Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 4
'4 ■ MORGUNBLAÐIÐ' PRIB'JUDAGHTR ’ 3'1 DESEMBER'1991 Sigrún í hlut- verk Nætur- drottningar SIGRÚN Hjálmtýsdóttir tekur á föstudag við hlutverki Nætur- drottningarinnar í uppfærslu Islensku óperunnar á Töfra- flautunni eftir Mozart. Sigrún tekur við hlutverkinu af austurrísku söngkonunni Lydiu Rathkolb-Riicklinger, sem er horf- in aftur til starfa við Theater an der Wien óperuna. í frétt frá ís- lensku óperunni kemur fram, að þetta er í fyrsta sinn sem íslensk söngkona syngur hlutverk Nætur- drottningarinnar á sviði. Sigrún fór áður með hlutverk Papagenu í óperunni, en nú tekur Katrín Sigurðardóttir við því hlut- verki. Hún söng það hlutverk áður í uppfærslu óperunnar árið 1982. Þá hefur Elísabet F. Eiríksdóttir tekið við hlutverki 1. hirðmeyjar. I frétt óperunnar kemur fram, að sýningum á Töfraflautunni fer VEÐUR Hraðfrystihús Eskifiarðar: Útgerðarmenn í Chile vilja kaupa Hólmaborg Sigrún Hjálmtýsdóttir. nú fækkandi. Undirbúningur fyrir næsta verkefni, Otello eftir Verdi, er þegar hafínn, en óperan verður frumsýnd í byrjun febrúar. Hehningshlutur í Hólmanesinu seldur kaupfélaginu HRAÐFRYSTIHÚSI Eskiljarðar kvóta togarans, sem nú er 2.200 hafa borist fyrirspurnir frá út- tonn af þorskígildum, og segir Aðal- gerðarmönnum í Chile um loðnu- steinn að sá kvóti verði fluttur á skipið Hólmaborgina en skipið hefur verið á sölulista frá því í haust. Aðalsteinn Jónsson for- stjóri hraðfrystihússins segir að þessir aðilar virðist nyög áhuga- samir um kaup á Hólmaborginni og hefðu óskað eftir frekari upp- lýsingum um skipið. í máli Aðalsteins Jónssonar kem- ur fram að nú standi fyrir dyrum að selja Kaupfélagi Héraðsbúa hlut hraðfrystihússins í togaranum Hólmanesinu sem þessi tvö fyrir- tæki eiga saman. Verður væntan- lega gengið frá þeirri sölu nú í vik- unni. Við söluna mun Hraðfrystihús Eskifjarðar halda sínum hlut af Hólmatind og Jón Kjartansson. „Með þessari sölu erum við að reyna að hagræða í rekstri okkar sökum minnkandi kvóta eins og flestir aðrir útgerðarmenn eru að reyna þessa dagana,” segir Aðal- steinn Jónsson. „Salan á Hólma- borginni er einnig einn anginn af því dæmi.” Verðið sem Kaupfélag Hér- aðsbúa borgar fyrir hlutinn í Hól- manesi eru rúmar 100 milljónir króna. Hvað Hólmaborgina varðar eru þreifíngar Chilemanna ekki það langt komnar að verðhugmyndir séu uppi á borði. Hólmaborgin er 1400 tonna loðnuskip og hefur á undanfömum árum haft einn mesta loðnukvóta slíkra skipa. Kvótinn í ár hefur ekki verið ákveðinn en hann yrði fluttur yfír á Jón Kjartansson og Guðrúnu Þorkels- dóttur. VEÐURHORFUR I DAG, 3. DESEMBER YFIRLIT: Við Jao Mayen er um 990 mb lægð, sem fjarlægist, en yfir Norðursjó er víðáttumikið háþrýstisvæði. Við Hvarf er lægðar- drag sem nálgast landið í nótt. Langt suðsuðvestur í hafi er 1.005 mb heldur vaxandí lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur. SPÁ: Austan 3-5 stig og slydda eða rigning suðaustanlands en annars hæg breytileg átt, skýjað með köflum og él á stöku stað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á lyilÐVIKUDAG: Allhvöss suðaustanátt og dálítil rigning suðvestan- og vestanlands en hægari suðaustlæg átt og þurrt um norðaustan- og austanvert landið. Fremur hlýtt í veöri. HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og hlýtt. Þurrt um norðanvert landið en rigning í öðrum landshlutum. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * r * Slydda / * / * t * * Snjókoma * * * 10 HKastig: 10 gráður á Celstus \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða » , » Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 3 úrkoma Reykfavik 2 hagtél Bergen 6 skýjað Helsinki 3 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 súld Narssarssuaq 1 úrkoma Nuuk vantar Ósló +1 þoka Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 2 suld Barceiona 14 hálfskýjað Berlín 1 þokumóða Chícago +3 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 1 skýjað Glasgow 7 mistur Hamborg 1 þokumóða London 3 mistur Los Angeles 8 heiðskfrt Lúxemborg 0 þokumóða Madríd 8 þokumóða Malaga 15 léttskýjað Maliorca 12 skýjað Montreal +1 hátfskýjað NewYork 11 aiskýjað Orlando vantar París 1 alskýjað Madeira 18 skýjað Róm 13 hálfskýjað Vín 6 léttskýjað Washington 13 þokumóða Winnipeg +22 skafrenningur Kvikmyndin Lúkas frumsýnd í Tallin næsta sumar: Kvikmyndað í Eist- landi eftir verki Guð- mundar Steinssonar TÖKUR á kvikmynd eftir leikriti Guðmundar Steinssonar, Lúkas, hefjast í Eistlandi í byrjun næsta árs. Þá verður verkið einnig sýnt í Þjóðleikhúsi Eistlendinga í febrúar. Áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd í höfuðborg landsins, Tallin, næsta sumar og sýnd hér á landi skömmu síðar. Guðmundur Steinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að um- boðsmaður sinn hefði sent enska þýðingu léikritsins til Tallin fyrir þremur árum. Þar sá Arvo Alas handritið. Hann er ágætlega læs á íslensku og óskaði eftir að fá verk- ið á frummálinu, en þýddi það svo sjálfur á eistnesku. „Fyrir rúmu ári sýndi hann leikhúsfólki í Tallin handritið, sem og kvikmyndaleik- stjóranum Tonu Vivre,” sagði Guð- mundur. „Tonu fékk áhuga á að vinna kvikmynd eftir verkinu og jafnframt ákvað þjóðleikhús Eist- lendinga að taka verkið til sýninga í febrúar á næsta ári. Uppbygg- ingu verksins verður í engu breytt og það verður ekki umskrifað. Hins vegar verður það eitthvað stytt. Þá verða einnig unnir fjórir þættir eftir kvikmyndinni, til sýninga í sjónvarpi.” Tökur á kvikmyndinni hefjast í janúarbyrjun og á þeim að vera lokið þann 15. mars. Guðmundur sagði að ýmislegt hefði breyst frá þvi að undirbúningur kvikmynda- töku hófst. Eistland hefði öðlast sjálfstæði og þýðandi handritsins, Arvo Alas, væri nú sendiherra landsins í Danmörku, Noregi og hér á íslandi. Höfundur tónlistar í kvikmyndinni, Lepo Sumera, þekkt tónskáld í heimalandinu, er nú menntamálaráðherra. Þijár persónur eru í leikritinu um Lúkas, þ.e. Lúkas sjálfur og hjón og fjallar verkið um sam- skipti þeirra. Verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum og hefur einnig verið sýnt í Danmörku, Englandi, Belgíu og víðar. Jólapóstur: 322 starfsmönnum bætt við vegna jólaanna Póstþjónustan í Reykjavík hef- ur ráðið 322 starfsmenn til við- bótar þeim sem fyrir eru til þess að flokka og bera út jólakveðjur fyrir jólin. Landsmenn er hvattur til að huga að jólasendingum tímanlega en síðasti skilafrestur jólapósts innanlands er mánu- dagurinn 16. desember. Flug- pósti til landa í Evrópu þarf að skila fyrir sunnudaginn 15. des- ember en til annarra landa fyrir miðvikudaginn 11. desember. Ari Jóhannsson, rekstrarstjóri hjá Pósti og síma, sagði í samtali við Morgunblaðið að 322 hefðu ver- ið ráðnir til þess að flokka og bera út jólakveðjur í Reykjavík fyrir jól- in. Einn og einn byijaði um mánaða- mótin. Einhveijir hæfu störf 10.-12. desember en margir ekki fyrr enn uppúr 16. desember. Fjöldi starfs- manna er mjög svipaður því sem verið hefur hjá póstþjónustunni fyr- ir jólin undanfarin ár. Vildi Ari hvetja landsmenn til þess að huga tímanlega að jóla- kveðjum til vina og kunningja. Þá lagði hann áherslu á að merkingar væru réttar og póstnúmer á öllum pósti. Hætta væri á því að póstur tefðist ef hann væri ekki með póst- númeri. Póst- og símstöðvar á höfðuborg- arsvæðinu verða opnar til kl. 18 frá 9. desember til jóla. Laugardaginn 14. desember verður opið frá kl. 9 til kl. 16 og laugardaginn 21. des- ember verður opnunartíminn sá sami. ------» ♦ ♦-------- Flugvél lenti hér vegua gmns um bilun AIRBUS-farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli klukk- an tæplega 7 í fyrrakvöld vegna gruns um bilun í þrýstikerfi Hug- vélarinnar. 71 farþegi var um borð. Ekki þótti ástæða til að gera varúðarráðstafanir við lendinguna, sem gekk áfallalaust og eftir 4 'h klukkustundar viðdvö! á Keflavík- urflugvelii flaug vélin á brott með farþegana innanborðs enda hafði þá skoðun flugvirkja leitt í ljós að ekki væri um bilun að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.