Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 BarbaraKeesVmg , „lar (otmá'a Bll ÖRtf&UR TÖFRAFLAUTAN _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Það hafa orðið nokkuð tíð mann- askipti í hlutverkaskipan Töfra- flautunnar hjá íslensku óperunni undanfarið og á það sérstaklega við um hlutverk næturdrottningarinn- ar. Fyrstu sýningarnar söng Yelda Kodalli frá Tyrklandi og þá brugðu á leik Birgit L. Franzen frá Sví- þjóð, Lydia Rathkolb-Riicklinger frá Austurríki en hún söng þetta hlutverk þegar Töfraflautan var fyrst uppfærð hjá íslensku óperunni og nú síðast bandaríska söngkonan Mary Wynston-Smith, sem vakti mikla athygli fyrir söng sinn á Ebony-tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands fyrir stuttu. Þá hef- ur verið skipt um í hlutverki Sa- rastro, þar sem Tómas Tómasson kom inn fyrir Viðar Gunnarsson og 1. sópran af hirðmeyjum nætur- drottningarinnar en þar kom inn Elísabet F. Eiríksdóttir fyrir Signýju Sæmundsdóttur. Ekki eru allar breytingar upp taldar því á næstu sýningum mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja næturdrottn- inguna en við hlutverki Papagenu, sem hún hefur farið með, tekur Katrín Sigurðardóttir. Katrín söng þetta hlutverk í fyrstu uppfærsl- unni. Bandaríska söngkonan Mary Wynston-Smith vakti mikla athygli á Ebony-tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands fyrir stuttu og þegar hún hafði verið ráðin til að syngja næturdrottninguna þótti rétt að fjalla um söng hennar sérstaklega, svo og söng Elísabetar F. Eiríks- dóttur. Willis hefur mikla drama- tíska rödd og túlkaði hún vel hefnd- arþorsta næturdrottningarinnar. Dískantleikur Mozarts, sem þetta hlutverk er einnig fraégt fyrir, var í meðförum Wynston-Smith allt of veikur, framfærður á mjög grönn- um og hljómlitlum falsettutónum. Elísabet F. Eiríksdóttir fór ágæt- lega með hlutverk sitt sem fyrsta hirðmey næturdrottningarinnar, bæði hvað varðar söng og leik. Fyrir utan smábreytingar á sviðsút- búnaði, sem gerðar voru á þessum sýningum, var sýningin í heild mjög áþekk því sem hún var í upphafi og frammistaða flytjenda sömuleið- is, en sýningunni stjórnaði Robin Stableton. Brot úr vasabókum Péturs Gunnarssonar ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Dýrðin á ásýnd hlut- anna eftir Pétur Gunnarsson. í kynningu útgefanda segir m.a. „Bókin er með svipuðu sniði og Vasabók sama höfundar sem út kom árið 1989. Hér eru brot úr vasabók- um áranna 1972-1983, margvísleg- ar stuttar hugleiðingar um mannlíf, náttúru, drauma og andartakið sem er að iíða, og er efninu skipt í nokkra hluta. Allt ber þetta vitni þeirri við- leitni að „krota og pára - svo lífið hverfi ekki sporlaust”. Bókin er 69 bls. í vasabókar- broti. Kápu gerði Guðrún Kristjáns- dóttir, en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Pétur Gunnarsson Bók um Heiðar Jónsson IÐUNN hefur gefið út bók um líf og starf Heiðars Jónssonar snyrtis, sem nefnist Heiðar - eins og hann er, eftir Nönnu Rögn- valdsdóttur. í kynningu útgefanda segir: „Heiðar snyrtir hefur löngum verið umtalaður maður og umdeildur. En hann er líka listamaður og einstak- ur hæfileikamaður sem sífellt kem- ur á óvart. í þessari bók segir hann frá sjálfum sér og lífi sínu, sögum og umtali, störfum, ævintýrum og kostulegum uppákomum hérlendis og erlendis. Hann hefur málað prinsessur og kvikmyndastjörnur og fengið tilboð um frægð og frama á erlendri grund, en þó er hann alltaf snæfellskur sveitastrákur innst inni. Og hér er Heiðar einmitt hann sjálfur, kemur til dyranna eins og hann er klæddur og lýsir tæpi- tungulaust skoðunum sínum og við- horfum til málefna og manna - en þó aðallega kvenna.” Bókin er prentuð í Prenttækni. Heiðar Jónsson ■ KOMIN er út hjá Máli og menningu myndasagan Georg í Mannheimum eftir Jón Ármann Steinsson og Jón Hámund Marin- ósson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan segir frá Georg mör- gæs sem býr á hinu ósnortna Snæ- landi. Þangað fer að berast rusl frá Mannheimum og er svo komið að dýrunum er ekki lengur vært fyrir mengun. Georg ákveður að taka til sinna ráða, fara til Mannheima og talal við ráðamenn þar. Þetta verð- ur til þess að öll dýr sameinast um að gera uppreisn gegn ofríki mannsins og fara í verkfall. Þetta verður til þess að þaða verður stríð milli manna og dýra og er barist með ýmsum aðferðum. Sögunni lýk- ur með sátt og allir lofa bót og betrun.” BETRA KYNLIF eftir bandaiíksa sálfræðinginn Barböru Keesling. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur þýddi og ritar einnig formála. Bókin leiðbeinir fólki að glæða unað kynlífsins. Fjallað er á faglegan hátt um algenga kynlífsvanda og sett franrnákvæmt æfingakerfi sem einstaklingar og pör geta nýtt sér til að draga úr spennu um kvíða í kynlífi. ORN OG ^ ORLYGUR Síöumúli 11 -108 Reykjavík - Sími: 684866 SPAÐISTJORNURNAR Allt sem þarf til að búa til stjörnukort Gerið stjömukortin sjálf! Handhæg bókaaskja sem hefur að geyma allt til að þið getið sjálf búið til nákvæmt stjömukort á tíu til fimmtán mínútum og sagt ótrúlega margt um persónuleika manna og hegðun. Reynið stjömuspána á sjálfum ykkur, fjölskyldu og vinum! Verðkr. 3.390.- Stjörnur og kynlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.