Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
29
Snældusnúður með höfðaletri.
M ÞRIÐJI og síðasti fyrirlesturinn
í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins
í tengslum við sýninguna Stóra-
Borg - fornleifarannsóknir 1978-
1990 verður sunnudaginn 24. nóv-
ember. Þá flytur Elsa E. Guðjónsson
deildarstjóri textíl- og búningadeild-
ar safnsins erindi sem hún nefnir
Fágæti úr fylgsnum jarðar. Mun
hún ræða fornleifar í þágu textíl-
rannsókna. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Þjóðminjasafninu við
Suðurgötu og hefst kl. 16.15. Að
honum loknum gefst tækifæri á að
skoða sýninguna í Bogasalnum.
-------------» ♦ ♦-------
Athugasemd
JAKOB Frímann Magnússon,
menningarfulltrúi íslands í Lon-
don, hefur beðið Morgunblaðið að
koma eftirfarandi athugasemd á
framfæri.
Menningarfulltrúi íslands í Lon-
don vill að gefnu tilefni skýra frá
eftirfarandi:
Eitt fjölmargra atriða á væntan-
legri Islandshátíð í London er tónlist-
arflutningur þriggja tónlistarmanna
sem eiga það sameiginlegt að hafa
náð leikni í að nota mannslíkamann
sem ásláttarhljóðfæri á mismunandi
tónsviðum.
Jafnframt því að létta og lífga upp
á dagskrána, er atriðið hugsað sem
mótvægi við hátæknibúnað annarra
tónlistaratriða á dagskrá sem er til-
einkuð íslenskum andstæðum.
Blaðamaður sértímarits auglýs-
ingamanna, P.R. Weekly, bað um
leyfí til að trufla fund og spyija
menningarfulltrúa þriggja spurn-
ingá. Spurt var: Hversu lengi hefur
verið vitað um iðkun af þessu tagi.
Svarað var: Alllengi, og vísað til
þess er fyrst sást til SigíTrðar Rún-
ars Jónssonar fremja gjörninga af
þessu tagi fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi
(Saga íslenskrar hljóðritunar er ein-
ungis um 50 ára).
Þá var spurt: Er iðja af þessu tagi
algeng á Islandi? Svarað var: Væri
svo, hefði slíkt að líkindum farið fram
fyrir luktum dyrum þar til nú.
Spurt var að lokum: Mundi búk-
sláttur sem þessi eiga sér einhveijar
rætur í menningu íslendinga? Svarað
var: Slíkar rætur væri helst að finna
í unglingamenningu þar sem ungl-
ingar hafa við hlustun hljómplatna í
gegnum tíðina leikið á „loftgítara”
og „læratrommur”. Þá var nefnt
dæmi um búkslátt í þekktri pepsí-
auglýsingu sem og í kvikmyndinni
Með allt á hreinu. Þar með lauk því
samtali sem var á mátulega alvarleg-
um nótum og í takt við sjálft tónlist- •
aratriðið.
Greinarhöfundur fór hins vegar,
eins og stundum vill verða, nokkuð
fijálslega með þær upplýsingar sem
veittar voru. Mun það að nokkru leyti
eiga rætur að rekja til samtals blaða-
manns við starfsmann kynningarfyr-
irtækis í London sem aðstoðar við
hátíðina en hafði á þeim tíma ekki
kynnt sér málið til hlítar og bætti
það upp með fijóu ímyndunarafli.
í grein í Independent sl. laugar-
dag, 16. nóvember, er það tekið fram
að á Íslandshátíðinni verði boðið upp
á íslenskan búkslátt þó þar sé tæp-
ast um dæmigerðan íslenskan tón-
listarflutning að ræða að sögn menn-
ingarfulltrúans.
í kynningarbæklingi sem dreift
hefur verið er skýrt tekið fram að
hér sé á ferðinni mjög óvenjulegt og
sérstakt atriði.
Þess má geta að geisladiskur með
hinni óvenjulegu tónlist þessa hóps
verður gefinn út í Bretlandi í mars
á næsta ári á vegum bresks hljóm-
plötufyrirtækis.
Þá er vert að taka fram að umfjöll-
un breskra fjölmiðla um íslands-
kynninguna hefur verið umtalsverð
og til þessa afar jákvæð.
Umræður um stjórninálaályktun Alþýðubandalagsins;
Djúptækur ágreiningur var á
landsfundi um afstöðu til EES
Morgunblaðið/Þorkell
Ný stefnuskrá og afstaða Alþýðubandalagsins til EES eru stærstu viðfangsefnin á landsfundi flokks-
ins. 275 fulltrúar flokksins hafa rétt -til setu á fundinuin. í dag fer fram kosning stjórnar flokksins,
framkvæmdastjórnar og iniðsstjórnar. Fundinum lýkur á morgun.
SAMNINGAR um evrópskt efna-
hagssvæði voru átakamál lands-
fundar Alþýðubandalagsins í gær
þegar fram fóru umræður um
drög að stjórnmálaályktun flokks-
ins. Snérust þær aðallega um
hvaða afstöðu flokkurinn ætti að
taka en ekki er kveðið uppúr um
það í stjórnmálaályktuninni eða
ræðu formanns flokksins við setn-
ingu landsfundarins. Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður sagði
þá Stefnu sem fram kæmi í stjórn-
málaályktuninni um EES alger-
lega ótæka og að útilokað væri
að Alþýðubandalagið stæði að
samningunum um EES. Stein-
grímur J. Sigfússon, varaformað-
ur flokksins, sagðist tilheyra þeiin
hópi sem hafði afar miklar efa-
semdir um samninginn. Þing-
mennirnir Svavar Gestsson, Ragn-
ar Arnalds og Jóhann Arsælsson
höfðu allir uppi mikla gagnrýni
og fyrirvara á samningunum.
Voru andstæðingar samningsins
sérstaklega áberandi í umræðun-
um í gær.
Andrúmsloftið á landsfundi Al-
þýðubandalagsins er nú allt annað
en á landsfundum flokksins á undan-
förnum árum. Höfðu margir ræðu-
menn orð á því að sættir hefðu tek-
ist og staða flokksins væri góð. Stein-
grímur J. Sigfússon sagði að kosnin-
gaúrslitin í vor hefðu verið mjög
þýðingarmikil og snúið við þróun
kosningaósigra á undanförnum ára-
tug. Flokkurinn hefði öðlast styrk
sem eining. Hjörleifur Guttormasson
sagði að velgengni flokksins að und-
anförnu mætti m.a. þakka að tekist
hefði með skárri hætti en löngum
áður að samstilla kraftana í forystu
flokksins. Gagnrýni á landsfundinum
beinist einkum að orðalagi um EES
í drögum að stjórnmálályktun og
fyrir að lítið sem ekkert sé fjallað
um sjávarútvegsmál og landbúnað í
henni. Ekki er búist við framboði
gegn formanni og varaformanni á
landsfundinum en viðmælendur
Morgunblaðsins töldu að átök kynnu
að verða um breytingatillögu við lög
flokksins um að ritari flokksins verði
jafnframt formaður framkvæmda-
stjómar og um kosningu í það emb-
ætti en Ottar Proppé lætur nú af
formennsku í framkvæmdastjórn.
Félagar í Birtingu hyggjast bjóða
fram Arthúr Morthens til þeirrar
stöðu.
Skattlagning orkufyrirtækja
Siguijón Pétursson, borgarfulltrúi,
gagnrýndi harðlega tillögur í stjórn-
málaályktuninni um skattlagningu
Landsvirkjunar, Hitaveitu og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og tillögu
um afnám aðstöðugjalds. „Ef við vilj-
um leggja skatt á orkufyrirtæki,
hvort heldur sem er á veltu þeirra
eða gróða, á það að gerast hvar sem
er á landinu en ekki bara í einu sveit-
arfélagi,” sagði hann. „Með því að
leggja orkuskatt á Landsvirkjun er
eingöngu verið að leggja til að hækka
orkuverðið í landinu vegna þess að
útlendingarnnir mmunu ekki borga
eina krónu af þeirri skattlagningu,”
sagði Siguijón. Sagði hann furðulegt
að Alþýðubandalagið hefði það mikla
samúð með fyrirtækjum í Reykjavík
að lagt sé til af þeim sem sömdu
drögin að aðstöðugjöld verði afnum-
in. Lýsti hann því yfir að hann styddi
hvoruga tillöguna.
Hver á að verða stefna
flokksins um EES?
Hjörleifur Guttormsson fjallaði
mest um EES í sinni ræðu og sagði:
„Ég tel að það sé ekki frambærilegt
að frá þessum fundi komi það eitt
að við styðjum þjóðaratkvæða-
. greiðslu en segjum síðan nánast ekki
neitt efnislega um málið. Hver ætlar
að verða stefna flokksins í þessu
efni?” sagði Hjörleifur.
Ragnar Arnalds sagði að með
samningsdrögunum væru samskipti
íslendinga við EB komin inn á háska-
jlegar villigötur og með þeim væri
hagsmuna íslendinga alls ekki gætt.
Sagði Ragnar ekki rétt að sam-
þykkja samninginn en óska þess í
stað eftir viðræðum við EB þar sem
Islendingar ættu að fara fram á mun
meiri fyrirvaha en kveðið væru á um
í samningsdrögunum.
Jóhann Ársælsson alþingismaður
sagði lítið fara fyrir umfjöllun um
sjávarútvegsmál í drögum að stjórn-
málaályktun og kvartaði yfir óljósu
orðalagi um sjávarútvegsstefnuna.
„Það er svolítið líkt því sem við vor-
um gera grín að hjá Sjálfstæðis-
flokknum fyrir síðustu kosningar,!’
sagði hann.
Sóknarfæri í EES-samningum
í stjórnmálaályktuninni, sem kom-
in er frá forystu flokksins er engin
skýr afstaða tekin til samninganna
um EES. Margir þættir samninganna
eru gagnrýndir en svo segir m.a.
„Samningurinn um Evrópskt efna-
hagssvæði er viðamesti og flóknasti
milliríkjasamningur sem Islendingar
hafa unnið að. I honum geta falist
ýmis sóknarfæri fyrir íslenskt atvinn-
ulíf og möguteikar til að ná lægra
vöruverði og aukinni hagsæld, en þar
eru einnig að finna margvísleg vafa-
atriði og áleitnar spurningar.” Sett
er fram krafa um að samningurinn
verði lagður undir þjóðaratkvæði og
ennfremur að nú þegar beri að hefja
formlegar viðræður við önnur EFTA
ríki og EB um breytingar sem óhjá-
kvæmilega yrðu á samningnum við
inngöngu annarra EFTA-ríkja í EB.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, sagði marga
Á landsfundinum fagnaði Mörður
Árnason fyrirliggjandi stefnuskrár-
drögum og sagði að með samþykkt
þeirra væri Alþýðubandalagið að
losa sig við kommúníska arfleifð
sína. Á undanförnum tíu árum hefði
flokkurinn breyst mikið. Nú væri
hann að viðurkenna þær breytingar
að hann væri ekki lengur kommún-
istaflokkur, byltingarflokkur sem í
kjarna sínum miðaði við einhvers
konar yfirtöku ríkisins með alræði
öreiganna. Flokkurinn tryði ekki
lengur á að þjóðfélag væru útskipt-
anleg, þ.e. að hægt væri að taka
eitt þjóðfélagskerfi, stinga því upp
á hillu og setja annað í staðinn.
Mörður táldi þó að drögin bæru um
flokksmenn mála EES-málin nánast
í hvítt og svart. Sagði hann að samn-
ingarnir urn EES væru einhveijir
mikilvægustu samningar þjóðarinn-
ar. Ræða þyrfti kosti og galla samn-
inganna en ákveða ekki fyrirfram
hvort flokkurinn yrði með samning-
unum eða á móti. Sagðist hann hafa
hlotið allmiklar ákúrur frá flokks-
systkinum sínum fyrir sjónarmið sín
um gildi samninganna fyrir neytend-
ur. Jóhannes sagði ljóst að almenn-
ingur hefði hag af samningnum út
frá sjónarmiði neytenda.
Svavar GestSson sagði m.a. að
þjóðin gæti átt ýmsa möguleika og
þyrfti því ekki að gerast aðili að al-
þjóðlegum viðskiptablokkum. „Það
sem mér finnst umhugsunarefni eru
ekki viðskiptalegu atriðin, atriði sem
lúta að sjávarútvegi, landakaupum,
neytendamálum, landakaupum eða
orkumálum, heldur að hann gerir
ekki aðeins ráð fyrir að við samþykkj-
um með fijálsum hætti að afhenda
hluta okkar dómsvalds til kerfis sem
við mótum sjálf. Samningurinn gerir
líka ráð fyrir að við látum af okkar
dómsvaldi til stofnana sem gefa út
reglur og lög án þess að við höfum
komið að mótun þeirra. Þar liggur
skurðpunkturinn í mínum huga,”
sagði hann.
Jóhann Ársælsson sagði samning-
ana um EES fela í sér að íslending-
ar yrðu í framtíðinni að taka við öll-
um reglum sem samþykktar yrðu í
Evrópubandalaginu, það fæli í sér
geldingu lýðræðisins og að sjálfstæði
þjóðarinnar glataðist í raun. Haukur
Helgason sagðist geta tekið undir
of keim af því að vera samtíningur
úr ýmsum áttum og minntu of mik-
ið á klassískan sósíaldemókratisma.
Steinn Lárusson gagnrýndi hve
langt væri gengið í þá átt að viður-
kenna kapítalisma í stefnuskrár-
drögunum. Taldi hann nauðsynlegt
að meiri umræða ætti sér stað innan
flokksins um það hvaða tegund hag-
kerfis væri æskilegust. Þrátt fyrir
að forystumenn flokksins vildu þvo
af honum gamlar syndir væri ekki
rétt að skrifa upp á kapítalismann
sem hið eina sanna hagkerfi.
Hjörleifur Guttormsson alþingís-
maður taldi að stefnuskráin væri
| yfirborðsleg hvað varðaði hagfræði-
[leg_ atriði og_ í hana vantaði skarpþ
afstöðu í stjórnmálaályktuninni um
EES en vildi þó fella út málsgrein
þar sem segir að ljóst sé að ef krafa
Islendinga um fríverslun með fisk
hefði náð fram að ganga, hefðu
ávinningar Islands orðið umtalsverð-
tr.
Leikni kamelljónsins
Stefanía Traustadóttir sagði að
umræðuhópur á vegum flokksins
hefði flallað um EES-samningana
að undanförnu og komist að sam-
hljóða niðurstöðu um að hafna samn-
ingunum, sem væru fyrsta skrefið*"
inn í EB. Árni Þór Sigurðsson sagði
m.a. nauðsynlegt að fá svör við því
hvort ísland gæti gert tvíhliða við-
skiptasamning við EB. Flestir sem
til máls tóku sögðu nauðsyn bera til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild ís-
lands að EES.
Birna Þórðardóttir og Ragnar
Stefánsson höfðu uppi hörð ummæli
um forystu flokksins og stjórnmálaá-
lyktunina. Birna sagðist hafa starfað
af heilindum í framkvæmdastjórn
flokksins en skoðanir hennar hefðu
ekki þóknast forystunni. í stjórn-
málaályktuninni væri efnahagslegur
stöðugleiki blessaður en- hann væri
greiddur af þeim sem hefðu lökust
kjörin. „Ég á mjög erfitt með að
starfa með aðilum sem hafa leikni
kamelljónsins til að bera hvað varðar
skoðanir,” sagði hún. Ragnar sagði
m.a. að í ályktuninni væri málum
stillt þannig upp að allt væri í lagi
ef Alþýðubandalagið væri í ríkis-
stjórn en allt í ólagi ef það væri utan
stjórnar.
gagnrýni á hið kapítalíska samfélag
sem Islendingar byggju við. Hjörleif-
ur lýsti einnig yfir furðu sinni á
þeirri skoðun sem hafði komið fram
áður á fundinum, að með samþykkt
nýrrar stefnuskrár væri Alþýðu-
bandalagið að losa sig við kommún-
íska arfleifð. Að hans mati þyrftu
Alþýðubandalagsmenn ekki að biðj-
ast afsökunar á kommúnískri arf-
leifð sinni því að hún væri ekki til
staðar. Sjálfur hefði hann aldrei tek-
ið ásakanir andstæðinga flokksins
um slíkt, alvarlega.
Nikulás Ægisson taldi að með
fyrirliggjandi stefnuskrárdrögum
væri sveigt af leið frá grundvallar-
markmiðum flokksins og lagði því
fram breytingartillögu. I henni er
kveðið á um að Alþýðubandalagið
sé í eðli sínu stéttabaráttufflokkur
og jafnframt samfylkingarflokkur
vinstri manna, sósíalista, sóslaldem-
ókrata og kommúnista. Áfonnað er
að afgreiða hina nýju stefnuskrá í
.dag^____________________________J
Erum að losa okkur við
kommúníska arfleifð
- segir Mörður Árnason
I DAG verður ný stefnuskrá Alþýðubandalagsins tekin til afgreiðslu
og kemur hún í stað stefnuskrár frá árinu 1974 sem miðstjórnarfund-
ur flokksins felldi úr gildi í fyrra. í drögum að nýrri stefnuskrá segir
að Alþýðubandalagið byggi á grunnhugmyndum jafnaðarstefnunnar
en athygli vekur að orðið sósíalismi kemur aðeins einu sinni fyrir en
í drögunum eru þessi hugtök lögð að jöfnu.