Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 41 Sigríður Pétursdóttir, Siglufirði - Minning Fædd 30. apríl 1915 Dáin 18. nóvember 1991 í dag er til moldar borin frá Siglufjarðarkirkju frú Sigríður Pét- ursdóttir, gömul og Lær íjölskyldu- vinkona. Sigríður var fæddd 30. apríl 1915 og var því á 76. aldurs- ári þegar lífi hennar lauk. Sigríður var gift Þorsteini Sveinssyni sem lést af slysförum fyrir 26 árum. Þau áttu þijú börn; Jóhönnu, ógifta og barnlausa; Svein, kvæntan Bertu Jóhannsdótt- ur, og Fanneyju, gifta Hilmari Sverrissyni. Eiga þau Fanney og Sveinn bæði mannvænleg börn sem nú sakna ömmu sárt. Þegar Sigríðar er minnst þá kem- ur fyrst upp í hugann hin óviðjafn- anlega gestrisni sem hún á svo óeig- ingjarnan hátt sýndi þeim sem hún tók tryggð við. Engu að síður var Sigríði gefinn sá eiginleiki jafnhliða mildi sinni og hlýju að vera ákveðin og föst fyrir og skörungur hinn mesti ef 4 þurfti að halda. Fyrstu kynni fjölskyldunnar hóf- ust þegar bróðir Sigríðar kvæntist inn í okkar fjölskyldu. Um það leyti var faðir minn, Einar, á leið til Siglufjarðar í síld eins og syo marg- ir aðrir sem sóttu vinnu á þessum gullaldarárum. Var því komið í kring að ungi maðurinn fékk húsa- skjól hjá þeim Sigríði og Þorsteini og var þar í fæði, húsnæði og góðu yfirlæti á meðan hann dvaldi þar við störf. Árin liðu og Einar stofnaði sína fjölskyldu, og eftir basl við börn og bú var ákveðið að fara í sumarfrí og stefnan auðvitað tekin á Siglu- ijörð. Þetta var fýrir um það bil þrjátíu árum og var þá endurnýjuð sú vinátta sem stofnað var til á síld- arárunum. Sú vinátta hefur allar götur síðan blómstrað og eflst og munum við yngra fólkið ekki slíta þau bönd vináttu sem foreldrar okkar Jinýttu fyrir svo mörgum árum. Á ég þá sérstaklega við dótt- ur Sigríðar, Fanneyju, sem er okkur sérlega kær. Sigríður var kona verka og gjörða svo ég ætla ekki að fjölyrða frekar um kosti hennar í fullvissu þess, að þeir sem hana þekktu viti hvað við er átt. Síðastliðið sumar heimsóttu Einar og Vilborg, foreldr- ar mínir, Sigríði og fjölskyldu henn- ar sem var þá samankomin til að halda hátíð í anda gömlu síldarár- anna. Þótt heilsu Sigríðar fari hrak- andi á þessum tíma þá sameinaðist fjölskyldan um að gera þessa hátíð veglega og rausnarlega eins og frekast var unnt. Áttu þau saman gleðilegar stundir við uppriljun gömlu daganna og nutu þessara stunda vel. Segja má nú að þetta hafi verið kveðjustund þessara gömlu vina og sannarlega í anda Sigríðar. Hafi Sigríður og hennar fjölskylda öll bestu þakkir fýrir móttökurnar. Kæru ijölskyldur, þið sem nú sakn- ið og eigið um sárt að binda við fráfall kærrar móður og ömmu, munið að algóður guð líknar þeim sem sjúkir eru og huggar þá sem sorgum eru hlaðnir. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Gerða, Valdimar, Einar og Lilla. í dag laugardaginn 23. nóvember verður til moldar borin frá Siglu- ijarðarkirkju tengdamóðir mín hún Sigga eða Didda eins og hún var alltaf kölluð á Siglufirði. Hún var fædd í Skagafirði og ólst þar upp. Allan sinn búskap bjó hún á Siglufirði, en þar giftist hún 1941 Þorsteini Sveinssyni sem lést árið 1965, þau eignuðust 3 börn Jóhönnu, Svein og Fanney. Sveinn er kvæntur Bertu Jóhannsdóttur og eiga þau 5 börn, og Fanney er gift undirrituðum og eigum við 2 börn. Og langömmubörnin eru nú orðin 4. Hún var stolt af hópnum sínum þó ekki væri hann stór. Eg kynnt- ist Siggu árið 1973 þegar ég kom til hennar í fyrsta sinn á Siglufjörð, þá tók hún brosandi á móti mér og var hennar viðmót ætíð þannig, því alltaf gat hún gefið hlýju, hvernig sem á stóð. Og sóttu hana allir vel heim. Með þessum orðum ætlaði ég ekki að rekja ævisögu hennar, heldur að rita nokkur kveðjuorð. Og nó þegar sorgin ber að dyrum hjá okkur öllum og okkur líður illa getum við huggað okkur við það að henni líði vel, og sorgin verður að teljast náðargjöf, því einn sá getur syrgt, sem elskað hefur, og sá einn hefur mikið misst sem mik- ið hefur átt eins og við. Ef tilveran heldur áfram eftir dauðann eins og við viljum trúa veit ég að samband- ið við hana, helst með þráðlausum skeytum hugans, og mynd hennar lifir í hjörtum okkar. Ég þakka fyr- ir að hafa fengið að kynnast þess- ari kostakonu og bið ég góðan guð að geyma hana og blessa minningu hennar. Hilmar G. Sverrisson Einn ástvinur okkar er fallinn frá, farinn himininn á, en minningin lifír um ókomna tíð, hana við geymum hjörtunum í. Sigga Rut, 13 ára. Fjóla Gísladóttir frá Háagerði - Minning Fædd 5. júlí 1918 Dáin 5. nóvember 1991 Það er kominn vetur, ijólur og önnur blóm vallarins háfa fallið í svörðinn hvert af öðru. Á nýju vori munu þau flest vaxa upp aftur af sömu rót. En elskuleg vinkona mín og sæmdarkonan Fjóla Gísladóttir frá Háagerði kemur ekki aftur. Fjóla lést þann 5. nóvember sl. á Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig til að kveðja Fjólu, þó geta orð ekki lýst söknuði mínum vegna fráfalls vinkonu minnar sem var mér svo góð og hjálpsöm. Kynni okkar Fjólu hófust fyrir mörgum árum en urðu nánari þegar við fluttum báðar inn á Dvalarheim- ilið Sæborg fyrir þremur árum síðan °K bjuggum þar hlið við hlið. Fjóla var trúuð og góðhjörtuð kona sem vildi bæta hag allra ef hún gat komið því við. Hún unni ljóðum og kunni ógrynni af kvæðum og vísum og sjálf gerði hún vísur þó hún flík- aði því ekki. Einnig kom listfengi hennar vel fram í allri þeirri fallegu handa- vinnu sem hún gerði um ævina. Og þrátt fyrir að Fjóla hafi mátt búa við heilsuleysi síðari hluta ævinnar var hún fljót að kætast og naut þess að vera með öðru fólki sem hún átti gott með að laða að sér. Fjóla bjó lengi í Háagerði, rétt fyrir utan Skagaströnd, með manni sínum Kristjáni Guðmundssyni, eða þar til þau brugðu búi og fluttu til Skagastrandar. Mann sinn missti Fjóla 1979. Sár var söknuðurinn en trúin hjálpaði henni og styrkti. Fjóla og Kristján éighúðúst' 6 'böm. *Afkomendurnir eru orðnir margir. Hún unni hópn- um sínum öllum af heilum hug og Nú hefur hún kvatt þennan heim, reyndi að fylgjast vel með þeim og hún amma mín, eftir mikil og slæm gladdist mikið þegar þau heimsóttu veikindi síðastliðna viku. Ég minn- hana eða hringdu. Ékki síst nú í ist ömmu minnar alltaf sem góðrar haust þegar tvær dætur hennar - og- hressrar konu, því að alltaf var komu úr Reykjavik og dvöldu hjá það hún sem gaf öllum mest, þótt henni um helgi. Fjóla naut þess að hún ætti minnst. Aldrei hlífði hún fara með þeim að Háagerði og sýna sér við eða kveinkaði sér yfir smá- þeim hvað var búið að byggja þar munum sem voru kannski ekki allt- fallega upp aftur. Frá Háagerði af smámunir, þó þeir væru það í átti hún margar og fallegar minn- hennar augum. Hún var dugleg og ingar — minningar um fagurt út- hún var sterk. Og alltaf reyndist sýni, góðan mann og börn og góða hún mér vel, hvernig sem á stóð. nágranna og sveitunga. Nú þegar hún hefur yfirgefið þenn- Guðs blessun fylgir minningunni an heim vona ég að hún hafi fæðst um góða konu. Hafi hún þökk fyrir inn í annan betri, hlýrri og yndis- allt og allt. legri og haldi áfram á sömu braut. Guðný Hjartardóttir Sverrir Rúnar Hilmarsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem biríast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á.það lögð að handrit séu vel. frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Eggert Þórarinn Teitsson Fæddur 10. maí 1899 Dáinn 6. nóvember 1991 Afi dó 6. nóvember síðastliðinn og var því kominn hátt á 93. aldurs- árið. Undraverð er sú tilviljun að hann dó einmitt á afmælisdegi ömmu sem hann unni heitt og sakn- aði rnjög eftir að hún lést fyrir nokkrum árum. Mér er efst í huga söknuður yfir að geta ekki oftar notið samvista hans. Afi var búinn að liggja veikur í nokkurn tíma, svo ljóst var mér orðið að hverju stefndi. Minningarnar streyma fram í hugann og af mörgu er að taka. Minnist ég þess sérstaklega hve ævintýralegt það var að fara í heim- sókn suður til afa og ömmu og vera hjá þeim í litla húsinu þeirra. Afi var óþreytandi til að segja mér sögur frá eldri tíma og hafði ég dálæti af að hlusta á þær og reyna að lifa mig inn í þess tíma aðstæð- ur. Hafði hann lifað tímana tvenna eins og nærri má geta um mann sem er fæddur um aldamót. Gjarn- an vildi ég muna meira af þessum sögum nú þegar of seint er orðið að fara í smiðju til hans og riija upp. Einnig minnist ég þess hve eftir- væntingarfullur ég var þegar von var á afa í heimsókn norður á sumr- in. Hafði hann þá gjarnan eitthvað í pokahorninu og alltaf var það eitt- hvað alveg sérstakt. Það var eins og hann vissi hvað átti við hveiju sinni. Hann hugsaði alltaf mest um að gleðja aðra og kunni vel að meta það sem fyrir hann var gert Minning en aldrei viidi hann að nokkuð væri fyrir sé haft, en talaði þess í stað oft um hvað allt hans fólk væri sér gott. Barngóður var hann og hafði alltaf nógan tíma til að tala við smáfólkið. Þess fengu börn okkar hjóna að njóta. Alltaf var sami spenningurinn hjá þeim þegar langafi skyldi heimsóttur. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka afa samfylgdina, leiðbeiningarnar, tillitssemina og umburðarlyndið sem hann átti alltaf nóg af. Eggert Antonsson t Elskulegur sonur okkar og bróöir, FJÖLNIR HALLGRÍMSSON, Seilugranda 8, andaðist á vökudeild Landspítalans 16. nóvember. Útförin hefur farið fram. Bergþóra Gunnbjörnsdóttur, Hallgrímur Jónsson, Erla Arnbjarnardóttir, Tinna Hallgrímsdóttir, Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir. Systir mín, t SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Hjalla, Ölfusi, Háteigsvegi 40, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Ása Sigurðardóttir. t Eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR kennari, sem lést 15. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeir, sem.vildu minnast hennar, láti líknarstofn- anir njóta þess. Sæmundur Bjarnason, Sævar Sæmundsson, Elín Björg Jóhannsdóttir, Sæmundur Sævarsson, Marta Gunnarsdóttir, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Sigurður Eyþór Valgarðsson, Maria Sif Sævarsdóttir, Jón Ægir Jóhannsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR JÚLÍUSSON bóndi, Söndum íMiðfirði, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju í Hnappadal þriðjudag- inn 26. nóvember kl. 14.30. Kveðjuathöfn í Melstaöakirkju, Miðfirði, kl. 10.00 sama dag. Kristin Jónsdóttir, Sólrún Þorvarðardóttir, Valgerður Þorvarðardóttir, Halldóra Þorvarðardóttir, Stefán Þorvarðarson, Kristján E. Þorvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn. L t ■ iBaraTmmmmwmnai r ■■ í Börkur Benediktsson, Sigfús Jónsson, Þórður Jónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún L. Magnúsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.