Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 39
8 9 ■ FRÓÐIHF. hefu gefið út bók- ina í tætlum eftir dönsku skáldkon- una Synnöve Söe í íslenskri þýð- ingu Steinar J. Lúðvíkssonar. I kynningu Fróða segir m.a.: „Bókin sem heitir Fars á frummálinu kom fyrst út í Danmörku árið 1989 og seldust fimm upplög bókarinnar upp á örskömmum tíma. Synnöve Söe er tæplega þrítug. Hún starfaði sem blaðamaður í heimalandi sinu en er nú búsett í New York. Hún leynir því ekki að í sögunni í tætlum fjallar hún um sjáfia sig. „í bókinni I tætlum segir ung kona sögu sína og bregður upp svipmyndum frá barnæsku sinni. Foreldrar hennar eru af hinu fræga ’68 kynslóð og svo upptekin af sjálfum sér að barn- ið fær nánast enga athygli. Þegar foreldrarnir skilja flytur barnið á kommúnu með móður sinni. Þar eru allir með öllum. Aðstæðurnar verða til þess að dýpka þrá barnsins eftir föðurumhyggju en hún er engin til staðar. Hið sama verður upp á ten- ingnum hjá hinni fullorðnu konu sem einnig segir sögu sína í bók- inni. Hún verður nánast að strengjabrúðu sem karlmenn vilja að dansi eftir þeirra höfði.” í tætlum er 108 bls. Bókin er prentunnin og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. en kápuhönnun annaðist auglýs- ingastofan Nýr Dagur. ■ IÐUNN hefur gefið út skáld- söguna Skaði eftir breska rithöf- undinn Josephine Hart í þýðingu Sverris Hólmarssonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Skaði er áhrifarík og mögnuð saga sem lýs- ir því hvernig sterkar ástríður og óhamdar þrár taka völdin og leiða persónur á vit glötunar og tor- tímingar: Hann er virtur borgari og fjölskyldufaðir, ráðsettur og skyldurækinn. Hún er ung dular- full, tælandi, örgrandi; sködduð af fortíð sinni, banvæn gjöf. Forboðin ást hans hrífur hann með sér, ógn- ar allri tilveru hans, dregur hann sífellt dýpra ofan í kviksyndi, og hann skeytir ekki um viðvörun hennar: Skaddað fólk er hættu- legt...” Bókin er prentuð í Prentbæ hf. ■ MÁL OG MENNING hefur sent frá sér unglingabókina Leikur að eldi eftir hinn þekkta enska rit- höfund Gillian Cross. Útgefandi segir söguefnið þannig: „Nikka hef- ur lengi dreymt um að komast í mótorhjólaklíku stóra bróður síns og fær loks inngöngu eftir að hafa vingast við tvö systkini á sínu reki. Með þeim leikur hann ævintýraleiki sem taka aðra stefnu en ætlað var og Nikki stendur frammi fyrir erfið- um spurningum um hvað sé rétt og hvað rangt.” Björg Árnadóttir þýddi bókina sem er 202 bls. Einn- ig er komið út bókin Súrar gúrkur og súkkulaði frá Máli og menn- ingu. Höfundur hennar er frönsk stúlka Stéphanie og er þetta dag- bók hennar frá því hún var 13 og 14 ára. í kynningu útgefanda seg- ir: „Bókin er ótrúlega vel skrifuð af unglingi að vera og segir höfund- ur á einlægan hátt frá leyndustu hugsunum sínum. Hún segir sögu stúlku sem er að breytast úr barni í konu og er að kynnast heimi full- orðna fólksins sem er spennandi en á margan hátt öðruvísi en hún hélt. Frásögnin er gamansöm og segir sannleika sem flestir þekkja, ekki síst unglingsstúlkur.” Guðlaug Guðmundsdóttir þýddi bókina sem er 212 blaðsíður og kemur út í bókaflokknum MM-UNG. Önnur bókin í bókaflokknum MM-UNG er bókina Flóttinn frá víkingunum eftir norska verðlaunahöfundinn Torill Thorstad Hauger. Sagan er framhald bókarinnar í víkinga- höndum sem kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári. í kynningu útgefanda segir: „Hér segir áfram af írsku systkinunum Patreki og Sunnefu sem voru hneppt í þrældóm af norskum víkingum. Nú hefur þeim tekist að flýja frá Noregi og komast með landnámsmönnum til íslands. Dvölin hér verður ævin- týraleg enda flækist Patrekur óvart inn í höfðingjadeilur. Systkinin leggja enn á flótta en skyldi þeim takast að komast heim til írlands? Sólveig Brynja Grétarsdóttir þýddi bókina sem er 213 bls. “— ZANUSSY uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/4 wa|k nn ID-Rn9n til innh m/7 Uúi-'í' / vciii\. uy iL/ juíiu iii ii ii IL/. iii// valkerfum. Báðarf. borðb. f. 12. Hljóðlátar — einfaldar í notkun. Verð frá kr. 60.640,- © Q / Gufugleypar frá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUPPERBUSCH eru bæði fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. Verð frá kr. 10.099, v- Jólatilboð kr. 8.786,- RAFHA, BEHA og KUPPERSBUSCH eldavélar eru bæði með eða án blæstri. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA vélinni — frí uppsetning. Verð frá kr. 41.517,- Jólatilboð kr. 36.120,- Um er að ræða mjög margar gerðir af heiluborðum: Glerhelluborð m/halogen, helluborð 2, gas/2rafm. eða 4 rafm., hellur með eða án rofa. Verðfrá kr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri — með grillmótor m/kjöthitamæli — m/katalískum hreinsibúnaði og fl. Verð frá kr. 34.038,- ZANUSSI örbylgjuofnar í stærðum 18 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgjudeyfir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Jólatilboð kr. 26.308,- Verð er mfðað við staðgreiðslu 5 Okkar frábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. OPfÐ VIRKA DAGA TIL KL. 18.00 OG LAUGARDAGA TIL KL. 13.00 Bjóðum upp á 5 gerðir þvottavéla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaðarrofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrkara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð — uppsetning. Verð frá kr. 56.543,- Jólatilboð kr. 49.192,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir með rakaskynjara eða með rakaþéttingu (barki óþarfurj.Hentar ofan á þvottavélina. Verð frá kr. 32.407,- Jólatilboð kr. 28.194,- 7 gerðir kæliskápa: 85, 106,124, 185 cm hæð. Með eða án frystihólfi. Sjálfv. afhríming. Hægt að snúa hurðum. Euðslugrannir— hljóðlátir. Verð frá kr. 29.727,- Jólatilboð kr. 27.810,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frystiskápa. Mjög margir möguleikar í stærðum: Hæð 122, 142,175 og 185 cm. Frystir alltaf 4 stjörnu. Sjón er sögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verð frá kr. 44.779,- Jólatilboð kr. 38.957,- Jólatilboð kr. 44.063,- Jólatilboð kr. 49.420,- Frystiskápar: 50,125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plastlokum — eyðslugrannir — 4 stjörnur. ZANUSSY frystikistur 270 og 396 Itr. Dönsk gæðavara. Mikil frystigeta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. LÆKJARGÖTU 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI50022 OG BORGARTÚNI 26, REYKJAVÍK, SÍMI620100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.