Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
35
Aukakeppnin um Islandsmeistaratitilinn:
Helgi Islandsmeistari
___________Skák_______________
Margeir Pétursson
AUKAKEPPNIN á Skákþingi ís-
lands 1991 fór fram í síðustu viku
í fiskverkunarhúsi Soffaníasar
Cecilssonar í Grundarfirði. Þrír
höfðu orðið efstir og jafnir á Is-
landsmótinu í Garðabæ í ágúst,
Helgi Olafsson, Karl Þorsteins
og Margeir Pétursson. Sam-
kvæmt lögum Skáksambandsins
skal tefla til þrautar um titilinn
og fóru þremenningarnir því til
Grundarfjarðar með því fororði
að ekki skyldi aftur snúið fyrr
en nýr Islandsmeistari væri fund-
inn. Tefld var tvöföld umferð og
stóð Helgi Ólafsson uppi sem sig-
urvegari með tvo og hálfan vinn-
ing af fjórum mögulegum, Mar-
geir hlaut tvo vinninga en Karl
einn og hálfan.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
teflt er um íslandsmeistaratitilinn
í Grundarfirði, en það var einnig
gert 1986 og var það mót það fyrsta
af þremur sem síðan hafa verið
haldin utan Stór-Reykjavíkursvæð-
isins. í Iok þess móts lofaði hinn
landskunni útgerðarmaður, Sof-
fanías Cecilsson, Ólympíusveit ís-
lands ríflegri umbun fyrir góða
frammistöðu. Átti það sinn þátt í
að í Dubai 1986 náðist bezti árang-
ur íslands fyrr og síðar á Ólympíu-
móti, fimmta sæti.
Gangur aukakeppninnar var í
stuttu máli þannig að við Helgi
Ólafsson gerðum fremur átakalítið
jafntefli í fyrstu skákinni. Næst
tefldum við Karl og varð endataflið
í þeirri skák afar sögulegt:
salerni eða fá að hringja.
Við hjónin sáum Marinó síðast í
ágúst síðastliðnum. Vorum við að
koma úr Kverkfjöllum, hringdum
til hans úr Möðrudal og boðuðum
komu okkar. Komum við til hans á
föstudagskvöldi í blíðskaparveðri,
logni og 20 stiga hita. Tók hann
vel á móti okkur að vanda. Spjölluð-
um við fram eftir kvöldi, skoðuðum
bátinn morguninn eftir og ræddum
útgerðarmálin. Heimsóknin endaði
síðan með veisluhádegisverði með
borðvíni og öllu tilheyrandi. Enginn
kotungsbragur á því. Það leyndist
okkur ekki í þessari síðustu heim-
sókn, að Marinó var farinn að eld-
ast. Enda dró hann sjálfur ekkert
úr því og sagðist m.a. ekki róa orð-
ið nema í mesta lagi annan hvern
dag. Auk þess var heilsan farin að
bila. En hann æðraðist ekki. Var á
sinn rólega máta búinn að gera
ráðstafanir til að fá inni á elliheim-
ili á Vopnafirði og gerði ráð fyrir
að komast þar inn á miðjum vetri.
Sagðist hann ætla að halda húsinu
og bátnum á Bakkafirði, það væri
aldrei að vita nema hann vildi
bregða sér í róður og róður ef hann
héldi heilsu og lífi. En til þess kom
ekki að hann flytti frá Bakkafirði
i þessu Iífí. Ég veit að það hefur
verið honum að skapi að enda þar
sína jarðvist því að staðurinn og
manlífíð á Bakkafírði var honum
kært.
Þegar nú leiðir skiljast vil ég
fyrir mína hönd, bræðra minna og
fjölskyldna okkar þakka Marinó
fyrir samfylgdina. Ég vil biðja Hinn
Hæsta Höfuðsmið að leiða hann og
styrkja á þeim vegum, sem hann
hefur nú lagt út á.
Haukur Björnsson
Helgi Ólafsson
Svart: Margeir Pétursson
Hvítt: Karl Þorsteins
48. Kf3??
Eftir 48. Bf3 væri svarta staðan
ívið betri vegna traustari peðastöðu
og öflugs útvarðar á c4
48. — Rxg4 49. Kxg4 — Re3+ 50.
Kf3 - Rxdl 51. Bel
Eina von hvíts er að króa riddar-
ann á dl inni.
51. - Kf5 52. a5!
Eftir svar svarts þýðir þetta mik-
ilvægan leikvinning miðað við fram-
haldið 52. Ke2 - Ke4 53. Rc5+.
Nú hefði svartur átt að svara í sömu
mynt og bíða átekta með 52. —
Bb8I, sem hefði tryggt sigur.
52. - h5? 53. Ke2 - Ke4?
' Þar með gengur vinningur svarti
endanlega úr greipum, rétt var að
fórna manni með 53. — h4! 54.
Kxdl - h3 55. Rf2 - h2 (hótar
56. - Bg3) 56. Rhl - Ke4 með
góðum vinningsmöguleikum.
54. Rc5+! - bxc5 55. dxc5 - Re3??
Nú var kominn tími til að bjarga
naumlega í horn með 55. — h4 56.
b6 - axb6 57. axb6 - Bf4 58. c6
- h3 59. c7 - h2 60. c8=D -
hl=D 61. Dxe6+ - Kd4 62. Kxdl
- Df3+ 63. De2 - Db3+ 64. Dc2
og svartur þráskákar. Eftir þessi
síðustu mistök ræður svartur ekki
við hvíta peðaflauminn á drottning-
arvæng.
56. b6 - Bb8 57. c6 - axb6 58.
a6! - d4 59. c7 - Bxc7 60. a7 -
d3+ 61. Kf2 - Rg4+ 62. Kg2 -
Re3+ 63. Kgl - Rd5 64. a8=D -
Bf4 65. Dc6! - Be3+ 66. Bf2 -
Kd4 67. Bxe3+ - Kxe3 68. Dxe6+
- Kd4 69. Kf2 - b5 70. Kel og
svartur gafst* upp.
í næstu umferð vann Helgi síðan
Karl og tók forystu sem hann hélt
til loka:
Hvítt: Helgi Ólafsson
S vart: KarlÞorsteins
Caro-Kann-vörn
1. c4 — c6 2. e4 — d5 3. exdð —
cxd5 4. cxdð — Dxd5 5. Rc3 —
Dd6 6. d4 - e6 7. g3!
Þetta virðist vera nákvæmari
leikjaröð en 7. Rge2 — Rf6 8. g3
— Bd7! sem gerir svarti kleift að
andæfa á skálínunni.
7. - Rf6 8. Bg2 - Be7 9. Rge2
- 0-0 10. 0-0 - Rc6 11. Bf4 -
Dd8 12. a3 - Bd7 13. b4 - Hc8
14. Db3?!
Eftir þetta ætti svartur að geta
jafnað tafíið. Eftir 14. Dd3 og síðan
15. Hadl ætti svartur mjög erfitt
með að finna mótspil í stöðunni.
Nú ætti hann hins vegar að geta
jafnað taflið.
14. - Db6! 15. d5 - exd5
15. - Ra5! 16. Da2 - Rc4 kom
ekki síður til greina.
16. Rxd5 — Rxd5 17. Bxd5 — Bf6
Hér eða í næsta leik hefði Bg4
gefið svarti góða möguleika á að
jafna taflið.
18. Hacl - Re7? 19. Be3 - Da6
20. Hxc8! - Bxc8 21. b5 - Dd6
22. Bc4 - Rf5 23. Hdl - Dc7
24. b6 - axb6 25. Bxb6 - Dc6
26. Rf4
Stöðuyfírburðir hvíts eru veru-
legir og munar þar mestu um að
svarti hrókurinn á f8 er rígbundinn.
Eftir 26. — Rd6! ætti svartur þó
talsverða möguleika á að halda
frumkvæði hvíts í horfinu, en í stað-
inn leikur Karl, sem var að komast
í tímaþröng, mjög ljótum afleik.
Eftir hann eru úrslitin ráðin.
26. - Re7?? 27. Bxf7+ - Kh8 28.
Bc4 - Bg4 29. Hel - g6 30. Db4
- Hc8 31. Be6 - Bxe6 32. Hxe6
- Dcl+ 33. Kg2 - Rf5 34. Hxf6
- Re3+ 35. Bxe3 og svartur gafst
upp.
Síðan mættumst við Helgi og
virtist vinningur blasa við mér í
drottningaendatafli, en óvænt þrá-
skák leyndist í taflinu. Mér tókst
síðan að hefna fyrri ófara gegn
Karli, sem virtist fjarri sínu bezta
í þessari keppni. Hann blés þó
hraustlega til sóknar í síðustu skák-
inni gegn Helga og átti um tíma
mjög vænlega stöðu, en með seiglu
náði Helgi jafntefli og tryggði sér
titilinn.
0\
KVENNA
ATHVARF
samtok um
kvennaathvarf
halda námskeið kvöldin 28.
og 29. nóv. og frá kl. 10-17
30. nóv. í Hlaðvarpanum.
Meðal efnis á námskeiðinu: Kynning á
starfsemi Kvennaathvarfsins, heimilisof-
beldi, áhrif heimilisofbeldis á börn, nauðg-
unarmál, viðtalstækni o.fl.
Námskeiðið er öllum opið, sem áhuga
hafa á málefninu. Vinsamlegast skráið
þátttöku í síma 91-613720 fyrir 26. nóv.
__________Brids_____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsdeild
Húnvetningaf élagsins
Sveit Gísla Tryggvasonar sigraði í
fimm kvölda hraðsveitakeppni sem
lauk sl. miðvikudag. Háði sveitin
hörkukeppni við sveit Guðlaugs Niels-
ens sem var í öðru sæti aðeins örfáum
stigum á eftir sigurvegurunum. { sig-
ursveitinni spiluðu Tryggvi Gíslason,
Gísli Tryggvason, Tryggvi Tryggva-
son, Heimir Tryggvason og Leifur
Kristjánsson.
Lokastaðan:
Gísli Tryggvason 3153
Guðlaugur Nielsen 3140
Halldóra Kolka 3001
Hermann Jónsson 2971
Valdimar Jóhannsson 2966
Gunnar Birgisson 2922
Hæsta skor síðasta spilakvöldið:
Hermann Jónsson 640
Valdimar Jóhannsson 619
Jóhann Lúthersson 614
Næsta miðvikudag verður spilaður
einmenningur sem verður væntanlega
tveggja kvölda. Keppnin hefst stund-
víslega kl. 19.30. Skráning er hafin
hjá Valdimar í síma 35777.
Bridsdeild Barðstrendinga
Nú er lokið 2 umferðum af 5 í hrað-
sveitakeppninni. Hæstu skor í 2. um-
ferð fengu eftirfarandi:
GuðbjörgJakobsdóttir 593
Bjöm Arnason 525
Pétúr Sigurðsson 516
Sigvrður fsaksson 515
ÞórarinnÁmason 514
Meðalskor 504
Staða efstu sveita eftir 2 umferðir
er:
ÞórarinnÁmason 1132
GuðbjörgJakobsdóttir 1113
PéturSigurðsson 1096
Bjöm Ámason 1036
Bridsfélag Sauðárkróks
Nú er lokið Butler-tvímennings-
keppni félagsins. 18 pör tóku þátt,
efstu pör urðu þessi:
Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson 125
Krístján Blöndal — Gunnar Þórðarson 109
Sigurgeir Angantýss. — Gunnar Péturss. 102
Jón Ö. Berndsen - Einar Svansson 101
Sigurgeir Þórarinss. - Gunnar Guðjónsson 100
Stefán Skaiphéðinss. — Garðar Guðjónsson 98
Ekkert verður spilað næsta mánu-
dagskvöld, en mánudaginn 2. desem-
ber verður spiluð rúbertukeppni.
Frá Skagfirðingum
Að loknum 6 umferðum í aðalsveita-
keppni deildarinnar er sveita orðin þessi: Sveit staða efstu
Magnúsar Sverrissonar 123
Sigurðar ívarssonar 116
Aðalbjöms Benediktssonar 101
SigmarsJónssonar 100
ÁrnaLoftssonar 99
Fram 94
GíslaÓskarssonar 91
Rúnars Lárussonar 90
Spilamennsku verður næsta þriðjudag. framhaldið
Lxjftleiðum verður fram-
reitt glæsilegt jólahlaðborð
á aðventunni, frá 29. nóv-
ember -23. desember.
Matreiðslumeistarar
hótelsins sjá til þess að
hlaðborðið svigni undan
ljúffengum réttum -
bæði í hádeginu og á
kvöldin; hvítlauksrist-
aður smáhumar, síld,
reyktur lax, reyksoðin
lundabringa, grísasteik,
reyksteikt lambalæri,
hreindýrabuff, ris á
l'amande, kanelkrydd-
l uð epli og ótal margt fleira.
o
| Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt-
I takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Það fer
| vel um þig í Lóninu og þjónarnir okkar leggja
sig alla fram til að stundin verði sem ánægju-
legust.
Borðapantanir í síma 22321.
FLUOLEIEHR
IIÖTEL LöFTLEllllll
Þegar matarilmurinn liggur í loftinu
í HÁHEGIIVIJ1.3!l!i KR. Á MANIV
Á KVÖLDIN 1.980 KR. Á MANN