Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
9
VELKOMINÍ TESS
Tiljólagjafa
Eyrnalokkar, belíi, skór, sjöl og treflar
Opið virka daga kl. 9-18. Laugardag kl. 10-16.
TESS
v NEi
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Mikið úrval
speglum
í römmum og eftir
þinni hugmynd
Ljósmyndarammar, margar gerðir.
Málverka- og myndainnrömmun.
Opið laugardaga frá kl. 10-14.
Innrömmun
Sigurjóns,
Fákafeni 11 - 31788.
^ Noröur-írland • IRA
^ Spennandi skáldsaga
£ eftir Leó E. Löve.
Samkeppnisstaða út-
flutningsiðnaðar
Staða íslenzks samkeppnis- og útflutn-
ingsiðnaðar er umfjöllunarefni forystu-
greinar „Á döfinni", m.a. í Ijósi þeirra
breytinga sem yfir ganga, bæði í Austur-
og Vestur-Evrópu. Staksteinar glugga í
greinina hér og nú.
Aðlögun að
breytingnm
Evrópumark-
aðar
I forj’stugrcin „Á döf-
inni”, sem Félag ís-
lenzkra iðnrekenda gef-
ur út, segir m.a.:
„Þessar breytingar
munu leiða af sér um-
fangsmiklar skipulags-
breytingar bæði hérlend-
is og erlendis, m.a. í sam-
skiptum milli birgja og
kaupenda. Fyrirtækin
þurfa að aðlaga sig að
þessum breytingum, m.a.
með því:
* Að leggja áherzlu á
stöðugar endurbætur í
skipulagi, framleiðslu og
vöruþróun.
* Að auka sérhæfingu
og einbeita sér að því að
gera betur það sem þau
gera bezt.
* Að þróa og styrkja
tæknilega og faglega
þekkingu innan síns sér-
sviðs.
* Að auka áherzlu á al-
þjóðlcg samskipti og
hæfni á alþjóðamarkaði.
* Að auka samstarf við
önnur fyrirtæki hérlend-
is og erlendis.”
Lítil og meðal-
stór fyrirtæki
Síðan segir:
„Athygli manna er-
lendis beinist nú meir en
áður að mikilvægi litilla
og meðalstórra fyrir-
lækja. Það er einmitt
áberandi í þeim löndum
þar sem hagvöxtur er
mestur, hversu mikilvæg
litlu og meðlstóru fyrir-
tækin eru. Segja má að
þar hafi menn áttað sig
á hinu ágæta máltæki „að
margt smátt geri eitt
stórt”.
En vöxtur verður ekki
ta af sjálfu sér. Eins og
plöntur og tré þurfa fyr-
irtæki hagstæð umhverf-
isskilyrði til þess að geta
borið ávöxt. Ekki þýðir
að þrengja svo að gróðri
að haim nái ekki upp úr
moldinni og tína svo
brumið af áður en hann
blómgast.
Sænska iðnrekendafé-
lagið hefur nýlega sent
frá sér álitsgerð þar sem
lögð er áherzla á lítil fyr-
irtæki sem drifkraft í
vexti atviimulífsins. At-
hyglhini er einkum beint
að sköttum, löguni og
reglugerðum sem hindra
vöxt lítilla fyrirtækja.
Lög og reglugerðir
mynda ákveðinn ramma
um starfsemi fyrirtækja
en geta eiimig þrengt svo
að fyrirtækjum, að vöxt-
ur heilla greina sé hmdr-
aður án þess að fyrir því
sé nokkur skynsamleg
ástæða. Dæmi um slíkt
er löndunarbann er-
lendra fiskiskipa í ís-
lenzkum höfnum og baim
við innflutningi ýmissa
liráefna til iðnaðar á
heimsmarkaðsverði, s.s.
til matvæla- og sælgætis-
iðnaðar. Á sama hátt má
líkja sköttum á kostnað-
arþætti fyrirtækja við
það að tína brumið af
gróðri áður en hann
blómgast.
Sérstaklega þarf að
lilúa að nýjum vaxtar-
sprotum, smáfyrirtækj-
um og nýjum fyrirtækj-
um, sem eru að vaxa upp
á grundvelli nýrrar
tækni eða þekkingar og
hasla sér völl á nýjum
mörkuðum. Ljóst er að
sumar greinar eiga meiri
möguleika en aðrar í
harðnandi samkeppni á
markaðinum.”
Starfsum-
hverfi fyrir-
tækjanna
Þá segir:
„Hægt er að halda
uppi ósamkcppnisfærum
atvinnugreinum með
styrkjum, löguin, reglu-
gerðum og veita þeim
forgang jafnvel á kostn-
að annarra atvinnu-
greina. Þegar til lengri
tíma er litið vitum við að
slík tilhögun leiðir und-
I antekningarlaust til
óhagræðis og kostnaðar-
auka sem við höfum ekki
efni á.
Við verðum að skilja
milli þess að hlúa að mik-
ilvægimi greinum með
mikla framtíðarmögu-
leika og greinum sem
þurfa margháttaða að-
stoða til þess að lifa við
ytri aðstæður sem eru
þeim að flestu óhagstæð-
ar. Okkur hættir stund-
um til að blanda þessu
saman. Við leggjum
stundum allt okkar
traust á eina grein, en
dæmuin svo allt úr leik á
einu bretti þegar áföll
verða.
Hlutverk stjórnvalda
er að tryggja fyrirtækj-
um samkeppnisfært
starfsumhverfi. Ef við
viljum hlúa að fyrirtækj-
um, sem eru að vaxa og
sækja fram á nýjum
mörkuðum, er ekki nóg
að styrkja þau fjárhags-
lega, t.d. við vöruþróun
og markaðssetningu.
Nauðsynlegt er að ein-
falda þeim tilveruna eins
og kostur er, draga úr
kostnaðarsköttum og
leggja af úreltar reglu-
gerðir. Eiimig getur ver-
ið nauðsynlegt að styðja
við uppbyggingu þekk-
ingar, nýrra stjórnunar-
aðferða og markaðs-
tengsl í fyrirtækjum ...
Timi töfralausna er
liðinn. Við björgum ekki
málunum fyrir liorn með
einu stóru átaki. Árang-
ur næst með fjölda mark-
vissra umbóta í starfsum-
hverfi, skipulagi, mark-
aðs- og vömþróun fyrir-
tækjamia. Auðvelda þarf
fyrirtækjunum að nýta
þann styrk sem býr í ís-
lenzkum staðháttum og
ryðja úr vegi þeim hindr-
mium sem eru til staðar.
Forðast ber að leggja of
mörg egg í eina körfu,
en sækja þess i stað fram
á þcim fjölmörgu sviðum
þar sem styrkur og frum-
kvæði íslenzkra fyrir-
ta'kja fær notið sín.
Máltækið „margt
smátt gerir eitt stórt”
gildir líka á íslandi.”
Hjálmar,
Andlitshlífar og
Hlífðargleraugu
SJOÐSBREF 2
Traust fjárfesting
Fyrir þá sem vilja hafa reglulegar tekjur af sparifé sínu
og jafnframt njóta góðrar ávöxtunar eru Sjóðsbréf 2
rétta lausnin. Fjórum sinnum á ári greiðir sjóðurinn út
vexti umfram veröbólgu.
Raunvextir hafa hækkað verulega á líðandi ári og
hefur Sjóður 2 fjárfest í verðbréfum með hárri ávöxtun.
Það má því gera ráð fyrir góðri ávöxtun sjóðsins á næstu
mánuðum. Nú er því rétti tíminn til að kaupa.
Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.