Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 60
KM 69lt8^^ÓSTH<Í'LFl1555 /lAKlÍRErRl: IlAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Elliheimilið í Vík: Snarræði » afstýrði eldsvoða Vík, Mýrdal. SLÖKKVILIÐIÐ í Vík var kallað að dvalarheimili aldraðra, Hjalla- túni í Vík, i gærmorgun kl. 10.45. Kviknað hafði í kveikjarabensíni hjá einum vistmanni og eldurinn læst sig í borð og rúmdýnu. Vistmaðurinn náði að hringja neyðarbjöllu um það leyti sem eld- vamakerfi í húsinu fór í gang. Tvær starfsstúlkur voru í húsinu á vakt, Kristín Einarsdóttir, sem hringdi í slökkviliðið, og Margrét Harðardótt- ir, sem vitjaði vistmannsins og kom honum út úr logandi herberginu. Sótti hún síðan duftslökkvitæki og slökkti eldinn, og hafði lokið því áður en slökkviliðið kom á vettvang. Hvassviðri var og má fullyrða að þarna hefði getað orðið stórtjón og slys ef starfsstúlkurnar hefðu ekki brugðist skjótt við á réttan hátt. - R.R. ----» ♦ 4-- * » Islensk hreindýr til Færeyja? Morgunblaðið/KGA Eldri borgarar heimsækja lögregluna Undanfarin ár hefur Lögreglan í Reykjavík heimsótt félagsmiðstöðvar eldri borgara og kynnt þeim umferð- arreglur með sérstakri áherslu á gangandi vegfarendur. I lokin er þátttakendum boðið í ökuferð um borg- ina með SVR með viðkomu á lögreglustöðinni. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hefur boðið mælst vel fyrir og kunna þátttakendur vel að meta fræðsluna. Rúlluplastí verði safn- að saman NOKKRIR aðilar vinna nú að gerð áætlana um hagkvæmni þess að nýta rúlluplast sem notað er við heyverkun og fellur til hjá bændum, en talið er að það sé um eitt þúsund tonn á ári. Af þessum sökum hafa Stéttarsam- band bænda og umhverfisráðu- neytið beint þeim tilmælum til bænda og sveitarstjórna að rúllu- plastinu verði safnað saman og þ.að geymt þar til frekari aðgerð- ir hefjast. Mælst er til þess að hver bóndi baggi plastið í litla bagga, og í hveiju sveitarfélagi eða á söfnunar- svæði sé tiltekinn afgirtur staður eða útihús þar sem bændur geti skilað af sér umbúðum, og sveitar- stjórn hafi umsjón með gæslu og endurböggun ef þurfa þykir. Til greina þykir koma að setja innflutn- ings- eða skilagjald á filmuefnin til að standa undir kostnaði við söfn- unina, en á þessu stigi hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Hingað til hefur megninu af rúll- uplastinu verið brennt heima við bæi eða á haugum við opinn eld, en slík förgun er talin óæskilkeg og því leitað annarra leiða, en helst hefur verið rætt um endurvinnslu á plastinu eða brennslu i háhitaofn- um. Dagsbrún boöar tímabundín verkföll í 4 atvinnugreinum Ekkert svigrúm til að koma til móts við sérkröfur ef þær hafa launa- kostnaðarauka í för með sér, segir framkvæmdastj óri VSÍ Verkamannafélagið Dagsbrún hefur boðað tímabundin verkföll við olíu- og bensínafgreiðslu, flugafgreiðslu, hjá skipafélögunum og í Mjólkurstöðinni í Reykjavík frá og með miðvikudeginum 11. desember. Aðgerðirnar standa til 6 að morgni 24. desember og til þeirra er boðað til að knýja á um svör við kröfum í sérkjaravið- ræðum, sem staðið hafa yfir að undanförnu, að sögn Halldórs Björnssonar, varaformanns Dagsbrúnar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, segir að ekki sé hægt að koma til móts við sérkröfur ef þær hafa launakostnað- arauka í för með sér fyrir fyrirtækin. HAFINN er undirbúningur að hreindýrabúskap á Vogey í Fær- eyjum. Jóan Jacob Heinesen í Sör- vogi ætlar að biðja um leyfi til innflutnings nokkurra hreindýra frá Islandi, að því er fram kemur í Dagblaðið í Færeyjum. Beiðni um kaup á hreindýrum hefur ekki borist yfirvöldum á Islandi. I Dagblaðinu kemur fram að vegna þess hvað hreindýrin eru þolin sé talið að þau geti þrifígt vel á ákveðnum svæðum í Færeyjum þar sem heppilegur gróður er. Fram kem- ur að strangar reglur gilda um inn- flutning lifandi dýra til Færeyja, líka frá íslandi þó þar sé lítið um sjúk- dóma í dýrum. Áki Mortensen dýra- læknir segir í fréttinni að honum hafi ekki borist umsókn um innflutn- ing hreindýra. Ef hún berist verði málið kannað og lagt fyrir húsdýra- nefndina. Ef innflutningsleyfi verði veitt verði það með ströngum skilyrð- um um sóttkví í afgirtum haga og fleira. Beiðni um kaup á hreindýrum hefur ekki borist umhverfisráðuneyti eða veiðistjóraembætti, að sögn Páls Líndals ráðuneytisstjóra og Páls Hersteinssonar veiðistjóra. Veiði- stjóri segist ekki sjá neitt sérstakt til fyrirstöðu útflutnings en sagði að málið yrði athugað nánar ef umsókn bærist. Verkfall hjá olíufélögunum stendur 11.-13. desember, verkfall hlaðmanna og flugafgreiðslu- manna hjá flugfélögunum stendur frá 14.-16. desember, verkfall hjá skipafélögunum stendur frá 17.-19. desember og verkfall í Mjólkursamsölunni í Reykjavík hefst þann 20. og stendur til 6 að morgni 24. desember. „Við tökum út úr þessa hópa sem við höfum iagt fram sérkröfur fyrir og ekki fengið nein viðbrögð við. Þetta er okkar svar við þeirri hringiðu sem okkur finnst þetta mál komið í,” sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dags- brúnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þeir hefðu verið á fundum með vinnuveitendum af og til frá 14. október og ekki feng- ið jákvæð viðbrögð við einu ein- asta atriði í kröfugerðinni. Þeir hefðu lagt fram sérkröfur fyrir tíu hópa Dagsbrúnarmanna og þær aðgerðir sem boðað væri til nú snertu um 900-1.000 Dagsbrúnar- menn. „Það er ekki eins og við séum að ráðast á fátækustu fyrir- tækin í landinu. Það er ekki eins og það sé allt í rúst hjá þessum fyrirtækjum, heldur hafa þau skil- að mjög góðum hagnaði og ættu að geta komið til móts við okkur og lagað kjör sinna starfsmanna,” sagði Halldór. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að vinnuveitendur hefðu sagt öll- um viðsemjendum sínum í sérvið- ræðunum að ekki væri hægt að fallast á kröfur sem liefðu kostn- aðarauka í för með sér. Þessi vinnubrögð yllu vinnuveitendum mikium vonbrigðum og það væri dapurlegt að enn þá væri verið að reyna að stöðva með verkföllum mjólkurdreifingu til barna og gam- almenna fyrir jólin. Vinnuveitend- ur teldu enn að það væri góð sam- staða um að sameiginlegir hagsmunir launþega og fyrirtækja væru að halda hér uppi -stöð- ugleika og stefna að aðgerðum sem gætu lækkað vexti. Verkfalls- boðanir nú væru síst af öllu til þess að fallnar að skapa það ör- yggi og festu í efnahagsstarfsem- inni sem væri nauðsynleg forsenda vaxtalækkunar. Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sagði að frést hefði af boðuðu verkfalli undir kvöld í gær. Fljótlega yrði reynt að meta hvaða afleiðingar verkfallið gæti haft í för með sér, en á þessu stigi væri lítið hægt að segja um það. dagur til jóla Reglum um nýtingu tap- frádráttar verður breytt REGLUM um nýtingu uppsafnaðs tapfrádráttar hjá fyrirtækjum verður breytt í tengslum við ráðstafanir í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin er að undirbúa, að sögn Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra. Rætt er um að takmarka enn frekar en nú er gert nýtingu tapfrádráttar aftur í tímann. Davíð segir að uppsafnaður kr., hluti af honum hafi reyndar tapfrádráttur hjá fyrirtækjum gufað upp í fyrirtækjum sem landsins sé allt að 60 milljarðar hætt hafi starfsemi. Heimilt er að nýta þennan frádrátt með sameiningu hlutafélaga innan sömu starfsgreina og að sögn Davíðs var það gert til að liðka fyrir hagræðingu í rekstri fyrir- tækja með sameiningu. Sjá einnig frétt á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.