Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 27
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið.
Alþýðubandalagið,
sósíalisminn og for-
ræðishyggjan
Kommúnistaflokkur íslands
var stofnaður í svartasta
skammdeginu árið 1930. Klofn-
ingur innan Alþýðuflokksins, sem
leiddi til stofnunar flokksins, stóð
einkum um ágreining um þátt-
töku í starfi Alþjóðasambands
kommúnista (Þriðja Intemat-
ionale, Komintem).
Sameiningarflokkur alþýðu,
Sósíalistaflokkurinn, var stofnað-
ur 1938 af fulltrúum á 5. þingi
Kommúnistaflokksins og klofn-
ingsmönnum úr Alþýðuflokki.
Höfuðmarkmið Sósíalistaflokks-
ins var „að vinna bug á auðvalds-
skipulaginu á íslandi og koma á
í þesS stað þjóðskipulagi sósíal-
ismans”.
Alþýðubandalagið varð fyrst
til sem kosningasamtök 1956 en
varð að skipulögðum stjórnmála-
flokki í nóvember 1968. í stefnu-
skrá þess 1981 segir að flokkur-
inn „hljóti einkum að beijast fyr-
ir umbótum, sem skapað geti
forsendur fyrir breytingu þjóðfé-
lagsins í sósíalíska átt”.
Alþýðubandalagið og forverar
þess, Kommúnistaflokkur og Sós-
íalistaflokkur, verða til vegna
ágreinings um hugmyndafræði
„sem nú er í rústum um gervalla
heimsbyggðina”, eins og formað-
ur Alþýðuflokksins komst að orði
í viðtali við Morgunblaðið í gær.
„Sósíalismi er í reynd stjórnkerfi
sem samræmist ekki lýðræði og
það gerðu jafnaðarmannaflokkar
í Vestur-Evrópu sér grein fyrir
upp úr 1930 ... Alþýðubandalagið
er með seinustu pólitísku söfnuð-
um í veraldarsögunni til að upp-
götva þetta núna.”
Sósíalistar, hérlendis og er-
Iendis, hafa í sex til sjö áratugi
barizt hatrammri baráttu gegn
lýðræðisjafnaðarmönnum, jafn-
vel hatrammari baráttu en gegn
frjálslyndum borgaralegum
flokkum. Þrisvar tókst íslenzkum
marxistum að kljúfa Alþýðu-
flokkinn: 1930, 1938 og 1956.
Það hefur verið þemað í baráttu
íslenzkra sósíalista að lýð-
ræðisjafnaðarmenn væru svikar-
ar við hugsjónir „vísindalegs sós-
íalisma og marxisma”. Þess
vegna kemur það eins og þruma
úr heiðskíru lofti þegar Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, segir í setn-
ingarræðu á 10. Iandsfundi þess:
„Jafnaðarmannaflokkur íslands
er hér,” það er í Alþýðubandalag-
inu!
í drögum að nýrri stefnuskrá
Alþýðubandalagsins ér það skil-
greint sem „flokkur jafnaðar-
stefnu og félagshyggju, róttækur
flokkur, sem byggir á grunnhug-
myndum jafnaðarstefnunnar,
sósíalismans, um jafnrétti, lýð-
ræði og félagslegt réttlæti”. Einn
landsfundarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, Kjartan Valgarðs-
son formaður Birtingar, segir í
viðtali við Morgunblaðið, að hann
vildi gjarnan losna við „hugtakið
sósíalismi” úr stefnuskránni. En
þar stendur hnífurinn í kúnni.
Hugtakið, sem felur í sér opin-
bera forsjárhyggju, miðstýringu
og ríkisrekstur, skal áfram vera
mergurinn málsins, til að þóknast
flokkskjarnanum, sem neitar að
gera upp við eigin fortíð, þrátt
fyrir „fall hugmyndafræðinnar
um gjörvalla heimsbyggðina”.
Landsfundurinn neitar að gera
upp við staðreyndimar sem við
blasa í flokksspeglinum. Þessi í
stað skal fomeskjulegt andlit sós-
íalismans farðað með útþynntri
fijálshyggju og hárkolla „krat-
ismans” sett á höfuð flokksins.
Stefnuskrárdrögin daðra jafnvel
við „markaðsbúskap”, en á svip-
uðum nótum og kínverskir
kommúnistar, þ.e. fijáls markað-
ur í orði en Ijötraður forsjár-
hyggju á borði.
Hvað hefur þá breytzt? Á sama
tíma og sum ríki A-Evrópu gæla
við hugmyndina um inngöngu í
Atlantshafsbandalagið heldur Al-
þýðubandalagið fast við hrópyrð-
in: „ísland úr Nató - herinn
burt”. Á sama tíma og lunginn
úr ríkjum Vestur- og Austur-Evr-
ópu færir úrelta hugmyndafræði
marxismans á öskuhauga sög-
unnar og aðhyllist markaðsbú-
skap og samkeppni, fæst forsjár-
hyggju- og miðstýringarhugtakið
sósíalismi ekki strikað út úr
stefnuskrá Alþýðubandalagsins.
Þess í stað er hinn gamli sósíal-
ismi færður í einhvers konar felu-
föt „félags- og framsóknar-
hyggju”. A sama tíma og þjóð-
hagsleg nauðsyn krefst þess að
tryggja markaðsstöðu útflutn-
ingsafurða okkar á Evrópumark-
aði berst Alþýðubandalagið gegn
EES með sams konar „rökum”
og það barðist gegn EFTA á sín-
um tíma. Á sama tíma og þjóðar-
tekjur dragast saman og atvinnu-
öryggi krefst þess, að við breyt-
um óbeizluðu vatnsafli í störf,
verðmæti og lífskjör með orku-
frekum iðnaði, hlakkar Alþýðu-
bandalagið yfir seinkun á bygg-
ingu álvers á Keilisnesi.
Undiryfirborði sýndarmennsk-
unnar á landsfundi Alþýðubanda-
lagsins lúrir hinn gamli sósíalismi
og bíður síns tíma. Þó skal ekki
dregið í efa að ýmsir landsfundar-
fulltníar vilja í raun urða forn-
eskju marxismans og allt sem
honum heyrir til. En þeir eru ein-
faldlega staddir í röngum flokki,
á röngum landsfundi.
Eru stofnanir velferð-
arkerfisins of dýrar?
eftir Þórð Harðar-
son og Símon Stein-
grímsson
i
Kröfur um samdrátt í velferðar-
kerfinu koma fram á tímum minnk-
andi þjóðarframleiðslu og vaxandi
ríkisskulda. Sumir stjómmálamenn
hafa gert störf og kjör heilbrigðis-
starfsmanna tortryggileg og reynt
að vekja efasemdir um nauðsyn og
réttmæti ýmissar þjónustu við
sjúka. Öðrum hefur þótt nauðsyn-
legt að draga úr stuðningi við há-
skólanemendur og æðri menntun.
Sú spurning blundar þó hjá mörgum
hvort ófarir þjóðarinnar í efnahags-
málum séu ekki að einhveiju leyti
ógætilegum ráðstöfunum alþingis-
manna að kenna. Stórkostlegum
fjármunum hefur verið varið til
óarðbærra verkefna, oft undir
gunnfána byggðastefnu.
Þar sem velferðarkerfið á sviðum
mennta og heilbirgðis á nú undir
högg að sækja er tímabært að leita
eftir traustum samanburði á kostn-
aði við dýrustu stofnanimar á þess-
um sviðum við sambærilegar stofn-
anir erlendis. Fyrir valinu urðu
Háskóli íslands og Ríkisspítalar.
II
Hvarvetna í hinum vestræna
heimi vilja ríkisstjórnir efla háskóla-
starfsemi. Vaxandi samkeppni í við-
skiptum krefst öflugra rannsókna,
bæði hagnýtra- og grunnrannsókna.
Þær eru að verulegu leyti verk há-
skóla. Góð almenn menntun er verð-
mætasta auðlind hverrar þjóðar og
forsenda hennar er vönduð háskóla-
kennsla. Ríkisstjóm íslands segir
m.a. í stefnuskrá sinni: „Sérstök
áhersla verður lögð á að efla fram-
haldsnám og þjálfun rannsóknar-
manna við Háskóla íslands.” Enn-
fremur segir: „Samkeppni á sviði
mennta og rannsókna hefur aukist
samhliða því að ljóst er orðið að
afkoma þjóðarinnar ræðst í ríkari
mæli af öflugu rannsóknar- og þró-
unarstarfi, jafnt í undirstöðugrein-
um sem þjónusturannsóknum. Hug-
að verður sérstaklega að því að
styrkja þau svið í kennslu og rann-
sóknum þar sem íslendingar hafa
möguleika á að skara framúr á al-
þjóðavettvangi.” Fyrri ríkisstjórnir
hafa einnig haft þá stefnu að efla
rannsóknir og æðri menntun.
III
Nemendum Háskóla íslands hef-
ur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin,
t.d. um 22% árin 1988—1991. Rann-
sóknarskrár Háskóla Islands bera
með sér ört vaxandi rannsóknar-
starfsemi síðustu árin. Ýmis ný-
mæli hafa komið fram við skólann,
t.d. á sviði framhaldsmenntunar og
alþjóðasamstarfs. Því mætti ætla
að fjárveitingar til háskólans hefðu
vaxið verulega umfram nemenda-
fjölgun undanfarin ár. Svo er þó
ekki. Mynd 1 sýnir rekstrarfjárveit-
ingar á nemanda við Háskóla ís-
Iands árin 1988—1991 á verðlagi
fjárlagafrumvarps 1992. Þrátt fyrir
stóraukin umsvif háskólans hefur
íjárveiting á nemanda minnkað
jafnt og þétt og mun enn minnka
stórlega að óbreyttu ljárlagafrum-
varpi. Sjá mynd 1.
Á sama tíma hefur hagnaður af
Happdrætti Háskóla íslands dregist
mjög saman. Vaxandi hluti þess
hagnaðar fer nú til viðhalds húsa
en framlög til nýframkvæmda og
tækjakaupa eru allt of lítil til að
mæta þróunarþörfum háskólans.
IV
Nemendur sem lokið hafa námi
við Háskóla Islands hafa getið sér
gott orð í framhaldsnámi og við
rannsóknarstörf erlendis. Því mætti
ætla að álíka vel væri búið að Há-
skóla íslands og sambærilegum
skólum erlendis. Svo er þó ekki í
raun. Sjá mynd 2.
Mynd 2 sýnir rekstrarfjárveiting-
ar á nemanda við nokkra háskóla
á Norðurlöndum, Háskólann á
Akureyri og Kennaraháskólann auk
Háskóla íslands.
Framlögin eru oftast a.m.k. tvö-
föld á öðrum Norðurlöndum, í sum-
um tilvikum þreföld. Háskólinn á
Akureyri og Kennaraháskólinn fá
einnig hærri fjárveitingu en Há-
skóli Islands. Laun háskólakennara
era miklu lægri á íslandi en á hinum
Norðurlöndunum og laun prófessora
hérlendis eru t.d. langt undir meðal-
launum kvæntra karla þótt algengt
eftirvinnuhlutfall sé talið með. Þetta
skýrir mismun á skólakostnaði þjóð-
anna að nokkra en einnig skiptir
miklu máli að framlög til rannsókn-
arstarfsemi við Háskóla íslands era
mjög lág.
Niðurstaða þessara athugana á
ijárlögum til Háskóla íslands sýnir
því:
1. Fáir eða engir háskólar á
Norðurlöndunum eru í slíku fjár-
svelti sem Háskóli íslands.
2. Ríkisframlög til rekstrar Há-
skóla íslands hafa farið lækkandi
og er frekari lækkun fyrirhuguð
með fjárlagaframvarpi ársins 1992.
V
Kostnaður við heilbrigðisþjónustu
sem hlutfall af landsframleiðslu
hefur farið vaxandi undanfarinn
áratug. Þetta stafar af aukinni þjón-
ustu við sjúka á stofnunum, minnk-
andi þjónustu á heimilum, fjölgun
aldraðra en jafnframt stundum
minnkandi landsframleiðslu. Mynd
3 sýnir kostnað við heilbrigðisþjón-
ustu sem hlutfall af landsfram-
leiðslu í nokkrum löndum síðasta
áratug. Sjá mynd 3.
Island er með svipað hlutfall og
nágrannalöndin undanfarin ár, en
eins og sjá má sker þróunin á ís-
landi sig nokkuð úr á síðustu árum
og líkist mest þróuninni í Bandaríkj-
unum, en þó er kostnaður á íslandi
mun lægri og er enn sambærilegur
við nágrannalöndin. Þetta stafar
m.a. af því að hér var uppbygging
ýmissa þátta seinna á ferðinni.
Mynd 4 sýnir þróun landsfram-
leiðslu í nokkram löndum á síðasta
áratug. Vöxturinn á íslandi stöðv-
ast 1987 og er ekki enn hafinn aft-
ur. Þar sem kostnaður við heil-
brigðisþjónustuna er gjarnan skoð-
aður sem hlutfall af landsframleiðsl-
unni (KHHL) er nauðsynlegt_ að
skoða þessar stærðir saman. Árið
1983 er veruleg aukning í KHHL
og ef litið er á mynd 4 má sjá að
þá fellur landsframleiðslan. Árið
1988 varð veruleg hækkun á KHHL
og á mynd 4 sést að þá féll lands-
framleiðslan. Hækkun á KHHL á
því að verulegu leyti rætur að rekja
til rýrnandi landsframleiðslu, en
ekki til kostnaðaraukningar í heil-
brigðisþjónustunni umfram önnur
lönd. Sjá mynd 4.
VI
Á síðasta áratug hefur sérhæfð
starfsemi á Ríkisspítölum aukist
verulega. Þó legudögum hafí fækk-
að nokkuð á geðdeild, Kristnesspít-
ala og Kópavogshæli hefur sjúkling-
um Ijölgað og starfsemi aukist á
dýrum sérhæfðum deildum. Auknar
fjátveitingar til annarra þátta heil-
brigðisþjónustu og til dreifbýlis hafa
ekki minnkað aðsókn að Ríkisspí-
tölum. Starfsemi hefur stóraukist á
kvennadeild, krabbameinslækn-
ingadeild og rannsóknarstofu í
veirafræði en af nýrri starfsemi má
Þórður Harðarson
nefna hjartaskurðlækningar og
rannsóknarstofur í ónæmisfræði. Á
þessum tíma hafa verið gerðar kröf-
ur um mikið ijárhagslegt aðhald og
til að mæta þeim hefur verið byggt
upp nýtt stjórnkerfi og tölvukerfí
notuð til að hafa reglulegt, fjárhags-
legt eftirlit. Árangur þessa má sjá
á mynd 5.
Þar er sýnd aukning heildarút-
gjalda til heilbrigðismála, heildarút-
gjalda spítala, heildarútgjalda Rík-
isspítala og landsframleiðslu á föstu
verðlagi. Meðan heildarútgjöld til
heilbrigðismála hafa vaxið um 70%
og heildarútgjöld spítala um 50%
Símon Steingrímsson
„Meðan heildarút-
gjöld til heilbrigðis-
mála hafa vaxið um
70% og heildarútgjöld
spítala um 50% hafa
útgjöld Ríkisspítala
vaxið um 36%, sem er
aðeins 9% yfir aukn-
ingu landsfram-
leiðslu, þrátt fyrir
stóraukna sérhæfða
starfsemi.”
Mynd 1: Fjárveitingar á nemanda við Háskóla íslands árin
1988—1992. Verðlagsforsendur fjárlagafrumvarps 19^2. Tölur I
þúsundum króna.
Mynd 2: Rekstrarfjárveitingar á nemanda viö nokkra háskóla á
Norðurlöndum f þúsundum fslenskra króna á meðalgengi
jan.—aprfl 1991.
Háskóli íslands
Kennaraháskóli íslands
Universitetet i Bergen
Universitetet í Trondheim
Universitetet í Oslo
Noregur meÖaltal
Danmörk meöaltal
Universitetet i Götaborg
Universitetet i Lund
SvíþjóÖ meöaltal
Háskólinn ó Akureyri
Univcrsitctet i Stockholm
Universitetet i Uppsala
Universitetet i Tromsö
Mynd 3: Heilbrigðisþjónusta án fjárfestingar sem hundraöshluti
(%) af vergri landsframleiðslu.
Frá ráðstefnunni á Hótel Borg.
Ráðstefna um ferðamennsku og um- 4
hverfisvernd á miðhálendi íslands:
A
Ahersla lögð á nauð-
syn heildarskipulags
Áhersla var lögð á nauðsyn þess að korna á heildarskipulagi í ferða-
mennsku og umhverfisvernd á miðhálendi íslands á ráðstefnu dóms-
mála-, samgöngu- og umhverfismálaráðuneytisins um miðhálendið á
Hótel Borg í gær. Þá var meðal annars fjaliað um nauðsyn aukinnar
fræðslu um umhverfismálum, vegagerð á hálendinu, landvörslu, leið-
sögn, eftirlit, byggingar, gistirými, sorp og frárennsli. Eiður Guðna- ,
son, umhverfismálaráðherra, sagði í erindi sínu að frumvarp um skipu-
lags- og byggingarmál á hálendinu væri í undirbúningi í ráðuneytinu.
Fulltrúar frá ferðaþjónustu, áhugafélögum, eftirliti og vegagerð héldu
erindi.
hafa útgjöld Ríkisspítala vaxið um
36%, sem er aðeins 9% yfír aukn-
ingu landsframleiðslu, þrátt fyrir
stóraukna sérhæfða starfsemi. Ef
menn á annað borð ætla að reka
sérhæfða heilbrigðisþjónustu í
landinu er hæpið að hefja sparnað
á Ríkisspítölum. Tryggingarstofnun
aldraðra í Bandaríkjunum, Medic-
are, notar svokallað DRG (diagnosis
related groups) kerfí til að ákvarða
greiðslu fyrir spítalavist á almenn-
um spítölum (short-term general
and nonpsychiatric special). Þar er
meðalkostnaður á sjúkling reiknað-
ur sem éin eining, en algengur
kostnaður á bilinu 0,5 til 3 eining-
ar. Sérfræðingum er greitt sérstak-
lega. Norðmenn hafa staðfært þetta
kerfi og reiknað laun sérfræðinga
inní einingarnar, sem þá eru ekki
hinar sömu og í Bandaríkjunum.
Reynt hefur verið að beita þessu
kerfí á Ríkisspítölum. Þar sem þetta
kerfi mælir ekki kostnað á geðdeild-
um, stofnunum þroskaheftra,
göngudeildum, dagdeildum, eða fyr-
ir aðsendar rannsóknir hefur kostn-
aður við almennu legudeildirnar
Tafla 1: Samanburður á kostnaði á íslandi 1990 á DRG-einingu og verði í Bandaríkjunum og Noregi. Meðal- verðlag 1991. Tölur í þús. kr.
Kostnaður á íslandi Vérð f Bandar.
Hver eining 180 201
Kostnaður á íslandi Verð í Noregi
Hver eining 148 172“
verið einangraður og eru niðurstöð-
ur þessar fyrir Ríkisspítala árið
1990:
Taflan sýnir 10-14% lægri kpstn-
að á Ríkisspítölum en í viðmiðunar-
löndunum.
Niðurstaða athugana á kostnaði
við íslenska heilbrigðisþjónustu og
Ríkisspítala er að:
-1. Kostnaður á íslandi sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu hefur
verið svipaður og í nágrannalöndun-
um undanfarin ár.
2. Hækkun kostnaðar við heil-
brigðisþjónustu á íslandi sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu stafar
að verulegu leyti af rýrnandi lands-
framleiðslu.
3. Kostnaður á Ríkisspítölum
hefur hækkað minna en kostnaður
á öllum spítölum. Kostnaður á öllum
spítölum hefur hækkað minna en
heildarkostnaður við heilbrigðis-
þjónustu.
4. Fyrstu tölur með samanburði
í DRG-kerfi sýna nokkru lægri
kostnað á Ríkisspítölum en í viðmið-
urmrlöndun-
VII
Á Islandi hafa á undanförnum
árum verið byggð upp heilbrigðis-
þjónusta og menntakerfi sem eru
eftir föngum sambærileg við ná-
grannalöndin. Snar þáttur í okkar
umdeildu byggðastefnu hefur verið
að byggja upp heilbrigðis- og
menntastofnanir. Ef þessi þjónusta
fæst ekki í dreifbýli flyst fólk í þétt-
býli og ef hún fæst ekki á íslandi
flyst fólk til annarra landa. Heil-
brigðis- og menntastofnanir breyta
okkur úr vermönnum í þjóð og það
er óskynsamlegt að ófrægja þessar
stofnanir til að afsaka erfiðleika í
efnahagsmálum. Þeir stafa annars
vegar af stöðnun þjóðarframleiðslu
en hins vegar af röngum fjárfesting-
um og fjárveitingum á undanförn-
um árum. Hið fyrra hefur leitt af
hinu síðara. Framkvæmdafé þjóðar-
innar hefur verið veitt til atkvæða-
kaupa í ýmsu formi: arðlausra stór-
framkvæmda, Kröfluvirkjunar,
Blönduvirkjunar, flugstöðvar, allt
of margra fískiskipa og frystihúsa,
fiskeldis, ullariðnaðar og loðdýra-
ræktar. Risavaxin Vestmannaeyja-
ferja og handboltahöll eru á næsta
leiti. Fimm milljarða niðurgreiðslum
verður varið á næsta ári til að við-
halda úreltum búháttum. Jarðgöng
undir fáfarna fjallvegi munu verða
þungur greiðslubaggi og engum
arði skila. Gjafafé Framkvæmda-
sjóðs, Byggðastofnunar og Atvinnu-
tryggingasjóðs er á þrotum. Vinnu-
brögð sem þessi hafa leitt til 10
milljarða árlegra vaxtagreiðslna
ríkissjóðs sem er álíka há upphæð
og rekstrarkostnaður sjúkrahú-
sanna þriggja í Reykjavík. Háskóla
íslands er á næsta ári ætlað að
spara sem svarar öllum rekstrar-
kostnaði verkfræðideildar. Á sama
tima er svipaðri upphæð veitt til
dauðvona fískeldisfyrirtækis, án
þess að nokkur depli auga. Alþingis-
menn allra flokka marga undan-
farna áratugi bera ábyrgð á skulda-
basli þjóðarinnar. Þeim mun ekki
takast að skella skuldinni á velferð-
arkerfið, sem nýtur þjóðarstuðn-
ings.
Heimildir:
Háskóli íslands, greinargerð fjármála-
nefndar Háskóla íslands um fjárlagafrum-
varp ársins 1992: Reykjavík 1991.
Þjóðhagsstofnun, Búskapur hins opinbera
1980-1989: Reykjavik 1991.
Ríkisspítalar, Arsskýrsla Ríkisspítala
1982-1990.
Upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun.
Upplýsingar frá skrifstofu Ríkisspítala.
Upplýsingar frá Health Care Financing
Administration.
Upplýsingar frá Norsk institute for syk-
husforskning.
Þórður Harðarson erprófessorí
lyflæknisfræði ogyfirlæknir
iyflækningndeildar Landspítalnns.
Símon Steingrímsson
verkfræðingur á skrifstofu
Ríkisspítala.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir fjallaði
um sameiginleg markmið ferða-
mennsku og umhverfisverndar. Þau
sagði hún vera að halda yfírbragði
landsins sem næst uppruna sínum,
að halda nýtingu innan þeirra marka
að hún ylli sem minnstum breytingum
á útliti, eðli og eiginleikum landsins
og að síðustu að halda sýnilegum
merkjum um umsvif mannsins innan
þeirra marka að þau þrengdu sér sem
minnst inn í þá upplifun á náttúrunni
sem fólk sæktist eftir að njóta.
Þá sagði hún óhjákvæmilegt að
velja á milli þess að halda hálendis-
vinjunum í núverandi mynd eða halda
uppbyggingu áfram. „Það mætti
hugsa sér,” sagði hún, „að byggja
upp fullkomna þjónustu á nokkrum
stöðum, helst utan við vinjarnar sjálf-
ar fremur en í hjarta þeirra. Það er
óraunhæft að reyna að friða allt há-
lendið í núverandi mynd, - hins vegar
er brýnt að skilgreina strax þau svæði
sem helst ætti að vernda sem óbyggð
víðerni eða sakir sérstæðrar náttúru.
Innan þeirra ætti að takmarka mjög
umsvif mannsins, bæði byggingar og
slóðalagningu, eins og til dæmis gert
er í þjóðgörðum í Bandaríkjunum.”
Magnús Oddsson, fulltrúi Ferða-
málaráðs íslands, vitnaði í ályktun
ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í
október þar sem segir meðal annars
að nauðsynlegt sé að miðhálendi ís-
lands verði sett undir eina skipulags-
stjórn og svæðið skýrt afmarkað og
skilgreint en stefna beri að því að
gera allt hálendið að einum þjóð-
garði. Hann nefndi 10% skattlagn-
ingu á verslun ferðamanna í Fríhöfn-
inni. Alls vantaði nú 600 miljónir
uppá að þessi skattur hefði skilað sér
til Ferðamálaráðs. Féð hefði komið
sér vel í eftirlit, skipulag, endurbætur
og uppbyggingu ekki síst á hálend-
inu. Fram kom að 7% þeirra sem gistu
á hálendinu væru útlendingar en 93%
íslendingar.
Steinunn Harðardóttir, fulltrúi Fé-
lags leiðsögumanna, sagði að tryggja
yrði gott eftirlit landvarða og annarra
eftirlitsaðila á hálendinu. Auk þessi
ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt skil-
yrði að íslenskur, menntaður leiðsög-
umaður fylgdi hveijum hópi ferða-
manna á hálendinu. Gott samspil
verndunar og nýtingar byggðist á því
að hálendið væri afmarkað, metið og
skipulagt, umferð stjórnað og unnið
að markvissri fræðslu. Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir, fulltrúi ferðafélagsins
Utivistar, tók í sama streng og sagði
nauðsynlegt að loka mestu gersem-
irnar af en gera útvalda staði aðgeng-
Jlega.
Hlutur leiðsögumanna
mikilvægur
Kári Kristjánssón, landvörður,
sagði að ekki mætti gleyma hlut leið-
sögumanna í verndun náttúrunnar.
„Það hlýtur að vera lykilatriði að leið-
sögumaður hópferðar sé vel upplýstur
um viðkvæma náttúru hálendisins,
um friðun og markmið friðlýsingar,”
sagði Kári. „Veram þar minnug
gijótmulningsmálsins síðastliðið sum-
ar. Þar gengu erlendir fræðimenn
með hamar í hönd í skrokk á friðuðum !
náttúruminjum, átölulaust af yfír-
völdum, og virtist mér sem dóms-
málaráðuneytið nennti ekki að taka
á því máli undir lokin.” Kári nefndi
óleyfílegan akstur utan vega, utan-
tjaldstæðatjöldun og hálfbrennt sorp
í náttúrunni og sagði að ekki gengi
að bæta endalaust við ferðamanna-
fjölda án þess að gera ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir að hin við-
kvæma náttúra hálendisins skaðaðist
enn frekar en orðið væri.
Steingrímur S. Friðriksson, fulltrúi
frá Ferðaklúbbnum 4x4, sagði að
auka þyrfti öryggi þeirra sem ferðuð-
ust um hálendið sumarlangt meðal
annars með því að setja upp leiðbein-
ingar um vöð yfír ár, vegvísa og veg-
stikur. Heildarstefnu um ferðamál á
hálendinu vantaði. Engin eða léleg
aðstaða væri á áningastöðum þar,
lágmarks löggæsla og skortur á
fræðslu og leiðsögn.
Þóroddur Þóroddsson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs,
sagði að af 8000 fm friðlýstu svæði
á hálendinu sæi Náttúruverndarráð
um eftirlit á 750 fm að Fjallabaki, á
Hveravöllum, við Herðubreið-Öskju
og Hvannalindir. Til þess færu 54
vinnuvikur á sumri en eknir væru
25.000 km. Útlagður kostnaður væri
um 2,5 milljónir. Lagði Þóroddur
áherslu á að skortur væri á heild-
arskipulagi og fræðslu á öllum stig-
um, útgáfu, meiri mannafla og aukn-
um merkingum þannig að lögreglu-
eftirlit yrði óþarft. Hann telur eðlilegt
að Skipulag ríkisins hafi umsjón með
þeirri skipulagningu.
Of margar leiðir inn á hálendið
I pallborðsumræðum að loknum
erindum fulltrúa komu meðal annars
fram athugasemdir um að of margar
inngangsleiðir væri á hálendið, fjallað
var um vegi og umferð á svæðinu,
farartæki og fótgangandi, o.fl. Þátt-
takendur voru ekki á einu máli um
hveijir ætti að sjá um stefnumótun f
hálendismálum. Stungið var upp á
Skipulagi ríkisins og ferðaþjón-
ustunni og Halldór Bjarnason, fulltrúi
Félags íslenskra ferðaskrifstofa, kom
með uppástungu um sérstakt ferða-
málaráðuneyti í tengslum við um-
hverfísmálaráðuneytið. Páll Berg-
þórsson, Veðurstofustjóri, hélt stutt
erindi á ráðstefnunni og sagði frá
tilraunum Veðui-stofunnar með veð-
urspár á hálendinu.
Mynd 4: Aukning vergrar landsframleiðslu.
Mynd 5: Vöxtur kostnaðar heilbrigðisþjónustu og landsframleiðslu
á föstu verðlagi.
170
160
150
140
130
120
110
100
i eilbrigt ismál s; mtak'' X X X X X
( ✓ / \ \> r spítalí r
' s / ■Ríkissp italar
/ / / / y /X
X 7^7 / y Æ / Æ x" —
/ / ii i! y '* Ver > landsf ■amleiös la
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990
I