Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 AÐVENTUTILBOÐ Á HOLTI Á HÓTEL HOLTl VERDUR TILBOD ÍHÁDEGINU ALLA AÐVENTUNA, SEM SAMANSTEDNDUR AF FORRÉTTIR, AÐALRÉTTIOG EFTIRRÉTTl, ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á GÆÐI Í HRÁEFNI, MATREIÐSLU OG ÞJÓNUSTU. TILBOÐIÐ GILDIR IHADEGI ALLA DAGA VIKUNNAR ÞRIRETTAÐUR HÁDEGISVERÐUR FRÁ KR. 1.195.- CHATEAUX. w Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 0 / / smunjammDs GUL ÁSKRIFTARRÖÐ í Langholtskirkju laugardaginn, 7. desember, kl. 17.00 Einsöngvarar: Sólrún Bragadóttír Elsa Waage Guðbjöm Guðbjömsson Viðar Gunnarsson ásamt Kór Langholtskirkju Kórstjóri: Jón Stefánsson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Flutt verða Sinfóníanr. 41 (Júpíter) og SÁLUMESSA eftir Wolfgang Amadeus Mozart í tilefni af 200 ára ártíö tónskáldsins Kynning á efni tónleikanna fer fram í kvöld í FÍH-salnum aá Rauáagerði 27 og hefst kl. 20.00 Fjölmennum! Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 Kvikmynda- styrkir skila arði eftir Þorstein Jónsson íslenska kvikmyndagerð hefði mátt jarða nú árið 1991, ef Nor- ræni kvikmynda og sjónvarpssjóð- urinn og Evrópski kvikmyndasjóð- urinn hefðu ekki komið henni til hjálpar. Á síðasta ári voru sex ís- lenskar kvikmyndir í framleiðslu. Kostnaðurinn var greiddur aðeins að litlum hluta af íslendingum. Fjárfesting Kvikmyndasjóðs var aðeins 87 milljónir, en frá útlöndum komu 176 milljónir. (536 milljónir, ef mynd norrænu sjónvarpsstöðv- anna, Hvíti víkingurinn, er talinn með). Þessir peningar voru aðallega notaðir til þess að kaupa vinnu, vörur og þjónustu á íslandi. Hveijir eiga heiðurinn af því að hafa komið upp samfelldri kvik- myndagerð á íslandi á síðustu árum? Auk kvikmyndagerðar- manna eru það listamenn, iðnaðar- menn og íslenskur almenningur. Þúsundir íslendinga um allt land í öllum hugsanlegum störfum hafa verið þátttakendur í kvikmynda- gerðinni síðastliðið sumar og eiga heiðurinn af því að hafa aflað þess- ara tekna. Meðal stjórnmálamanna hefur einnig verið að fínna stuðnings- menn. Vilhjálmur Hjálmarsson beitti sér fyrir fyrstu lögum um Kvikmyndsjóð 1979. Ragnar Arn- alds afnam söluskatt af kvikmynd- um 1982. Þorsteinn Pálsson og Sverrir Hermannsson tryggðu lög- bundna fjárhæð til kvikmyndagerð- ar í fyrsta og eina skipti 1987. Eið- ur Guðnason átti hugmyndina að Norræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðnum. Steingrímur Hermanns- son gerði að veruleika hugmyndina um Menningarsjóð útvarpsstöðva, sem var stofnaður til að fjármagna vandaðar sjónvarpskvikmyndir. Svavar Gestsson skrifaði undir aðild Islendinga að Evrópska kvikmynda- sjóðnum og tryggði þátttöku ís- lands í Norræna kvikmyndaverk- efninu með stuðningi Þorsteins Pálssonar, Guðrúnar J. Halldórs- dóttur, Ragnars Arnalds og Friðriks Sophussonar. Fleiri mætti nefna þó þetta verði að nægja hér. Án fjárfestingar frá hinu opin- bera er þjóðleg kvikmyndagerð óhugsandi. í öllum Evrópulöndum fjármagna bæjarfélög líka kvik- myndagerð, en það þekkist ekki nema hér á landi, ekki einu sinni hjá Reykjavíkurborg. Allar rótgrónar menningarþjóðir Evrópu dæla peningum í kvik- myndaiðnaðinn. Stuðningur við þá ráðstöfun opinberra fjármuna kem- ur víða að úr samfélaginu. Fyrir- tæki hafa til dæmis tekið eftir því, að sýningu á vandaðri kvikmynd í útlöndum fylgja aukin viðskipti. Eftir að danska myndin „Veisla Babettu” var sýnd í einhveiju landi heims tók Tuborg eftir aukinni sölu. Enda hafa danskir atvinnurekendur stofnað sérstakan sjóð til að ijár- magna leiknar kvikmyndir. í bæjar- félögum verða eftir miklir fjármun- ir hjá fjölda fyrirtækja og starfs- fólki við kvikmyndatökuna. Þar við bætist kynning á bæjarfélaginu. Undanfarin ár hafa íslenskar kvikmyndir unnið til verðlauna og viðurkenninga á kvikmyndahátíð- um. í síðustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar” hefur tónskáldið Hilmar Hilmarsson fengið Evrópuverðlaunin fyrir tónl- ist og Sigríður Hagalín verið til- nefnd fyrir bestan leik. Hátíðardag- skrá, þar sem myndin verður kynnt, verður sjónvarpað til allra landa Evrópu. íslensk kvikmyndagerð nýtur mikils álits erlendis. Erlendir framleiðendur eru tilbúnir að fjár- festa í kvikmyndum hér og alþjóð- legu sjóðirnir hafa tekið íslenskum umsóknum framúrskarandi vel. Skilyrðin eru mjög hagstæð. Gallinn er bara sá, að framlög sjóðanna eru takmörkuð við ákveðna prósentu af framleiðslukostnaði. Framlögin eru þannig í beinu hlutfalli við stærð og fjölda kvikmyndaverkefna, sem við Islendingar getum sett í gang hér heima. Fjárfesting íslendinga í kvikmyndum töfrar þannig fram meira en tvöfalt hærri upphæð til landsins í erlendum gjaldeyri. Hún tryggir h'ka íslenskt frumkvæði og forræði í myndunum. íslendingar njóta þess að byggja á aldagamalli sagnahefð. Nú á tím- um mikillar alþjóðlegrar samvinnu í kvikmyndagerð fylgjast aðrar þjóðir af aðdáun með árangur ís- lendinga, sem eru aðeins ijórðungur milljónar. Við njótum þess einnig að búa í landi, þar sem síbreytileg leiktjöld standa fyrir augum okkar næstum sama í hvaða átt litið er. Hér býr fólk í návígi við náttúruöfl- in og lífsbaráttan er gagnsæ og dramatísk. Við eigum að sjálfsögðu fleiri kvikmyndagerðarmenn en allir aðrir miðað við mannijölda og okk- ar fólki er treyst af erlendum fram- leiðenaum. Frá sjónarhóli útlend- inga er árangurinn í íslenskri kvik- myndagerð kraftaverk. Við höfum meðbyr og okkur er treyst. Við höfum tækifæri til að gera íslenskar myndir fyrir erlent fé á meðan margar stærri þjóðir verða að láta sér nægja að þjónusta tökulið frá Hollywood. En ef við getum ekki tryggt frumkvæðið flyst forræði yfir myndunum til útlanda. Þá gæti niðurstaðan orðið geldar formúlumyndir með íslenskum bak- grunni. Með lagni er hins vegar hægt að nýta erlenda ijárfestingu og gera menningarlegar og vinsæl- ar myndir á íslandi. Fyrst svona mikill hagnaður er af kvikmyndagerðinni má spyija hvers vegna einkaaðilar geti ekki lagt fram ljármagn. Því miður kem- ur hagnaðurinn ekki til þeirra sem Ieggja ijárfestinguna fram eins og Þorsteinn Jónsson „Kvikmyndir eru besta tækiðtil þess að sýna hvað ísland er í raun og veru. A sparnaðar- tímum vilja kannski einhverjir líta svo á að framlög til kvikmynda- gerðar miðist við menn- ingarlega lágmarks- skyldu líkt og að búa um eld yfir nótt.” kvikmyndaiðnaðurinn er uppbyggð- ur nú. Seldir bíómiðar og sölutekjur fyrir sjónvarpssýningar skila ekki nema broti af kostnaðinum til baka, þó tugmilljónir sjái myndirnar. Hagnaðurinn er fyrst og fremst óbeinn og hann skilar sér eins og áður er rakið til margvíslegra fyrir- tækja og starfsfólks út um allt land. Ef hið opinbera á að styrkja stöðu íslenskrar mennin^ar og atvinnu- lífs, þá er þarna tækifærið. Hver króna skilar margföldum hagnaði í hreinum gjaldeyristekjum og í bón- us ómetanlegum verðmætum í kynningu. Möguleikar eru fyrir hendi að nýta góðan meðbyr. Það er ekki víst að jafn hagstætt tæki- færi gefist síðar til að tryggja fram- tíð kvikmyndagerðar. „Bandaríkjamenn, Japanir og margir aðrir halda að Island sé bara ísklumpur í norðri,” segir Olaf- ur Jóhann Ólafsson forstjóri hjá Sony í Bandaríkjunum í viðtali í Morgunblaðinu. Kvikmyndir eru besta tækið til þess að sýna hvað ísland er í raun og veru. Á sparnað- artímum vilja kannski einhveijir líta svo á að framlög til kvikmyndagerð- ar miðist við menningarlega lág- marksskyldu líkt og að búa um eld yfir nótt. Þennan sama eld mætti nota eins og vita og gera Islendinga sýnilega í menningarsamfélagi þjóðanna. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og núverandi framkvæmastjóri Kvikmyndasjóðs. AFMÆLISTILBOÐ Itilefni 20 ára afmœlis verslunarinnar bjódum viö viöskiþtavinum okkar dagana 3. -5. desember. í í í € ( í * €i »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.