Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
Akureyrarkirkja:
Hádegistón-
leikar alla
næstu viku
30 ára vígsluafmælis
^ orgelsins minnst
í TILEFNI af 30 ára vígsluafmæli
orgelsins í Akureyrarkirkju verð-
ur efnt til hádegistónleika í kirkj-
unni alla næstu viku, en þar munu
skiptast á orgelleikur og ritning-
arlestur. Orgelið er eitt stærsta
pípuorgel á landinu og hefur það
gjörbreytt möguleikum kirkjunn-
ar hvað varðar tónleikahald.
Fyrstu hádegistónleikarnir í Akur-
eyrarkirkju verða á þriðjudag, 26.
nóvember, en á efnisskránni eru verk
eftir Bach. Á tónleikunum á miðviku-
dag verða leikin verk eftir Brahms
og Mendelssohn og á fimmtudag
verk eftir Franck.
Á föstudag, 29. nóvember verða
leikin verk eftir Pál ísólfsson, Jóhann
Ó. Haraldsson, Jón Hlöðver Áskels-
son og Jón Nordal og á laugardag
verða verk eftir Buxtehude og Bach
á dagskránni.
Allir hefjast tónleikarnir kl. 12.05
og auk tónlistar verður ritningarlest-
ur á hveijum degi.
Þá má geta þess að sunnudaginn
1. desember, fyrsta sunnudag í að-
ventu verða aðventutónleikar í Akur-
eyrarkirkju, sem hefjast kl. 20.30.
Bjöm Steinar Sólbergsson organ-
isti Akureyrarkirkju leikur á orgelið
á framangreindum tónleikum og sér-
stakur heiðursgestur verður Jakob
Tryggvason fyrrverandi organisti
kirkjunnar, en hann beitti sér mjög
fyrir kaupum orgelsins á sínum tíma.
Morgunblaðið/Hólmfriður
Grímseyingar héldu hið árlega Fiskeafmæli fyrir skömmu og við það tækifæri sýndu nemendur
úr eldri deild barnaskólans leikþátt, en yngri börnin tók Iagið fyrir viðstadda sem voru fjölmargir.
Grímsey:
Fjölmenni á Fiske-afmælinu
GRIMSEYINGAR héldu hið árlega Fiske-afmæli hátíðlegt fyrir
skömmu, en þann dag minnast eyjaskeggjar fyrrum velgjörðar-
manns síns, Daniels Willards Fiskes. Samkoman var haldin í félags-
heimilinu Múla og var mjög fjölmenn.
Kvenfélagið í Grímsey hefur
haft veg og vanda að Fiske-
afmælinu með aðstoð frá skóla-
börnum, en þau hafa jafnan undir-
búið skemmtidagskrá fyrir hátíð-
ina. Kvenfélagskonur sjá um allar
veitingar á samkomunni.
Daniel Willard Fiske var mikill
velgjörðarmaður Grímseyinga,
hann gaf fé til byggingar skóla-
húss, bækur til bókasafns og einn-
ig gaf hann hveiju heimili í eynni
tafl.
Fjölmennt var í félagsheimilinu,
11. nóvember síðastliðinn þegar
haldið var upp á afmæli Fiskes
og var dagskráin sem í boði var
óvenju vönduð. Anna Dóra Heið-
arsdóttir, ung stúlka í Grímsey lék
nokkur lög á píanó, eldri deild
barnaskólans sýndi leikþátt sem
börnin sömdu sjálf, en hugmyndin
var fengin úr kvikmyndinni Gre-
ase, nemendur úr yngri deild skól-
ans stældu Rokklingana við mik-
inn fögnuð og börn sem enn eru
ekki kominn á skólaaldur sungu.
HSH
Hlíðarfjall:
Skíðasvæðið
opnað í dag
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli
verður opnað í dag, laugardag,
og verður opið frá kl. 10 til 17,
en einnig verður opið á sama tíma
á sunnudag.
Ivar Sigmundsson forstöðumaður
Skíðastaða sagði að sæmilegur snjór
væri í fjallinum. „Við hefðum hoppað
hæð okkar í loft upp í febrúar rneð
það magn sem nú er í fjallinu,” sagði
hann. „Þetta er í rauninni ekki mik-
ill snjór, en við látum okkur hafa
það.”
Stólalyftan verður opin og einnig
tvær togbrautir, en enn er ekki nægi-
legur snjór kominn efst í fjallið,
þannig að einhver bið verður á að
unnt verði að opna diskalyftuna í
Strýtu.
Þeir sem keyptu sér vetrarkort í
lyfturnar í upphafi árs geta tekið
gleði sína, því þau verða í gildi fram
til áramóta. Þetta er gert til að bæta
skíðamönnum upp snjóleysið í fjallinu
á fyrri hluta árs.
♦ ♦ ♦
Kergja komin í mjólkursamlagsdeiluna:
Lokatilraun til að ná sáttum
- segir Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari
EKKERT miðaði í samkomulagsátt á sáttafundum í mjólkursamlags-
deilunni í gær. Sáttasemjari ákvað undir kvöldið að gera Iokatilraun
til að ná fram lausn í deilunni og hefur boðað fund nú fyrir hádegi
í dag, laugardag. Deiluaðilar voru ekki bjartsýnir eftir fundina í
gær, en finnist ekki lausn í deilunni nú um helgina skellur ótímabund-
ið verkfall á í mjólkursamlögunum á Akureyri og Húsavík. Allt eins
er búist við að verkfallið geti dregist á langinn komi til þess á ann-
að borð.
Guðlaugur Þorvaldsson sátta-
semjari sagði að deiluaðilar hefðu
varpað á milli sín ýmsum hugmynd-
um og tillögum í gær, en síðdegis
hefði komið í ljós að ekki næðist
samkomulag um þær tillögur. „Ég
er ekki sáttur við að hætta þessu
alveg strax, ég vil gera lokatilraun
til að ná fram sáttum. Það er
kannski ekki svo mikið sem ber í
milli, ekki stórar fjárhæðir,” sagði
Guðlaugur í samtali við Morgun-
blaðið eftir síðasta fund gærdags-
ins. Hann sagði að báðum aðilum
væri á móti skapi að slíta viðræðum
og því yrði reynt til þrautar að finna
viðunandi lausn áður en til verk-
fails kæmi.
Kristín Hjálmarsdóttir, formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri, sagðist í gær ekki vera bjart-
sýn, lítið hefði gengið á samninga-
fundum. „Við teljum okkur vera
búin að spila út öllu okkar, við höf-
um teygt okkur eins langt og við
framast höfum getað, en án árang-
ur. Vissulega eru það mér mikil
vonbrigði að það stefnir í að við
náum ekki samningum um þau atr-
iði sem við hófum verkfallið út af,”
sagði Kristín.
Kröfur iðnverkafólksins í mjólk-
ursamlögunum beinast að því að fá
metið til launa starfsnám líkt og
tíðkast í öðrum greinum matvæla-
iðnaðar, en þar er um að ræða rúm-
lega 3.000 króna kaupauka á mán-
uði. „Okkar viðsemjendur virðast
ekki hafa áhuga á að koma til
móts við okkur í þessu máli og það
eru mikil vonbrigði,” sagði Kristín.
Árni Benediktsson, formaður
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna, sagði að sambandið legði
allt kapp á að ekki kæmi til verk-
falls í samlögunum, en málið væri
afar snúið og þungt. „Staðan er
þannig, að hér þarf að leysa sérmál
þegar aðalkjarasamningar standa
yfir. Ef til verkfalls kemur, þá sér
maður ekki hvernig verður hægt
að leysa þetta fyrr en við gerð að-
alkjarasamninga,” sagði Árni. „Ef
til verkfalls kemur sýnist /nér það
allt eins geta orðið langt. Ég óttast
það þó ég vilji ekki vera svartsýnn.
Verðið er
samkomu-
lagsatriði
- segir framkvæmda-
sljóri Krossaness
„ÞETTA var ágætis loðna, hún
leit vel út,” sagði Jóhann Pétur
Anderssen framkvæmdastjóri
Krossaness hf., en Súla EA kom
með fyrsta loðnufarminn, 600
tonn til verksmiðjunnar á
fimmtudagskvöld.
Jóhann Pétur sagði að enn væri
ekki búið að ganga frá hvaða verð
yrði greitt fyrir tonnið af loðnunni,
það yrði samkomulagsatriði milii
verksmiðjunnar og útgerðarinnar.
Búið verður að bræða þennan
fyrsta farm í verksmiðjunni á
sunnudag og er ekki ljóst hvenær
næsta löndun verður. Súlan EA fór
aftur út á miðin strax í gærmorg-
un, en Þórður Jónasson EA er ekki
farinn til veiða. „Það kemur bara í
Ijós hvað okkur býðst, við erum til-
búin að taka á móti öllum sem hing-
að vilja koma með loðnu,” sagði
Jóhann Pétur.
Tungumólanóm fyrir börn
I janúar nk. stendur til að bjóóa upp á stuðnings-
nám í dönsku, ensku, norsku og sænsku fyrir börn,
yngri en 1 1 ára.
Námið er hugsað fyrir börn, sem dvalið hafa lang-
dvölum erlendis og náð góðum tökum á viðkom-
andi tungumáli. Fjöldi í námshóp er áætlaður 10-12
nemendur og skólagjöld verða 2.200,- kr. fyrir
önnina.
Skráning nemenda fer fram á skrifstofu skólafull-
trúa, Strandgötu 19B, sími 27245. Þar eru einnig
veittar nánari upplýsingar.
Skráningu lýkur 10. desember nk. Skólafulltrúi
Tvö fjölbýlishús fyrir aldraða byggð við Bugðusíðu:
Þegar búið að selja allar
íbúðirnar í öðru húsinu
Reiknað með að framkvæmdir við byggingarnar hefjist í apríl
MIKILL áhugi er fyrir íbúðum aldraðra sem byggðar verða á lóð
Sjálfsbjargar við Rugðusíðu. Byggð verða tvö 35 íbúða hús og er
þegar búið að selja allar íbúðirnar í öðru húsinu og nokkrar í liinu,
Fyrirspurnir hafa borist frá brottfluttum Akureyringum sunnan
heiða um íbúðirnar og eins hafa aðilar í sveitunum umhverfis bæinn
sýnt kaupum á íbúðum þar áhuga.
Aðalsteinn Óskarsson, formaður Byggja á tvö fjölbýlishús á lóð-
Framkvæmdanefndar um íbúðir
aldraðra á Akureyri, sagði að fyrir-
hugað væri að bjóða jarðvegsskipti
sem og byggingu beggja húsanna
út í mars á næsta ári og væri reikn-
að með að framkvæmdir gætu haf-
ist jafnvel í lok apríl. Gert væri ráð
fyrir að frá því að framkvæmdir
hæfust og þar til fyrra húsið yrði
fullbúið liðu 18 mánuðir og frá þeim
tíma og þar til síðara húsinu yrði
lokið liðu 6 mánuðir.
inni, sem nær frá húsi Sjálfsbjargar
og að Austursíðu. í hvoru húsi verða
35 íbúðir eða samtals 70 i húsunum
tveimur og verða þær 2ja og 3ja
herbergja. Akureyrarbær mun
kaupa stærstan hluta kjallarans í
húsnæði Bjargs þar sem útbúin
verður sameiginlega aðstaða og
þjónusturými, en þangað verður
innangengt frá fjölbýlishúsunum.
„Það gengur mjög vel að selja
þessar íbúðir, við höfum þegar selt
allar íbúðirnar í fyrra húsinu sem
byggt verður og erum farin að skrá
niður kaupendur í því síðara. Það
er mjög mikið spurt um þessar íbúð-
ir, m.a. höfum við fengið fyrirspurn-
ir frá gömlum Akureyringum úr
Kópavogi og Reykjavík sem hafa
áhuga á að eyða ævikvöidinu á forn-
um slóðum og eins hefur fólk úr
sveitunum hér í kringum okkur
spurt um þessar íbúðir,” sagði Aðal-
steipn.
Aldursmörk kaupenda hafa verið
færð niður úr 67 ára aldri í 60 ára
og sagði Aðalsteinn að það skýrði
einnig þann mikla áhuga sem væri
fyrir hendi varðandi íbúðakaup í
þesSum; húghnj.í i *.,ú' i}