Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
fclk i
fréttum
Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson
NORRÆN SAMVINNA
Gunnar Hoppe á íslandi
Nýlega var staddur hér á landi
Gunnar Hoppe, fyrrverandi
rektor Stokkhólmsháskóla og
framkvæmdastjóri Wallenberg-
stofnunarinnar. Hoppe er mikill
íslandsvinur og hefur um árabil
setið í stjórn Norræna hússins í
Reykjavík. Hoppe var haldið
samsæti og var myndin þá tekin,
talið frá vinstri: Magnús
Magnússon prófessor, Helgi
Bjömsson, prófessor, Þórir Kr.
Þórðarson, prófessor, Gunnar
Hoppe, Sveinbjörn Björnsson,
háskólarektor, Guðmundur
Magnússon, prófessor og fyrrv.
rektor og Guðlaugur Þorvalds-
son, ríkissáttasemjari og fyrrv.
rektor. Þeir Gunnar Hoppe og
Guðlaugur sátu saman í stjórn
Norræna hússins í 12 ára.
HVÍLD
Nicholson ætlar að
taka sér gott frí
frá kvikmyndum
Stórleikarinn Jack Nicholson
verður í aðalhlutverkinu í
kvikmyndinni „Hoffa” , en tökur
hefjast í janúar á næsta ári. Hann
hefur tiikynnt að eftir að tökum
líkur, muni hann taka sér tveggja
ára hvíld frá kvikmyndaleik.
Ástæðan er sú, að hann er orðinn
sólginn í fjölskyldulíf og á nú tæp-
lega tveggja ára gamla dóttur og
annað barn á leiðinni með sambýl-
iskonu sinni, leikkonunni Rebeccu
Broussard. „Ég ætla að vera á
staðnum og taka þátt í uppeldi
barna minna og hafa það að aðal-
starfi fyrstu árin þeirra,” segir
Nicholson sem fer létt með að
sleppa vinnu í nokkur ár, þar eð
hann hefur rakað saman digrum
sjóðum fyrir leik sinn í gegn um
árin og er nú moldríkur maður.
í kvikmyndinni Hoffa leikur
Nicholson Jimmy Hoffa, verka-
lýðsleiðtogann umdeilda sem hvarf
sporlaust og er álitinn látinn.
Danny DeVito er framleiðandi og
leikstjóri myndarinnar og er hún
síðasta myndin í röð sem þeir
félagarnir sömdu um samvinnu
við. Talið er víst að Nicholsonfjöl-
skyldan ætli að verja fríinu góða
í suðurhluta Frakklands, en vinir
þeirra á þeim slóðum leita nú log-
andi ljósum að hæfilegu húsi. Þau
dvöldu þar einmitt í stuttu sól-
arfríi fyrir örfáum mánuðum.
Jack, Rebecca og dóttirin Lorrain.
Erlu í húsgagnaleit?
Svefnsófarnir komnir
Ný sending af 2ja manna svefnsófum með rúmfata-
geymslu. 4 gerðir. Stærðir 190x130 og 190x120
Ármúla 8, sími: 68-53-75
STANGAVEIÐI
Landskunnir flugxihnýt-
arar sýna í Arósum
Stangaveiðifélagið Ármenn efna
í dag til fluguhnýtingarsýn-
ingar í félagsheimili sínu Arósum.
Nokkrir landskunnir hnýtarar
verða við tækin og sýna áhorfend-
um handtökin. Þarna verða enn
fremur veitingar og jólakortasala.
Stefán Hjaltested, einn af forvígis-
mönnum þessa veiðifélags hvers
félagar einskorða sig við flugu-
veiðar er þeir veiða á vatnasvæð-
um félagsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að dagskráin myndi
standa yfir milli klukkan 14 og
17 og hér væri á ferðinni uppá-
koma sem til greina kæmi að halda
árlega ef vel tækist til.
Stefán sagði að meðal þeirra
sem myndu sýna hnýtingar væru
Analíus Hagwaag, sem er nú 84
ára, en hnýtir betur og betur eftir
því sem árin hlaðast á hann. Geir
Birgir Guðmundsson, höfundur
„Þingeyingsins”, Skúli Kristinsson
veiðivörður við Elliðaárnar og
Guðmundur Árnason. „Sá elsti er
84 ára, sá yngsti 8 ára,” sagði
Stefán Hjaltested.