfsbræður sína hér á landi um hjálp. Að þeir beiti sér fyrir því sem einstaklingar, utan sem innan EPTA-samtakanna, að Króatar fái sinn sess í samfélagi Evrópuríkja sem sjálfstæð þjóð. Rússneska þingið tekur yfír stjóm sovéskra banka Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands (t.v) með Ruud Lubbers, starfsbróður sínum í Hollandi, á tröppum Downingstrætis nr. 10, embættisbústað Majors, í gær. Bretland: Major fær umboð til Evrópuviðræðna London. Reuler. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, yfirbugaði andóf í eigin flokki og efasemdir Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, er þingið veitti honum á fimmtudagskvöld fullt umboð til að semja á vettvangi Evrópubandalagsins (EB) um aukna samvinnu. Atkvæði féllu 351 gegn 250. Leiðtogafundur EB um breytingar á bandalaginu verður í Maastricht í Hollandi í desember. „Þetta var góð umræða og af- atkvæðagreiðsluna. Málið var rætt í bragðs niðurstaða” sagði Major eftir tvo daga og fáeinir þingmenn íhalds- _____________________ flokksins greiddu atkvæði með Moskvu. Reuter. ÞING Rússlands samþykkti með þorra atkvæða í gær að taka yfir stjórn á sovésku bönkunum Gosbank og Vneshekonombank. I samþykkt þingsins segir að Rússlandsbanki verði „eina stofnunin á rússnesku land- • svæði sem beri ábyrgð á peningalegum efnum, skulda- málum og gjaldeyrismálum en helsta markmiðið er að styrkja rúbluna”. Sem stendur er Gos- bank ábyrgur fyrir sovéskum peningamálum en Vneshe- konombank annast afborganir af erlendum skuldum Sovétríkj- anna gömlu er nema alls um 70 milljörðum Bandaríkjadollara. Samþykktin gerir ráð fyrir því að breytingin varðandi Gosbank taki gildi 1. janúar nk. og Rúss- landsbanki, ríkisbanki lýðveldisins, Boutros Ghali, næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: A sér þá hugsjón að vinna að lausn á vanda Palestínumanna Kairó. Reuter. BOUTROS Boutros Ghali, aðstoðarforsætisráðherra Egyptalands, verður næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var kjörinn til þess af öryggisráðinu seint á fimmtudagskvöld. Var samstaða um kjörið og tekur hann við embættinu af Perúmanninum Javier Perez de Cuellar um næstu áramót. Ghali þykir sérstæður um margt, hvorttveggja í senn Afríkumaður og arabi, vel mæltur á ensku og frönsku og einstaklega hógvær þrátt fyrir mikið og mótandi starf í egypskum utanrikismálum. Þá er hann kristinnar trúar í landi þar sem flestir lúta spámanninum frá Mekka og kona hans er egypskur gyðingur. Boutros Ghali hefur verið nán- asti samstarfsmaður Hosnis Mu- baraks, forseta Egyptalands, og hann átti mikinn þátt í, að Egyptar fóru aftur að starfa í Einingarsam- tökum Afríku, Samtökum hlut- lausra ríkja og Samtökum íslam- skra ríkja. Hafði hann verið utan- ríkisráðherra í 14 ár þegar hann var skipaður aðstoðarforsætisráð- herra en eftir sem áður hefur hann utanríkismálin á sinni könnu. Var stöðuhækkunin gerð til að auka möguleika hans á alþjóðlegu emb- ætti en til þess hefur hugur hans og Egypta staðið lengi. Boutros Ghali er sérfræðingur í alþjóðarétti og hann á sér þá hug- sjón að vinna að lausn Palestínu- málsins. Að því hefur hann líka unnið manna mest og það er iík- lega engin tilviljun, að hann nær auðveldu kjöri sem framkvæmda- stjóri SÞ á sama tíma og arabar og ísraelar eru famir að ræðast við. Ghali er kristinn, tilheyrir kopt- ísku kirkjunni í Egyptalandi, og hafa áar hans og ættingjar oft gegnt háum embættum í landinu. Afi hans, Boutros Pasha Ghali, var forsætisráðherra þegar hann var ráðinn af dögum 1910 og frændi hans var utanríkisráðherra á þriðja áratugnum. Má nefna til fleiri ráð- herra og þingmenn í frændgarði hans. Ghali er fæddur 14. nóvem- ber 1922 og stundaði nám í Kairó, París og í Bandaríkjunum áður en hann var skipaður forseti stjórn- málafræðadeildar Kairóháskóla. Reuter Boutros Boutros Ghali. Hann var einn af stofnendum dag- blaðsins Al-Ahram og skrifaði í það um efnahagsmál. „Blaðamennskan kenndi mér að vera gagnorður og komast beint að efninu,” skrifaði hann árið 1988, „og hún frelsaði mig úr fílabeinsturni háskólafræð- anna.” muni fram tii 15. desember líta á Vneshekonombank sem „almenn- an viðskiptabanka, er annist er- lendar skuldir Sovétríkjanna, og taka yfír stjómina á núverandi starfsemi bankans”. Forseti þings- ins, Rúslan Khasbúlatov, sagði að báðir bankamir yrðu almennir við- skiptabankar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafði áður lagt fram tillögu á svip- uðum nótum en í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að ríkisstjóm Rúss- lands, sem hann veitir sjálfur for- stöðu, hefði völdin yfír bönkunum tveim. Talsmaður Jeltsíns, Sergej Shakraj, fordæmdi þá ákvörðun þingmanna að hafna tillögu forset- ans og sagði að föstudagurinn væri „svartur” dagur. Stjóm Hvíta-Rússlands ákvað þegar að hætta öllum gjaldeyrisviðskiptum við Vneshekonombank og skipaði fyrir um flutning alls alþjóðlegs gjaldeyris lýðveldisins í hvítrúss- neskan banka innan tveggja vikna. Bankamenn í Sovétríkjunum og á Vesturlöndum hafa varað við því að allar tilraunir einstakra lýð- velda til að þrengja að starfsemi sovésku bankanna tveggja mundu stofna í hættu trausti erlendra aðila á því að landsmenn gætu staðið við fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar. Ekki hefur enn náðst endanlegt samkomulag milli lýð- veldanna 12, sem Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti vill að myndi með sér nýtt ríkjasamband, um skiptingu skuldabyrðarinnar. Átta lýðveldi hafa þó undirritað slíkt samkomulag og var það grundvöll- ur þeirrar ákvörðunar sjö helstu iðnríkja heims að veita Sovét- mönnum ársfrest á afborgunum á erlendu skuldunum, auk þess sem þeir fá umfangsmikla fjárhagsað- stoð. stjórnarandstöðunni en nokkrir sátu hjá. Samkvæmt áætlunum stjómarinn- ar er ekki útilokað að Bretar fallist á að að gefa pundið upp á bátinn og sættist á að tekinn verði upp sam- eiginlegur EB-gjaldeyrir. Hann ótt- ast að ella verði Bretar áhrifalitlir í bandalgionu sem muni fara sínu fram þótt Bretar reyni að þybbast við. Á hinn bóginn segjast Major og and- stæðingar hans sammála um að berj- ast á móti hugmyndum um pólítískan samruna sem hefði að markmiði stofnun Bandaríkja Evrópu með sameiginlega stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Norman Lamont fjármálaráðherra sagði að yrði settur á stofri evrópsk- ur seðlabanki í tengslum við sameig- inlegan gjaldeyri fyrir öll bandalags- ríkin yrði bankinn að hafa sjálfstæði til að ákveða vexti án afskipta utan- aðkomandi aðila, þ. e. ríkisstjóma landanna. Kanada: Fiskkvót- ar skertir St. John’s, Nýfundnalandi. Reuter. KANADÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að minnka fiskveiðikvóta við austurströnd landsins í því skyni að styrkja fiskstofnana sem hafa orðið illa fyrir barðinu á rá- nyrkju. Frekari niðurskurðar kann að verða þörf, ef rannsóknir fískifræð- inga leiða í ljós of hægan bata, sagði John Crosbie sjávarútvegs- ráðherra á fimmtudag. Til þessara ráðstafana verður að grípa ef rá- nyrkju fískiskipa frá Evrópu fyrir utan kanadísku fískveiðilögsöguna linnir ekki. „Það er einkum rán- yrkja Spánveija og Portúgala sem er hastarleg,” sagði Crosbie, en Kanadamenn geta ekki stöðvað þessar veiðar þar sem þær fara fram á alþjóðlegu hafsvæði. Dregið verður úr sókninni í stofn- ana innan 200 mílna fískveiðilög- sögunnar við austurströnd Kanada um 5,5% og miðað við 185.000 tonna heildarafla. Enn verður dreg- ið úr veiðunum um 5000 tonn árið 1993.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.