Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Þú og þínir geta áhyggjulaust ferðast með Héðinn-Schindler lyftum því nú tekur Öryggisþjónustan VARI á móti bilanatilkynningum utan skrifstofutíma og beinum neyðarboðum frá lyftum allan sólarhringinn og kallar tafarlaust út viðgerðarmenn efþörf krefur. Öryggi og þjónusta Lyngási 8 - Garðabær Telefax 91-653182 Si'mi 91-653181 VARI Sérhæfð alhliöa öryggisþjónusta Sími 91-29399 ORUGGAR LYFTUR ALLAN SOIARIIRINGINN Héðinn Schindler lyftur hf. og Öryggisþjónustan VARI eiga sameiginlegt áhugamál: öryggi þitt og þinna Reglubundið eftirlit tryggir öruggan og áfallalausan rekstur lyftunnar. Héðinn-Schindler lyftur hafa eðlilega haft stærstu markaðshlutdeild hérlendis á sviði lyftubúnaðar um árabil. Það gerir vandaður tæknibúnaður og góð þjónusta. Fólk treystir Héðinn- Schindler lyftum. ■ Neyðarvakt VARA allan sólarhringinn tryggirskjót viðbrögð verði bilun. • • Oryggisþjónustan VARI hefur lengur en nokkur annar aðili hérlendis, sérhæft sig í búnaði sem stuðlar að öryggi einstaklinga og fyrirtækja á markvissan og nútímalegan hátt. Fólk treystir VARA. Við stöndum saman og stuðlum að öryggi þínu Nú leggjast þessi fyrirtæki á eitt. Þau sameina hátæknibúnað í fremstu röð og þjónustu allan sólarhringinn og stuðla þannig að auknu öryggi lyftufarþega. HEÐINN Schindler lyftur hf. .. ■ 1 i 4rc$mtl w / \4etsölublað á hverjum degi! Þyrlukaupa- deilan eftir Gunnar Inga Gunnarsson Enn einu sinni stendur íslenzka þjóðin agndofa frammi fyrir hörmulegu sjóslysi. Atburðurinn hefur slegið landsmenn harmi og menn fyllast samúð með aðstend- endum hinna látnu sjómanna. Harminn og samúðina bera flestir í þegjandi æðruleysi. Þannig er íslenzk hefð. Landsmenn fengu að fylgjast með hluta þessa sorglega atburða í beinni útsendingu fjölmiðlanna. Á slysstað voru tekin viðtöl við nokkra björgunarmenn, sem stóðu daprir í bragði, eftir vanmáttuga björgunartilraun, sem hafði miste- kist. í einu viðtalinu kom fram, að nú hefðu íslendingar þurft að eiga stærri og betri þyrlu, þyrluna, sem menn hafa beðið eftir. Ekki var hægt að skilja orð björgunar- mannanna á annan hátt en þann, að með stórri og fullkominni björgunarþyrlu hefði verið unnt að koma í veg fyrir það, sem hafði gerzt. Örvæntingin, sorgin og samúðin settu af stað tilfinningastorma í kjölfar fréttanna. Fjölmiðlarnir blésu með. Hvers vegna var ekki búið að kaupa nýja og stóra þyrlu, eins og Alþingi hafði heimilað? Hver bar ábyrgðina á því? Stormurinn barst inn á. Alþingi. Þar gerði þingmaðurinn íngi Björn Albertsson hið sorglega slys að til- efni til að skamma stjórnvöld fyrir seinagang í þyrlumálinu. Áhorf- endur máttu skilja orð þingmanns- ins á þá lund, að framtaksleysi stjómvalda hefði átt þátt í því, að björgun hefði mistekizt! En stöldrum nú við og skoðum málið betur. Þegar slysið varð, áttu íslendingar bilaða þyrlu á ísafirði. Á sama tíma voru nothæfar þyrlur varnarliðsins til taks á Keflavíkur- flugvelli. Deila menn ekki um það, -hvenær og hvemig hefði átt að standa að útkalli þeirra? Gefum okkur nú, að ný og stærri björgun- arþyrla, í eigu Islendinga, hefði verið til taks, þegar slysið varð. Hvar hefði hún þá verið stödd? Hefði sú þyrla ekki getað verið á ísafirði og þá jafnvel biluð? Hefði nýja stóra þyrlan verið kölluð út fyrr en raun varð á og þá bara fyrir það eitt, að vera nýja stóra þyrlan okkar? Svari hver fyrir sig. Gefum okkur einnig að nýja stóra íslenzka þyrlan hefði verið kölluð út á réttum tíma. Hefði það tryggt björgun sjómaannnna? Þannig mætti stunda vangaveltur langtím- um saman. Þjóðina greinir ekki á um þörfina á góðum björgunar- þyrlum til að tryggja sem bezt öryggi sjómanna og annarra, sem lenda í háska. Ekki er heldur deilt um mikilvægi þess, að hafa sem bezt samstarf við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, varðandi Gunnar Ingi Gunnarsson „Undirritaður tilheyrir þeim hópi manna sem telur, að vandann eigi fyrst og fremst að leysa í náinni samvinnu við varnarliðið. Öryggi ís- lenzkra sjómanna verð- ur bezt tryggt með víð- tæku samstarfi við björgunarsveitir varn- arliðsins.” björgunarstarf á sjó og landi. Reynslan hefur kennt okkur það. Ekki deila menn heldur um nauð- syn þess að finna, sem allra fyrst, lausn á þessu brýna öryggismáli. En um hvað deila menn þá? Jú, það er deilt um leiðir. Undirritaður tilheyrir þeim hópi manna sem tel- ur, að vandann eigi fyrst og fremst að leysa í náinni samvinnu við varnarliðið. Öryggi ísienzkra sjó- manna verður bezt tryggt með víð- tæku samstarfi við björgunarsveit- ir varnarliðsins. Þeir munu hafa í sinni þjónustu fjórar stórar og vel- útbúnar þyrlur. Viðræður um slíkt samstarf munu standa fyrir dyr- um. Þar til niðurstaða í þeim við- ræðum fæst, er kolrangt að ijúka í þyrlukaup í tilfinningaham. Frumhlaup Inga Björns Alberts- sonar, alþingismanns, verður alls ekki til að tryggja framgang beztu lausnar á þessu máli. Þótt hann fari hamförum á Alþingi, eignast hann ekki þar með einkaleyfi á samúð með sorgmæddum aðstand- endum hinna látnu sjpmanna. Lausn þyrlumálsins snýst ekki um einstakar persónur eða einkahags- muni. Lausnin er stórt hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar. Og lausnin þolir litla bið. Höfundur er læknir á Heitsugæstustöðinni í Árbæ. Ný útgáfa á Rubaiyat ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Rubaiyat eftir Omar Khayyam í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Bókin er gefin út í tilefni þess að 9. nóvember sl. voru liðin 90 ár frá fæðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. í kynningu útgefanda segir: „Omar Khayyam var persneskur og er talin fæddur árið 1048, en látinn árið 1131. Þessi ljóðabálkur hans hefur verið rómaður á Vesturlöndum fyrir ljóðræna feg- urð og ekki síður hinni hispurs- lausu lífsgleði sem kvæðin geisla af, eftir að Edward Fitzgerald kynnti hann í frægri þýðingu árið 1859. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ás- geirssonar urðu afar vinsælar hjá almenningi og hafði hann mikil áhrif á þróun íslenskrar ljóðlistar. Þýðing hans á Rubaiyat birtist fyrst í heild árið 1935.” Páll Valsson ritar aðfaraorð í þessari nýju útgáfu sem er 71 bls. Bókin er prýdd 16 litmyndum af persneskum myndverkum frá 16. og 17. öld. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.