Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Seðlabankinn lækkar vexti sina Aðlögnn að lækkandi verðbólgn, segir aðstoðarbankastj óri SEÐLABANKI íslands hefur lækkað útlánsvexti sína um 2% úr 20% í 18%. Þannig miðar Akureyri: Dæmdur í mánaðar varðhald UNGUR maður á Akureyri hef- ur viðurkennt að hafa farið inn í hús í bænum, afklætt þar unga telpu sem og sjálfan sig, en hlaupist á brott er heimafólk varð hans vart. Maðurinn var handtekinn á laugardag og hef- ur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Atburður þessi átti sér stað aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Maðurinn komst inn í húsið um ólæstar dyr, fór inn í herbergi litlu telpunnar, afklæddi hana og sjálf- an sig, en er fólk varð hans vart flúði hann á brott úr húsinu. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri fór með rannsókn málsins og var mikil vinna lögð í leit að mann- inum, en hann fannst á laugardag og var þá handtekinn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. janúar næstkomandi, en næstu daga verður væntanlega ákveðið hvort hann verður látinn sæta geðrannsókn. Maðurinn hef- ur áður komið við sögu lögregl- unnar á Akureyri, en ekki í málum af þessu tagi. bankinn nú við 18% ársávöxtun í kaupum sínum á ríkisvíxlum en miðaði áður við 20%. Vextir á víxlum til skamms tínia, minnst fímm daga, lækka einnig úm 2%,„úr 23% í 21%. Inn- lánamegin lækká vextir minna eða úr 4% í 3,5% á innistæðum á við- skiptareikningi og þeir lækka um 1% á innistæðubréfum, úr 11% í 10% á eins mánaða bréfum og úr 12% í 11% áþriggja mánaða bréf- um. Eiríkur Guðnason, aðstoðar- bankastjóri hjá Seðlabanka ís- lands, sagði að með þessu væri verið að aðlaga vextina minni verðbólgu, en Seðlabankinn endur- skoðaði sína vexti venjulega einu sinni í mánuði og þeir hefðu verið á niðurleið í haust. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Utför þeirra sem fórust með Eldhamri Útför Grindvíkinganna þriggja sem fórust með Eldhamri GK 14 22. nóvember, Ama Bemharðs Kristinsson- ar, Bjama Guðbrandssonar og Sigurðar Kára Pálmasonar, var gerð frá Grindavíkurkirkju sl. laugardag. Mikið fjölmenni var og útförinni sjónvarpað í félagsheimilinu Festi sem, eins og kirkjan, var þéttsetið. Félagar úr björgunarsveit Þorbjamar mynduðu blómagöng þegar kistumar voru bomar úr kirkjunni. Hilm- ar Þór Davíðsson var jarðsunginn frá Blönduóskirkju síðastliðinn laugardag og fímmti skipveijinn, Kristj- án Már Jósepsson, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í gær. Forsætisráðuneytið leggst gegn sölu Meitilsins á tapfrádrætti: Hefur hugsanlega úrslitaáhrif á endurreisn Qárhags Meitílsins - segir Marteinn Friðriksson stjórnarformaður Forsætisráðuneytið hefur tekið illa í áform stjórnar Meitilsins hf. í Þorlákshöfn um sölu á upp- söfnuðum tapfrádrætti hluta- félagsins, alls um einum milljarði króna, til Samheija hf. á Akur- eyri fyrir 100 milljónir kr. Byggð- astofnun leitaði álits ráðuneytisins á þessum áformum því Hlutafjár- sjóður á 49% hlutafjár Meitilsins Bíllinn er mikið skemmdur. Morgunbladið/Árai Helgason Umferðarsiys í Stykkishólmi: Þyrla sótti slasað fólk í Borgarnes ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt send eftir tveimur ungmennum. sem meiðst höfðu í umferðarslysi í Stykkishólmi. Vegna veðurs var ekki unnt að fljúga norður yfir Snæfellsnes og braust lögreglubíll í fylgd vegagerðarbíls yfir Kerlingarskarð og allt til jlorgarness þar sem þyrlan tók ungmennin og flaug með þau til Reykjavíkur. Þijú ungmenni voru á ferð í bíl sem ökumaður missti vald á vegna mikillar hálku á sunnudagskvöld með þeim afleiðingum að hann rakst á ljósastaur sem gekk inn í miðja hlið bifreiðarinnar. Eitt þeirra slapp ómeitt en annað klemmdist fótbrotið í bílnum. Klukkan 1.48 á mánudagsmorg- un barst Landhelgisgæslunni beiðni frá lækni í Stykkishólmi um að þyria yrði send til að ná í þau slösuðu. Vegna veðurs þurfti þyrl- an, sem fór í loftið klukkan 3.20, að lenda í Borgamesi og þar var beðið meðan lögreglan í Stykkis- hólmi í fylgd snjóruðningsbíls frá Vegagerðinni braust suður yfír Kerlingarskarð í hríðarveðri með sjúklingana. í skarðir.u kom til kasta vegagerðarmannanna þar sem flutningabíll hafði teppt veg- inn. Þyrlan tók svo við sjúklingun- um í Borgamesi og flutti á Borgar- spítalann í Reykjavík þangað sem komið var um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi vom meiðsli hinna slösuðu ekki talin lífshættuleg. hf. Stjómarformaður Meitilsins sagði hugsanlegt að það hefði úrslitaáhrif á endurreisn fjárhags Meitilsins hf. hvort sala á tapi þess fengist samþykkt. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að heimild til nýtingar tapfrá- dráttar við sameiningu fyrirtækja hafi verið hugsuð til að liðka fyrir sameiningu og hagræðingu í rekstri. Ýmis dæmi væru um að fyrirtæki hafí notað þessa möguleika við sam: einingu sjávarútvegsfyrirtækja. í Meitlinum væri ekki um sameiningu fyrirtækja að ræða heldur væri verið að nota þessa heimild til að selja milljarðs kr. tapfrádrátt fyrir 100 milljónir og þannig fengi kaupandi tapsins skattaafslátt upp á 400 millj- ónir kr. eða meira. Þegar ríkið sjálft ætti óbeint 49% fyrirtækisins væri þessi ráðstöfun hæpin og eðlilegt að hugsa sig vel um áður en ákvörðun væri tekin. Marteinn Friðriksson stjómar- formaður Meitilsins segir að ef full- trúar ríkisins stöðvi sölu tapfrádrátt- arins gæti það haft mikil áhrif á endurreisn fyrirtækisins, hugsanlega úrslitaáhrif. „Staða fyrirtækisins breytist svo mikið að við gætum ekki tryggt að hluthafar komi með viðbótarfé,” sagði Marteinn. Hann vildi sem minnst segja um afstöðu forsætisráðuneytisins. „Ég tel að öll fyrirtæki eigi að sitja við sama borð. Ekki skipti neinu þó að ríkisstofnun hafí á einhvem hátt eignast hlutafé, lögin í landinu eiga að gilda jafnt fyrir alia,” sagði hann. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði að málið liti þannig út frá hans bæjardyrum séð að leysa ætti út eignir Meitilisins yfir í annað félag og skilja eftir tap upp á milljarð króna og selja það. „Byggðastofnun leitaði álits forsæt- isráðuneytisins á þessum áformum og við tjáðum stofnuninni að við væFum á móti þeim. Forsætisráðu- neytið hefur ekki vald til að koma í veg fyrir þessi áform en við tjáðum Byggðastofnun að ef Hlutafjársjóður stæði að þessu væri það alfarið á ábyrgð stofnunarinnar,” sagði Hreinn. Hann vakti athygli á því að Hlutafjársjóður væri í eigu ríkisins en vörslu Byggðastofnunar og þeir sem fæm með atkvæðisrétt sjóðsins í fyrirtækjum gætu ekki aðeins litið til hagsmuna eigenda heldur yrðu að líta á hagsmuni ríkissjóðs í víðara samhengi. „Það verður að líta á að Hlutafíár- sjóður á marga milljarða í svipuðum skuldum og hjá Meitlinum. Ef farið væri í stómm stíl að selja þessar skuldir sem tap til skattafrádráttar hjá öðmm getur verið um tvöfalt tap hjá ríkissjóði að ræða. Ekki bara að hann glati þeim íjárhæðum sem veittar hafa verið til þessara fyrir- tælg'a í gegnum opinbera sjóðakerfið heldur verði hann einnig af skatttekj- um hjá stöndugri fyrirtækjum sem nýta sér tapið til skattafrádráttar,” sagði Hreinn. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að mál Meit- ilsins væri enn í skoðun í stofnun- inni. Bjóst hann við að afstaða myndi liggja fyrir á morgun. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: 35,1% styðja sljómina, 45,6% em henni andvígir Stjórnarflokkarnir njóta samanlagt 46,5% fylgis ANDSTÆÐINGUM ríkisstjómarinnar hefur fækkað frá því í október síðastliðnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félags- vísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 22. til 28. nóvember. í könnuninni svömðu 35,1% því til að þeir væru stuðningsmenn ríkisstjómarinnar, 19,3% tóku ekki afstöðu, og 45,6% sögðust vera andstæðingar ríkisstjórnarinnar. I könnun Félagsvísinda- stofnunar í október sögðust 51,2% vera andvígir ríkisstjórainni. Þegar spurt var hvað menn myndu í könnun Félagsvísindastofnunar kjósa í alþingiskosningum nú sögð- í október voru andstæðingar ríkis- ust 11,3% af þeim sem tóku afstöðu stjómarinnar 51,2%, þá tóku 13,3% myndu kjósa Alþýðuflokkinn á móti ekki afstöðu og 35,5 sögðust styðja 11,1% í könnun Félagsvísindastofn- unar í október. 21,7% sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn á móti 22,2% í október, 35,2% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn á móti 35,1% í október, 19,6% sögðust myndu kjósa Alþýðubandalagið á móti 19,5% í október og 10,8% sögð- ust myndu kjósa Kvennalistann á móti 11,4% í október. Fylgi annarra flokka reyndist vera óverulegt. ríkisstjómina. Samkvæmt könnun- inni er samanlagt fylgi stjómar- flokkanna ;.ú 46,5%, sem er svipað og í október, en þá var fylgi þeirra samanlagt 46,2%. Þegar afstaða til ríkisstjómarinn- ar er greind eftir stuðningi við flokka kemur í ljós að 83,5% þeirra sem segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn styðja ríkisstjómina, 12,5% þeirra eru hlutlausir og 4,0% eru andstæð- ingar hennar. 64,8% þeirra ser styðja Alþýðuflokkinn styðja ríkis stjómina, 21,1% eru hlutlausir oj 14,1% segjast vera andstæðinga hennar. Af þeim sem styðja Fram sóknarflokkmn segjast. 3,7% styðj líkisstjómina, 9,6% eru hlutlausi og 86,7% eru henni andvígir. 4,9Í stuðningsmanna Alþýðubandalags ins styðja ríkisstjómina, 7,3% þéirr eru hlutlausir og 87,8% eru andstæð ingar. Af þeim sem styðja Kvenna listann segjast 7,2% styðja ríkis stjórmna, 20,3% eru hlutlausir o 72,5% eru andvígir rfkisstjóminni. í könnun Félagsvísindastofnuna var tekið úr þjóðskrá 1.500 mann slembiúrtak manna á aldrinur 18-75 ára af öllu landinu, og feng ust svör frá 1.055, en það er 70,3' svarhlutfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.